Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kanna upplifun sjúklinga af þjónustu
Landlæknisembættið gerir úttekt á starfsemi Reykjalundar Á að geta tekið skamman tíma
Stjórn SÍBS fagnar úttektinni Formaður læknaráðs treystir á fagmannleg vinnubrögð yfirvalda
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sérstaklega verður horft til upplif-
unar sjúklinga af þjónustu Reykja-
lundar í úttekt sem landlæknisemb-
ættið mun gera á stofnuninni á
næstu dögum. Að því leyti er athug-
unin frábrugðin öðrum úttektum
landlæknis. Einnig verður rætt við
starfsfólk um upplifun þess af
ástandinu.
Landlæknir sagði frá hugmyndum
embættisins um úttekt á Reykja-
lundi á samráðsfundi með Sjúkra-
tryggingum Íslands og heilbrigðis-
ráðuneytinu um málefni Reykja-
lundar í gærmorgun. Kjartan
Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður
landlæknis, segir að Svandís Svav-
arsdóttir heilbrigðisráðherra hafi
fagnað því á fundinum. Í kjölfarið
hafi verið ákveðið að gera úttektina
og stjórnendum Reykjalundar til-
kynnt það.
Geti haft áhrif á teymisvinnu
Spurður um ástæðu úttektarinnar
segir Kjartan að hún sé gerð í ljósi
atburða að undanförnu. Embættið
hafi áhyggjur af því að það álag sem
verið hafi á starfsfólki og andrúms-
loft á stofnuninni smiti út frá sér og
hafi áhrif á teymisvinnu með sjúk-
lingum. Hann tekur það fram að
engar vísbendingar hafi borist um að
misbrestur hafi orðið á veitingu
þjónustu, það sé ekki ástæðan.
Reiknað er með að farið verði í
heimsókn á Reykjalund í lok þess-
arar viku eða byrjun þeirrar næstu.
Kjartan telur ekkert því til fyrir-
stöðu að athugunin taki skamman
tíma. Það sé mikilvægt því það stytt-
ist í 1. febrúar þegar uppsagnir
margra lækna taka gildi. Fram hefur
komið að flestir læknar Reykjalund-
ar hafa hætt eða sagt upp störfum.
Traust er mikilvægt
Stjórn SÍBS fagnar fyrirhugaðri
úttekt landlæknis á starfsemi
Reykjalundar, þegar leitað er við-
bragða eiganda Reykjalundar. „Mik-
ilvægt er að stofnunin njóti fulls
trausts heilbrigðisyfirvalda og
gegnsæi sé tryggt um starfsemina,“
segir ennfremur.
Magdalena Ásgeirsdóttir, læknir
og formaður læknaráðs Reykjalund-
ar, tekur fram að hún viti ekki um
hvað úttektin eigi að snúast. Við-
brögð starfsfólksins fari eftir því
hvernig að þessu verði staðið. „Ég
verð að treysta því að heilbrigðis-
yfirvöld leggi sig fram við að gera
þetta á sem faglegastan hátt,“ segir
Magdalena.
Hún bætir því við að hvorki stjórn-
endur Reykjalundar né heilbrigðis-
yfirvöld hafi leitað til lækna stofn-
unarinnar vegna ástandsins og þeir
heyri aðeins og lesi í fjölmiðlum hvað
stjórnendur Reykjalundar hyggist
gera.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki hefur skýrst hvers vegna tog-
báturinn Blíða SH-277 sökk á Breiða-
firði í fyrradag. Lögreglan á Vestur-
landi og fulltrúar siglingasviðs
rannsóknarnefndar samgönguslysa
tóku skýrslur af skipverjum í gær.
Jón Arilíus Ingólfsson, rannsóknar-
stjóri siglingasviðs, sagði þegar þeim
var lokið að böndin bærust ekki að
neinu sérstöku atriði.
