Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 37
BÍLAR Að sögn tímaritsins Auto­Express er ekki von á nýjum Corolla í GR­útgáfu fyrr en 2023. GR Corolla mun nota sömu vél og í nýkynntum GR Yaris. Vélin er þriggja strokka 1,6 lítra vél sem skilar 268 hestöflum hvorki meira né minna. Að öllum líkindum verður GR Corolla einnig í boði með fjórhjóladrifinu sem þróað er í sam­ vinnu við Makinen Racing. Líkt og í GR Yaris má búast við að GR Corolla verði með alveg nýja yfirbygg­ ingu þótt bíllinn verði smíðaður á TNGA­undirvagninum. Þó má búast við fjölliða fjöðrun og f leiri breytingum. Þessi bíll mun fá harða samkeppni frá nýjum Honda Civic Type R, Ford Focus RS og Hyundai i30 N þegar hann kemur á markað. Þar sem Corolla er stærri bíll en Yaris má jafnvel búast við tengil­ tvinnútgáfu en það er þó bara spá­ dómur eins og stendur. Öflugri Toyota GR Corolla kemur ekki fyrr en árið 2023 Toyota sýndi frumútgáfu af Corollu GR á ráðstefnu í Amsterdam fyrir skömmu. Á þriðjudag gaf nefnd á vegum umferðaröryggisstofnunar­innar NTSB út skýrslu vegna banaslyss sem varð á Tesla Model X í mars 2018. Þar lést Walter Huang, 38 ára gamall starfsmaður Apple, þegar Model X bíll hans keyrði á vegrið á 113 km hraða. Huang hafði áður tilkynnt að Autopilot­kerfi bílsins hefði ekki virkað í nokkrum tilfell­ um, þar sem bíllinn hefði leitað út á vegöxlina. Gögn frá bílnum sýndu að Huang hafði í þau skipti notað hendurnar til að forðast óhapp en í árekstrinum hefðu þær ekki verið á stýrinu síðustu 6 sekúndurnar fyrir slysið. Enn fremur sýndu gögnin að bremsurnar voru ekki heldur not­ aðar rétt fyrir slysið. Farsímagögn sýndu að Huang hefði verið að nota Apple­snjallsíma sinn til að spila tölvuleikinn Three Kingdoms meðan á akstrinum stóð, og gögn frá bílnum sýndu að hendur Huang voru annars staðar en á stýrinu í alls 18 mínútur. NTSB ætlar með málið fyrir rétt þann 25. febrúar næstkomandi til að skera úr um orsök slyssins, en Tesla hefur ekki látið hafa neitt eftir sér ennþá vegna málsins. Lést með Autopilot virkan segir rannsókn NTSB Eins og sést var Model X bíll Huang gjörónýtur eftir slysið. REUTERS Skoda hefur t i l k y n n t hvaða nafn nýr rafdrif inn jepplingur frá þeim mun bera en það er Enyaq. Hann verður annar bíll Skoda til að vera 100% rafdrifinn en fyrir var Citigo­e. Enyaq er byggður á MEB­ undirvagninum sem er hinn sami og er undir nýjum VW ID.3 fólks­ bíl. Tilraunaútgáfa Enyaq var sýnd á bílasýningunni í Genf í fyrra og hét þá Vision iV en sá bíll var með sportlegu yfirbragði og fjórhjóla­ drifi með tveimur rafmótorum. Hvort Enyak verði í svipuðum stíl hefur þó ekki verið gefið upp enn. Enyaq kemur úr gelísku og þýðir innihald en allir raf bílar Skoda munu byrja með stafinn E í nafni sínu. Þar sem allir jepplingar Skoda enda á Q er auðvelt að sjá að um jeppling er að ræða. Skoda áætlar að hafa tíu rafdrifin ökutæki á boð­ stólum árið 2022. Skoda-rafjeppinn fær nafnið Enyaq Á sýningarsvæði 7 er búið að setja upp 456 metra langa próf­unarbraut. Brautin er með af líðandi beygjum, kröppum u­beygjum og langan beinan kafla og fyrir