Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 41
Tíska Ekki láta þeir sem leigja rafskutlur og taka þátt í nýjustu tískubylgj-
unni kuldann trufla sig. Þessi rúllaði niður Stórholtið – í stuttbuxum.
Hari 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Á næstunni verður
afgreidd tillaga sem
miðar að því að bæta
námslegar og fé-
lagslegar aðstæður
barna í norðanverðum
Grafarvogi. Að baki er
vandaður undirbún-
ingur og framundan
mikilvægt umbótaferli.
Mikil umræða hefur
skapast um málið og
því miður er sums staðar hallað réttu
máli eins og í greinum sem tveir
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
birtu hér í blaðinu á dögunum.
Austur og vestur
Viðrar vel til loftárása heitir prýði-
legt tónverk Sigur Rósar sem kom í
hugann við lestur greinar Eyþórs
Arnalds, „Árásir á efri byggðir“, þar
sem hann heldur því fram að upp-
bygging sé meiri í vesturhluta borg-
arinnar en dregið úr í austurhlut-
anum. Þessi fullyrðing stenst
auðvitað ekki enda er mestur gangur
í framkvæmdum í austurborginni.
Langþyngst vegur uppbygging
skóla, íþróttamannvirkja og menn-
ingarmiðstöðvar í Úlfarsárdal. Um-
fang þeirra fjárfestinga er rúmlega
12 milljarðar króna. Uppbygging
íþróttamannvirkja á félagssvæði ÍR í
Breiðholti er annað stórt fjárfesting-
arverkefni í austurhlutanum sem
sömuleiðis hleypur á milljörðum.
Verið er að byggja húsnæði um alla
borg en flestar íbúðir verða til í Ár-
túnshöfða og Vogabyggð – í austur-
hluta borgarinnar.
Bjúgverpill
Veruleg fækkun grunnskólanem-
enda er staðreynd í norðanverðum
Grafarvogi og munar þar mest um
fækkun í Kelduskóla-Korpu. Skólinn
var byggður fyrir 170 börn en nem-
endum hefur fækkað jafnt og þétt
undanfarinn áratug. Þar eru nú 59
nemendur, enginn í 6. bekk og fjórir í
3. bekk og er hvergi að finna svo fá-
mennan skóla í Reykjavík eða á öllu
höfuðborgarsvæðinu. Nemendafjöldi
í grunnskólum landsins er að með-
altali rúmlega 430 börn. Tilteknir
borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins segja
fækkunina í Korpu
komna til vegna að-
gerða borgarinnar og
ganga jafnvel svo langt
að halda því fram að
börn hafi verið flutt úr
skólanum gegn vilja for-
eldra sinna. Þau þekkja
söguna illa – eigin sögu
– því eina ákvörðunin
sem borgaryfirvöld hafa
tekið um flutning nem-
enda úr skólanum var
árið 2008, þegar ákveðið var að
bregðast við myglu í færanlegu hús-
næði við Korpuskóla með því að
flytja unglingastigið yfir í Vík-
urskóla. Þá stýrði Sjálfstæðisflokk-
urinn meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðismenn lofuðu að þetta væri
tímabundin aðgerð en stóðu hvorki
við það né loforð sem gefin voru íbú-
um um að byggja við Korpuskóla,
sem eftir á að hyggja verður að telj-
ast lán í óláni í ljósi fækkunar nem-
enda.
Skynsamlegar breytingar
Áform okkar um breytingar á
skólahaldi í norðanverðum Graf-
arvogi byggjast á faglegum, fé-
lagslegum og fjárhagslegum rökum.
Faglegu rökin fyrir breytingum á
skólahaldi í norðanverðum Graf-
arvogi eru þau að nemendur muni
njóta meiri fjölbreytni varðandi nám
og kennslu í stærri nemendahópi, þó
vissulega hafi kennarar og stjórn-
endur Kelduskóla-Korpu spilað vel
úr aðstæðum og haldið uppi faglegu
og góðu starfi. Félagslegu rökin eru
þau að val um vini og félaga aukist til
muna í fjölmennari nemendahópi,
enda er ólíku saman að jafna að vera
fjórir eða fjörutíu í árgangi sem er
meðalstærð árganga í grunnskólum
borgarinnar. Félagslegu rökin vega
þungt enda er vaxandi skilningur á
mikilvægi þess að byggja upp og
þroska félagsfærni barna frá unga
aldri svo sem sjá má á nýrri mennta-
stefnu Reykjavíkurborgar þar sem
félagsfærni er einn af fimm for-
gangsþáttum sem sérstaklega verða
efldir á komandi árum. Fjárhagslegu
rökin felast í verulegum sparnaði af
því að fækka skólastofnunum um
eina. Nú er kostnaður á hvern nem-
anda rúmlega tvöfalt hærri í Korpu
en að meðaltali í öðrum grunnskólum
borgarinnar.
