Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 48

Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 ✝ HjörtfríðurJónsdóttir fæddist í Reykja- vík 11. ágúst 1961. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Víðihlíð í Grinda- vík 27. október 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Erna Ósk Guð- mundsdóttir, f. 22. apríl 1933, d. 9. desember 2018, og Jón Ólafsson, f. 1. des- ember 1926, d. 28. apríl 2006. Systkini Hjörtfríðar eru Andr- ea Dögg, f. 1956, Guðmundur Þór, f. 1958, Brynja, f. 1963, og Ólafur Örn, f. 1970. Hjörtfríður giftist 1. desem- Þráinn Kolbeinsson, f. 14. októ- ber 1988, þeirra sonur er Þröstur, f. 2018. 3) Hjalti f. 16. janúar 1992. Hjörtfríður stundaði nám í fatahönnun og tískuteikningu við Iðnskólann í Reykjavík, þaðan sem hún útskrifaðist 1982 og fékk meistararéttindi sem kjólameistari árið 1985. Hjörtfríður rak saumastofu um árabil þar sem hún saumaði margar meistaraflíkurnar, t.d. marga kjóla fyrir fegurð- arsamkeppnir. Það eru senni- lega ekki margar konur í Grindavík sem eiga ekki saum- aða flík eftir hana. Árið 2002 útskrifaðist hún með kenn- araréttindi frá Kennaraháskóla Íslands og vann við kennslu í Grindavík alveg þar til heilsan gaf sig en Hjörtfríður greindist með alzheimers-sjúkdóminn ár- ið 2012. Útför Hjörtfríðar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag, 7. nóvember 2019, kl. 14. ber 1990 Magnúsi Andra Hjaltasyni, f. 23. júlí 1958, d. 23. október 2017. Foreldrar Magn- úsar Andra voru hjónin Petra Guð- rún Stefánsdóttir, f. 27. janúar 1922, d. 28. janúar 2017, og Hjalti Magn- ússon, f. 6. apríl 1923, d. 15. júlí 2001. Börn Hjörtfríðar og Magnúsar Andra eru: 1) Erna Rún, f. 26. september 1985, maki Óðinn Árnason, f. 15. mars 1979, þeirra börn eru Hjörtfríður, f. 2007, og Árni Jakob, f. 2012. 2) Berglind Anna, f. 6. ágúst 1989, maki Elsku mamma. Lífið getur svo sannarlega verið ósann- gjarnt. Eftir langa og erfiða göngu með þennan ömurlega sjúkdóm færðu loks hvíldina. Þrátt fyrir að upplifa nú mikla sorg, söknuð og jafnvel reiði erum við á sama tíma óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig sem mömmu, þótt tíminn hafi verið styttri en við hefðum viljað. Enn og aftur er- um við minnt á það hvað lífið getur verið stutt. Þú hafðir svo marga frábæra eiginleika sem við fengum að njóta á meðan þú varst hér. Smátt og smátt náði sjúkdóm- urinn þó tökum á þér, en það sem hann náði aldrei að sigra var gleðin og kímnigáfan sem höfðu alltaf einkennt þig. Þú varst ennþá jafn stríðin og fyndin og yfirleitt var stutt í hláturinn. Það skipti heldur ekki máli hversu erfitt ástandið varð, þú varst alltaf jafn falleg og vel tilhöfð. Enda fengum við ósjaldan að heyra hvað við ætt- um glæsilega mömmu. Að uppskera eins og maður sáir er orðatiltæki sem á vel við ykkur pabba. Þegar á reyndi voruð þið alltaf til staðar fyrir ykkar fólk og kom það bersýni- lega í ljós eftir að þú veiktist. Í gegnum allt ferlið var traustur hópur fjölskyldu og vina sem hafði það að markmiði að fara í gegnum þetta saman. Þið sáðuð ykkar fræjum vel og uppskáruð sanna vini sem hafa verið okkur systkinum ómetanleg á þessum erfiðu tímum. Þú varst ekki bara frábær mamma heldur voru Hjörtfríð- ur og Árni Jakob heppin að eiga þig sem ömmu. Þú varst svo stolt af litlu nöfnunni þinni og þið voruð miklar vinkonur. Árni Jakob fékk að kynnast þér um það leyti sem þú veikt- ist og áttuð þið saman góðar og skemmtilegar