Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Demókratar juku fylgi sitt í kosning-
um í tveimur sambandsríkjum
Bandaríkjanna í fyrradag og úrslitin
eru álitin áhyggjuefni fyrir Repúblik-
anaflokkinn og Donald Trump
Bandaríkjaforseta. Kosningarnar
voru taldar veita vísbendingar um
stöðu flokkanna fyrir þing- og for-
setakosningarnar í Bandaríkjunum
3. nóvember á næsta ári.
Demókratinn Andy Beshear sigr-
aði naumlega í ríkisstjórakosningum
í Kentucky eftir jafna kosningabar-
áttu, samkvæmt óstaðfestum kjörtöl-
um í gær. Demókratar fengu einnig
meirihluta í báðum deildum ríkis-
þings Virginíu í fyrsta skipti í tvo ára-
tugi.
Repúblikaninn Tate Reeves sigr-
aði hins vegar íhaldssaman demó-
krata, Jim Hood, í ríkisstjórakosn-
ingum í Mississippi sem hefur verið
eitt af helstu vígjum Repúblikana-
flokksins síðustu ár. Reeves fékk
52,3% atkvæða og Hood 46,5%. Í
ríkisstjórakosningum í Mississippi
fyrir fjórum árum fékk repúblikan-
inn Phil Bryant rúm 66% at-
kvæðanna. Repúblikanar hafa gegnt
ríkisstjóraembættinu í tæp sextán ár.
Vandræðaleg fyrir Trump
Stjórnmálaskýrandi The Wash-
ington Post segir að margir forystu-
menn Repúblikanaflokksins hafi
áhyggjur af úrslitunum í ríkisstjóra-
kosningunum í Kentucky og þau séu
vandræðaleg fyrir Trump sem hafði
lagt ríkisstjóranum og repúblikanan-
um Matt Bevin lið í kosningabarátt-
unni. Sigur Beshears var þó mjög
naumur því að munurinn á fylgi hans
og Bevins var aðeins um 0,4% sam-
kvæmt óstaðfestum kjörtölum þegar
öll atkvæðin höfðu verið talin. Bevin
hafði þó ekki viðurkennt ósigur.
Úrslitin í Kentucky eru álitin áfall
fyrir Trump, en þó ekki mesti ósigur
sögunnar. Forsetinn hefur verið vin-
sæll í ríkinu og sigraði þar með nær
30 prósentustiga mun í forsetakosn-
ingunum árið 2016, meiri en nokkur
annar forsetaframbjóðandi repúblik-
ana í ríkinu í rúm 40 ár. Trump fór til
Kentucky á mánudaginn var til að
halda fjöldafund og hvetja stuðnings-
menn sína til að styðja Bevin í kosn-
ingunum. Forsetinn sagði að Be-
shear væri „of öfgafullur og of
hættulegur“ til að stjórna ríkinu og
færi hann með sigur af hólmi myndi
það efla þá demókrata sem vildu að
Trump yrði ákærður til embættis-
missis. „Ef þið tapið sendir það mjög
slæm skilaboð … Ef þið tapið segja
þau að Trump hafi beðið mesta ósig-
ur í sögu heimsins. Þið megið ekki
láta það koma fyrir mig!“ sagði
Trump við stuðningsmenn sína.
Forsetinn fullyrti eftir að skýrt var
frá úrslitum kosninganna að fjölda-
fundur sinn í Kentucky fyrir kosning-
arnar hefði hjálpað Bevin að auka
fylgi sitt um „að minnsta kosti 15 pró-
sentustig á síðustu dögum“.
Skoðanakannanir bentu þó til þess að
munurinn á fylgi frambjóðendanna
hefði alltaf verið undir 10% síðustu
vikurnar fyrir kosningarnar, að sögn
The New York Times.
Óvinsæll ríkisstjóri
Bevin er kaupsýslumaður eins og
Trump og var álitinn utangarðsmað-
ur í stjórnmálunum þegar hann var
kjörinn ríkisstjóri Kentucky fyrir
fjórum árum með níu prósentustig-
um meira fylgi en frambjóðandi
demókrata. Hann hefur einnig getið
sér orð fyrir að vera æsingamaður í
stjórnmálunum, líkt og Trump, og
hefur verið á meðal óvinsælustu
ríkisstjóra í Bandaríkjunum, ef
marka má könnun sem gerð var fyrr
á árinu. Er það m.a. rakið til fram-
göngu Bevins í deilu við kennara sem
fóru í verkfall til að mótmæla áform-
um hans um að skerða lífeyrisréttindi
þeirra. Hann sagði að þeir væru
„sjálfselskir“ og „fávísir“ og sakaði
þá jafnvel um að bera ábyrgð á kyn-
ferðislegum árásum á börn vegna
þess að þau þyrftu að vera ein heima
þegar kennarar þeirra væru í verk-
falli.
