Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
✝ Jónas Ás-mundsson
fæddist á Bíldudal
24. september
1930. Hann lést á
dvalarheimilinu
Grund 19. október
2019.
Foreldrar
Jónasar voru
Martha Ólafía
Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 4.
apríl 1892, d. 18.
febrúar 1960, og Ásmundur
Jónasson, sjómaður og verka-
maður á Bíldudal, f. 24. apríl
1899, d. 5. mars 1995.
Systur Jónasar voru Ásta
Ásmundsdóttir, f. 25. júlí 1923,
d. 29. ágúst 2000, og Svandís
Ásmundsdóttir, f. 28. júní 1925,
d. 5. júlí 2010.
Jónas útskrifaðist frá Versl-
unarskóla Íslands árið 1950.
Að skólagöngu lokinni starfaði
hann sem fulltrúi sýslumanns á
Patreksfirði. Árið 1954 gerðist
Jónas oddviti Suðurfjarðar-
hrepps og framkvæmdastjóri
Svandís Árnadóttir húsmóðir,
f. 9. september 1893, d. 29.
febrúar 1968.
Dóttir Jónasar og Jónu
Magnúsdóttur, f. 8. maí 1929,
d. 31. desember 1952, er Guð-
rún Jóna fulltrúi, f. 31. desem-
ber 1952. Sambýlismaður henn-
ar er Ingi Halldór Árnason
tækjamaður og á hún þrjú
börn, Jónu Dís, Þóreyju og
Ottó Inga Þórisbörn. Börn Jón-
asar og Guðríðar eru: A) Ás-
mundur yfirlæknir, f. 20. júlí
1957, kvæntur Guðrúnu Vign-
isdóttur hjúkrunarfræðingi og
eiga þau tvo syni, Jónas og
Tómas Vigni. Áður eignaðist
Ásmundur soninn Jón Kristin
og Guðrún soninn Heimi
Snorrason. B) Gylfi fram-
kvæmdastjóri, f. 24. júní 1960,
kvæntur Ásdísi Kristmunds-
dóttur verkefnastjóra og eiga
þau tvær dætur, Gígju og
Hrefnu Björgu. C) Helgi Þór
hagfræðingur, f. 20. júlí 1964,
kvæntur Kristínu Pétursdóttur
löggiltum fasteignasala og eiga
þau tvö börn, Hinrik og
Mörthu Sunnevu. Barna-
barnabörn Jónasar eru fjórtán.
Jónas var jarðsunginn 31.
október 2019.
fiskvinnslu og út-
gerðar hreppsins á
Bíldudal. Árið
1971 tók hann við
starfi aðalbókara
Háskóla Íslands og
gegndi því starfi
til ársins 1999.
Meðfram öðrum
störfum var Jónas
jafnframt organisti
í Bíldudalskirkju
um nokkurra ára
skeið. Hann starf-
aði innan Lions hreyf-
ingarinnar um árabil og kom
m.a. að stofnun Lionsklúbbsins
Týs í Reykjavík. Jónas var
jafnframt virkur í starfi SFR
og BSRB og sat í stjórn SFR
1975-1985.
Jónas kvæntist 17. júní 1955
Guðríði Soffíu Sigurðardóttur,
húsmóður og kaupmanni, f. 23.
febrúar 1928, d. 7. janúar 2017.
Foreldrar hennar voru Sigurð-
ur Andrés Guðmundsson, skip-
stjóri og bóndi á Geirseyri við
Patreksfjörð, f. 29. nóvember
1886, d. 23. desember 1948, og
Jónasi tengdaföður mínum
kynntist ég árið 1978 þegar hann
var fjörutíu og átta ára. Hann tók
mér sem vinkonu sonar síns Ás-
mundar með hógværð og alúð.
Jónas var maður orða sem höfðu
merkingu, þunga og þau skiptu
máli. Ég man eftir umræðum á
Sunnubrautinni þegar fjölskyldan
kom saman. Umræður gátu orðið
líflegar og talaði fólk gjarnan hvað
ofan í annað. En þegar Jónas
tengdapabbi tjáði sig gerði hann
það hægt og rólega og með yfir-
vegun þannig að eyru allra urðu
hans. Jónas var hógvær í yfirlýs-
ingum en ef hann hafði tekið
ákvörðun stóð hann við hana. Ég
man ekki eftir að hann hallmælti
nokkurri manneskju og ef honum
mislíkaði eitthvað var það sagt á
yfirvegaðan og kurteisan hátt.