stundir. Þröstur litli fékk ekki jafn mikinn tíma með þér en þið áttuð samt ynd- islegar stundir saman. Það var alltaf jafn gaman að sjá hvað þið ljómuðuð bæði við það eitt að sjá hvort annað. Hann fær svo að heyra óteljandi fallegar og góðar sögur af ömmu Hjöddu frá okkur öllum, við pössum upp á það. Við vitum að nú hefur pabbi tekið fagnandi á móti þér og yljum okkur við þær hugsanir að nú séuð þið saman. Þú eins falleg og þú varst, laus við sjúkdóminn, og pabbi að stjana við drottninguna sína. Alveg eins og þetta hefði átt að vera. Takk fyrir allt. Hvíldu í friði, elsku mamma. Erna Rún, Berglind Anna og Hjalti. Elsku Hjörtfríður mín. Nú er komið að kveðjustund okkar, sem kom allt of snemma og þú einungis 58 ára gömul. Við viss- um öll að hverju stefndi en samt sem áður er höggið alltaf þungt og erfitt þegar kemur að því að skilja við sína nánustu. Þú varst yndisleg systir, fimm árum yngri en ég og varst allt- af litla systir og ég stóra systir. Þegar ég rifja upp í hug- anum allar minningarnar um þig er af mörgu að taka. Fyrsta minningin um þig er þegar mamma kom með þig til Þórs- hafnar með flugvél frá Reykja- vík, þá tveggja vikna gamla. Ég beið í forstofunni í Herðubreið og gat ekki beðið eftir að fá að sjá þig. Þú varst fallegasta barn sem ég hafði séð og feg- urðin hélst allt fram í andlátið. Þú varst ekki bara fögur útlits, heldur var allt þitt innræti og ræktarsemi jafn falleg. Þú áttir marga góða vini sem sýndu þér mikla ræktarsemi síðustu árin sem þú lifðir, þar sem þú glímdir við hinn illvíga sjúkdóm alzheimer. Þú varst einungis 51 árs þegar þú greindist með sjúkdóminn, en leiðin lá því miður allan tímann niður á við og nú er þeirri þrautagöngu þinni lokið, en eft- ir sitjum við ættingjar og vinir og söknum þín sárt. Harmur barna þinna er mikill, þar sem þau hafa nú misst báða foreldra sína langt um aldur fram. En aftur að minningunum. Þú fluttir frá Þórshöfn 9 ára gömul til Hafnarfjarðar og 11 ára gömul til Keflavíkur, þar sem þú eignaðist þínar bestu vinkonur, sem hafa haldið tryggð við þig alla tíð. Ég held að á engan sé hallað þó ég nefni sérstaklega Ingu Hildi Gústafs- dóttur. Hún var eins og klettur í öllum þínum veikindum og vil ég færa henni sérstakar þakkir fyrir það. En árin liðu, þú fórst að vinna í fiski á sumrin 13 ára gömul og vílaðir það ekki fyrir þér að taka rútuna til Sand- gerðis til að vinna þar allan daginn. Þú varst ákaflega list- ræn og því lá leið þín í Iðnskól- ann í Reykjavík, þar sem þú lærðir hönnun og fatasaum og laukst námi sem kjólameistari og klæðskeri. Þeir eru ófáir brúðarkjólarnir og samkvæm- iskjólarnir ásamt ýmsu fleiru sem þú hannaðir og saumaðir í gegnum tíðina. Það var því frá- bært framtak að setja upp sýn- ingu á verkum þínum í Grinda- vík haustið 2018. Ég vil þakka fyrir allan þann tíma sem við áttum saman í gegnum árin, góðar stundir sem nú eru orðnar að minn- ingum sem ég mun geyma í hjarta mínu. Með sorg og trega kveð ég þig, elsku Hjörtfríður mín. Börnum Hjörtfríðar, þeim Ernu Rún, Berglindi Önnu og Hjalta og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Harmur þeirra er mikill, en þau standa þétt saman og styðja hvert annað. Hvíl í friði, elsku Hjörtfríður mín. Þín systir, Andrea Dögg. Ég vil með nokkrum orðum minnast systur minnar Hjört- fríðar Jónsdóttur, eða Hjöddu eins og hún var oftast kölluð. Hjödda var níu árum eldri en ég, Brynja systir sjö árum eldri. Í mínu tilviki tóku þær systur