innan brautina er fundar­ svæði fyrir 300 gesti. Hægt verður að prófa 48 gerðir bíla sem sýndir eru í Genf á þessari braut. Nokkrar njósnamyndir hafa verið að birtast af Hyundai i20 að undanförnu og kannski þess vegna birti Hyundai hönnunarmynd af bílnum um leið og staðfest var að hann yrði frumsýndur á bíla­ sýningunni í Genf. Þótt myndin sé ýkt sýnir hún að bíllinn er hvass­ ari í hönnun og framendinn líkari i10. Framljósin minna þó meira á i30 sem og heildarsvipur bílsins. Annars er ekki mikið vitað um nýja Hyundai­bílinn en forvitni­ legt verður að sjá hvort einhver rafdrifin útgáfa leynist á sýningar­ svæði Hyundai í Genf. Eins er óljóst hvort þriggja dyra Coupé­útgáfan haldi áfram. Flestir framleiðendur hafa hætt við heitari þriggja dyra útgáfur nema aðal samkeppnisaðil­ inn Toyota, sem nýlega kynnti GR Yaris. Fimm dyra Audi A3 Í kjölfar áttundu kynslóðar VW Golf kemur náfrændi hans Audi A3 í fimm dyra útfærslu. Líkt og í Golf verður rafmagnsútgáfa ekki í boði þar sem Audi er einnig að þróa sinn eigin raf bíl í svipuðum stærðar­ flokki sem kynntur verður á næsta ári. Nýr Audi A3 verður samt með fjölda véla og tvinnútgáfa í boði líkt og í VW Golf og búast má við ennþá öflugri S3­ og RS3­útgáfum í fram­ haldinu. Nýr rafdrifinn Fiat 500 Fiat mun kynna rafútgáfu hins vin­ sæla Fiat 500 en njósnamyndir hafa sýnt að hann líkist mjög núverandi útgáfu hans. Hann verður samt á nýjum undirvagni og líklega er öf lug, rafdrifin Abarth­útgáfa í kortunum líka. Honda kynnti nýlega andlitslyftingu á Civic og í Genf verður uppfærð útgáfa Type R kynnt til sögunnar. Sem betur fer er 316 hestafla forþjöppuvélin ennþá í boði með þreföldu pústkerfinu en bíllinn hefur fengið nýjan fram­ enda auk uppfærslu á upplýsinga­ kerfi. Mercedes mun kynna tengil­ tvinnútgáfur CLA og GLA í Genf. Báðir bílarnir verða í boði með 1,3 lítra bensínvél ásamt 101 hestaf ls rafmótor. Samtals skilar það 215 hestöflum og rafhlaðan mun duga fyrir allt að 58 km akstur. 911 Turbo frumsýndur Margir bíða ef laust spenntir eftir nýjum Porsche 911 Turbo sem kynntur verður í Genf að öllum lík­ indum. Birst hafa nokkrar myndir af honum að undanförnu sem gefa til kynna að stutt sé í kynningu á honum. Nýr 911 Turbo fær nýjan loftdreifi undir bílnum og endur­ hönnuð loftinntök ásamt léttari álfelgum. Það sem skiptir þó mestu er að 3,8 lítra boxer­vélin fær nýjar forþjöppur sem mun skila honum meira afli og hámarkshraða. Prufubraut verður innandyra á bílasýningunni í Genf Fyrstu myndir af sportlegum Audi A3 eru komnar fram á sjónarsviðið og vænta má enn kraftmeiri S3- og RS3-útgáfa innan skamms. Andlitslyfting Civic Type R verður Evrópufrumsýnd i Genf. Á sýningarsvæði 7 er búið að gera stóra prófunarbraut innanhúss fyrir rafdrifnar útgáfur fimmtán bílategunda. Við höldum áfram að segja frá því sem sýnt verður á bíla- sýningunni í Genf í mars. Meðal nýj- unga á sýningunni er prófunarbraut fyrir rafdrifna bíla. TOYOTA GR COROLLA VERÐUR VÆNTANLEGA MEÐ SÖMU VÉL OG FJÓRHJÓLADRIF OG GR YARIS EN HÚN SKILAR 268 HESTÖFLUM Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.