Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 47
UMRÆÐAN 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Sagan sýnir að þeg-
ar við Suðurnesjamenn
stöndum saman höfum
við náð fram mörgum
góðum málum til efl-
ingar samfélagi okkar
sem aukið hefur at-
vinnu, þjónustu við
sjúka og menntun
unga fólksins.
Menntun í heima-
byggð var efld með
stofnun Fjölbrautaskóla Suðurnesja
árið 1974. Sveitarfélögin stóðu að
framtakinu í samstarfi við ríkið.
Af mikilli framsýni var virkjað í
Svartsengi og Hitaveitu Suðurnesja
var komið á með forystu og frum-
kvæði okkar Suðurnesjamanna í
samvinnu við ríkið. Bylting varð
þegar heitu vatni var komið inn á
öll heimili frá virkjun okkar í
Svartsengi.
Þessi framfaramál náðust fram
með samvinnu og samstöðu sveit-
arstjórna á Reykjanesskaganum.
Hafin var bygging Sjúkrahúss
Keflavíkurlæknishéraðs að frum-
kvæði sveitarfélaga á Suðurnesjum
á árinu 1954 og heilsugæslu komið á
fót árið 1974 til bráðabirgða í leigu-
húsnæði.
Árið 1973 var gerð áætlun um
uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á
Suðurnesjum í samræmi við lög um
umdæmissjúkrahús utan Reykja-
víkur og Akureyrar. Yfirlæknir
sjúkrahússins, Kristján Sigurðsson,
Sigurður S. Magnússon prófessor í
kvensjúkdómum, fæðingarlæknir,
starfsmenn sjúkrahússins og stjórn
sjúkrahússins fylgdu málinu eftir
en stjórnin var skipuð fulltrúum þá-
verandi sveitarfélaga á Suður-
nesjum; Voga, Grindavíkur, Hafna,
Njarðvíkur, Keflavíkur, Garðs og
Sandgerðis.
Áætlunin gekk eftir. Árið 1981
var lokið við fæðingardeild í B-álmu
sjúkrahússins sem jók öryggi barna
og verðandi mæðra. Næst var
heilsugæslustöð, C-álma, byggð við
sjúkrahúsið árið 1984.
Móttaka lækna var skipulögð í
Vogum, Garði, Sandgerði og
Reykjanesbæ. Heilsugæslustöð var
byggð í Grindavík.
Lokið var að fullu við byggingu
D-álmu sjúkrahússins árið 2004.
Gert var ráð fyrir sjúkradeild
(skurðstofu) á þriðju hæð og 30
rúma legudeild á annarri hæð en
stoðdeildum á fyrstu hæð.
Svona eflum við HSS
Þegar þetta er skrifað á haust-
dögum 2019 vantar mikið á að HSS
þjóni tilgangi sínum eins og áætlað
var og lög gerðu ráð fyrir.
Er nú svo komið að það verður að
endurreisa sjúkradeild (skurðdeild)
HSS en nú eru sjúklingar fluttir til
Reykjavíkur til aðgerða sem áður
var hægt að sinna á sjúkrahúsinu í
Reykjanesbæ. Þá verður að fjölga
hjúkrunarfræðingum og sérfræði-
læknum við sjúkrahúsið.
Stefna verður að því að nýta bet-
ur fæðingardeild HSS en miklar
breytingar hafa orðið á rekstri
hennar. Fæðingum
hefur fækkað frá því
sem áður var en þær
voru rúmlega 200 ár-
lega fyrir 2004 en eru
nú á seinni árum um
100 á hverju ári. Til
að skapa fæðandi kon-
um og börnum aukið
öryggi verða fæðing-
arlæknir, svæfinga-
læknir og skurðlæknir
að starfa við sjúkra-
húsið.
Nauðsynlegt er að bæta bráða-
og slysamóttöku við sjúkrahúsið og
styrkja sérstaklega vegna mikillar
fjölgunar íbúa á Suðurnesjum og
aukinnar umferðar á Keflavíkur-
flugvelli.
Fjölga verður læknum og ráða
heimilislækna á heilsugæslustöðina
og fjölga hjúkrunarfræðingum.
Bæta verður viðveru lækna og mót-
töku þeirra á sjúklingum að degi
til.
Auka verður þjónustuna frá því
sem nú er við íbúa í Suðurnesjabæ
og Vogum með viðveru heim-
ilislækna og hjúkrunarfræðinga í
heimabyggð. Íbúum fjölgar mikið á
Suðurnesjum og því eðlilegt að
auka þjónustuna enda var í upphafi
gert ráð fyrir að þjónusta heilsu-
gæslu væri skipulögð víðar en í
Reykjanesbæ.
