Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er sagan af því hvernig þjóð- in reis upp á lappirnar og komst í álnir en með hrikalegum afleið- ingum – við drápum norsk-íslenska síldarstofninn,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur. Þriggja ára lærdómsrík vinna Fjögur ár eru síðan Páll sendi frá sér stórvirkið Stríðsárin 1938-1945 sem vakti mikla eftirtekt og seldist frábærlega. Hann hefur síðustu þrjú árin setið við skriftir og afraksturinn er annað stór- virki. Umfjöll- unarefnið að þessu sinni eru síldarárin á Íslandi 1867-1969, skeið sem hófst með til- raunum Norðmanna til síldveiða fyrir austan og segir svo frá því þegar Íslendingar tóku veiðar og vinnslu í eigin hendur eftir áratuga arðrán erlendra þjóða á Íslands- miðum, Norðmanna, Svía, Þjóð- verja, jafnvel Rússa. Þá voru risnar bryggjur og plön víða um land og stórar síldarverksmiðjur tóku að rísa í kjölfarið sem framleiddu mjöl og lýsi – íslenskur stóriðnaður varð til. Síldveiðarnar skópu mörg árin mikla vinnu og uppgangur var víða í plássum þótt síldin væri duttlunga- full í göngum sínum, sum árin veiddist mikið norðvestan við land, önnur norðaustan. Ekki var Suður- landssíldin auðveldari, en síldin var um tíma burðarstoð í ársafla og veigamest í útflutningsverðmætum þjóðarinnar uns síldarstofninn á endanum hrundi. „Þetta var feikilega skemmtilegt verkefni enda var hægt að hlaupa í alls konar kima og kíkja. Þessi vinna var líka lærdómsrík og ég vona að það skili sér í bókinni,“ seg- ir Páll. Saga fátæktar og auðs Síldarárin er alls 1.152 blaðsíður í stóru broti og hana prýðir 1.101 ljósmynd. Útgáfa er fyrirhuguð eft- ir um tvær vikur. Páll segir að bók- in sé byggð upp eins og annálarit. „Þegar þú eltir þennan fisk gefur það tækifæri til að koma víða við. Síldveiðarnar eru uppspretta svo margs, allt frá 1867 og þar til við þurrausum miðin árið 1969. Þetta er að hluta til verslunarsaga, hvernig erlenda verslunin smátt og smátt hverfur úr landinu og innlenda verslunin verður til, saga útgerðar og vinnslu, fátæktar og auðs.“ Ráðamenn í dag af síldarfólki komnir Þræðirnir liggja víða að sögn Páls. „Það er engin tilviljun að í ríkisstjórn Íslands í dag sitja í embætti forsætisráðherra og fjár- málaráðherra krakkar sem eru fjórða kynslóð frá þeim sem hófu síldveiðar á Íslandi. Katrín er komin af Ottó Tulin- ius, einum fyrsta síldarútvegs- manni í okkar sögu, Benedikt langafi Bjarna keypti síldarnót á uppboði á Húsavík innan við tví- tugt sem hann seldi með góðum hagnaði. Afi hans og að lokum pabbi Bjarna var í síldarútgerð sem ungur maður. Allar fjöl- skyldur á Íslandi tengjast síldveið- um og -vinnslu á fyrri tíð.“ Bókin helguð síldarkonum Páll segir að mikið sé til af heim- ildum um síldarárin, bæði í yfirlits- ritum frá ólíkum tímum og þá sé mikið geymt í samtímaheimildum sem birtast í bókinni. Líka talsvert af skráðum munnlegum frásögnum úr bókum og viðtölum. Þá eru sótt- ar heimildir í skjalasöfn. Leitað er sem víðast heimilda og reynt að nýta þær á nýstárlegan hátt frá nýj- um sjónarhóli: „Ég legg mig fram um að leita þeirra sem minnst fer fyrir í ljósi sögunnar. Það eru konur og börn. Maður reynir að finna það fólk og það þarf stundum að þaul- leita. Sem er merkilegt því bæði vinnuafl barna og kvenna er það sem heldur landvinnslunni uppi að stærstum hluta öll þessi ár. Flotinn var hins vegar að mestu mannaður körlum, þótt konur hafi reyndar líka farið á síld – yfirleitt sem kokkar.