Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 71
Eitt
ogannað
Bayern München tryggði sér sæti í
sextán liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu í knattspyrnu í gær.
Þýskalandsmeistararnir unnu
2:0-heimasigur gegn Olympiacos en
Bayern er með fullt hús stiga eða
12 stig í efsta sæti B-riðils þegar
tvær umferðir eru eftir af riðla-
keppninni.
Þá er Juventus í vænlegri stöðu
með 10 stig í D-riðli eftir 2:1-
útisigur gegn Lokomotiv Moskvu.
Douglas Costa skoraði sigurmark
leiksins í uppbótartíma og fór lang-
leiðina með að tryggja Juventus
sæti í sextán liða úrslitum.
bjarnih@mbl.is
Öruggt hjá Þjóðverjunum
AFP
Mark Robert Lewandowski kom
Bæjurum á bragðið í gær.
ÍÞRÓTTIR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Ólafur Jóhannesson var í gær ráð-
inn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í
knattspyrnu þar sem hann mun
starfa við hlið Rúnars Páls Sig-
mundssonar, sem stýrt hefur
Garðabæjarliðinu undanfarin sex
ár. Samningur Ólafs við Stjörnuna
er til tveggja ára, en hann lét af
störfum hjá Val í haust. Ólafur
þjálfaði Valsliðið í fimm ár og undir
stjórn hans varð liðið tvívegis Ís-
landsmeistari og bikarmeistari í
tvígang. Ólafur gerði FH að Ís-
landsmeisturum þrisvar sinnum og
bikarmeisturum einu sinni. Þá var
Ólafur þjálfari íslenska landsliðsins
á árunum 2007 til 2011.
Smiðurinn úr Hafnarfirði sagði í
samtali við mbl.is á dögunum að
hann ætlaði að taka sér frí frá þjálf-
un en fríið var ekki langt og hann
er nú mættur til starfa í Garða-
bænum. Ólafur, sem er 62 ára gam-
all, hefur verið í þjálfun meira og
minna í tæp 40 ár, en auk þess að
þjálfa FH og Val hefur hann þjálfað
Einherja Skallagrím, Þrótt Reykja-
vík, Selfoss og ÍR. Sjá viðtal við
Ólaf á mbl.is/sport.
gummih@mbl.is
Ólafur tók sér stutt frí og er orðinn
þjálfari Stjörnunnar með Rúnari
Morgunblaðið/Jóhann Ingi Hafþórsson
Þjálfarar Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamanna-
fundi hjá Stjörnunni í gær þar sem Ólafur var kynntur til leiks
Það leikur enginn vafi á að Norð-
maðurinn Erling Braut Håland er einn
heitasti framherjinn í Evrópufótbolt-
anum um þessar mundir. Þessi 19 ára
gamli leikmaður Salzburg er búinn að
skora 23 mörk í 17 leikjum á tíma-
bilinu. Hann er markahæstur í Meist-
aradeildinni með 7 mörk. Håland hefur
skorað í öllum fjórum leikjum Salzburg
í riðlakeppninni og enginn leikmaður
hefur skorað jafn mörg mörk í sögu
Meistaradeildarinnar í fyrstu fjórum
leikjum sínum.
LeBron James er heldur betur að
gera það gott með liði Los Angeles
Lakers sem hefur unnið sex af sjö
fyrstu leikjum sínum í NBA-deildinni í
körfuknattleik. LeBron náði þrefaldri
tvennu í fyrrinótt í sigri sinna manna
gegn Chicago. Þetta var þriðji leik-
urinn í röð sem hann nær þrefaldri
tvennu og hann varð þar með fyrsti
leikmaður LA Lakers í 32 ár sem tekst
að ná því í þremur leikjum í röð.
Þýska blaðið Bild greinir frá því að
Arsene Wenger, fyrrverandi knatt-
spyrnustjóri Arsenal, sé nú efstur á
óskalistanum hjá Bayern München um
að taka við þjálfun liðs-
ins. Það er í þjálfara-
leit eftir að Króat-
anum Niko Kovac
var vikið frá störf-
um á sunnudaginn
í kjölfarið á 5:1
tapi gegn Frank-
furt. Wenger, sem
er 70 ára gamall, er
sagður hafa áhuga á
starfinu, en hann lét
af störfum hjá Arsen-
al síðastliðið sumar
eftir að hafa stýrt
Lundúnaliðinu sam-
fleytt í 22 ár.