Markviss innleiðing
Samkvæmt tillögu okkar verða
þrír grunnskólar í norðanverðum
Grafarvogi, hver með sinn stjórn-
anda og 240-300 börn: Borgaskóli,
Engjaskóli og Víkurskóli. Tveir fyrr-
nefndu fyrir börn í 1.-7. bekk en Vík-
urskóli verður sameinaður unglinga-
skóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk,
nýsköpunarskóli með áherslu á frum-
kvöðlanám, fjölbreytt skapandi starf,
gagnrýna hugsun og þjálfun hæfni-
þátta til að bregðast við áskorunum í
tæknivæddum heimi. Vilji okkar í
meirihluta skóla- og frístundaráðs
stendur til þess að skólahúsnæði
Korpu nýtist áfram til skóla- og frí-
stundastarfs, t.d. í samstarfi við sjálf-
stætt starfandi skóla. Tillaga um
þessar breytingar verður lögð fram
til afgreiðslu í skóla- og frístundaráði
12. nóvember að loknu umsagnarferli
og væntanlega afgreidd endanlega í
borgarstjórn viku síðar. Þá tekur við
innleiðingarferli, þar sem áhersla
verður lögð á að þær samgöngu-
bætur sem boðaðar eru í tillögunni
verði fjármagnaðar og komi til fram-
kvæmda á fyrri hluta næsta árs.
Ásetningur okkar sem stöndum að
tillögunni er skýr: að búa betur að
börnunum bæði námslega og fé-
lagslega. Við munum leggja okkur
fram um að innleiðingin verði mark-
viss og fari fram í góðu samstarfi við
starfsfólk, nemendur og foreldra.
Viðrar vel til loftárása?
Eftir Skúla
Helgason
Skúli Helgason
» Áform okkar byggj-
ast á faglegum,
félagslegum og fjár-
hagslegum rökum.
Ásetningur okkar er
skýr: að búa betur að
börnunum bæði náms-
lega og félagslega.
Höfundur er borgarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar og formaður skóla- og
frístundaráðs Reykjavíkurborgar.
skuli.helgason@reykjavik.is
Elliðaárdalurinn er
eitt stærsta og fjöl-
sóttasta útivist-
arsvæði borgarinnar.
Þar er einstakt nátt-
úrufar sem vitnar um
stórbrotna og
heillandi jarðsögu,
auk þess sem svæðið
býður upp á ýmsar
sögulegar minjar. El-
liðaárnar renna um
miðjan dalinn, fáar ef nokkrar
aðrar borgir geta státað af að eiga
laxveiðiá sem rennur um miðja
borg. Við eigum því ekki að þurfa
að standa í pólitísku þrasi við
borgaryfirvöld um að vernda slíka
náttúruparadís.
Elliðaárdalur ekki meðal frið-
lýstra svæða í borgarlandinu
Þeir sem halda því fram að El-
liðaárdalurinn sé friðlýstur hafa
rangt fyrir sér. Hverfisvernd í
deiliskipulagi er ekki friðlýsing
enda á friðlýsing sér stoð í nátt-
úruverndarlögum. Hún er unnin í
samvinnu við umhverfisráðuneytið
óski sveitarfélag eftir því að und-
angenginni auglýsingu. Sam-
kvæmt upplýsingum á vef Um-
hverfisstofnunar eru einungis
fimm svæði í borgarlandinu frið-
lýst, þau eru Fossvogsbakkar,
Háubakkar, Laugarás, Rauðhólar
og Eldborg í Bláfjöllum. Elliðaár-
dalurinn er ekki á meðal þessara
svæða.
Óafturkræft umhverfisslys
í uppsiglingu
Elliðaárdalinn verður að friðlýsa
til að vernda hann frá ágangi
nýrra bygginga og mannvirkja.
Það yrði óafturkræft umhverfis-
slys ef gengið yrði á dalinn með
umfangsmiklum byggingum. Nú-
verandi lóðarvilyrði borg-
arstjórnar miða að slíkum hamför-
um en þau hljóða upp á 12.500
fermetra mannvirki undir gróð-
urhvelfingar og veit-
ingarekstur. Þar er
gert ráð fyrir bygg-
ingum að grunnfleti
4.500 fermetrar. Auk
þessarar lóðar ætlar
meirihlutinn að út-
hluta þremur öðrum
lóðum undir ýmiss
konar starfsemi á
svæðinu.
