Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Það olli nettri geðs- hræringu að koma aftur til Krítar í haust, sex árum eftir að ég fékk heldur óþægilegt símtal þangað þess efnis að ég hefði greinst með krabbamein. Þá féllumst við hjónin ástfangin upp fyrir haus í faðma og fórum að gráta. Það sem eftir lifði þeirrar ferðar fannst mér gott að leggjast á sólbekk á víðavangi þar sem enginn þekkti mig og mér var sama um hvað fólki fannst. Lesa mín eigin ljóð, hlusta á tónlist og fara bara að gráta. Mínar helstu hugsanir á þeim augnablikum voru til dæmis þær að ég ætti ef til vill aldrei eftir að upplifa það að vera afi. „Hvað verður? Hvað ef? Á ég aldrei eftir að... Ég sem ætlaði... Skilaðu kveðju minni til okkar ófæddu barnabarna... Viltu segja þeim frá mér ...Að ég hafi ...myndi og hefði ...“ Eitt símtal sumarið 2013 og veröldin hrundi. Og þegar heim var komið tóku við frekari rann- sóknir og mælingar, endalaus bið, hækkandi gildi, uppskurður, löng geislameðferð og ævilöng lyfja- meðferð með tilheyrandi auka- verkunum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði Tilfinningarnar báru mig ofurliði strax fyrsta kvöldið eftir að við hjónin komum svo aftur til Krítar í síðasta mánuði eftir sex tíma flug. Enda ég orðinn afi fjögurra dásamlegra gleðigjafa sem hafa komið sem englar inn í líf okkar hjóna frá þeim tíma. Tvö þeirra voru þarna einmitt með í för. Gild- in komin í sögulegt hámark og ég í sneiðmyndatöku á sex vikna fresti. Við hjónin ákváðum því að fara daginn eftir þangað sem við vorum stödd þegar símtalið barst fyrir sex árum til þess að skila því og þar með krabbameininu og jafn- framt til að leita að símanum mín- um sem ég henti í laugina af því tilefni á sínum tíma, eða svona næstum því. Og til að þakka fyrir lífið. Þakka Guði fyrir allt. Þá meina ég allt. Tókum við atburðinn upp á myndband þar sem ég sagði frá og sýndi sundlaugagarðinn, húsið sem við dvöldum í á þeim tíma, stand- andi við sólbekk á nákvæmlega sama stað og þá. Að því búnu gengum við berfætt á ströndinni með notalegar sjógus- urnar flæðandi yfir fæturna á okk- ur og héldum út í kapellu eina sem staðsett er á skaga við strand- lengjuna; sömu kapellu og við héldum út í daginn eftir að símtal- ið barst á sínum tíma. Gott að geta gert þetta upp. Gott að sættast þannig við sjálfan sig og breyttar aðstæður. Geta svo bara haldið áfram. Án þess að festast í sársauka fortíðarinnar og því sem var. Ég er Guði svo enda- laust þakklátur fyrir lífið og gjafir þess. Það er nefnilega svo gott að þakka og gera upp. Njóta þess svo að fá að halda áfram og gefa af sér, þótt af veikum mætti kunni að vera. Ætla að sýna þér fjársjóðinn minn Tveimur eða þrem- ur dögum síðar segir fjögurra ára afabarnið svo við mig: „Afi, komdu aðeins, ég ætla að sýna þér svolítið.“ Ég stend upp og fer með henni inn. Þá segir hún: „Afi, ég ætla að sýna þér hvar ég geymi fjársjóðinn minn.“ Hún opnar því næst skúffu í hillusamstæðu í herberginu þeirra. Þar hafði hún komið fyrir ýmsu smádóti og leikföngunum sínum. Um leið og hún opnaði skúffuna blasti við mér eintak af Nýja testamentinu merkt Gídeonfélag- inu á þremur tungumálum, þýsku, ensku og frönsku, en ég starfaði einmitt sem framkvæmdastjóri Gí- deonfélagsins á Íslandi frá 1986- 1998 og var forseti landsstjórnar félagsins 2001-2004 og fjármögn- uðum við einmitt kaup á nákvæm- lega svona útbúnum Nýjatesta- mentisbókum til dreifingar á hótelherbergi á Íslandi og víðar um heim á þeim tíma. „Afi, þetta er bókin þín.“ Ég hafði að vísu sent frá mér allnokkrar bækur og eru myndir af henni í tveimur þeirra. En þetta snerti hjarta mitt í þessu sam- hengi öllu. Ég sem hafði varið öllum þess- um árum í að útbreiða og vekja at- hygli á hinum himnesku og lífgef- andi kærleiks- og friðarorðum frelsarans Jesú í Nasaret. Að þá skuli þetta gerast þarna með þess- um hætti á þessum merka stað, sem talaði sannarlega sterkt til mín í heildarsamhenginu. Á slóð- um sem Páll postuli fór um fyrir tæpum tvö þúsundum árum ásamt Títusi vini sínum. Þarna var ég svo hressilega minntur á upprunann og nærveru og handleiðslu heilags anda Guðs, höfundar og fullkomnara lífsins, sem vakir okkur yfir, leiðir, upp- örvar, styður og blessar. Já, krakkar mínir. Hann er sko ekki aldeilis dauður enn. Dýrð sé Guði fyrir lífið og hans nærandi nærveru sem aldrei klikkar eða bregst. Og fyrir dýrmæta þjónustu og trúfesti allra hans jarðnesku engla, alla tíð. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Uppgjör – Krít, sex árum síðar Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Það olli nettri geðs- hræringu að koma aftur til Krítar í haust, sex árum eftir að ég fékk heldur óþægilegt símatal þangað. