Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 62

Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 62
Ljósmyndir/Berglind Hreiðarsdóttir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Fáir eru flinkari í veisluhaldi en Berglind og því verður bókin að telj- ast mikill hvalreki fyrir alla þá sem þurfa að ferma, útskrifa eða bjóða fólki í afmæli á komandi misserum. Hér gefur að líta eitt af meist- arastykkjum Berglindar, en þetta er gulrótarkaka með guðdómlegu rjómaostakremi. Gulrótarkaka með rjómaostskremi 160 g hveiti 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi 1 tsk. salt 2 tsk. kanill ½ tsk. múskat ¼ tsk. negull 300 ml matarolía 220 g púðursykur 220 g sykur 4 egg 2 tsk. vanilludropar 260 g rifnar gulrætur Hitið ofninn 175°C og gerið 3x15 cm kökuform tilbúin. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt, kanil, múskat og negul í skál og leggið til hliðar. Hrærið saman matarolíu og púðursykri í hrærivélarskálinni og bætið síðan eggjunum saman við, einu í einu og skafið vel niður á milli. Hellið þá vanilludropunum út í skálina og síðan þurrefnunum í nokkrum skömmtum. Að lokum fara rifnar gulrætur út í, ég notaði fínt rifjárn en ef þið viljið grófari áferð má rífa þær gróft. Klippið bökunarpappír í botninn á formunum og spreyið þau vel með matarolíuspreyi. Skiptið deiginu jafnt niður á milli Veislu- drottningin gefur út bók fyrir jólin Þau stórkostlegu tíðindi berast að hin eina sanna Berglind Hreiðarsdóttir, sem ætti að vera les- endum Matarvefsins á mbl.is að góðu kunn, er að gefa út sína fyrstu bók fyrir jólin. Bókin er væntan- leg í nóvember og verður farið rækilega yfir það í henni hvernig halda á veislur af ýmsum toga á sem snjallastan og hagkvæmastan hátt. Morgunblaðið/Hari Bók á leiðinni Það eru skemmtilegir tímar fram undan hjá Berglindi, sem er að gefa út fyrstu bók sína. formanna (ég vigtaði um 515-520 g í hvert). Bakið í um 50 mínútur, eða þar til prjónn kemur út með smá köku- mylsnu á en ekki blautu deigi. Rjómaostskrem 135 g smjör við stofuhita 200 g rjómaostur við stofuhita 750 g flórsykur 4 tsk. vanilludropar Þeytið saman smjör og rjómaost þar til það er létt og ljóst. Bætið flórsykri saman við í nokkr- um skömmtum, skafið niður á milli og hrærið vel. Að lokum fara vanilludroparnir saman við. Kreminu er smurt á milli botna og kakan hjúpuð að utan. Hafið krem- hjúpinn þykkan á toppnum en skafið hann vel af á hliðunum svo það sjáist í botnana. Skreytið með ferskum blómum/ haustblómum að vild. Geggjuð gulrótarkaka Það er magnað hvað skreytingar gera. Hér eru forkunn- arfögur haustblóm notuð til skreytinga. Góð er hún Fátt jafnast á við góðan kökubita. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Vegan Vítamínúði Sérstaklega samsett bætiefnablanda fyrir þá sem eiga erfitt með að taka upp B12 og járn úr fæðunni og þá sem neyta ekki dýraafurða. ð Valið BESTA NÝJA BÆTIEFNIÐ á Natural & Organics í London 2019 Hámarksupptaka tryggð þegar úðað er út í kinn. Hröð ogmikil upptaka. Betra og öruggara en töflur eða hylki. Pakkningar gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum 48 skammtar Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna • Vegan D3• B12• Járn & Jo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.