Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 36

Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 36
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sala á rafmagnshjólum og reið- hjólum gæti tekið kipp eftir ára- mót, ef nýtt frumvarp verður að lögum um afnám virðisaukaskatts á farartækjunum. Þetta er mat framkvæmdastjóra hjólabúðarinn- ar TRI við Suðurlandsbraut, Ró- berts Grétars Péturssonar, sem er þegar byrjaður að búa sig undir mögulega söluaukningu. Í lagafrumvarpinu er lögð til niðurfelling virðisaukaskatts á raf- magnshjól sem kosta að hámarki 400 þúsund krónur og hefðbundin reiðhjól sem kosta að hámarki 100 þúsund. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi í byrjun næsta árs og gildi út 2023. Jafngildir 20% afslætti Róbert Grétar segir í samtali við Morgunblaðið að þessar íviln- anir komi til með að þýða afslátt upp á 20% miðað við núgildandi verð. Eins og fram kemur í lagafrum- varpinu eru ívilnanirnar til þess fallnar að draga úr bílaumferð og fjölga í hópi þeirra sem ferðast með vistvænum hætti. „Þannig stuðla slíkar ívilnanir að umhverf- isvænum samgöngum og eru til þess fallnar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í sam- göngum.“ Þá er sagt að sérstök áhersla sé í frumvarpinu lögð á stuðning við rafmagnsreiðhjól þar sem rann- sóknir hafi leitt í ljós að reiðhjól búin rafknúinni hjálparvél geti verið staðkvæmdarvara fyrir bif- reiðir og leitt til þess að fólk velji slíkan samgöngumáta frekar en þær. Slík þróun sé til þess fallin að minna álag verði á samgöngu- mannvirki en ella. Algengustu reiðhjólin sem knúin eru rafmagni eru þau, eins og fram kemur í rökstuðningi með frumvarpinu, sem styðja notanda með því að kraftur úr rafmagns- mótor bætist við þegar hjólað er með stigbúnaði á meðan hraði er ekki yfir 25 km á klst. Róbert segir að lögin þýði það m.a. að hjól sem kostar 496 þús- und krónur fari niður í 400 þúsund með breytingunni, og yrði þá dýr- asta rafmagnshjólið sem fengist skattfrjálst. „Ef þú kaupir hjól fyrir 700 þúsund færðu það skatt- frjáls upp að 400 þúsundum en borgar skatt af því sem eftir stendur.“ Hefði viljað hærra hámark Róbert segir að frumvarpið muni virka hvetjandi fyrir kaup á bæði rafmagns- og venjulegum reiðhjól- um en segist hefðu viljað sjá hærri hámarksupphæð í reiðhjólunum. „Það má segja að á meðan raf- magnshjól er umhverfisvænna en bíll, þá er hefðbundið hjól enn um- hverfisvænna en rafmagnshjól. Ég hefði viljað sjá sama hámark á báða flokkana, þ.e. 400 þúsund króna há- mark á bæði rafhjól og reiðhjól.“ Róbert segir að mikið sé um að fólk selji annan bílinn og kaupi sér rafmagnshjól í staðinn. „Við heyr- um af því nánast á hverjum degi,“ segir Róbert, en að hans sögn er sala rafmagnshjóla 10-15% af heild- arsölu hjóla í TRI. Býr sig undir kipp í sölu rafmagnshjóla frá 1. janúar Morgunblaðið/Hari Hjólað Rafmagnshjólin styðja notanda. Kraftur úr mótor bætist við þegar hjólað er með stigbúnaði á meðan hraði er ekki yfir 25 km á klukkustund. Umhverfisvænt » Rannsóknir hafa leitt í ljós að reiðhjól búin rafknúinni hjálparvél geta verið stað- kvæmdarvara fyrir bifreiðir og leitt til þess að fólk velji slíkan samgöngumáta frekar en þær. » Framkvæmdastjóri TRI seg- ist heyra af því nánast dag- lega að fólk skipti út öðrum bílnum á heimilinu fyrir raf- magnshjól. » Rafmagnshjól skattlaus upp að 400 þúsund krónum og reiðhjól upp að 100 þúsund kr.  