að sér ákveðið uppeldis- hlutverk og leiddist það ekki. Mamma hefur líklega verið feg- in að fá smá aðstoð við uppeldið en mér skilst að ég eigi þeim systrum ýmislegt að þakka, eins og t.d. að vera farinn að labba 11 mánaða gamall og hefja skólagöngu sæmilega læs og skrifandi svo eitthvað sé nefnt. Ég man eftir Hjöddu þegar fjölskyldan bjó á Mávabraut- inni í Keflavík. Glaðvær og fé- lagslynd, vinkonur í heimsókn, mikið hlegið, líf og fjör. Eftir grunnskólann í Keflavík tók við bóknám sem Hjödda hafði frek- ar takmarkaðan áhuga á. Held- ur var slakað á varðandi námið en ekki gefið eftir þegar kom að skemmtunum. Móðir okkar hafði það ráð handa ungum stúlkum sem ekki vissu hvað þær vildu, að senda þær í hús- mæðraskóla. Svo fór að Hjödda fór að Varmalandi í Borgarfirði en síðan af eigin áhuga í Iðn- skólann í Reykjavík þar sem hún lærði fatahönnun og til meistara í kjólasaum. Almættið sparaði ekki feg- urðina sem Hjödda systir fékk í vöggugjöf, hún var ljós yfirlit- um, andlitsfríð með ákaflega fallegt bros. Hún hafði listrænt auga og var flink í höndunum eins og faðir minn hefði orðað það. Þó svo bóknámið hafi ekki heillað hana þá átti hún ákaf- lega auðvelt með að læra. Til marks um það er að síðar á lífs- leiðinni kláraði Hjödda kennsluréttindanám sem veitti henni réttindi til að kenna sitt fag í grunn- og framhaldsskól- um. Eftir námið í Iðnskólanum kynntist Hjödda lífsförunaut sínum, Magnúsi Andra Hjalta- syni. Fjölskylda Magga tók henni opnum örmum og alltaf skynjaði maður hvað Maggi var stoltur af henni. Falleg kona, 3 heilbrigð börn og síðar barna- börn. Þegar Hjödda var 51 árs greinist hún með alzheimers- sjúkdóminn. Eins og árás úr launsátri sem enginn sér fyrir. Við taka erfiðir tímar, tímar þar sem systir mín hverfur smám saman fyrir augum okk- ar. Á slíkum tímum sér maður úr hverju fólk er gert, hvernig Maggi stóð eins og klettur við hlið systur minnar í veikindum hennar er til vitnis um einstaka mannkosti hans. Það var því ólýsanlegt áfall þegar Maggi lést 2017 án nokkurs fyrirboða. Í veikindum sínum naut Hjödda þess einnig að eiga góða fjölskyldu og góðar vin- konur. Það er fátt fallegra en sann- ur vinskapur, vinabönd og tryggð sem myndast á unga aldri og eru svo sterk að þau fær ekkert rofið. Nú er komið að kveðjustund, stund sem ég vissi að væri í vændum en er samt ákaflega sár. Þetta er erfið stund fyrir börn Hjörtfríðar, Ernu Rún, Berglindi Önnu og Hjalta en þeim og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Ólafur Örn. Það var fallegur morgunn þegar systir mín hún Hjört- fríður (Hjödda) kvaddi okkur. Sólin var að koma upp og það sló fallegri birtu á umhverfið sem minnir um margt á hana. Hjödda var falleg kona og það geislaði af henni hvert sem hún fór. Létta lundin einkenndi hana og það var ávallt stutt í bros og hlátur. Hún gat verið stríðin og þegar henni fannst eitthvað ótrúlega fyndið gat hún ekki hamið hláturinn og það endaði með því að allir voru farnir að hlæja með þótt enginn vissi hvert tilefnið var. Hjödda var tveimur árum eldri en ég og því þótti það eðli- legt á æskuheimilinu á Þórs- höfn að hún passaði upp á litlu systur sína sem hún gerði sam- viskusamlega þó að það hafi nú ekki alltaf verið gaman að vera með litlu systur í eftirdragi. Hjödda var einstaklega handlagin og byrjaði snemma að sauma föt á dúkkurnar sínar og síðar á sig sjálfa. Það kom því ekki á óvart að hún skyldi læra fatahönnun í Iðnskólanum og