Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 40

Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Boris John-son, for-sæt- isráðherra Bretlands, sló tón- inn fyrir kosning- arnar í desember í grein í The Daily Telegraph í gær. Þar harmaði hann þær tafir sem orðið hafa á útgöngu Bretlands úr Evrópusamband- inu, Brexit, og sagði að ef það tækist að ljúka Brexit myndu hundraða milljarða punda fjár- festingar streyma til landsins. Þá myndu fyrirtæki og fjöl- skyldur hafa vissu til að taka ákvarðanir sem myndu lyfta efnahagslífinu. Einu leiðina til að ná Brexit fram segir hann vera að kjósa Íhaldsflokkinn; atkvæði greitt smáflokkum – og þar hefur hann eflaust sérstaklega hug- ann við Brexit-flokk Nigels Farage – sé í raun greitt Je- remy Corbyn, leiðtoga Verka- mannaflokksins. Óhætt er að segja að John- son hafi ekki mikið álit á stefnu Corbyns. Hann vilji nýjar kosningar um Brexit með óljós markmið og enn frekari tafir í að minnsta kosti ár. Þá hafi hann horn í síðu efnamanna og þeirra framtakssömu ein- staklinga sem haldi atvinnulífi og hagkerfi gangandi. Hatur Corbyns á auðmönnum sé raunar slíkt að ekki hafi sést síðan í herferð Stalíns gegn bændum sem voru landeig- endur í Sovétríkjunum. Þá sagði hann Corbyn hafa greitt atkvæði gegn skatta- lækkunum upp á jafnvirði 1.250.000 króna til þeirra sem hafi hófleg laun og hafi þegar lýst yfir áformum um að leggja skatt á fyrirtæki sem yrði einn hinn hæsti í Evrópu. Þessu eigi að fylgja gríðarleg þjóðnýting fyrirtækja sem hafi verið einkavædd. Andstætt Corbyn vilji Íhaldsflokkurinn, sem fer fram undir slagorðinu Ein þjóð, styðja við verðmætasköpun framtakssamra einstaklinga, auk þess að setja meira fé í grunnstoðir á borð við skóla, lögreglu, heilbrigðiskerfi, vegi og háhraðanet inn á öll heimili. En fyrst og fremst vilji ríkisstjórn Íhaldsflokksins virða lýðræðislegan vilja fólks- ins eftir þriggja og hálfs árs tafir. Brexit er það sem kosn- ingarnar snúast fyrst og fremst um. Einn helsti kosturinn við bresk stjórnmál – fyrir utan að þar koma oft fram litríkir ein- staklingar sem hafa munninn fyrir neðan nefið – er að þar eru línur yfirleitt skýrari en víðast annars staðar. Og það er mikilvægt í stjórnmálum að línur séu skýrar og að kjós- endur átti sig á hvaða kostir eru í boði, fyrir hvað hver flokkur stendur og hvar skilur á milli. Með þessu verða áhrif almennings meiri og áhrif ósýnilegra embættismanna – kerfisins eins og það er stund- um kallað – minni. Með því eykst skilningur á lýðræðinu og áhuginn á lýðræðislegri þátttöku. Þetta eru grundvall- aratriði sem stjórnmálamenn ættu að leggja sig fram um að verja og viðhalda. Boris Johnson talar með afgerandi hætti í upphafi kosinga- baráttunnar} Tónninn sleginn Frumvarpsdrögum breytingu á samkeppn- islögum hafa vakið nokkra athygli og þá ekki síst fyr- irhuguð breyting á heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála til dómstóla. Sam- keppniseftirlitið, sem er í viss- um skilningi aðili þessa máls, sendi frá sér sérstaka yfirlýs- ingu vegna þessa og mótmælti fyrirhugaðri breytingu. Þrátt fyrir vissa aðild Sam- keppniseftirlitsins að þessu máli má efast um hversu eðli- legt það er að þeir sem þar starfa noti stofnunina, sem á að starfa eftir lögum, til að þrýsta á ráðherra og þing- menn um það hvernig lögin eiga að vera. Í þessu sambandi skiptir þó ekki síður máli að Samkeppniseft- irlitið er ekki í skilningi stjórn- sýsluréttarins aðili þeirra samkeppn- ismála sem það tekur fyrir og úrskurðar um, eins og Árni Grétar Finnsson lögfræðingur bendir á í grein í Viðskiptamogganum í gær. Niðurstaða úrskurðar- nefndar samkeppnismála á að vera endanleg nema aðili máls skjóti henni til dómstóla. Þó að starfsmenn Samkeppnis- eftirlitsins vilji aukin völd er það ekki þeirra að ákvarða um völd sín. Þá sýnir reynslan að það fyrirkomulag sem ríkt hef- ur á undanförnum