Jónas og Gýja fóru með okkur
Ásmundi í sumarfrí til Englands
og sigldum við á báti um síki í
grennd við Norwich og ferðalagið
var stórkostlegt. Hæg sigling,
gott veður og hver dagur með nýj-
um ævintýrum. Það var ánægju-
leg reynsla að ferðast og skemmta
sér með fólki sem var þá rúmlega
helmingi eldra en við. Það var
ákveðið í upphafi ferðar að skrifa
dagbók um hvern dag og að
skiptast á að sigla bátnum. Þessi
áskorun var oft erfið, við vorum
misgóð að stýra bátnum og svo
var mikið hlegið á kvöldin er dag-
urinn var rifjaður upp og bók-
færður í dagbókina sem enn er til.
Jónas var góð fyrirmynd og
ekki er hægt að nefna hann hvað
það varðar án þess að nefna Gýju
konu hans. Þau kunnu að láta
manni líða vel á heimili sínu og
fannst mér yndislegt þegar við
Ásmundur bjuggum á Selfossi og
þurftum gæslu fyrir syni okkar og
var alltaf pláss fyrir okkur yfir
nótt og velkomið að gæta þeirra.
Jónas var frábær tengdapabbi
og afi og ásamt Gýju voru þau
góðar fyrirmyndir. Jónas með sína
rólegu og yfirveguðu framkomu
og beittu kímni á meðan Gýja var
glaðleg og spjallaði um menn og
málefni. Djúp og innileg nálægð
og kærleikur einkenndi hjónin og
nú lifir minningin um hann og þau
hjón í hjörtum afkomenda sem eft-
ir lifa.
Guðrún.
Elsku afi Jónas.
Nú hefur þú kvatt okkur og ert
tilbúinn að halda ferðalagi þínu
áfram yfir á annan stað. Þú ert ef-
laust kominn til ömmu og ég er
viss um að endurfundirnir eru ljúf-
ir. Ef ég þekki ykkur rétt eruð þið
á leiðinni þangað sem sólin skín.
Ég bið þig að skila kærri kveðju
frá okkur öllum til ömmu Gýju og
að kyssa hana þrisvar á kinnina.
Þú og amma sáuð til þess að
safna öllum saman á Sunnubraut-
inni og lífið þar var draumi líkast.
Minningin ber með sér vissa lykt
af þurrkuðum blómum og ilmvatni
og í minningunni var alltaf sól-
strandarveður í garðinum. Þú
gekkst um með pípuna þína, settir
Stand By Me eða Rambo 2 í tækið,
settist í lazyboy-stólinn og bauðst
upp á bananaís með súkkulaðibit-
um. Á Sunnubrautinni hvarf allt
daglegt amstur og það var eins og
tíminn hægði á sér.
Þú sagðir einu sinni við mig að
það væri ekki hægt að vera í
kringum okkur barnabörnin án
þess að brosa. Mér þótti skemmti-
legast að segja þér frá skólaein-
kunnum því sama hver einkunnin
var, vorum við alltaf hæst fyrir
þér. Þú varst menntamaður og
studdir mig þegar ég ákvað að
fara út í nám. Nú sendi ég þér
þessa kveðju héðan úr skólanum í
Danmörku.
Mig langar að þakka þér fyrir
fordæmið sem þú sýndir í því
hvernig ætti að elska. Þú og amma
héldust alltaf í hendur og þú kysst-
ir hana alltaf blíðlega fyrir svefn-
inn. Þú hjálpaðir henni að muna
þegar hún var farin að gleyma,
jafnvel þó þú værir sjálfur farinn
að gleyma svolítið líka. Þú varst
rólegur maður en elskaðir útivist
og göngutúra og varst duglegur að
viðra Skolla þinn. Þú kvaddir okk-
ur líka rólega og yfirvegað, sárs-
aukalaust og umvafinn fólkinu
sem elskar þig.
Áramótin verða einmanalegri í
Geitastekk án ykkar ömmu því þið
verðið ekki þar að syngja Ólaf
Liljurós með glas af kampavíni í
hönd. Þú sást alltaf til þess að
sprengja inn nýárið með stærsta
flugeldinum, ömmu til lítillar gleði.
Við treystum því að þið fagnið há-
tíðunum annars staðar þetta árið
og á meðan þú passar upp á ömmu
Gýju getur þú treyst því að pabbi
sendir upp stóra rakettu þér til
heiðurs.
Þín verður saknað, afi Jónas,
en þú skilur eftir þig minningar
sem við höldum fast í. Ég elska
þig, þangað til næst,
Hrefna Björg Gylfadóttir.
Sú mynd sem hugarfylgsni mitt
málar af afa mínum þegar ég
minnist hans færir mig aftur til ní-
unda áratugar síðustu aldar þegar
hann og Gýgja amma mín bjuggu
á Sunnubrautinni í vesturhluta
Kópavogs. Þar byggði hann fjöl-
skyldu sinni reisulegt hús við sjáv-
arsíðuna.