Stjórnmálaskýrandi The New
York Times segir að frambjóðendur
repúblikana hafi sigrað í kosningum
til annarra embætta í Kentucky, svo
sem ríkissaksóknara, og það bendi til
þess að kjósendurnir hafi verið að
hafna Bevin en ekki flokki hans.
Blaðamaðurinn lýsir Beshear sem
miðjumanni og segir hann hafa vikist
undan að svara því hvort fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings ætti að ákæra
Trump til embættismissis. Hann hafi
einnig haldið sig í hæfilegri fjarlægð
frá forystumönnum demókrata í
Washington og lagt áherslu á að
gagnrýna stefnu Bevins í deilunni við
kennarana og tilraunir hans til að
afturkalla umbætur á medicaid,
sjúkratryggingum fyrir tekjulága.
Beshear er 41 árs og faðir hans var
ríkisstjóri Kentucky á árunum 2007
til 2015. Í kosningabaráttunni lagði
hann áherslu á þau málefni sem hann
sagði kjósendur í Kentucky telja
mikilvægust: mennta-, heilbrigðis-
atvinnu- og lífeyrismál.
Bevin lagði hins vegar áherslu á
stuðning sinn við Trump og talaði oft
um mál sem eru forsetanum hugleik-
in, m.a. innflytjendamál og væntan-
lega ákæru á hendur honum til
embættismissis. Auk forsetans hafði
Mike Pence varaforseti lagt Bevin lið
með því fara með honum í atkvæða-
veiðar um ríkið og samtök ríkisstjóra
repúblikana eyddu milljónum dollara
í auglýsingar til stuðnings honum.
Sterkir í úthverfum
Bevin fékk mest fylgi í strjálbýlum
sýslum en Beshear í borgum og
byggðum í nágrenni þeirra þar sem
stuðningurinn við Trump hefur
minnkað, að sögn stjórnmálaskýr-
anda The New York Times.
Úrslit þingkosninganna í Virginíu
eru álitin meira áfall fyrir repúblik-
ana. Ríkið var eitt af vígjum þeirra í
áratugi en síðustu ár hefur það verið
á meðal svonefndra sveifluríkja þar
sem báðir flokkarnir eiga raunhæfa
möguleika á að sigra í kosningum.
Nú þegar demókratar eru með meiri-
hluta í báðum deildum þingsins virð-
ist Virginía vera orðið að vígi þeirra,
að mati stjórnmálaskýranda CNN.
Hann bendir á að demókratar hafa
sigrað í Virginíu í öllum forsetakosn-
ingum frá árinu 2004 þegar George
W. Bush fékk meirihluta atkvæða í
ríkinu og repúblikanar sigruðu síðast
í ríkisstjórakosningum þar árið 2009.
Báðir þingmenn Virginíu í öldunga-
deild Bandaríkjaþings eru demókrat-
ar og einnig meirihluti þingmanna
ríkisins í fulltrúadeildinni.
Þessi breyting er einkum rakin til
aukins fylgis demókrata í byggðum í
nágrenni borganna í Virginíu. Flokk-
urinn naut einnig góðs af óvinsældum
Trumps í ríkinu, að mati stjórnmála-
skýranda fréttaveitunnar AFP.
Fréttaskýrandi breska ríkisút-
varpsins telur að úrslit kosninganna í
Kentucky og Virginíu séu áhyggju-
efni fyrir Trump og repúblikana. Þau
geti verið fyrirboði þess sem koma
skuli í kosningunum í nóvember á
næsta ári eins og aukið fylgi demó-
krata í kosningum í Virginíu og New
Jersey 2017, árið áður en þeir fengu
meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings í fyrsta skipti í átta ár. Mikið
fylgi demókrata í borgum og ná-
grenni þeirra í kosningunum í Ken-
tucky og Virginíu sé sérstakt
áhyggjuefni fyrir repúblikana þar
sem sigur demókrata í kosningunum
til fulltrúadeildarinnar á síðasta ári
hafi einkum byggst á þeim kjósenda-
hópi.