Jón Arilíus segir að samhliða sé
unnið að gagnasöfnun um skipið, ferð-
ir þess, stöðugleika og annað sem
skiptir máli. Hann telur víst að kafað
verði niður að bátnum til að athuga
hvort hægt sé að sjá eitthvað við það.
Rannsóknarnefndin gerir síðan
skýrslu um atvikið.
Blíða SH sökk norður af Langeyj-
um á Breiðafirði um hádegisbil í
fyrradag þar sem skipið var á beitu-
kóngsveiðum. Ágætis veður var en
báturinn sökk svo hratt að skipverj-
arnir þrír náðu ekki að komast í
björgunargalla. Þeim var bjargað um
borð í togbátinn Leyni SH af björg-
unarbátnum sem var á hvolfi í sjón-
um. Skipverjarnir voru orðnir kaldir.
Þeir gengust undir læknisskoðun í
Stykkishólmi.
Skýrslutökurnar fóru fram hjá
Lögreglunni á Vesturlandi á Akra-
nesi og voru túlkar til aðstoðar þar
sem mennirnir eru frá Lettlandi og
Litháen.
Strandaði í sumar
Blíða SH hefur alloft steytt á skerj-
um í Breiðafirði á undanförnum ár-
um. Síðast um miðjan júní sl., skammt
frá Stykkishólmi, og var strand í
nokkrar klukkustundir. Eftir að skip-
ið réttist af gátu skipverjar losað það
af strandstað og siglt fyrir eigin vél-
arafli til hafnar í Stykkishólmi. Þar
var ástand skipsins kannað.
Áhugi á að kafa að flaki
Blíðu til að leita skýringa
Skýrslutökur leiddu ekki í ljós ástæður óhappsins
Af vef Landhelgisgæslunnar
Strand Gæslan stjórnaði aðgerðum
þegar Blíða strandaði sl. sumar.
Flestir þeirra
fjörutíu sem unnu
hjá fiskvinnslunni
Ísfiski á Akranesi
eru komnir á
atvinnuleysis-
bætur. Uppsagn-
ir starfsfólksins
tóku gildi um ný-
liðin mánaðamót.
Albert Svav-
arsson, fram-
kvæmdastjóri Ísfisks, segir að enn
sé unnið að því að uppfylla ákveðna
skilmála sem Byggðastofnun setti
fyrir lánafyrirgreiðslu. Stjórn
Byggðastofnunar tók jákvætt í láns-
umsókn fyrirtækisins um miðjan
október.
Skilmálarnir, segir Albert, lúta
meðal annars að hlutafé fyrir-
tækisins og samningum við lánar-
drottna. Hann vill ekki tjá sig nánar
um það að svo stöddu og vonast til
þess að úr leysist á næsta hálfa mán-
uðinum.
„Þau eru bara komin á atvinnu-
leysisbætur, flestöll,“ segir hann um
starfsfólkið. „Það eru reyndar ein-
hverjir sem eru komnir með aðra
vinnu, en flestir eru komnir á at-
vinnuleysisbætur.“ athi@mbl.is
Flestir eru
nú komnir
á bætur
Akraneshöfn Lítið
er um fiskvinnslu.
Enn óvissa með
rekstur Ísfisks
Bifreið er illa farin eftir að eldur kom upp í
henni á bensínstöð N1 við Hringbraut í Reykja-
vík rétt eftir hádegið í gær en engin slys urðu á
fólki. Slökkviliðsmenn komu á dælubíl og
slökktu eldinn. Það flækti slökkvistarf að bíllinn,
sem er af gerðinni Volvo XC90, er tengiltvinnbíll
með rafhlöðu. Slökkvistarf gekk engu að síður
vel. Ekki fengust upplýsingar í gærkvöldi um
ástæður þess að eldur kom upp í bílnum.
Kviknaði í bíl á bensínstöð við Hringbraut
Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
ll
595 1000
lur
.H
i
sf
r
ir
s
ia
i
i
.
Verð frá kr.
139.995
RoqueNublo
12. nóvember í 15 nætur
Gran Canaria