útskrifast þaðan sem kjóla- meistari. Hún saumaði fallega kjóla á stúlkur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum og vöktu kjólarnir hennar athygli ann- arra. Hún kenndi textíl við Grunnskóla Grindavíkur og síð- ar meir nældi hún sér í kennsluréttindi og gerðist kennari. Hjödda var lánsöm í einkalíf- inu og ung að árum kynntist hún honum Magga sínum, Grindvíkingi með meiru. Saman eignuðust þau þrjú börn, Ernu Rún, Berglindi Önnu og Hjalta. Þau hjónin voru mjög samhent og fannst mér alltaf gleði og kátína ríkja í þeirra sambandi og það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Grindavíkina og áttum við margar gæða- stundir með þeim hjónum og börnum. Árið 2012 knúði sorgin dyra. Hjödda var greind með alz- heimer og var það mikið áfall fyrir þau öll. Maggi bar Hjöddu sína á höndum sér áfram eins og hann hafði alltaf gert og naut aðstoðar barna, ættingja og vina sem reyndu að létta álagið sem þessu fylgdi. Annað áfall dundi yfir og Maggi varð bráðkvaddur hinn 23. október 2017. Enn á ný þurftu fjöl- skylda, ættingjar og vinir að hlúa hvert að öðru svo lífið gæti haldið áfram. Hjödda mín, nú þarftu ekki lengur að þjást og ert laus undan þeim grimma sjúkdómi sem alzheimer er. Hann tók allt frá þér nema fal- lega brosið þitt. Nú ertu komin til Magga þíns þar sem hann heldur áfram að umvefja þig. Hvíl í friði elsku systir og takk fyrir allt sem þú gafst mér og mínu fólki. Minningin lifir í hjörtum okkar sem eftir stöndum. Þín systir, Brynja. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt . „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Hjörtfríður var svo sannar- lega einstök, ljúf, brosmild, hugmyndarík og með skemmti- legt skopskyn. Við systur vor- um svo heppnar að kynnast Hjöddu í gegnum starf okkar í skólanum. Þótt ekki hafi hún verið fyrirferðarmikil var hún svo smekkleg og glæsileg að eftir henni var tekið. Gaman var að fá hana sem leynivin á slíkum dögum í starfsmanna- hópnum eða vera með henni í undirbúningshópi fyrir starfs- mannaferð, þar kom sköpunar- gáfa hennar og einstakur húm- or svo skýrt fram. Við hittumst oft fyrir utan vinnuna og fórum í langa göngutúra saman, hlóg- um svo að því að við værum búnar að vera svo duglegar að við ættum skilið kaffibolla og súkkulaði á eftir. Hún átti það sameiginlegt með okkur að vera mikill sælkeri. Um leið og við vottum Ernu Rún, Berg- lindi Önnu, Hjalta og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð vonum við að það góða vega- nesti sem þau fengu frá for- eldrunum verði þeim styrkur í sorginni. Ásrún og Valdís. Elsku Hjödda mín. Ég minn- ist þín sem einstaklega góðrar og traustrar vinkonu og á þess- ari stundu ylja ég mér við margar góðar minningar um samverustundir okkar. Við kynntumst í Húsmæðra- skólanum á Varmalandi 1978. Mikill áhugi á handavinnu leiddi okkur saman og urðum við strax bestu vinkonur. Eld- hússtörfin voru hins vegar ann- að mál en þegar við áttum eld- húsið enduðu þær stundir oft með fíflalátum. Alltaf vorum við að reyna að passa línurnar en gekk ekki sem skyldi, kannski vegna þess að við stálumst oft í búrið á kvöldin. Ég man sér- staklega eftir því hvað okkur brá við þegar Steinunn skóla- stýra kom að okkur eitt kvöld- ið, en við enduðum í hláturs- kasti og gátum hlegið að þessu lengi á eftir. Sumarið eftir Hús- mæðraskólann komstu með mér vestur til Bolungarvíkur að vinna í frystihúsinu, þar áttum við mjög skemmtilegan tíma. Við rúntuðum út í