Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 1
F I M M T U D A G U R 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 262. tölublað 107. árgangur
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
GULLÖLD FYRIR
TÓNLISTARLÍFIÐ
Á ÍSLANDI
ÓLYMPÍULEIKARNIR Í BERLÍN 1936 32 SINFÓNÍUTÓNLEIKAR 72FINNA VINNU
Það sem af er árinu hafa 5.500
fullorðnir einstaklingar, fæddir ár-
ið 2000 eða fyrr, verið bólusettir
gegn mislingum, samanborið við
614 allt árið í fyrra. Flestir voru
bólusettir í kjölfar þess að tak-
markaður mislingafaraldur kom
upp hér í febrúar.
Mislingar eru skæður smit-
sjúkdómur sem getur leitt til
dauða. Ný rannsókn, sem birtist í
tímaritinu Science, bendir einnig til
þess að mislingaveiran eyði mót-
efnum sem myndast hafa gegn öðr-
um barnasjúkdómum og börn þurfi
því að reisa varnir líkamans upp á
nýtt. Læknar sem hafa tjáð sig um
rannsóknina segja að hún undir-
striki mikilvægi bólusetningar
gegn mislingum. »20
Morgunblaðið/Hari
Bólusetning Margir fullorðnir hafa látið
bólusetja sig í ár gegn mislingum.
5.500 bólusett
gegn mislingum í ár
Þorgeir Páls-
son, fyrrverandi
flugmálastjóri,
segir borgar-
stjóra ekki draga
upp rétta mynd
af skýrslu um ör-
yggishlutverk
Reykjavíkur-
flugvallar.
Borgarstjóri láti
ógert að nefna
margvíslega fyrirvara sem gerðir
séu við Hvassahraun sem flugvall-
arstæði, sem komi í veg fyrir að
hægt sé að taka nú ákvörðun um
byggingu flugvallar á þessum stað.
Tilefnið er viðtal við borgar-
stjóra í Morgunblaðinu um síðustu
helgi. „Mér finnst borgarstjóri gera
lítið úr getu Reykjavíkurflugvallar
sem varaflugvallar,“ segir Þorgeir.
Ingvar Tryggvason, formaður
öryggisnefndar Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna, segir það rangt
hjá Degi borgarstjóra að Icelandair
muni ekki geta notað Max-vélarnar
á Reykjavíkurflugvelli. Það sé al-
vörumál að setja fram rangfærslur
og afvegaleiða umræðuna. »22
Segja borgarstjóra
fara með rangt mál
Þorgeir
Pálsson
Iceland Airwaves sem er fjögurra daga tónlist-
arhátíð í Reykjavík hófst í gær. Forseti Íslands
setti hátíðina á hjúkrunarheimilinu Grund. Í
gærkvöldi voru síðan 26 tónleikar á fimm stöð-
um í miðborg Reykjavíkur. Meðal annars kom
söngkonan Valborg Ólafs fram í Hressingarskál-
anum með samnefndu bandi. Hafði hún salinn á
sínu bandi. Hátíðinni lýkur með stórtónleikum á
Hlíðarenda á laugardagskvöldið. »73
Morgunblaðið/Eggert
Airwaves-tónlistarhátíðin hófst með látum í miðbænum
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Helstu rútufyrirtæki landsins buðu í
akstursþjónustu fatlaðra í Kópavogi
og buðu tvö þeirra, Snæland Gríms-
son og Teitur Jónasson, talsvert
lægra en fjárhagsáætlun bæjarins
gerði ráð fyrir.
Haraldur Teitsson, framkvæmda-
stjóri Teits Jónassonar, segir að rútu-
fyrirtæki séu í auknum mæli farin að
horfa til annars konar þjónustu en
þjónustu við ferðamenn vegna
breyttra aðstæðna á markaði. „Við
höfum verið og erum í sambærilegum
akstri svo við þekkjum þetta alveg.
Markaðurinn er farinn að þrengjast
vegna fækkunar ferðamanna og þá
þurfa menn einfaldlega að horfa í
kringum sig,“ segir Haraldur.
Alls buðu átta fyrirtæki í þjón-
ustuna en tilboð Teits Jónassonar var
lægst, eða 776 milljónir króna. Er það
64,7% af áætlun Kópavogsbæjar, sem
var upp á 1,2 milljarða króna. Snæ-
land Grímsson bauð næstlægst, eða
934,5 milljónir. Tilboð annarra fyrir-
tækja voru öll talsvert nær fjárhags-
áætluninni. Samningur um þjón-
ustuna er gerður til fimm ára.
Eina fyrirtækið sem bauð hærra en
fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir var
fyrirtækið Ferðó, sem hefur séð um
þennan akstur. Bauð það um 1.353
milljónir króna.
Spurður hvort tilboð Teits Jónas-
sonar sé raunhæft segir Haraldur:
„Miðað við það hvernig útboðs-
gögnin eru ætti tilboðið að vera það.
Svo spyr maður sig líka út frá hverju
kostnaðaráætlunin sé gerð. Ef maður
sér fyrri tilboð og fyrri útboð kemur
svolítið önnur mynd á þetta. Sam-
kvæmt gögnunum á þetta að vera
hægt en svo veit maður aldrei.“
Morgunblaðið leitaði til Kópavogs-
bæjar vegna útboðsins en almanna-
tengill Kópavogsbæjar gat ekki tjáð
sig um málið fyrr en niðurstöður út-
boðsins yrðu lagðar fyrir bæjarráð.
Það verður gert í dag.
Þrengir að í ferðaþjónustu
Átta rútufyrirtæki buðu í akstur fatlaðra í Kópavogi Mikill áhugi talinn merki
um þrengingar á markaðnum Tilboðin tekin fyrir í bæjarráði Kópavogs í dag
GERÐU GARÐINN FRÆGAN