Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 32
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stoppuðu stutt við Jürgen Klinsman entist ekki lengi hjá Hertha Berlin. Hann er þó ekki eini stjór- inn sem hefur stoppað stutt í starfi. Marcelo Bielsa Lazio Litríki Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa var kynntur með pomp og prakt þann 6. júlí árið 2016 sem nýr stjóri Lazio á Ítalíu. Aðeins tveimur dögum síðar var hann hættur og sagði að forráðamenn Lazio hefðu svikið loforð um félaga- skipti. Lazio ætlaði að stefna Bielsa en hætti við. Brian Clough Leeds Tími Cloughs hjá Leeds kom fyrir í bestu fótboltamynd allra tíma, The Damned United. Clough hafði gert Derby að stór- veldi og tók við risaliðinu Leeds. 44 dögum síðar var hann farinn eftir einn sigur í fyrstu sjö leikjunum. Clough endur- heimti æru sína með því að gera Nott. Forest að stórveldi. Leroy Rosenior Torquay United Leroy Rosenior á að hafa verið rekinn eftir 10 mínútur í starfi. Skrifaði undir samning en 10 mínútum síðar og blekið varla orðið þurrt komu fjárfestar og keyptu Torquay. Þeir vildu Colin Lee sem stjóra og þurfti Rosenior því að fjúka. Hann hefur þó ávallt haft mikinn húmor fyrir sögunni. Steve Coppell Manchester City Coppell sem lék á sínum tíma með Man. United mætti hress og kátur á Maine Road árið 1996. Þetta var fyrir olíupen- ingana og saga City ekki jafn glæst og hún er í dag. Coppell stýrði þó liðinu aðeins í 33 daga og náði sex leikjum, tveir þeirra unnust. Það var þó ekki nóg og hann gekk frá borði. Paul Scholes Oldham Fyrsta stjórastarfið hans Scholes varði aðeins í 31 dag. Hann tók við Oldham, liðinu sem hann studdi í æsku, í 14. sæti og hætti þegar liðið var á sama stað mánuði síðar. Hann byrjaði á sigri en svo komu tvö jafntefli og tvö töp. Það var nóg fyrir gamla miðjusnillinginn og hann sagði upp. Gian Piero Gasperini Inter Gasperini mætti á San Siro í júní 2011 með sínar hugmyndir um hvernig fótbolta Inter ætti að spila. Hann hafði verið fjögur tímabil hjá Genoa og gert vel. En fyrstu fjórir leikirnir hans fóru allir í vaskinn. Það hló enginn á skrifstofu Inter og Massimo Moratti rak hann eftir tap gegn nýliðum Novara. Luigi Delneri Porto Hver átti að leysa sjálfan Mourinho af hólmi hjá Porto? Liðið var jú stórkostlegt og stjórinn ekkert minna en sá besti – allavega á þeim tíma. Porto leitaði til Delneri sem hafði gert Chievo að stöðugu Serie A liði. En hann var rekinn áður en tímabilið byrjaði. Hann mætti víst lítið og illa til vinnu. Jürgen Klinsmann Hertha Berlin Fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands og Bandaríkjanna lofaði gulli og grænum skógum þegar hann tók við Berl- ínarliðinu. Hann fékk úr nægu að moða við að styrkja liðið í janúar en hætti eftir tíu vikur í starfi og þrjá sigra í tíu leikjum. kristinnpall@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.