Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 18
Það er á hreinu að sýningar fyrir grunnskólabörn og framhaldsskólanema eru brýn nauðsyn svo þau geti kynnst kvikmyndinni sem listgrein. Hagar hf. birta lýsingar í tengslum við umsóknir um töku verðbréfa til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Auglýsing þessi er birt í tengslum við umsóknir um töku skuldabréfaflokka HAGA 181021 og HAGA 021029 til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. HAGA 181021 Höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa í flokknum nam kr. 2.500.000.000 og voru þau öll seld þann 15. október 2019 eftir að Hagar samþykktu tilboð hæfra fjárfesta í framhaldi að lokuðu útboði félagsins þann 30. september 2019 þar sem Hagar höfnuðu öllum tilboðum í óverðtryggðan flokk skuldabréfa. Skuldabréfin voru seld á genginu 1,0 og bera skuldabréfin fasta 4,65% óverðtryggða vexti. HAGA 021029 Upphafleg höfuðstólsfjárhæð skuldabréfa í flokknum nam kr. 5.500.000.000 og voru þau öll seld í lokuðu útboði þann 30. september 2019. Skuldabréfin voru gefin út og afhent þann 2. október 2019. Skuldabréfin voru seld á genginu 1,0 og bera skuldabréfin fasta 2,8% verð- tryggða vexti. Heildarheimild til útgáfu skuldabréfa í þessum flokki er kr. 15.000.000.000. Markmiðið með skráningu skuldabréfanna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. er að stuðla að auknum seljanleika og markaðshæfi skuldabréfanna, sem og að tryggja fjárfestum að starfs- hættir og upplýsingagjöf um fjárhagsstöðu útgefanda séu í samræmi við reglur fyrir útgef- endur fjármálagerninga, sem gefnar eru út af Nasdaq Iceland hf., eins og þær eru á hverjum tíma. Hagar hafa komið á fót tryggingafyrirkomulagi með útgáfu tryggingarbréfs, veðhafa- og veðgæslusamnings, umboðssamnings og samnings við staðfestingaraðila. Framangreindir samningar eru birtir á heimasíðu Haga, www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/skuldabrefautbod/ og eru fjárfestar hvattir til þess að kynna sér efni skjalanna í heild sinni. Á grundvelli veðhafa- og veðgæslusamkomulags hafa Hagar lagt fram tryggingar til greiðslu skuldabréfanna sem eigendur skuldabréfanna á hverjum tíma gerast sjálfkrafa aðilar að. Tryggingar Haga eru tilgreindar í viðauka við veðhafa- og veðgæslusamkomulagið og tryggingarbréfi sem Hagar hafa gefið út. Lýsingarnar eru útbúnar með hliðsjón af þeim reglum Nasdaq Iceland hf. sem gilda um töku verðbréfa til viðskipta. Lýsingarnar eru gefnar út á íslensku og birtar af Högum þann 12. febrúar 2020. Hvor lýsing fyrir sig samanstendur af þremur skjölum, þ.e. verðbréfalýs- ingu, útgefandalýsingu og samantekt. Lýsingarnar hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu og eru almenningi aðgengilegar á heimasíðu þess. Minnt er á að fjárfesting í skuldabréfum felur í sér áhættu og eru fjárfestar hvattir til þess að kynna sér lýsingarnar í heild sinni og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti. Nánari upplýsingar Útgefandi lýsinga eru Hagar hf., kt. 670203-2120, Hagasmára 1, 201 Kópavogi. Nánari upplýsingar um Haga og skilmála skuldabréfanna má finna í lýsingum félagsins sem dagsettar eru 12. febrúar 2020 og er birt á www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/skuldabrefautbod/ Þar má nálgast lýsingarnar næstu 12 mánuði. Stjórn Haga hf. Kennarar við hjúkrunar-fræðideild hafa sett sér það markmið að bjóða upp á framúrskarandi nám í hjúkrunar- og ljósmóður fræðum sem mætir alþjóðlegum kröfum og þjónar íslensku samfélagi. Nám við hjúkrunarfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands raðast í 100.