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Á Íslandi er raf- magn framleitt með endurnýjanlegum hætti. Þetta er stað- reynd, sem þó skolast stundum til þegar uppgjör vegna upp- runaábyrgða raforku, stundum kölluð græn skírteini, er birt einu sinni á ári. Því er rétt að skerpa aðeins á hvað upprunaábyrgð- ir eru, hver tilgangur þeirra er og af hverju Ísland tekur þátt í kerf- inu um þær. Hvað eru upprunaábyrgðir og hvernig virka þær? Upprunaábyrgðir raforku eru liður í baráttunni gegn loftslags- breytingum. Í Evrópu hefur verið gripið til ýmissa ráða til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og auka hlut endurnýjanlegrar orku. Til dæmis ívilnanir og skattlagning, langtíma tvíhliða samningar við raforkuframleiðendur og svo vott- unarkerfi um uppruna raforku, eða upprunaábyrgðir. Með upp- runaábyrgðum er græni þáttur framleiðslunnar gerður að sjálf- stæðri söluvöru óháð því hvort kaupandinn fái þetta tiltekna græna rafmagn í innstungurnar sínar. Það er til þess að hægt sé umbuna þeim sem framleiða græna orku óháð því hvar þeir eru staðsettir því það skiptir ekki máli í samhengi loftslagmála; það er sama hvaðan gott kemur. Fjárhagsleg umbun = arðbærari hrein orka Með því að beina fjármagni til þeirra sem framleiða orku með endurnýjanlegum hætti verður sú orka arðbærari og getur frekar keppt við orku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti, sem hingað til hefur verið ódýrari í fram- leiðslu. Raforkunotendur í Evrópu hafa kannski takmarkaðan aðgang að endurnýjanlegri orku í sínu heimalandi en geta þá stutt við framleiðslu á hreinni orku með því að borga aukalega í hverjum mánuði og kaupa uppruna- ábyrgð. Hér fara því saman hagsmunir græna raforkufram- leiðandans og græna raforkukaupandans. Sjái raforkunotandi ávinning í því að vísa í að hann noti rafmagn sem fram- leitt er á umhverfisvænan hátt getur hann vottað það með op- inberum hætti með uppruna- ábyrgð. Rétt eins og með aðrar umhverfisvottanir þarf að greiða sérstaklega fyrir vottun á uppruna raforku. Engin kvöð er að kaupa slíka vottun; kerfið er valfrjálst fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Verðmæti orkunnar hámörkuð Hreinleiki orkunnar okkar er verðmæti og auðlind út af fyrir sig. Kerfið um upprunaábyrgðir setur verðmiða á þau verðmæti. Ísland hefur augljósa hagsmuni af því að hámarka verðmæti hreinu orkunnar sem hér er framleidd og það markmið næst betur með því að selja þær upprunaábyrgðir, sem ekki seljast hér á landi, á al- þjóðlegum markaði. Það skiptir máli fyrir heiminn allan að á Íslandi sé framleidd græn orka og því eðlilegt að við njótum ávinnings af því. Fjárhags- legur ávinningur Íslands er tölu- verður í þessu kerfi. Út frá mark- aðsvirði skírteinanna getur upphæðin sem íslenskir raforku- framleiðendur fá numið frá 0,5-5,5 milljörðum á ári. Árið 2018 voru hreinar tekjur af sölu íslenskra upprunaábyrgða í kringum 800- 850 milljónir króna. Þar sem raf- orkuframleiðendur hér á landi eru að langstærstum hluta í eigu ríkis- ins hefur íslenskt samfélag beinan ávinning af sölu upprunaábyrgða og þessar umtalsverðu tekjur geta hjálpað til við að halda orkuverði hér lágu. Ávinningur fyrir íslensk fyrirtæki Vegna þátttöku okkar í kerfinu fá íslensk fyrirtæki aðgang að inn- lendum upprunavottunum, sem getur gefið samkeppnisforskot í heimi þar sem krafan um sjálf- bæra virðiskeðju verður sífellt há- værari. Upprunaábyrgðir fylgja með í raforkuverði til heimila á Ís- landi og fyrirtækja á almennum markaði og ættu fleiri fyrirtæki að skoða hvers konar ávinning það gæti fært þeim á alþjóðlegum markaði. Fyrirtæki á Íslandi gætu ekki nýtt sér hreinleika orkunnar til að vekja athygli á sinni vöru nema með þátttöku í kerfinu um upprunaábyrgðir, því vottunina þarf til. Ávinningur fyrir loftslagið Kerfið um upprunaábyrgðir hef- ur engin áhrif á loftslagsmarkmið Íslands eða annarra landa, enda einungis hugsað til þess að búa til aukafjármagn til þeirra sem fram- leiða endurnýjanlega orku. Þetta fjármagn getur skipt sköpum fyrir fjárfestingar í nýjum umhverf- isvænum orkukostum og hjálpar því til við að koma fleiri slíkum á koppinn. Og það skilar árangri. Upprunaábyrgðir eiga þátt í því að hlutfall endurnýjanlegrar orku í Evrópu fer hækkandi. Það eru góðar fréttir fyrir okkur öll. Upprunaábyrgðir: Lóð á loftslagsvogarskálar Eftir Lovísu Árnadóttur »Upprunaábyrgðir fylgja með í raforkuverði til heimila á Íslandi og fyrirtækja á almennum markaði og geta nýst sem samkeppnisforskot á markaði. Lovísa Árnadóttir Höfundur er upplýsingafulltrúi Samorku. lovisa@samorka.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.