eitt á gamla rauða Saabinum, sem ýmislegt þurfti að þola. Um haustið lá leið okkar suður til Reykjavík- ur þar sem við hófum nám í fatasaumi við Iðnskólann í Reykjavík. Við leigðum saman í Álftamýrinni ásamt Nonna bróður en þar var iðulega mikið fjör. Um helgar var kíkt í Sig- tún og Klúbbinn og þangað fór- um við oftast í nýsaumuðum dressum. Eftir þrjú skemmtileg ár í Iðnskólanum lukum við sveins- prófi í kjólasaumi en þar varst þú á heimavelli enda með ein- dæmum smekkleg og með gott auga fyrir hönnun og tísku. Eftir þig liggja fjölmörg falleg verk eins og sjá mátti á „Hugur og hönd Hjörtfríðar“-sýning- unni sem börnin þín héldu í fyrrahaust. Eftir að þú kynntist Magga þínum áttum við Gummi marg- ar góðar stundir með ykkur og héldum við alla tíð góðu sam- bandi. Símtölin gátu oft verið löng hjá okkur vinkonunum enda um margt að spjalla. Það var alltaf notalegt að koma í heimsókn í Staðarhraunið til ykkar og teygðist þá oft á tím- anum. Nú er þrautagöngu þinni lok- ið elsku vinkona og komið að kveðjustund. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar okkar saman og geymi þær í hjarta mínu. Elsku Ernu Rún, Berglindi Önnu, Hjalta og fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Þín vinkona, Soffía Þóra. Í dag fylgi ég minni bestu vinkonu. Elsku Hjödda mín, eins og það er sárt að missa þig þá er ég fegin að þú fékkst hvíldina. Það var svo sárt að sjá þig missa allt sem þú áttir í hendur hræðilega sjúkdómsins alz- heimer. Þú varst svo falleg með geislandi bros og alltaf vel til- höfð. Við Hjödda kynntumst um 11 ára aldur þegar hún flutti til Keflavíkur, við náðum strax vel saman og urðum mjög góðar vinkonur. Á unglingsárunum var Hafnargatan gengin fram og til baka og oftar en ekki stoppuðum við á Nautinu og fengum okkur franskar, sem okkur þótti guðdómlegar. Í þá daga var farið í bíó á fimmtu- dags- og sunnudagskvöldum, ég elskaði að fara á hryllings- myndir en Hjöddu líkaði það ekki en samt fór þessi elska alltaf með mér. Svo þurfti ég að fylgja henni heim því hún þorði ekki ein heim. Hjödda var einstaklega fær saumakona, margir glæsilegir kjólar sem hún hannaði og svo gerði hún veski, nælur, arm- bönd og fleira úr leðri og roði. Einnig var hún byrjuð að fikta við að mála myndir. Mamma kenndi mér að sauma en Hjödda lét mig oft sauma með sér, það var oft að við saum- uðum á okkur balldressið sam- dægurs. Hjödda var lánsöm að hitta hann Magga sinn og voru þau samstiga í lífinu, við fórum í skemmtilegar ferðir erlendis og þótti ykkur fátt skemmtilegra en að ferðast og búa til minn- ingar með fjölskyldu og vinum. Ég var heppin að kynnast þér, þú varst stríðin, skemmti- leg og góð vinkona. Það er samt þannig að þótt maður hlýi sér við minningarn- ar er eiginlega ekki hægt að ímynda sér annað en að við hittumst aftur. Hvernig sem á það er litið, sama út frá hvaða hlið, lífið hefði verið litlaust ef þín hefði ekki notið við. (SH) Elsku Erna Rún, Óðinn, Hjörtfríður, Árni Jakob, Berg- lind Anna, Þráinn, Þröstur, Hjalti og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Inga vinkona. Þá er hún elsku Hjörtfríður okkar, eða Hjödda eins og hún var alltaf kölluð, búin að fá hvíldina. Eflaust kærkomin hvíld fyrir hana en eftir sitjum við með sorg og söknuð í hjarta. Sorg yfir örlögum þeirra hjóna en Hjödda var að- eins 58 ára þegar kallið kom en Magnús Andri, maðurinn henn- Hjörtfríður Jónsdóttir Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.