Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 33
Frítt fæði og uppihald
Þýska stjórnin bauð Íslending-
unum frítt fæði og uppihald en það
hefur hvergi komið fram hvort það
var Eimskip eða einhver annar sem
borgaði ferðalagið yfir hafið. Það
fékkst styrkur frá Reykjavíkurborg
og ríkinu en að öðru leyti þurftu
þeir að borga sjálfir.
„Fimmmenningarnir í Eyjum
gengu í hús og fengu pening frá vel-
viljuðum og áhugamönnum um
íþróttir. Hver og einn fékk 500
krónur í eyðslufé. Ég komst að því
að fyrir þessar 500 krónur á þessum
tíma var hægt að kaupa tvö tonn af
kartöflum sem í dag kosta um 480
þúsund krónur.“
Æfðu hálfan mánuð
á Laugarvatni
Þarna var öllu tjaldað til, leik-
vangurinn sem byrjað var að reisa
1932 og þarna skartar Þýskaland
öllu sína glæsilegasta undir ægi-
valdi nasismans. „Stærðin á þessum
tíma hefur verið gígantísk og gam-
an að reyna að setja sig í spor þess-
ara manna. Þetta voru miklir
íþróttamenn og þegar þetta er skoð-
að í víðara samhengi stóðu þeir sig
ekki illa. Þeir voru að keppa við
menn sem voru vanir því besta.
Hér var engin aðstaða og undir-
búningurinn með þeim hætti að
keppendur héðan fengu hálfan mán-
uð á Laugarvatni við æfingar. Þann-
ig að viðbrigðin eru mikil og Karl
Vilmundar, sem átti að keppa í tug-
þraut, kiknar undan álaginu. Press-
an bugar hann. Það er svo mikill há-
vaði á vellinum að hann heyrir ekki
þegar nafnið hans er kallað upp í
100 metra hlaupið. Heyrir það ekki,
það er allt tryllt á vellinum og hann
veit ekki hvort hann er að koma eða
fara. Hann fær svo að hlaupa einn
og hleypur á mun lakari tíma en
hann gerði nokkurn tíma hér heima.
Í langstökki stekkur hann miklu
styttra en hann gerði hér heima og
hættir keppni,“ segir Hörður og er
viss um þetta hafi lagst þungt á
Karl að hafa hætt keppni.
Mikið ævintýri
„En þetta var gríðarlegt ævintýri
fyrir þessa menn að sjá alla þessa
uppbyggingu í Þýskalandi og þessa
Ólympíuleika sem voru fyrst og
fremst pólitískir og áttu að vera
skrautfjöður í hatt Hitlers og nas-
istanna. Þeir vissu það ekki og
héldu að þetta ætti að vera svona.
Þeim er boðið í bíltúra um allar
trissur þannig að þetta var gríðar-
legt ferðalag. Það er fengur að fá
upplýsingar um það frá þessum
mönnum.
Friðrik Jesson hélt dagbók sem
ég fékk að skoða. Einnig allt sem til
var frá Sigurði Sigurðssyni. Þor-
steinn Einarsson, sem var íþrótta-
fulltrúi ríkisins, var þekktur
íþróttamaður sem og fyrir störf sín
að íþróttamálum. Hann skrifaði
mjög mikið en ég hef ekki fundið
neitt eftir hann um ferðina. Slatta
af ljósmyndum en annars ekki mik-
ið.
Ég hef þó fengið nóg héðan og
þaðan, t.d. úr Morgunblaðinu, til að
fá heildarmynd af þessum merka
þætti í íþróttasögu Íslands og ekki
síður Vestmannaeyja. Varðandi
Þorstein má geta þess að sonur
hans, Gísli Ingimundur, keppti í
júdó á Ólympíuleikunum 1976 í
Montreal og dóttursonur Friðriks,
Logi Jes Kristjánsson, Íslands-
meistari í sundi, keppti á leikunum í
Atlanta. Þannig að fræ sem sáð var
1936 náðu að blómstra þótt seinna
væri,“ sagði Hörður að endingu.
Eins og áður kemur fram báru
gestgjafarnir Íslendingana á örm-
um sér og sem dæmi um það var
þeim síðasta kvöldið í Berlín boðið
til kvöldverðar á einum glæsileg-
asta veitingastað Berlínar, Atlantis-
Winkerdorf.
Opnuð verður sýning í Sagn-
heimum um helgina og er hún liður
í Safnahelgi. Hörður mun í upphafi
flytja fyrirlestur um rannsóknir sín-
ar. Á höndum Friðrik Jesson sýnir jafnvægislistir í góða veðrinu.
Um borð Ólafur Sveinsson þjálfari, Karl Vilmundarson, Sveinn Ingvarsson, Kristján Vattnes og Sigurður Sigurðsson.
Fjórir íslenskir frjálsíþróttamenn voru þátttakendur á Ólymp-
íuleikunum í Berlín 1936.
Einn keppendanna, Sigurður Sigurðsson, komst í úrslita-
keppnina í þrístökki, sá fyrsti í frjálsum íþróttum. Sigurður
stökk í annarri tilraun vel yfir 14 metra sem dugði til að kom-
ast í úrslit. Þar stökk hann 13,58 m sem nægði í 11. sæti. Sig-
urður tók einnig þátt í hástökki og jafnaði Íslandsmetið með
því að stökkva 1,80 metra. Hann reyndi næst við 1,85 m en
tókst ekki, en það var hæðin sem þurfti að stökkva til að kom-
ast í úrslit.
Þá keppti Karl Vilmundarson í tugþraut. Hann hljóp 100
metra á 12,6 sek. og stökk 5,62 metra í langstökki. Eftir þessa
slæmu byrjun hætti Karl keppni.
Einnig keppti Kristján Vattnes Jónsson í spjótkasti og
Sveinn Ingvarsson í 100 metra hlaupi en hvorugur komst í úr-
slit. Segja má að árangur íslensku keppendanna hafi verið vel
viðunandi miðað við það álag að þurfa að keppa fyrir framan
100.000 manns.
Fjórir kepptu í frjáls-
íþróttum í Berlín
Móttaka Íslenski ólympíuhópurinn, 50 manns, í móttöku í Berlín fyrir Ólympíuleikana í borginni árið 1936.
Smiðshöfða 9 , 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Ljósaskilti
fyrir þitt fyrirtæki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnisölu í plexigleri og álprófílum