Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
„Mér finnst frábært að vinna með
Sigga. Samstarfið gengur vel og við
erum léttir á því saman síðdegis,“
segir Logi Bergmann spurður um
hvernig nýi þátturinn leggst í hann.
Logi er einn reyndasti fjölmiðlamað-
ur landsins og þekkja flestir til ferils
hans. Siggi er sömuleiðis reyndur
útvarpsmaður og hefur gríðarlega
þekkingu á miðlinum, en hann er
með meistaragráðu í fjölmiðlafræð-
um með áherslu á útvarp frá Háskól-
anum í Sunderland í Bretlandi. Það
er því óhætt að segja að það sé mikil
reynsla á bak við nýja þáttinn.
„Það er áskorun að takast á við að
gera nýjan síðdegisþátt því það er
mikil samkeppni í útvarpinu á þess-
um tíma dags en ég hlakka til að tak-
ast á við hana með Loga,“ segir
Siggi um samstarf þeirra félaga.
„Áherslan er á að velja skemmti-
legri leiðina í lífinu, vera léttir og lif-
andi,“ segir Logi um efnistökin. Það
er óhætt að segja að gleðin ráði ríkj-
um hjá þeim félögum, en ófá hlátra-
sköllin hafa heyrst í fyrstu þátt-
unum.
„Við spjöllum við áhugavert fólk
um skemmtilega hluti og erum ekk-
ert að taka okkur of alvarlega. Lífið
er miklu skemmtilegra þannig. Við
viljum bjóða upp á valkost við hin
síðdegisútvörpin sem eru eilítið
þyngri,“ bætir Logi við.
„En við munum auðvitað fylgjast
vel með málefnum líðandi stundar
og gera því sem er að gerast góð skil
auk þess sem við erum með fréttir á
heila tímanum,“ segir Siggi.
Það er því um að gera að stilla inn
á þá félaga síðdegis og taka
skemmtilegri leiðina heim. Hægt er
að hlusta á öll hljóðbrot úr þáttunum
á heimasíðu K100 á k100.is og einnig
þættina í heild sinni án tónlistar og
auglýsinga á síðunni og í helstu pod-
cast-veitunum. Leitaðu bara að
„Loga Bergmann og Sigga Gunn-
ars“.
Í myndatöku Þeir félagar Siggi og Logi bregða á leik í myndatöku fyrir
væntanlega fyrir væntanlegt kynningarefni þáttarins
Nýi síðdegisþátt-
urinn fer vel af stað
Nýr síðdegisþáttur K100 með þeim Loga
Bergmann og Sigga Gunnars fór í loftið
upp úr miðjum október og fer vel af stað.
„Jólin eru alltaf að færast framar og
framar. Jólavörur og skraut er kom-
ið upp í sumum verslunum. Sömu-
leiðis er krafan um að jólalögin heyr-
ist fyrr í útvarpinu alltaf meiri og
meiri svo við erum bara að svara því
kalli,“ segir Sigurður Þorri Gunn-
arsson, Siggi Gunnars, dagskrár- og
tónlistarstjóri K100 og Retró 89.5.
Eins og einkunnarorðin segja til
um verður boðið upp á „bara bestu
jólalögin“ alla daga fram að jólum,
allan sólarhringinn. „Dagskrárgerð-
armenn verða einnig með léttar inn-
komur með fróðleik og upplýsingum
um það sem er að gerast í aðdrag-
anda jóla. En aðalfókusinn verður á
jólalögin sem allir þekkja,“ segir
Siggi.
Retró hefur aukið vinsældir sínar
töluvert síðastliðið ár samkvæmt
mælingum Gallup og er ljóst að vin-
sældirnar munu bara aukast í að-
draganda jóla. „Það eru að jafnaði
35.000 manns sem hlusta á Retró í
hverri viku og fer hlustendahóp-
urinn ört vaxandi, það er greinilegt
að það er hljómgrunnur fyrir þess-
um gömlu góðu. Reynslan hefur líka
kennt okkur að það er mikil eft-
irspurn eftir jólaútvarpsstöð svo við
erum viss um að hlustendum muni
fjölga töluvert í aðdraganda jóla,“
segir Siggi.
Hægt er að hlusta á JólaRetró á
FM 89,5 á höfuðborgarsvæðinu, FM
101,9 á Akureyri, á netinu á
retro895.is og í útvarpsspilara sjón-
varpsþjónustanna. Einnig er hægt
að hlusta á Retró í gegnum öppin
„Spilarinn“ eða „TuneIn“ í öllum
Apple- og Android-símum.
„Við vonum að hlustendur kunni
að meta jólastemninguna á Jóla-
Retró alla daga fram að jólum,“ seg-
ir Siggi, sem kominn er í jólaskapið
umtalaða eftir undirbúning stöðv-
arinnar síðastliðnar vikur.
Jólin byrja í dag
Jólin allstaðar Jólalögin eru komin í loftið á JólaRetró
Systurstöð K100, Retró
89,5, sem alla jafna
spilar það besta frá ’70,
’80 og ’90, breytist í
JólaRetró frá og með
deginum í dag. „Bara
bestu jólalögin“ verður
einkennisorð stöðv-
arinnar.
Morgunblaðið/Hari
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og
skoðið úrvalið
Stólar
Erum á
facebook
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Ami
Grace
Manning
Elton
Cato
Highrock
Sierra
Kelsey
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fullt af
fallegri vöru
Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Fyrirtæki og verslanir
ne u r ur
3 teg. 89 cm
á vegg, hvítur
18x38 cm
De
60x60x35 cm
o ur s an
Gold 28x51 cm
Dýrin í skóginum
Hvít 27 cm
Decor s rn u mond
34x43 cm
ecor s epp eopar
130x170 cm
Decoris stóll Flower Velvet
54x50x80 cm
K.
smokey 16 cm
K.
smokey 10 cm
.
smokey 12x10 cm
.
glær 12x10 cm
Spegill
3 teg.
35 cm
Jólaálfur grár
72 cm m/ljósi