Enginn sem í raun
og veru metur nátt-
úruperlur á við Elliða-
árdalinn má láta þrönga, skamm-
sýna og flokkspólitíska hagsmuni
villa sér sýn í þessum efnum. Því
miður hafa umhverfisvernd-
arsinnar, sem ýmist fylgja Vinstri-
grænum eða Samfylkingunni að
málum, ekki tjáð sig um málið í
fjölmiðlum. Nánast algjör þögn
ríkir í þessum hópi varðandi þau
umhverfisspjöll sem meirihlutinn í
borgarstjórn hyggst samþykkja
endanlega á næstu vikum. Það
vekur athygli sérstaklega í ljósi
þess að í aðdraganda síðustu borg-
arstjórnarkosninga voru Vinstri-
græn með hástemmdar yfirlýs-
ingar um vilja til þess að friðlýsa
dalinn og lýstu því yfir að þau
hefðu verið á móti nýbyggingum í
dalnum.
En núna – ekki eitt einasta orð
frá ofangreindum umhverfisvernd-
arsinnum um þau náttúruspjöll
sem meirihlutinn ætlar að heimila
að verði framkvæmdar við
Stekkjarbakka í Elliðaárdal.
Fádæma þögn
umhverfissinna
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur
Marta Guðjónsdóttir
»Enginn sem í raun
og veru metur
náttúruperlur á við
Elliðaárdalinn má láta
þrönga, skammsýna
og flokkspólitíska
hagsmuni villa sér sýn.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Hagkvæmara og
vistvænna húsnæði var
til umfjöllunar á fundi
byggingarmálaráð-
herra Norðurlanda-
ríkjanna sem haldinn
var hér á landi í tilefni
af formennsku Íslands
í Norrænu ráðherra-
nefndinni í október. Í
kjölfarið skuldbundum
við okkur með sam-
eiginlegri yfirlýsingu
til að leitast við að vera í fararbroddi
þegar kemur að því að samræma
byggingarreglugerðir og þróa lausnir
sem draga úr losun í byggingariðnaði.
Íslenskar aðstæður eru að sumu
leyti frábrugðnar hvað varðar bygg-
ingariðnað en ég er þess fullviss að
við eigum mikil sóknarfæri hvað
þetta snertir. Íslenskur bygging-
ariðnaður á að geta orðið leiðandi
hvað varðar það að draga úr umhverf-
isáhrifum en til þess að svo verði
þurfa stjórnvöld að auka samstarf sitt
við innlenda framleiðendur og vinna
þéttar með byggingariðnaðinum við
að þróa lausnir.
Í tengslum við fund ráðherra
Norðurlandaríkjanna var einmitt
lögð áhersla á aukið
samstarf stjórnmála og
atvinnulífs þegar kem-
ur að bygging-
armálum. Fram fóru
hringborðsumræður
með forstjórum úr
byggingariðnaðinum
hér heima og í hinum
norrænu ríkjunum.
Þar var meðal annars
fjallað um hvað stjórn-
völd og byggingargeir-
inn geta gert til að
auka norræna sam-
vinnu í byggingariðn-
aðinum. Tilgangurinn var að finna
raunhæfar leiðir til að hægt sé að
byggja hagkvæmara og vistvænna
húsnæði, en það er áskorun sem öll
norrænu löndin standa frammi fyrir.
Það var samdóma álit þátttakenda
að með því að styrkja og efla sam-
starf Norðurlandaríkjanna skapaðist
tækifæri til að auka framboð hag-
kvæms húsnæðis. Það má meðal
annars gera með því að samræma
byggingarreglugerðir og koma á raf-
rænum upplýsingagáttum en ekki
síður með því að deila þekkingu og
reynslu. Það er til mikils að vinna því
ólík regluverk draga úr hagkvæmni
á byggingarmarkaði.
Lífskjarasamningarnir sem undir-
ritaðir voru síðasta vor fólu í sér um-
fangsmiklar aðgerðir í húsnæðis-
málum sem unnið er að því að koma í
framkvæmd í góðu samstarfi við að-
ila vinnumarkaðar. Stór hluti af
þeirri vinnu snýr einmitt að því að
gera húsnæði hagkvæmara. Það er
sannfæring mín að aukið samstarf
milli Norðurlandaríkjanna ætti að
vera til þess fallið að auka hag-
kvæmni í byggingariðnaði. Það ætti
jafnframt að geta gert hann vist-
vænni. Í þessu sambandi er mik-
ilvægt að íslenskur iðnaður sé í far-
arbroddi og horft sé sérstaklega til
þess hvernig við getum eflt innlenda
framleiðslu og gert hana umhverf-
isvænni.
Samvinna Norðurlandaríkja
stuðli að hagkvæmara
og vistvænna húsnæði
Eftir Ásmund
Einar Daðason » Í tengslum við fund
byggingarmálaráð-
herra Norðurlandaríkj-
anna var lögð áhersla
á aukið samstarf stjórn-
mála og atvinnulífs
þegar kemur að
byggingarmálum.
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundur er félags-
og barnamálaráðherra.