árum hefur valdið óeðlilegu ástandi í at- vinnulífinu, miklum kostnaði og óhóflegum töfum. Brýnt er að þetta verði lagað í samræmi við frumvarpsdrögin. Samkeppniseftir- litið má ekki fara of- fari frekar en aðrar ríkisstofnanir} Ekki aðili máls SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Greinilegt samband er á millibreytinga sem verða á um-svifum í efnahags- og at-vinnulífinu og bílaumferðar um þjóðvegi landsins. Þetta hefur ekki farið á milli mála á umliðnum ár- um að sögn Friðleifs Inga Brynjars- sonar, verkefnisstjóra hjá Vegagerð- inni. Þegar hægir á hagvexti líður ekki á löngu þar til þess má sjá merki í minni umferð, eins og gerðist á árinu 2008 þegar hægði mjög á umferðinni. Í uppganginum á umliðnum árum og fjölgun erlendra ferðamanna stór- jókst umferðin en samhliða minnk- andi hagvexti að undanförnu hefur mjög hægt á umferð þótt á móti vegi fjölgun íbúa landsins. Samkvæmt mælingum Vega- gerðarinnar á 16 völdum stöðum á hringveginum jókst umferðin í síðasta mánuði um 0,4 prósent og er þetta minnsta aukning í októbermánuði síð- an árið 2011, eða í átta ár. ,,Fjögurra prósenta samdráttur mældist í um- ferðinni á Suðurlandi og má leiða lík- ur að því að samdráttur í ferða- mennsku skýri þann samdrátt. Reikna má með að umferðin í ár auk- ist eigi að síður um 2,5-3 prósent,“ segir í samantekt Vegagerðarinnar. Áhrif af fjölda erlendra ferða- manna á umferðina á höfuðborgar- svæðinu eru ekki eins sýnileg og á hringveginum, en skv. nýjum tölum Vegagerðarinnar jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum mán- uði um 1,6% borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Mest jókst um- ferðin yfir mælisnið ofan Ártúns- brekku, eða 3,1%, en 1,0% samdráttur varð í mælisniði á Hafnarfjarðarvegi. Fram kemur í samantekt Vega- gerðarinnar að meðaltalsaukningin á höfuðborgarsvæðinu í október frá 2005 og til ársins 2018 var 3,2% og þar af leiðir að aukningin núna er langt undir meðalþróun. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukn- ingu umferðar um höfuðborgar- svæðið í október líkt og á hringveg- inum. Að mati sérfræðinga Vegagerð- arinnar er talið líklegast vegna spáðs samdráttar í hagkerfinu nú þegar að- eins tveir mánuðir eru eftir af árinu að lítil aukning verði í nóvember og desember og þá muni aukningin yfir árið allt verða um 1%. Skv. nýrri þjóð- hagsspá Seðlabankans, sem birt var í gær, hafa horfur um hagvöxt á seinni hluta ársins versnað frá því sem spáð var í ágúst. Friðleifur bendir á að þótt aukning verði í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu megi geta þess að íbúum þar hefur fjölgað um 1,7% frá áramótum til októberbyrjunar og gæti staðan orðið um og yfir 2% heild- araukning í árslok. Rannsóknir Vega- gerðarinnar hafi sýnt fram á afar sterk tengsl á milli umferðar- og íbúaþróunar. Því megi færa fyrir því rök að um raunsamdrátt í umferð sé að ræða haldi umferðaraukning ekki í við íbúaþróun. Á hringveginum hefur umferðin aukist um 2,7% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning fyrir lykilsniðin í heild frá árinu 2005 hefur verið 3,5% og má því sjá að núverandi aukning er 23% undir meðalþróun, verði þetta niðurstaðan í árslok, skv. upplýs- ingum Vegagerðarinnar. ,,Mest hefur umferðin aukist um mælisnið á Vesturlandi eða um 5,6% en dregist saman um 2,8% um Austurland. Einnig hefur umferð um Suðurland dregist saman um 1,2%,“ segir í greinargerð Vegagerðarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu var mest ekið á föstudögum í nýliðnum mánuði, en minnst á sunnudögum. ,,Hlutfalls- lega jókst umferðin mest á laugar- dögum eða um 2,5% en minnst varð aukningin á mánudögum eða 0,6%. Umferð jókst að meðaltali um 1,3% á virkum dögum en 2,1% um helgar.