-150. sæti á lista um gæði náms í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum á heimsvísu samkvæmt f lokkun Shanghai Aca- demic Ranking of World Universi- ties (ARWU) (shanghairanking. com/index.html). Af greinum við Háskóla Íslands hefur nám við deildina náð einna hæst á þeim lista. Nám í hjúkrunarfræði hefur verið eftirsótt, enda er hjúkrunar- starfið krefjandi og fjölbreytt og námið felur í sér mikla mögu- leika að því loknu. Gæði námsins, fræðilegar og klínískar kröfur, eru vel varin með íslenskum lögum (reglugerð 512/2013) og tilskipun Evrópusambandsins (2005/36/ EB) um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi. Haustið 2019 kepptu rúmlega 300 nemendur um samtals 175 námspláss við báða háskólana, 120 pláss við Háskóla Íslands (að ári verða þau 130) og 55 við Háskólann á Akur- eyri. Nú á vormisseri sitja tæplega 60 nemendur námskeið við hjúkr- unarfræðideild HÍ til að uppfylla skilyrði til að geta sótt um nám í hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf. Skilyrðin eru meðal annars að umsækjendur hafi lokið 40 einingum í undir- stöðugreinum hjúkrunar, það er aðferðafræði/tölfræði, félagsfræði, sálfræði og líffræðigreinum. Í Evróputilskipuninni stendur meðal annars að klínísk þjálfun skuli fara fram á sjúkrahúsum, í heilsugæslu eða á öðrum vett- vangi þar sem nemandinn á bein samskipti við sjúklinga. Á vett- vangi lærir hann í samstarfi við aðra að skipuleggja, veita og meta heildstæða hjúkrun með hlið- sjón af þeirri þekkingu og hæfni sem hann hefur öðlast í fræðilegu námi. Klíníska kennslan er á ábyrgð hjúkrunarkennara og er veitt í samstarfi við og með aðstoð hjúkrunarfræðinga á vettvangi. Nemandinn skal ekki einungis læra að vinna í teymi heldur jafn- framt að stýra teyminu og skipu- leggja hjúkrunarmeðferð, þar með talið heilbrigðisfræðslu fyrir ein- staklinga og hópa. Þá stendur í t ilsk ipuninni að nemendur skuli fá klíníska kennslu í hjúk r un á ý msum sviðum hjúkrunar, meðal annars bráðahjúkrun, nýbura- og barna- hjúkrun, mæðravernd, heilsu- gæslu, hjúkrun sjúklinga sem fara í almennar eða sérhæfðar skurðað- gerðir og sjúklinga sem þarfnast almennrar eða sérhæfðrar hjúkr- unar vegna sjúkdóma sinna. Skipulag náms í hjúkrunarfræði tekur mið af ofangreindu. Það sem takmarkar fjölda nemenda er námspláss og þá sérstaklega á þeim vettvangi sem nefndur er að ofan. Hjúkrunarfræðideild hefur samstarf og samning um klínísk námspláss við Landspítala gegnum Háskóla Íslands og allar ákvarð- anir um nemendafjölda eru teknar í samráði við spítalann. Auk þess eru samningar eða samstarf um klínísk námspláss við heilsugæslu- stöðvar og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og á öllum heilbrigðisstofnunum landsins fyrir t.d. heimahjúkrun. Klíníska námið dreif ist yf ir allan veturinn en prófatímabil og upphaf missera eru þó minna nýtt til klínískrar kennslu. Tímann yfir hásumarið er lítið hægt að nýta í klínískt nám sökum sumarleyfa starfsmanna og þar með vöntunar á klínískum kennurum. Á þessum tímabilum er þó rými og vilji sam- starfsstofnana er til að taka á móti 20 nemendum í nýju námsleiðina. Ljóst er hins vegar að til þess að nemendur öðlist þá klínísku færni sem nútímasamfélag krefst þurfa þeir miklar og góðar leiðbeiningar á vettvangi. Sem kallar aftur á full- nægjandi mönnun hjúkrunarfræð- inga á heilbrigðisstofnunum til að sinna klínískri kennslu. Hjúkrunarfræðideild er undir- fjármögnuð. Í deildinni eru nú 773 nemendur, stöðugildi fastráð- inna kennara eru 24 auk þess sem hópur fólks frá öðrum deildum Heilbrigðisvísindasviðs og víðar í Háskóla Íslands og frá samstarfs- stofnunum koma að kennslunni. Deildin hefur þó aldrei skorast undan því að leita allra leiða til að fjölga nemendum og taka við raun- hæfum verkefnum sem skipta máli fyrir samfélagið. Nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands Fyrir 10 árum síðan hélt ég fyrsta pallborðið fyrir skólabörn í Bíó Paradís. Ég sýndi myndina The Kid eftir Charles Chaplin og var með kynningu