Heimamenn þurfa
beinan aðgang að HSS
Nýframlögð fjárlög fyrir árið
2020 gera ekki ráð fyrir auknu fjár-
magni til Heilbrigðisstofnunar Suð-
urnesja nema síður sé. Enn eitt ár-
ið jafnast fjárframlög ríkisins til
heilbrigðismála á Suðurnesjum ekki
á við framlög ríkisins til annarra
heilbrigðisumdæma. Enn og aftur
erum við sniðgengin hér á Suður-
nesjum. Enn er vitlaust gefið.
Nú þurfum við Suðurnesjamenn
að spyrja okkur hvort við ætlum að
sætta okkur við að stjórnvöld leggi
niður heilbrigðisþjónustuna á Suð-
urnesjum eins og hún var skipulögð
í samræmi við lög og byggð upp af
elju okkar og samtakamætti.
Er ekki komið að því að sveitar-
félögin, kjörnir fulltrúar okkar í
heimabyggð sem vita hvar skórinn
kreppir og hvar þarf helst að
bregðast við, fái aftur beinan að-
gang að málefnum sjúkrahússins
okkar?
Sagan sýnir að með framsýni og
samtakamætti hefur okkur Suður-
nesjamönnum tekist að skapa okk-
ur umhverfi sem gerði líf okkar
betra.
Virkjum þann samtakamátt til
þess að bjarga Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Virkjum samtaka-
máttinn til að
bjarga Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
Eftir Eyjólf
Eysteinsson
Eyjólfur Eysteinsson
»Er ekki komið að því
að sveitarfélögin fái
aftur beinan aðgang að
málefnum sjúkrahúss-
ins okkar?
Höfundur er formaður
Öldungaráðs Suðurnesja.
Við hjón í Fossatúni
njótum þess vafasama
heiðurs að löggjafinn
setti sérstök lög til að
leyfa veiðifélagi að
halda áfram að skaða
uppbyggingu og starf-
semi okkar. Til þess að
losna undan ákvæðum
laganna sögðum við
okkur úr veiðifélaginu.
Úrsögninni var hafnað
á forsendum skylduaðildar og því
þurfum við nú að höfða mál til að
öðlast frelsi frá félaginu.
Þegar við eignuðumst Fossatún
urðum við skylduaðildarfélagar að
Veiðifélagi Grímsár og Tunguár.
Ábúðarfullur formaður ítrekaði rétt
veiðifélagsins til athafna í landi
okkar og friðhelgi veiðimanna. Þeg-
ar svo veiðifélagið fór að standa í
samkeppni við okkur á þeim for-
sendum að það væri til hagsbóta
fyrir aðra félagsmenn fannst okkur
það skrýtið. Kynntum okkur lax- og
silungsveiðilögin og þar blasti við
að veiðifélaginu og veiðimönnum
ber að taka tillit til hagsmuna allra
aðildarfélaga og að almennur
samkeppnisrekstur rúmast ekki
innan hlutverks veiðifélaga. Blásið
var á athugasemdir okkar og við
tóku málaferli þar sem Hæstiréttur
staðfesti sjónarmið okkar. Við héld-
um að þar með væri málinu lokið,
en svo var aldeilis ekki!
Engin umræða átti sér stað um
málalok Hæstaréttar innan veiði-
félagsins, almennt eða við okkur.
Hið eina sem við skynjuðum sterk-
lega var félagsleg útilokun. Tveim-
ur árum síðar fundum við út að fé-
lagið hafði beitt pólitískum
klíkuskap til að breyta lögunum
með það að markmiði að ógilda
hæstaréttardóminn. Útilokun og
óheiðarleiki staðfesti að við áttum
ekki heima í veiðifélaginu.
Laxveiði á bökkum Grímsár í
landi Fossatúns þjónar ekki fram-
tíðaráformum okkar. Bakkasvæði
Fossatúns er afar fallegt og
náttúrufegurð þess nýtist best með
frekari tengingu við vaxandi ferða-
þjónustustarfsemi, t.d. góðu að-
gengi og aðstöðu við árbakkann.
Þessi framtíðaráform fara einfald-
lega ekki saman við
þær kröfur sem gerðar
eru af veiðifélaginu
fyrir veiðimenn um
ótruflað aðgengi og
viðveru. Auk þess staf-
ar gestum slysahætta
af flugukastinu. Þá
teljum við að veiði-
menn togandi og drep-
andi fisk með tilheyr-
andi fyrirferð og
bílaumferð sé ekki sú
upplifun sem gestir
okkar eigi að „njóta“.
