Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ætla má að heildarrúmmál þeirra jarðefna sem fallið hafa úr Ketu- björgum á Skaga á síðastliðnum ellefu árum sé alls um 70 þúsund rúmmetrar. Þetta má sjá úr gögn- um frá Loftmyndum ehf. en elstu myndir fyrirtækisins af svæðinu við Ketubjörgum eru frá árinu 2008. Þegar þær og myndir frá 2017 eru bornar saman sést að 1.240 fermetrar eru horfnir. Því til viðbótar svo 170 fermetrar í fyll- unni sem fór í sjóinn, að því er best er vitað síðastliðinn laugar- dag. Alls eru þetta 1.410 fer- metrar. Karl Arnar Arnarson hjá Loft- myndum áætlar að efni stapans sem fór í sjóinn um síðustu helgi sé þó aðeins 1/8 af rúmmáli þess efnis sem þarna hefur hrunið nið- ur í fjöru á síðustu árum. „Ef myndir frá Ketubjörgum eru skoðaðar sér maður áhugaverða framvindu og að þar hefur landið breyst mikið á ekki löngum tíma. Vissulega eru 70 þúsund rúmmetr- ar mikið magn en svo má setja hlutina í annað samhengi,“ segir Karl Arnar og rifjar í þessu sam- bandi upp að mikil skriða féll í Öskju í Dyngjufjöllum sumarið 2014 Rúmmál þeirrar skriðu var af náttúrufræðingum metið vera rúmlega 30-50 milljónir tonna. Þá var ummál berghlaups sem kom úr Fagraskógarfjalli við bæinn Hítardal á Mýrum í júlí á síðasta ári talið vera 7,1-7,5 milljónir rúm- metra, skv. því sem starfsmönnum Loftmynda reiknaðist til út frá myndefni sem þeir öfluðu strax í kjölfar hamfaranna. Hrun úr Ketubjörgum Loftmyndir ehf. Útlína Ketubjarga árið 2008 Bjargið sem hrundi sl. laugardag Ketubjörg Hvíta línan utar á myndinni sýnir útlínur landsins 2008. Guli reiturinn á myndinni er stapinn sem hrundi í sjóinn nú í nóvemberbyrjun. Loftmyndin er tekin 2017. Um 70 þúsund rúm- metrar í sjó á 11 árum  Mikið landbrot við Ketubjörg  1.340 fermetrar farnir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagi Innri-Bjargavík í Ketubjörgum í júlímánuði 2016. Verulega hefur gengið á landið frá því þessi mynd var tekin, sbr. loftmyndina hér að ofan. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Áform um stórfellda uppbyggingu á Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli eru sögð í uppnámi vegna þess að Veitur kærðu þá niðurstöðu Skipulags- stofnunar að framkvæmdirnar þyrftu ekki að fara í umhverfismat. Fjallað var um stöðu málsins á fundi samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins á dögunum. Þar kom fram að veruleg undirbún- ingsvinna hefði átt sér stað sem mið- aði fyrst og fremst að því að tryggja vatnsvernd á Bláfjallasvæðinu. „Unnið hefur verið markvisst að til- lögum að mótvægisaðgerðum til að tryggja framgang málsins. Heil- brigðiseftirlit sveitarfélaganna hafa þegar samþykkt áætlunina,“ segir í fundargerð nefndarinnar. Þar er rakið að Veitur og Hafnarfjarðarbær hafi kært úrskurð Skipulagsstofnun- ar en Hafnarfjörður hafi nú dregið kæruna til baka. „Samstarfsnefnd Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins skorar á Veitur ohf. að draga til baka kæruna enda hafi verið brugðist við áhyggjuefnum Veitna eða þau komin í ferli. Frekari tafir setja uppbygg- ingaráform í uppnám,“ segir í fund- argerð. „Það er vissulega jákvæð hreyfing á málum sem við bindum vonir við að leiði til farsællar niðurstöðu fyrir öll sem hlut eiga að máli,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður Veitna, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. Ekki náðist í Diljá Ámundadóttir, formann samstarfsnefndar Skíða- svæða höfuðborgarsvæðisins, í gær. Tryggja þurfi vegabætur Umrædd áform um uppbyggingu fela í sér uppsetningu nýrra skíða- lyftna og endurbætur á þeim eldri, bætta aðstöðu fyrir skíðagöngu- göngufólk og snjóframleiðslu svo eitthvað sé talið. Áætlað er að heild- araðsókn að skíðasvæðunum aukist um 50 prósent í kjölfar þessa og gestir verði um 60 þúsund að með- altali ár hvert. Þessi mikla fjölgun gesta og til- heyrandi umferð um vegi yfir grunn- vatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins eru ástæða þess að Veitur vildu að framkvæmdirnar færu í umhverfis- mat. Tryggja þurfi vegabætur áður en ráðist verði í uppbyggingu og horft verði til vatnsverndarsjónar- miða. Frekari tafir setja áformin í uppnám  Skorað á Veitur að afturkalla kæru Morgunblaðið/Styrmir Kári Bláfjöll Frábær staður á góðum degi og nú á að bæta aðstöðuna til muna. Einn morgun í vikunni var lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu köll- uð að heimili í Austurbænum en þar hafði verið brotist inn og stolið munum af húsráðendum. Var með- al annars tölvum, tækjum og öðru fémætu stolið. Í íbúðinni búa erlendir verka- menn, sem hafa oft skamma veru á Íslandi og tjónið því tilfinnanlegt fyrir fólkið, eins og iðulega er með innbrot og þjófnaði, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Rannsóknarlögreglumaður fékk fljótlega upplýsingar um að sam- starfsmaður íbúa hefði verið rekinn úr starfi fyrr um daginn og hefði líklega bókað flug úr landi að kvöldi sama dags. Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu hafði samband við starfsmenn embættis lögreglu- stjórans á Suðurnesjum og óskaði eftir því að maðurinn yrði stopp- aður á leið úr landi og skóbúnaður hans kannaður. Var það gert til þess að bera saman við fótspor sem fundust á vettvangi glæpsins. Reyndist hugboð rannsóknarlög- reglumannsins rétt og var mað- urinn handtekinn í Leifsstöð þar sem hann var á leið úr landi. Í ljós kom að skór hans passa við fót- sporin sem fundust á vettvangi. Allt þýfið úr innbrotinu fannst í far- angri mannsins og er málið á loka- stigum rannsóknar. Skófar á vettvangi kom upp um þjófinn  Náðist í Leifsstöð á leið úr landi Café AUSTURSTRÆTI SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI AKUREYRI VESTMANNAEYJUM Komdu í kaffi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.