“ Minnsta aukning umferðar í átta ár Umferð á hringveginum og höfuðborgarsvæðinu Umferð á hringveginum í októbermánuði 2005-2019 Umferð á höfuðborgarsvæðinu 2018 og 2019 eftir mánuðum 75 50 25 0 180 160 150 140 2018 2019 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 Heimild: Vegagerðin jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 48 54 57 52 52 54 51 51 53 55 62 69 80 82 83Þúsundir ökutækja á dag yfir 16 lykilteljara Þúsundir ökutækja á dag yfir þrjá lykilteljara 177 174 163 170 167 162 178 156 153 Samdráttur í hagkerfinu og minni umferðarþungi á þjóðveg- unum fylgjast að og íbúaþróun- in hefur vitaskuld einnig mikið að segja. Minni hagvöxtur er að mati sérfræðinga Vegagerðar- innar helsta ástæða fyrir minni aukningu á hringveginum en einnig hafi mikið að segja að ferðamönnum fækkaði verulega við fall Wow air. „Nú má gera ráð fyrir að er- lendum ferðamönnum til lands- ins geti fækkað um 15% í ár miðað við árið á undan. Verði þetta raunin hafa rannsóknir Vegagerðarinnar, um fjölda er- lendra ferðamanna í umferð- inni, sýnt fram á að slíkur sam- dráttur gæti dregið úr umferð um 1,5-2,0 prósentustig. Því má draga þá ályktun að ef ferða- mannastraumurinn hefði hald- ist óbreyttur til landsins væru sterkar líkur á að á þessum tíma ársins væri verið að áætla um 4-5% aukningu á umferð um hringveginn nú í ár,“ segir í um- fjöllun Vegagerðarinnar. Dregur úr umferðinni FÆKKUN FERÐAMANNA Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ H inn 1. jan. 2017 var afnumin hin svokallaða króna-á-móti- krónu-skerðing á eldri borg- ara. Markmiðið var að einfalda almannatryggingakerfið. Kerfi sem við öll vitum að er svo stagbætt og flókið að ekki nema færustu sérfræðingar á sviði al- mannatrygginga botna nokkurn skapaðan hlut í því. Það er skemmst frá því að segja að öryrkjar, fátækasti minnihlutahópur sam- félagsins, voru skildir eftir og áfram látnir bera byrðar skerðingarinnar. Óumdeilt er, að mikil óánægja hefur ríkt með skerðinguna frá því henni var komið á í tíð hinnar svonefndu velferðarstjórnar Vinstri-grænna og Samfylkingar eftir hrun. Flokkur fólksins hefur haft það á stefnuskrá sinni frá upphafi að afnema skerðinguna með öllu, enda metið það svo að um hreina valdníðslu stjórnvalda sé að ræða. Bjarnargreiði? Hænuskref var stigið þegar Alþingi samþykkti í vor að lækka krónu-á-móti-krónu-skerðinguna um 35 aura. Lækkunin fól í sér að aðrar tekjur örorkulífeyrisþegans skerðast ekki lengur um 100% á móti lífeyri, heldur um 65%. Lækkunin var látin gilda afturvirkt frá 1. janúar 2019. Í ágúst sl. endurgreiddi Tryggingastofnun síðan öryrkjum mismuninn á tímabilinu sem leiðréttingin tók til. Að sjálfsögðu var einhvers staðar í kerfinu möguleiki á að hrifsa til baka með vinstri hendinni það sem sú hægri var að gera. Var það gert með því að reikna endurgreiðsluna sem hluta af tekjum ágústmánaðar. Það hafði í för með sér tilheyrandi minnkun húsnæðisstuðnings og hækkun húsaleigu. Ríður ekki við einteyming Orðið einteymingur merkir „einfaldur taumur á hesti“. Sá sem ríður við einteyming hefur því aðeins taum öðrum megin við hnakka hestsins. Það er nokkuð öruggt að slíkur taumur er ekki upp á marga fiska. Þannig taum notaði félags- og barnamála- ráðherra þegar hann, væntanlega í góðri trú, dró úr krónu-á-móti-krónu-skerðingunni um 35% á eintali við sjálfan sig án þess að tryggja hagsmuni þeirra sem hann sagðist vera að hjálpa. Ekkert var gert til að koma í veg fyrir þetta gífurlega högg. Afturvirku greiðslunum var t.a.m. ekki dreift á átta mánaða tímabilið sem þær tóku til. Sannarlega hef- ur borgarstjórn ekki hækkað lágmarkstekjuviðmið sitt svo koma megi í veg fyrir að það skref sem stigið var í viðleitninni til að bæta kjör öryrkjans snúist upp í and- hverfu sína. Það er dapurt að horfa upp á jólagjöfina sem stjórn- völd senda öryrkjum nú sem endranær. Skilaboðin eru skýr. Öryrkjar: Látið ykkur líða illa um jólin! Inga Sæland Pistill Hættið að níðast á öryrkjum Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.