Það er ákveðin erkiminning
sem ég hef af honum og ömmu
minni frá því ég var ungur strák-
ur.
Hún hefst einhvern veginn
þannig að amma mín biður mig á
laugardagsmorgni í eitt þeirra
skipta sem ég hafði verið í pössun
hjá þeim að fara og vekja afa sem
enn lá og svaf í rúmi sínu. Oft var
ég sendur nokkrum sinnum yfir í
svefnherbergið til að vekja hann
þar sem hann svaf oft langt fram
yfir hádegi um helgar. Líklegast
hafði hann verið að skála með góð-
um vinum kvöldið áður en ekki
hvarflaði það að mér á þessum
tíma. Ég hlýddi bara ömmu þegar
hún bað mig um að vekja þennan
mögulega timbraða eldri mann
sem aldrei varð pirraður þrátt
fyrir að ungur sonarsonur kæmi
og raskaði ró hans.
Þegar hann hafði svo komið á
fætur hafði amma lagað handa
honum kaffi og tekið til morgun-
matinn sem ekki breyttist sama
hvaða dagur vikunnar var. Seríós
með berjasafa, súrmjólk og létt-
mjólk. Ég man alltaf hvað mér
fannst þetta einkennileg leið til að
hefja daginn. Þessu fylgdu svo ís-
lenskar pönnukökur og kaffi
ásamt helgardagblöðunum og
Gufunni sem ómaði á bak við. Oft
á tíðum hafði amma rekist á eitt-
hvað merkilegt í Lesbók Morgun-
blaðsins sem henni fannst nauð-
synlegt að afi læsi. Ég man
lauslega eftir grein sem hafði ver-
ið tileinkuð Steini Steinarr og
höfðu nokkur ljóða hans fengið að
fylgja með. Amma hóf lestur á
einu ljóðanna sem var í nokkrum
erindum. Eftir að hafa klárað
fyrstu setningu fyrsta erindis var
eins og hún vissi hvað tæki við. Afi
kláraði ljóðið eftir minni eins og
hann hefði samið það sjálfur.
Allt frá fyrstu tíð minni hef ég
verið minntur á mannkosti hans
og kannski sérstaklega vegna
þess að ég erfði nafn hans. Allir
sem hann þekktu báru honum vel
söguna og hafði fólk á orði að hann
væri leikinn með orð, færi létt
með að halda ræður við hátíðartil-
efni og hefði kveðist á eins og gert
var í gamla daga. Hann var líka
vinur vina sinna og naut virðingar
samferðamanna sinna enda
mættu rúmlega tvö hundruð
manns í áttræðisafmæli hans.
Það er einnig mikilvægt fyrir
mig að fylla út í eyður þeirrar
mósaíkur sem myndaði persónu-
leika hans og fá að kynnast honum
í gegnum sögur sem ekki endilega
mála rósrauða mynd af lífshlaupi
hans. Það gerir hann mennskari
og færir hann nær mér en áður.
Nú dagana og vikurnar eftir and-
lát hans hafa margir deilt endur-
minningum sínum af honum. Það
er á margan hátt hughreystandi
að vita að lífshlaup hans hafi verið
barátta eins og hjá okkur flestum.
Hann lifði tímana tvenna og brim-
rót lífsins gat stundum skollið fast
að ströndum hans. Snemma á lífs-
leiðinni þurfti hann að takast á við
erfiða atburði sem líklegast hafa
haft mikilvæg og djúpstæð áhrif á
hann.
Engu að síður hef ég ekkert
nema hlýjar minningar um afa
minn og nafna og ímynd hans tók
þátt í að móta mig og gera mig að
þeim manni sem ég er í dag. Betri
fyrirmynd af forvera mínum hefði
ég ekki getað fengið og þakka ég
honum minningarnar og árin.
Guð blessi minningu afa míns.
Þinn vinur og nafni,
Jónas Ásmundsson.
Meira: mbl.is/andlat
Jónas Ásmundsson
Nú höfum við
kvatt Elías Her-
geirsson, kæran vin
og samstarfsmann til
margra ára á vett-
vangi knattspyrnunnar. Hann var
kjörinn í stjórn Knattspyrnusam-
bands Íslands í desember 1986 og
sat þar til í febrúar 1999, er hann
gaf ekki lengur kost á sér til
stjórnarsetu. Lengst af var hann
gjaldkeri í stjórninni eða í átta ár.
Elías hafði áður gegnt stjórnar-
störfum í Knattspyrnuráði
Reykjavíkur og hjá Knattspyrnu-
félaginu Val, þar sem hann hafði
leikið fótbolta á sínum yngri árum
við góðan orðstír.