á listamanninum, mynd- um hans á löngum ferli og ekki síst um æsku hans og hversu mikið afrek það var að komast áfram þrátt fyrir sára fátækt og skelfi- legar fjölskyldu aðstæður. Verða einn af áhrifamestu kvikmynda- leikstjórum kvikmyndasögunnar. Börnin voru svo áhugasöm að það var mér hvatning að þróa verkefnið frekar í samstarfi við Bíó Paradís. Brátt hófst kvikmyndafræðsla í Bíó Paradís þar sem skólabörn fengu að sjá myndir frá ýmsum þjóðlöndum sem þau hefðu annars ekki aðgang að og fengu tækifæri til að skoða kvikmyndir með gagnrýnum huga. Þar er meðal annars haldin kvik- myndasmiðja þar sem saga kvik- myndanna er kynnt með mynd- brotum úr helstu meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Við það má bæta að skólabörn fá viðunandi aðstöðu til að sjá myndir í bestu gæðum sem þau fá ekki að öðrum kosti í skólastofu. Þessu verkefni hef ég veitt for- stöðu í níu ár í Bíó Paradís og við höfum nú þjónustað hátt í 90.000 börn. Þetta er á margan hátt krefj- andi starf en alltaf skemmtilegt og gífurlega gefandi, kannski af því að í fyrstu var það tilraunaverkefni. Hvernig átti að kenna börnum að nálgast kvikmyndina? Hvernig átti að kenna þeim að horfa á myndir með gagnrýni? Kenna þeim að horfa á bíóklassík í von um að þau kunni að meta ýmsar perlur kvik- myndasögunnar, alla vega vita af þeim og kannast við áhrif þeirra á kvikmyndir samtímans? Næstu skref voru í startholunum til að gera kennsluna mun markvissari. Árið 2013 fékk bíóið styrk til að vera með kvikmyndafræðslu fyrir framhaldsskóla. Það gekk hægt í fyrstu að byggja þá starfsemi upp, en með tímanum blómstraði hún og ungmenni komu úr f lestum framhaldsskólum í Reykjavík og nágrenni til að hlýða á fyrirlestra um þær kvikmyndir sem hafa markað spor í sögu kvikmyndanna, ræða um þær á eftir og greina þær ofan í kjölinn. Það var einstaklega gaman að sjá nemendurna fá aukið sjálfstraust eftir því sem leið á hverja önn með því að greina kvik- myndir ásamt nemendum úr öðrum skólum. Það er engin spurning að slík viðbótarfræðsla er bráðnauð- synleg. Þeirri starfsemi var því miður hætt vegna fjárskorts árið 2019, einmitt þegar mikil ásókn var í fræðsluna og margir skólar vildu setja námskeiðið inn í námsáætlun þeirra. Það er á hreinu að sýningar fyrir grunnskólabörn og framhalds- skólanema eru brýn nauðsyn svo þau geti kynnst kvikmyndinni sem listgrein, ekki aðeins notið hennar sem af þreyingar þar sem tækni- brellur og hraði eru í fyrsta sæti. Ég hef sjálf mjög gaman af ofurtækni- væddum hasarmyndum; enda er ekkert að því, en ég tel sem kvik- myndafræðingur að nauðsynlegt sé að sýna kvikmyndir sem hafa önnur markmið að leiðarljósi. Í Bíó Paradís fá grunnskólabörn tækifæri til að sjá nýjar íslenskar kvikmyndir með leikstjóra og framleiðendur viðstadda sem svara spurningum þeirra og útskýra hvernig staðið var að gerð og fram- leiðslu kvikmyndarinnar. Þau fá líka tækifæri til að sjá myndir um erfið samfélagsleg málefni, einelti, fíkn og kvíðaraskanir með full- trúum SÁÁ, Geðhjálpar og Sam- takanna 78, svo eitthvað sé nefnt, þar sem þau fá að ræða við þessa fulltrúa eftir áhorf og fá stuðning og hjálp ef svo ber undir. Þessi úrræði þurfa líka að vera til staðar. Þar sem allt útlit er fyrir að starf- semi Bíó Paradísar verði hætt í vor, fá börn ekki lengur að njóta þess aðbúnaðar sem bíóið hefur upp á að bjóða sem menningarmiðstöð kvikmyndanna. Það er einlæg von mín að þeir sem hafa aðstöðu til að bjarga Bíó Paradís láti til sín taka og láta þá einstöku starfsemi sem þar er stunduð ekki hverfa úr menn- ingarlífinu. Opið bréf vegna lokunar Bíó Paradísar Oddný Sen kvikmynda- fræðingur og verk- efnastjóri kvikmynda- fræðslu í Bíó Paradís Herdís Sveinsdóttir deildarforseti Hjúkrunar- fræðideildar HÍ S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.