“ Páll lagði sig líka fram um að draga fram sögur kvenna við ritun stríðsárasögu sinnar. Hann segir að það sé ekki vandalaust. „Að leita uppi kvenkynið í Íslandssögunni frá 1850 er ekki auðvelt. Það verður að leita með logandi ljósi vegna þess að þær eru ekki fyrirferðarmiklar þótt hlutur þeirra sé stór. Þess vegna er þessi bók helguð þeim: síldarskját- unum, konunum á plönunum og við kerin.“ Snertu hættulegan streng Í minningum margra sem muna síldarárin fyrir hrunið 1969 og enn lengra aftur eru síldarsumrin víða í dýrðarljóma; aflahrotan, stórakast- ið, yfirfullir bátar og akkorðið verð- ur í minningunni ljóslifandi þeim sem lifðu þessa tíma, vosbúðin og vökurnar gleymast. „Þessi fiskur, þetta mjög svo undarlega fyrirbæri, tryllti menn,“ segir höfundurinn. „Margir hafa lýst þeim veiðum sem því skemmti- legasta sem þeir hafi unnið um æv- ina. Síldveiðarnar snertu mjög hættulegan streng í mannlegu fari sem er áfergjan og græðgin vegna þess að henni vill oft fylgja gull.“ Samfélagslegar hræringar Og svo voru það samfélagsbreyt- ingarnar. „Í gegnum þessa sögu sjáum við plássin verða til og verða stór og glæsileg. Þú byrjar á Djúpavogi og ferð norður alla Aust- firðina allt til Raufarhafnar. Frá Djúpinu austur fyrir í Húnaflóa og allt að Oddeyri – alla leiðina rísa plönin, sumstaðar utan byggða, stórar verksmiðjur á afskekktum stöðum og um sinn er hlaðafli, en svo allt í einu er fiskurinn farinn og þá er ekkert þar að hafa. Það eru sumar eftir sumar miklir mann- flutningar á vinnuafli landshorna á milli, fyrir fjörðum eru hundruð skipa af fjölda þjóðerna, fólk er rifið úr heyskap í sveitum til að salta sól- arhringum saman. Síldveiðarnar keyra fram ótrúlegar samfélags- legar hræringar. Konur fara að fá kaup. Verkalýðsfélög verða til enda er þrælkunin ómannúðleg. Menn verða forríkir á fáum árum og tapa öllu á einni vertíð. Hér eru því rakt- ar sögur af miklum örlögum, gulli og glópsku.“ Hundrað ára saga af gulli og glópsku  Páll Baldvin hefur ritað ríflega 1.100 síðna stórvirki um síldarárin  Síldin „undarlegt fyrirbæri sem tryllti menn“  Dregur fram sögur af konum og börnum sem lítið hefur farið fyrir í eldri ritum Morgunblaðið/Hari Höfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson hefur varið síðustu þremur árum í að skrifa um síldarárin á Íslandi. Afrakst- urinn er 1.152 síðna bók sem kemur brátt út. Páll leggur áherslu á að segja sögur kvenna og barna þessara ára. Mikil gróska er í bókaútgáfu sé horft til nýrra titla í Bókatíð- indum þetta árið. Alls er 842 skráningar nýrra bóka þar að finna í ár. Íslensk skáldverk eru 149 í ár eða 21% fleiri en í fyrra. Ljóðabókum og leikritum fjölgar um 51% frá fyrra ári en mesta gróskan er í barna- og ungmennabókum. Útgáfa barnabóka hefur tvö- faldast frá 2016 og barnabók- um fjölgar um 47% á milli ára nú. Ungmennabókum fjölgar um 39% frá 2018. Bókatíðindum ársins verður dreift 18.-19. nóvember í 125 þúsund eintökum. Mikil fjölgun barnabóka BLÓMLEG ÚTGÁFA Í ÁR Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR ertu tilbúin í veturinn? Þegar aðeins það besta kemur til greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.