Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 12

Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 12
Kristján Oddsson, heimilis-, fæðinga- og kven- sjúkómalæknir, svæðisstjóri Heilsugæslunni Hamraborg í Kópavogi. Regluleg skimun fyrir legháls-krabbameini getur komið íveg fyrir rúmlega 90% til- fella sjúkdómsins. Ein aðalforsenda þess að koma megi í veg fyrir leg- hálskrabbamein er reglubundin þátttaka í skimun fyrir sjúkdómn- um ásamt þátttöku stúlkna í HPV- bólusetningum sem öllum stúlkum í 7. bekk stendur til boða. Talið er að bólusetningin veiti 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að æskileg þátttaka kvenna í skimuninni sé 85% en hér á landi er þátttakan aðeins 67%, sem er undir öllum viðmið- unarmörkum. Nýgengi hefur aukist Fjöldi kvenna sem greinast með leghálskrabbamein árlega (nýgengi) hefur fjölgað undanfarin ár og kon- ur greinast einnig yngri og með al- varlegra stig sjúkdómsins. Legháls- krabbamein er lýðheilsuvandamál á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar en nýgengi þess er rúmlega helmingi hærra en viðmið Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar eða tæplega níu tilfelli á hverjar100.000 konur. Fjöldi kvenna sem deyja úr leg- hálskrabbameini árlega hér á landi (dánartíðni) hefur aukist um 50% sl. 10 ár. Bandaríska sóttvarnar- stofnunin (CDC) hefur gefið út að engin kona eigi að þurfa að deyja úr leghálskrabbameini. Innviðir og þekking til staðar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela heilsugæslunni framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini. Skimunin er forvörn sem fellur vel að starfsemi heilsugæslunnar líkt og ungbarna- og mæðravernd og bólusetningar. Allir innviðir og þekking eru til staðar. Haldist framlag Alþingis til skimunar óbreytt ætti að vera hægt að bjóða skimun fyrir leghálskrabbameini gjaldfrjálst á vegum heilsugæsl- unnar. Það er markmið heilsugæslunnar að þátttaka í skimun og nýgengi leghálskrabbameins verði í sam- ræmi við markmið Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar og þannig fækki þeim konum sem greinsast og deyja af völdum legháls- krabbameins hér á landi. Ný rannsóknaraðferð verði tekin upp Í Svíþjóð, þar sem þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini er hæst í heiminum, er hún gjaldfrjáls og á vegum heilsugæslustöðva þar sem sýnin eru tekin af ljósmæðrum. Hér á landi er góð reynsla af því að ljósmæður taki frumusýni frá leg- hálsi og þegar skimun fyrir leghálskrabbameini var færð til heilsugæslustöðva á landsbyggðinni fyrir nokkrum árum voru dæmi þess að þátttaka ykist yfir 20% á sumum stöðum. Heilsugæslan mun einnig styðja það að tekin verði upp ný rannsóknaraðferð við skimun fyrir leghálskrabbamein, eða svo- kölluð HPV-frumskimun. Næmi hennar til að greina frumubreyt- ingar er um 95% en næmi hefð- bundinnar frumuskoðunar er aðeins um 50%. HPV-frumskimun lækkar einnig dánartíðni af völdum legháls- krabbameins og fækkar alvarlegri frumubreytingum. Upptaka HPV frumskimunar er því brýnt gæða- mál sem heilsugæslan horfir til að tekin verði upp hér á landi. Gagnreynd vísindaþekking Heilsugæslan verður vel undir það búin að taka að sér framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini samkvæmt ákvörðun heilbrigðis- yfirvalda og mun leggja höf- uðáherslu á aukna þátttöku með auknu aðgengi að skimun, faglegri þekkingu, betri skimunaraðferð, viðeigandi og siðferðilegum upplýs- ingum byggðum á gagnreyndri vís- indaþekkingu með heilsufarslega hagsmuni kvenna í forgrunni. Þótt miðað sé við að heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu taki ekki formlega við framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini af Krabbameinsfélagi Íslands fyrr en 1. janúar 2021 hafa margar heilsu- gæslustöðvar boðið upp á þessa þjónustu í fjölda ára. Á þjón- ustuvefsjá á heilsuvera.is má sjá hvernig krabbameinsleit er háttað á öllum heilsugæslustöðvum landsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kvennahlaup Fækki þeim konum sem greinast og deyja af völdum leghálskrabbameins hér á landi, segir í greininni. Skima fyrir leghálskrabba- meini hjá heilsugæslunni Heilsuráð Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Kvennamegin er yfirskrift málþings um söng og samhljóm kvenna sem haldin verður í Veröld – húsi Vigdísar næstkomandi laugardag, 9. nóvem- ber. Með tónlist og áhugaverðum er- indum verður fjallað um kórsöng kvenna, en tilefnið er 25 ára afmæli kvennakórsins Vox Feminae um þess- ar mundir. Málþingið hefst á söng kórsins undir stjórn Hrafnhildar Árnadóttur Hafstað en svo koma fjöl- breytt erindi. Nostalgían og núið er yfirskrift er- indis Ásdísar Björnsdóttur, félaga í Vox Feminae til 25 ára, og Hljóð hand- an heima er titill Margrétar J. Pálma- dóttur sem stýrir Söngskólanum Do- mus Vox. Það erindi mun Kolbrún Völkudóttir leikkona einnig flytja á táknmáli. Frá Grottasöng til Máríu- kvæða heitir erindi Ásdísar Egils- dóttur, prófessors emerita. Fleira mætti þá tiltaka af erindum. Þá kem- ur Stúlknakór Reykjavíkur fram á málþinginu, en honum stjórna Mar- grét J. Pálmadóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir. Málþing um söng og samhljóm kvenna í Veröld um helgina Með tónlist og áhugaverðum erindum Söngur Vox Feminae hefur lengi gefið tóninn í listalífi landsmanna. SÆMUNDUR Megas tekur lagið | Magga Stína les upp Tilboð á barnum og stemning í anda skáldsins Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Meistaraverk Megasar,BJÖRN OG SVEINN, er loksins fáanlegt aftur. Bókin sem bókmenntaelítan hafnaði árið 1994 á meira erindi en nokkru sinni, á MeToo-tímum. Marglaga Íslandssaga sögð af hugrekki og með mergjuðu tungutaki sem á sér engan sinn líka. Fögnum meðMegas i Skáldsagan BJÖRN OG SVEINN rekur ferðalag feðga tveggja um næturlíf og undirheima Reykjavíkur og fýsnir þeirra grimmar. Þótt þeir séu á ferð í nálægum samtíma, liggja rætur þeirra þó djúpt í íslenskri fortíð og sagnasjóði, þar sem eru feðgarnir Axlar-Björn og Sveinn skotti á 16. og 17. öld. Aukheldur telja þeir til frændsemi við öllu frægari kumpána losta og glæpa, ekki síst þann Don Juan sem helst á óperu Mozarts, Don Giovanni, líf sitt að þakka. Útgáfuhóf í Ægisgarði, Eyjarslóð 5 í Reykjavík í dag klukkan 17.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.