Elías sat í stjórn KSÍ þegar
þröngt var í búi en upplifði síðan
breytingar þegar miklir fjármunir
fengust í fyrsta sinn fyrir útsend-
ingarrétt frá heimaleikjum lands-
liðsins. Starf gjaldkera var tíma-
frekt og krefjandi á þessum árum
þar sem fáliðað var á skrifstofu
KSÍ. Öll framganga Elíasar í
þessum störfum einkenndist af
kunnáttu hans á viðfangsefninu,
hógværð og prúðmennsku.
Elías féll vel í hóp, gat verið
leiðtogi og jafnframt félagi, en
alltaf ábyrgur enda var honum
iðulega treyst fyrir fjármálum í
þeim stjórnum sem hann sat í. Elí-
as var hrókur alls fagnaðar í
keppnisferðum og þá komu hans
Elías Hergeirsson
✝ Elías Hergeirs-son fæddist 19.
janúar 1938. Hann
lést 7. október 2019.
Elías var jarð-
sunginn 16. október
2019.
góðu kostir sér vel,
hann var manna
skemmtilegastur en
jafnframt alltaf
tilbúinn að bera
klæði á vopnin þegar
á þurfti að halda.
Síðustu tólf árum
ævi sinnar varði Elí-
as í baráttu við ill-
vígan sjúkdóm,
parkinsonsveiki. All-
an þann tíma kom
hann fram af því æðruleysi sem
einkennt hafði allt hans líf og
breytti engu þótt hann vissi vel að
sjúkdómurinn myndi að lokum
fella hann.
Að leiðarlokum viljum við
þakka fyrir það að hafa fengið að
verða samferða slíkum heiðurs-
manni sem Elías Hergeirsson var.
Þökkum honum samstarfið og vin-
áttuna, sem aldrei bar skugga á.
Framlag Elíasar til íslenskrar
knattspyrnu var mikið og óeigin-
gjarnt, alltaf unnið af heilindum
með sannri gleði fyrir leiknum. Þá
hefur það verið lán KSÍ að báðar
dætur Elíasar og Valgerðar Önnu
starfa og hafa starfað á skrifstofu
KSÍ árum saman og borið sannan
vitnisburð um einstaka mannkosti
foreldra sinna.
Við vottum eiginkonu hans,
Valgerði Önnu, og börnum þeirra
Hergeiri, Margréti, Ragnheiði og
Jónasi, tengdabörnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum
okkar dýpstu samúð. Minning um
góðan dreng mun seint gleymast
og orðstír deyr aldregi.
Eggert Magnússon,
Geir Þorsteinsson,
Eggert Steingrímsson.
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til félagsmiðstöðvar Bólstaðarhlíðar,
heimaþjónustunnar og starfsfólks Vífilsstaða auk annarra sem
sinntu henni af alúð.
Ágúst Sigurjónsson Sesselja Hrönn Jensdóttir
Helga Jónína Sigurjónsdóttir Hafsteinn Már Ársælsson
Guðný Sigurjónsdóttir Svavar M. Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
GUÐBRANDUR KJARTAN ÞÓRÐARSON
vélvirki
lést á Hrafnistu í Reykjavík.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum góðar minningar.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðmundur Þórðarson
Ástkær eiginmaður minn, faðir minn, afi
og langafi,
FINNBOGI ÁRNASON
rafvirkjameistari,
lést föstudaginn 1. nóvember á
Landspítalanum. Útför fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 12. nóvember klukkan 13.
Guðbjörg Þóra Steinsdóttir
Árni Finnbogason
Finnbogi Þór Árnason Brynja María Rúnarsdóttir
Daníel Örn Árnason Brynja Birgisdóttir
Þóra Árnadóttir Emil Örn Sigurðarson
og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
LILJA GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR,
veitingakona í Hótel Fornahvammi,
lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn
13. október. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hafdís Pálrún Gunnarsdóttir
María Björg Gunnarsdóttir
Árni Gunnarsson Kristín Sigríður Ástþórsdóttir
Gunnar A. Kristinsson Alda Lovísa Tryggvadóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT SIGRÚN RAGNARSDÓTTIR,
Laugarásvegi 43, Reykjavík,
lést sunnudaginn 3. nóvember.
Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn
12. nóvember klukkan 13.
Ásta R. Jóhannesdóttir Einar Örn Stefánsson
Guðrún Jóhannesdóttir
Ragnar Jóhannesson
Bjarni Jóhannesson Auður Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ALFREÐ EYJÓLFSSON,
kennari og skólastjóri,
Marteinslaug 1, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 31. október. Hann verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 19. nóvember klukkan 15.
Guðjónía Bjarnadóttir
Kristín Alfreðsdóttir
Eyjólfur Bjarni Alfreðsson Þóra B. Valdimarsdóttir
Alfreð Jóhannes Alfreðsson
barnabörn og barnabarnabarn