Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 47
Tónlistar- og baráttu-konan Sólborg Guð-brandsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli landsmanna f y r i r djör f u ng og dugnað í baráttunni gegn kyn- ferðisof beldi. Hún heldur úti síð- unni Fávitar á samskiptamiðlinum Instagram þar sem hún er með rúmlega 25 þúsund fylgjendur. Á síðunni birtir Sólborg skjáskot af dæmum um stafrænt ofbeldi, ásamt því að birta hughreystandi orð til þolenda. Hún hefur verið forkólfur í baráttunni hérlendis gegn kyn- bundnu of beldi, en hún mun setja viðburðinn Milljarður rís sem fram fer í Hörpu á morgun. „Hugmyndin kemur frá sænskri Instagram-síðu sem heitir Assholes Online sem Linnéa Claeson heldur úti. Vinur minn benti mér á hana og saman fórum við af stað með þetta verkefni. Við vorum bara orðin svo þreytt á normalíseringunni á kynferðislegri áreitni í samfélag- inu okkar og þá sérstaklega staf- ræna of beldinu. Ég hélt svo áfram með þetta og síðan hefur stækkað gríðarlega síðustu ár,“ segir Sólborg. Tímafrekt en mikilvægt Sólborg gerði sér engan veginn í hugarlund hve hratt verkefnið myndi vinda upp á sig. „Nei, ég gerði mér engan veginn grein fyrir því. Þetta hefur gjör- breytt lífinu mínu. Þetta byrjaði sem nokkur skjáskot á Instagram en í dag er þetta vinnan mín og það sem ég ver stærstum hluta af lífinu mínu í. Ég hef reynt að taka þetta einn dag í einu. Fyrir einu og hálfu ári síðan voru sex þúsund fylgjend- ur á síðunni. Í dag eru þeir rúmlega 26 þúsund. En ég má líka eiga það að ég er búin að vera hörkudugleg við það að gera síðuna sem sýnilegasta í samfélaginu okkar. Ég ver tíma á hverjum einasta degi í að svara skilaboðum þar inn á eða skrifa færslur, mæta í viðtöl til fjölmiðla og svo hef ég síðastliðið ár ferðast um landið og rætt kynferðisof beldi við þúsundir Íslendinga. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér en ég er aftur á móti virkilega þakklát fyrir samstöðuna. Hún skiptir máli,“ segir hún. Allt þess virði Sólborg segir jákvæðu viðbrögðin algjörlega gera það þess virði að standa í þessu, þrátt fyrir fyrir allt mótlætið. „Alveg hundrað prósent. Ég fæ miklu meiri ást heldur en nokkurn tímann hatur og það er það sem skiptir mestu máli. Fylgjendurnir mínir standa algjörlega við bakið á mér og peppa mig áfram og þau vita það líka að á móti er ég til staðar fyrir þau. Fólk er oft hrætt við breytingar en staðnað samfélag er eitthvað sem við ættum ekki að sætta okkur við, þó óvissan um það hvað taki við geti oft verið stress- andi. Við getum stöðugt verið að bæta okkur. Þetta snýst ekki um að vera fullkominn, heldur að átta sig á þeim mistökum við sem gerum sem manneskjur, reyna að læra af þeim og gera þá betur næst,“ segir hún. Sólborg viðurkennir þó að það geti tekið á andlega að helga sig mál- staðnum á þennan hátt. „Það getur gert það en ég er að læra það að setja sjálfri mér skýrari mörk, bæði varðandi það hversu miklum tíma ég ver í þetta á hverj- um degi og hvenær ég geri það. Ég get ekki hjálpað öðrum þegar ég er ekki á góðum stað andlega sjálf. Það er því mikilvægt að bakka frá þegar maður treystir sér ekki til að standa í baráttunni, hlúa vel að sjálfum sér og koma svo aftur til baka þegar maður hefur safnað kröftum. Svo mæli ég hiklaust með því að hafa góðan sálfræðing á kantinum og gott fólk sem grípur mann og kemur manni aftur á jörðina,“ segir hún. Mikill heiður Milljarður rís fer fram í áttunda sinn í Hörpu á morgun. Sólborg seg- ist upplifa það sem mikinn heiður að vera fengin til að opna hátíðina. „Það er algjör heiður. UN Women hefur gert svo ólýsanlega mikilvæga hluti til að valdefla konur um allan heim og ég er glöð að fá tækifæri til að gera þetta með þeim. Ég er þeim virkilega þakklát. Viðburðurinn snýst náttúrulega fyrst og fremst um að sýna sam- stöðu með brotaþolum of beldis. Þriðja hver kona í heiminum í dag verður fyrir of beldi og það er óásættanleg staða. Ég ætla að mæta til að einmitt gera það, sýna konum að ég sé með þeim í liði, ég f lyt svo ræðu og set hátíðina. Ætli ég endi svo ekki á dansgólfinu að sýna nokkur misgóð dansspor og gleðjast yfir kraftinum sem á eftir að myndast í Hörpu. Þegar sterkar konur með markmið koma saman geta magnaðir hlutir gerst,“ segir Sólborg. Hverju má fólk búast við á við- burðinum? „Samstöðu, krafti, alls konar til- finningum, rassadilli, góðri tónlist og drottningarstælum. Allt eins og það á að vera.“ Milljarður rís hefst í Hörpu á morgun klukkan 12.15 og eru allir velkomnir til að dansa gegn ofbeldi. Ókeypis aðgangur og leggja má gjaldfrjálst á meðan húsrúm leyfir. steingerdur@frettabladid.is FÓLK ER OFT HRÆTT VIÐ BREYTINGAR EN STAÐNAÐ SAMFÉLAG ER EITTHVAÐ SEM VIÐ ÆTTUM EKKI AÐ SÆTTA OKKUR VIÐ. 04 03 20 Silfurberg, HarpaBEIN ÚTSENDING // OPIN DAGSKRÁ HLUSTENDa VERÐLAUNIN 2020 TAKTU ÞÁTT Í VALINU Þetta hefur gjörbreytt lífi mínu Sólborg setur viðburðinn Milljarður rís í Hörpu á morgun. Hún er í fremstu víglínu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og heldur úti síðunni Fávitar. Þar birtir hún dæmi um stafrænt ofbeldi og sýnir þolendum stuðning. Sólborg setur viðburðinn Milljarður rís í hádeginu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Milljarður rís Tónlistarstjóri Milljarður rís er DJ Margeir en fram koma Elísabet Ormslev, Ellen Krist- jánsdóttir, Hera Björk, Matt- hildur, Sigga Beinteins, Sigríður Thor lacius, Sísí Ey, Sólborg Guðbrands og Tara Mobee. 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.