Sigurlíkur Trumps meiri
en ætla mætti
Skoðanakannanir hafa bent til
þess að helstu forsetaefni demókrata
séu með mun meira fylgi en Trump í
öllu landinu. Stuðningurinn við for-
setann er þó mikill í sex ríkjum þar
sem sigur hans var naumastur í kosn-
ingunum árið 2016: Michigan, Penn-
sylvaníu, Wisconsin, Flórída, Arizona
og Norður-Karólínu. Joe Biden, fyrr-
verandi varaforseti Bandaríkjanna,
er að meðaltali með eins prósentu-
stigs forskot á forsetann í þessum
ríkjum. Kannanirnar benda hins veg-
ar til þess að Trump sé að meðaltali
með þremur prósentustigum meira
fylgi en öldungadeildarþingkonan
Elizabeth Warren í ríkjunum sex.
Þau eru með alls 101 af 538 kjör-
mönnum sem velja forsetann form-
lega. Úrslit forsetakosninganna á
næsta ári gætu að miklu leyti ráðist í
þeim og kannanirnar sýna að sigur-
líkur Trumps eru meiri en ætla
mætti af fylgi forsetaefnanna í öllu
landinu.
Úrslitin álitin áfall fyrir Trump
Demókratar sigruðu í ríkisstjórakosningum í Kentucky og fengu meirihluta í báðum deildum þings-
ins í Virginíu í fyrsta skipti í tvo áratugi Úrslitin talin áhyggjuefni fyrir repúblikana og forsetann
AFP
Sigri fagnað Andy Beshear, ríkisstjóraefni demókrata í Kentucky.
2019
2020
2021
26.-27.
júní
30.-31.
júlí
12.
sept.
15.
okt.
20.
nóv.
19.
des.
20. janúar
Forseti settur í embætti
Helstu dagar í kosningabaráttunni
jan.
6 kappræður
6 kappræður
13.-16.
júlí
Lands-
fundur
24.-27.
ágúst
Lands-
fundur
7.
okt.
Heimildir: Bandarísku flokkarnir
3. nóv.
KJÖR-
DAGUR
29.
sept.
3 kappræður
forsetaefna
NÆSTU KAPPRÆÐUR
Demókratar Repúblikanar
F o r s e t a e f n i
d e m ó k r a t a v a l i ð
1 kappræður
varaforsetaefna
15.
okt.
22.
okt.
apríl
Vitni yfirheyrð í beinni
sjónvarpsútsendingu
» Rannsókn fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings á meintum
embættisbrotum Donalds
Trumps forseta færist á nýtt
stig í næstu viku þegar vitni
verða yfirheyrð í beinni sjón-
varpsútsendingu.
» Áður hafði nefnd full-
trúadeildarinnar yfirheyrt á
þriðja tug vitna fyrir luktum
dyrum.
» Bill Taylor, staðgengill
sendiherra Bandaríkjanna í
Úkraínu, verður fyrsta vitnið í
yfirheyrslunum sem verður
sjónvarpað.
VW GOLF GTE PREMIUM
nýskr. 03/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur, leður, glerþak ofl.
Verð 4.890.000 kr
Raðnúmer 259690
VW GOLF GTE PANORAMA
nýskr. 06/2018, ekinn 21 Þ.km, bensín /rafmagn,
sjálfskiptur, glerþak, stafræntmælaborð ofl.
Verð 4.690.000 kr
Raðnúmer 259865
AUDI A3 E-TRON DESIGN
nýskr. 05/2018, ekinn 10 Þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur, glerþak, stafræntmælaborð, 18“ felgur ofl.
Verð 4.850.000 kr
Raðnúmer 259845
VW PASSAT GTE PREMIUM
nýskr. 02/2018, ekinn 20 Þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur, leður, glerþark, stafræntmælaborð ofl.
Verð 5.290.000 kr
Raðnúmer 259884
M.BENZ E 350E AVANT GARDE EQ POWER
nýskr. 02/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur. Glæsilegt eintakmeð fullt af aukahlutum!.
Verð 7.450.000 kr
Raðnúmer 259893
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is FLEIRI SAMBÆRILEGIR TIL!