Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Boris Johnson sem hóf kosninga-baráttu sína á þriðjudag er ein- lægur aðdáandi Churchills, síns frægasta fyrirrennara. Johnson hef- ur skrifað ágæta bók um hetju sína, og þekkir vel sögu hans.    Johnson veit þvíað stórmennið var mannlegt og átti til að slá feilnótur þótt snilldartakt- arnir ýti þeim út í horn gleymskunnar. En sum slysaskot hans reyndust dýr- keypt og þóttu jafn- vel til marks um dómgreindarskort.    Boris Johnson hófbaráttu sína með ræðu og voru ræðan og framsetningin í stíl við Churchill og var sigurmerkið fræga ekki það eina. Í ræðunni þótti John- son með réttu við hæfi að vara kjós- endur við Jeremy Corbyn og þeim neikvæðu áhrifum sem það hefði næði hann að smeygja sér inn í Downingstræti 10, en stóðst ekki þá freistingu að hafa tengingu á milli Corbyns og Stalíns.    Í fyrstu ræðu sinni fyrir kosning-arnar 1945 varð Churchill á að gefa til kynna að kæmist Clement Attlee til valda myndi hann ekki geta náð pólitískum áformum sínum fram nema með atbeina harðsnúinn- ar leynilögreglu á borð við Gestapo Hitlers.    Þótt sú fráleita kenning hafi ekkiráðið úrslitum um sigur Attlees þá viðurkenndi Churchill síðar að þetta hefðu verið mistök og ósann- gjarnt að auki.    Vonandi koma öðruvísi atkvæðiupp úr kössum nú en sumarið 1945. Boris Johnson Skynugum skjöplast STAKSTEINAR Winston Churchill Tveir sóknarprestar þjóðkirkjunnar eru að láta af störfum fyrir aldurs sakir og hafa embætti þeirra verið auglýst laus til umsóknar á vef biskups. Báðir hafa þeir lengi verið í þjónustu kirkjunnar. Séra Gunnlaugur Garðarsson lætur ef embætti sóknarprests í Glerárprestakalli á Akureyri í byrj- un næsta árs, en þá verður hann sjötugur. Biskup hefur auglýst prestakallið laust til umsóknar frá 1. febrúar 2020. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 9. desember. Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju. Lögmannshlíðarsókn er á samstarfssvæði með Akureyr- ar-, Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarsóknum. Séra Baldur Kristjánsson lætur sömuleiðis af starfi sóknarprests í Þorlákshafnarprestakalli um ára- mótin, en varð sjötugur á árinu. Biskup hefur auglýst embættið laust til umsóknar frá 1. febrúar 2020. Umsóknarfrestur er til 9. des- ember. Í Þorlákshafnarprestakalli eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjalla- sókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur: Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, Hjallakirkju á Hjalla í Ölfusi og hina fornfrægu Strandarkirkju á Strönd í Selvogi. Þá hefur biskup auglýst eftir presti til þjónustu í hinu nýja Garða- og Hvalfjarðarstrand- arprestakalli frá og með 1. febrúar 2020. Garða- og Hvalfjarðarstrandar- prestakall er fjórar sóknir með rúmlega átta þúsund íbúa og er sóknarkirkja í hverri sókn. Þær eru: Akranessókn, Innra-Hólms- sókn, Leirársókn og Saurbæjarsókn á Hvalfjarðarströnd. Umsóknar- frestur er til mánudags 9. desem- ber. Sóknarprestur er séra Þráinn Haraldsson. sisi@mbl.is Tveir prestar eru að láta af störfum Baldur Kristjánsson Gunnlaugur Garðarsson  Biskup hefur auglýst embættin laus Skipti á þrotabúi Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri hafa verið tekin upp, heilum 24 árum eftir að skiptunum lauk. Tilefni endurupptökunnar var að inneign búsins að fjárhæð kr. 1.952.461 fannst á bankareikningi í Arion banka. Var héraðsdómi tilkynnt um inneignina í síðasta mánuði og ákvað hann að skiptin yrðu endurupptekin. Skiptastjóri var skipaður Ingvar Þóroddsson, lögmaður á Akureyri. Hefur hann boðað til skiptafundar 15. nóvember næstkomandi. Í aug- lýsingu í Lögbirtingablaðinu boðar Ingvar að hann muni á fundinum leggja til að ljúka skiptunum með því að greiða framangreinda fjárhæð í ríkissjóð, að frádregnum kostnaði við endurupptöku skiptanna. Ingvar segir að peningarnir hafi komið af skuldabréfi sem var til inn- heimtu í bankanum um áraraðir. Ógjörningur sé að skipta upphæð- inni milli kröfuhafa eftir svona lang- an tíma, enda séu sum félaganna sem kröfur áttu í búið ekki lengur til. Stærstu kröfuhafarnir voru Sam- vinnubankinn, sem er ekki lengur til, og ríkissjóður, sem nú fær pen- ingana í kassann. Kaupfélag Norður-Þingeyingavar stofnað 1894. Á seinni hluta síðustu aldar þyngdist reksturinn. Var fé- lagið tekið til gjaldþrotaskipta árið 1990. Skiptum lauk 1995. sisi@mbl.is Gjaldþrota kaupfélag átti fé í banka  Skipti á þrotabúi Kaupfélags Norður-Þingeyinga tekin upp  Lauk árið 1995 Kópasker Þar var Kaupfélag Norð- ur-Þingeyinga með höfuðstöðvar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Opið: Mán. til fimmtudaga kl. 9 -18 Föstudaga kl. 9 - 17 Laugardagar kl. 11-15 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is GASELDAVÉLAR HÁGÆðA Við höfummörg járn í eldinum þegar það kemur að úrvali á gaseldavélum því við vitum að ekki elda allir kokkar eins. Hvort sem þú ert ástríðukokkur eða ekki, þá höfum við réttu græjurnar fyrir þig. Ofnarnir okkar eru með fjölda stillinga sem henta ástríðukokkum sem og áhugafólki ummatargerð. ELBA - 106 PX ELBA - 126 EX 3ja ára ábyrgð ELBA Í YFiR 60 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.