Ívilnanir í boði fyrir bæði rafmagnshjól og hefðbundin hjól  400 þ.kr. hámark 36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands hefur ákveðið að lækka meginvexti bankans um 0,25 pró- sentur og eru vextir á sjö daga bundnum innlánum því 3%. Er þetta í fimmta sinn á þessu ári sem nefndin tekur ákvörðun um að lækka stýrivexti. Þannig reið hún á vaðið í maí og lækkaði þá um 0,5 prósentur en í júní, ágúst og októ- ber lækkuðu vextirnir í hvert sinn um 0,25 prósentur. Vextirnir hafa því lækkað um 1,5 prósentustig það sem af er ári. Peningastefnunefnd á eftir að koma saman einu sinni það sem eftir líður þessa árs og verður kynnt um niðurstöður þess fundar 11. desember. Stýrivextir Seðlabankans hafa ekki verið lægri frá því að verð- bólgumarkmið var tekið upp. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi reynst meiri á fyrri hluta ársins en áður var gert ráð fyrir benda mæl- ingar til að samdráttur ársins verði 0,2%. Þá er gert ráð fyrir að hag- vöxtur á komandi ári verði nokkru lakari en áður var gert ráð fyrir, eða 1,6% samanborið við 1,9% skv. fyrri spá. Segir nefndin að lækkun vaxta hafi að undanförnu stutt við eftir- spurn. Stýrivextir niður í 3%  Fimmta lækkunin á yfirstandandi ári ● Samanlögð velta í Kauphöll Íslands í gær nam 3,7 millj- örðum króna. Mest hækkuðu bréf Kviku, eða um 1,95% í 135 miljóna króna viðskiptum og stendur gengi bréfa bankans í 10,45 kr. Næst- mest hækkuðu bréf Sýnar, eða um 1,3% í 179 milljóna króna viðskiptum og stendur gengi bréfa félagsins í 27,35 kr. Umfangsmest voru viðskipti með bréf Marels, og námu þau 423 milljónum króna. Bréf félagsins standa í 590 kr. og hækkuðu um 0,34% í gær. Gengi fasteignafélag- anna þriggja lækkaði í gær. Mest allra lækkuðu bréf Reita, eða um 3,38% í 366 milljóna króna viðskiptum. Standa bréf félagsins í 74,3 kr. Bréf Regins lækkuðu næstmest allra félaga, eða um 2,4% í 62 milljóna króna viðskiptum. Standa bréf félagsins í 20,3 kr. Bréf Eik- ar lækkuðu um 1,35% í 97 milljóna króna viðskiptum og standa í 8,05 kr. Gengi flugfélagsins Icelandair hækkaði um 0,54% í 35 milljóna króna við- skiptum og hefur haldið velli nokkuð vel þrátt fyrir tilkynningu um stofnun hins nýja Play á þriðjudag. Fasteignafélögin lækk- uðu mest í kauphöll Bjalla Gærdag- urinn var líflegur. 7. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.6 124.2 123.9 Sterlingspund 159.48 160.26 159.87 Kanadadalur 94.17 94.73 94.45 Dönsk króna 18.404 18.512 18.458 Norsk króna 13.535 13.615 13.575 Sænsk króna 12.86 12.936 12.898 Svissn. franki 124.71 125.41 125.06 Japanskt jen 1.1351 1.1417 1.1384 SDR 170.32 171.34 170.83 Evra 137.52 138.28 137.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.133 Hrávöruverð Gull 1504.6 ($/únsa) Ál 1813.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.04 ($/fatið) Brent STUTT Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum EIRVÍK FLYTUR HEIMILISTÆKI INN EFTIR ÞÍNUMSÉRÓSKUM Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.