Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 21
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, lýsir sér meðal annars sem glamúrgellu á sam- félagsmiðlum en segist þó vera mjög hefðbundin í fatastíl og velta tískunni lítið fyrir sér. Hún segist hafa verið í ýmsum hlutverkum gegnum tíðina, sem systir hans Atla, kærastan hans Krumma og mamma hennar Yrsu. „En fyrst og fremst er ég bara ég, Brynhildur, 31 árs, hamingjusöm og sæl. Ég starfa sem upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins og ætli helstu áhugamálin mín séu ekki að stunda Víkingaþrek í Mjölni, spila með spilavinum mínum og drekka vín með góðum vin- konum,“ segir hún. Brynhildur býr í Hlíðunum með kærasta sínum, Hrafni Jónssyni, og dóttur þeirra, Yrsu, sem er rúmlega eins árs og að sögn Bryn- hildar skemmtilegust í heimi. Elskar allt sem glitrar Brynhildur segist hafa mjög einfaldan fatastíl. „Ég er yfir- leitt í gallabuxum og bol, en nota glimmer þegar ég get,“ segir hún. „Ég fylgist eiginlega nákvæm- lega ekkert með tísku og á mér enga fyrirmynd í þeim efnum. Í raun hefur tískuáhuginn minn minnkað undanfarin ár og ég fylgi engum tískuskvísum á Instagram eða neitt þannig.“ Þegar Brynhildur er spurð út Uppáhalds litur Brynhildar er glimmer og hún elskar allt sem glitrar en líka það sem er röndótt og litríkt. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI í uppáhaldslitinn nefnir hún glimmer. „Ég elska allt sem glitrar,“ segir hún. „Mér finnst líka gaman að vera í röndóttu og litum, ég er ekki þessi týpíska kona sem er alltaf í svörtu. Ég gekk alltaf með mjög einfalt úr með hvítri skífu og svartri leð- uról sem foreldrar mínir gáfu mér og mér finnst ótrúlega fallegt,“ segir Brynhildur. „En mér finnst svo erfitt að vera með það þegar ég hamra á lyklaborðið í vinnunni að ég geng sjaldnar með það en ég vildi. Stundum er ég svo líka með eyrnalokka.“ Hún segist aðallega kaupa fötin sín í útlöndum. „Ég tek svona rispur þar sem ég kaupi margar f líkur í einu – og nota þær svo allar í mörg, mörg ár,“ segir Bryn- hildur, sem er ekki í nokkrum minnsta vafa um hverjar eru uppáhaldsbúðirnar hennar hér á landi. „Nú, að sjálfsögðu Rauða- krossbúðirnar!“ Nýtin og nægjusöm „Ég er þekkt meðal vina minna fyrir að ganga óendanlega lengi í sömu fötunum,“ segir Brynhildur. „Ég á til dæmis einn kjól úr H&M sem ég keypti þegar ég var 15 ára. Ég hef því átt hann lengur en hálfa ævi mína. Ég á enn alveg ein- hverjar peysur, boli og kjóla sem ég hef sankað að mér síðastliðin tíu ár eða svo. Buxur eyðileggjast töluvert fyrr hjá mér, það kemur aaaalltaf gat í klofið.“ Uppáhaldsf lík Brynhildar er sjóarakjóllinn hennar, sem hún sá Margréti Erlu Maack klæðast í Kastljósi fyrir mörgum árum. „Ég sendi henni skilaboð og fékk að kaupa af henni kjólinn,“ segir Brynhildur. „Þá þykir mér ótrúlega vænt um peysu úr Geysi sem kærastinn minn gaf mér í afmælisgjöf og ég hefði aldrei tímt að kaupa mér, en nota mjög oft.“ Á gott úrval af kjólum Brynhildur segir að normcore 90’s kjaftæði einkenni klæðnað ungs fólks í dag. „Og ég meina kjaftæði ekki endilega neikvætt,“ útskýrir hún. Hún segist alls ekki eyða miklu í föt miðað við vini sína. „Ég skil aldrei þegar fólk segist ekki ætla að kaupa sér föt í eitt ár,“ segir Brynhildur. „Ég hef örugglega sleppt því heilu árin að kaupa mér föt. En mér finnst samt gaman að vera fín í boðum og á þó nokkuð gott úrval af kjólum,“ segir hún. „Ég keypti mér einn ótrúlega fallegan í Rauðakrossbúðinni við Bergstaðastræti í október og langar helst að vera í honum allar helgar. Ég þarf kannski að djamma meira.“ Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Brynhildur eyðir ekki miklu í föt og skilur ekki þá sem segjast ekki ætla að kaupa sér föt í eitt ár, hún hafi sleppt því heilu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Ég er þekkt meðal vina minna fyrir að ganga óendanlega lengi í sömu fötunum. Ég á kjól úr H&M sem ég keypti þegar ég var 15 ára. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS -20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BUXUM OGFRÁ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.