Miklu frekar nánd og ótrufluð vera
í náttúrunni og möguleiki á að sjá
laxa stökkva. Vernda laxastofninn
til yndisauka en ekki sportveiða. Í
nýlegri umsögn gesta fékk Fossa-
tún 10 í einkunn á Booking.com.
Gestirnir gerðu samt athugasemd
við óæskilega upplifun sína. Veiði-
menn veittust að þeim og ráku
ruddalega burtu frá árbakkanum.
Við viljum að gestir okkar njóti
náttúrufegurðar. Þess vegna viljum
við ekki vera í veiðifélaginu.
Skylduaðild að veiðifélögum
byggist á undantekningu frá félaga-
frelsisákvæði stjórnarskrárinnar.
Þess vegna er starfsemi veiðifélaga
markaður þröngur og skýr starfs-
og lagarammi. Í breytingarlögunum
sem Alþingi samþykkti eftir niður-
stöðu Hæstaréttar í máli okkar er
ramminn útvíkkaður og veiðifélög
gerð að atvinnurekstrarfélögum
sem mega taka þátt í almennum
samkeppnisrekstri veitinga- og
gistihúsa og ber að hámarka arð-
semi aðildarfélaga. Við teljum að
skylduþátttaka í atvinnurekstr-
arfélagi sem stundar ósanngjarnan
samkeppnis- og áhætturekstur
standist hvorki stjórnarskrána né
fyrirliggjandi niðurstöðu Mannrétt-
indadómstóls Evrópu. Slík þátttaka
hljóti að vera valkvæð. Við veljum
að vera ekki í veiðifélaginu.
Nú erum við sem sagt að hefja
aðra yfirreið um íslenska réttar-
kerfið vegna máls sem Hæstiréttur
dæmdi okkur í hag – tilneydd vegna
ólaga Alþingis. Þegar við fluttum í
Fossatún óskuðum við þess að eiga
góða sambúð við granna okkar og
samfélaga. Það fór á annan veg.
Það átti að valta yfir okkur. Maður
verður að standa með sjálfum sér.
Áður en til málarekstursins kom
leituðum við ítrekað eftir því við
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al-
þingis að fá fund með nefndinni til
þess að fara yfir forsendur og ferlið
en … Tveir kunningjar mínir sitja
nú í stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd, þeir Þorsteinn Sæmundsson
og Guðmundur Andri Thorsson.
Músíkalskir menn sem ég þekki að
góðu. Ég bar mig upp við þá fyrir
nokkru. Guðmundur Andri, nýkom-
inn á þing, sagðist koma af fjöllum
en ætla að skoða málið og vera í
sambandi en … Minn gamli skóla-
bróðir Þorsteinn Sæmundsson bauð
mér að hitta sig í híbýlum Alþingis
fyrir tveimur árum. Hann hét mér
stuðningi við að finna út hvort hægt
væri að endurupptaka sett lög ef
t.d. ekki hefði verið kannað nægi-
lega hvort þau stæðust stjórnar-
skrá. Ég reyndi síðan að ná tali og
senda honum skilaboð í nokkra
mánuði en …
Við hjón, sem erum ástæða og
fórnarlömb laganna, teljum að Al-
þingi sé ekki stætt á því að snið-
ganga málefnalegar athugasemdir
okkar.
Við fyrstu sýn kann fólk að halda
að málið sé flókið og það þurfi að
setja sig inn í nágrannaerjur. Svo
er ekki. Hæstiréttur skilaði niður-
stöðu í ágreiningi ábúenda Fossa-
túns og veiðifélagsins. Á
www.sveitasaga.com eru raktar
staðreyndir um ólíðandi vinnubrögð
Alþingis og ráðuneytis við und-
irbúning og afgreiðslu laga. Ósann-
sögli, óupplýst ákvarðanataka, spill-
ing og þjónkun við sérhagsmuni
ráða ferðinni. Afleiðingin er ófagleg
og illa ígrunduð lagasetning með
slatta af sniðgöngu og ógegnsæi í
eftirleik.
Að segja sig úr félagi
Eftir Steinar Berg
Ísleifsson » Laxveiði á bökkum
Grímsár í landi
Fossatúns þjónar ekki
framtíðaráformum okk-
ar. Við viljum vernda
laxastofninn til yndis-
auka en ekki sportveiða.
Steinar Berg Ísleifsson
Höfundur er ferðaþjónustubóndi.
steinar@fossatun.is
Metabolic Reykjavík | Stórhöfða 17 | metabolicreykjavik.is
Metabolic Reykjavík
Ný þjálfunarstöð við Gullinbrú
Faglegt Fjölbreytt Skemmtilegt
Æfðu á þínum hraða, á þínu erfiðleikastigi
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.