Sími 534 1500 | kiddi@kambstal.is | Íshellu 1, 221 Hafnarfirði
Klippt & beygt
kambstál
fyrir minni og stærri verk
Reynsla | gæði | þjónusta
KEILA
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Þetta er 130% það stærsta sem ég
hef gert á ferlinum hingað til,“ sagði
hinn 25 ára gamli Arnar Davíð Jóns-
son í samtali við Morgunblaðið eftir
að hann hafnaði í öðru sæti á World-
Bowling Tour sem fram fór í Kúveit
en mótið er hluti af heimsmótaröð-
inni í keilu og einnig hluti af atvinnu-
mannamótaröðinni í Bandaríkj-
unum. Arnar er staddur í Kúveit þar
sem honum var boðið að keppa í úr-
slitum heimstúrsins, en honum var
boðið að taka þátt í mótinu þar sem
hann er í efsta sæti stigalista Evr-
ópumótaraðarinnar.
Arnar er jafnframt fyrsti íslenski
keiluspilarinn til þess að leika til úr-
slita á svo stóru móti.
Arnar tapaði fyrir Englend-
ingnum Dominic Barrett í úrslitum í
Kúveit, 2:0, en Barrett er einn af
betri keiluspilurum heims í dag.
„Ég gæti ekki verið sáttari með
úrslitaleikinn og mína frammistöðu.
Dominic Barrett er einn af þeim
bestu í heiminum í dag, ef ekki sá
besti, og ég fór þess vegna með það
að markmiði inn í viðureignina að
reyna að njóta þess að vera þarna og
hafa gaman af því sem ég var að
gera. Að sjálfsögðu ætlaði ég að
reyna að gera mitt allra besta til að
vinna leikinn, annað hefði verið gal-
ið, en heilt yfir er ég mjög sáttur við
þetta.“
Arnari dugði einn sigur í úrslita-
leiknum en Barrett þurfti tvo. Barr-
ett vann fyrsta leikinn nokkuð sann-
færandi, í öðrum leiknum þurfti
hann fellu í lokaskotinu til þess að
leggja Arnar að velli og það tókst hjá
Englendingnum.
„Eftir fyrri leikinn var ég rólegur
og sagði við sjálfan mig að fyrst
þetta gekk ekki í fyrsta leiknum þá
bara myndum við reyna aftur í leik
númer tvö. Mér tókst að setja pressu
á hann undir lokin og hann þurfti
fellu til þess að vinna mig að lokum.
Að sama skapi var hann ekki að gera
þetta í fyrsta skiptið og hann steig
upp í restina og gerði það sem hann
þurfti til að landa þessum sigri.“
Stefnir hátt í framtíðinni
Arnar viðurkennir að hann hafi
fundið fyrir pressu í úrslitaleiknum
en hann hafi reynt að láta það ekki
hafa áhrif á sig.
„Að sjálfsögðu fann ég fyrir
ákveðinni pressu. Þegar andstæð-
ingurinn gerir mistök ertu meðvit-
aður um það að fella gæti klárað
leikinn fyrir þig. Alveg eins og þegar
þú sjálfur klikkar, þá er andstæðing-
urinn allt í einu kominn í lykilstöðu.
Að sjálfsögðu reynir maður að hafa
smá stjórn á taugunum en að sama
skapi hef ég líka lært það að ef mað-
ur reynir að stjórna tilfinningunum
og aðstæðunum um of þá lendir
maður í vandræðum. Ég reyndi þess
vegna eins og ég gat að leyfa tilfinn-
ingunum að fljóta og ég tapaði með
einu stigi sem þýðir að ég spilaði
ágætis leik.“
Arnar fer ekki tómhentur heim
frá Kúveit en hann fékk rúmar þrjár
milljónir íslenskra króna fyrir að
hafna í öðru sæti. Hann ætlar sér
stóra hluti í framtíðinni.
„Ég ætla mér stóra hluti og eitt
framtíðarmarkmiðið er að verða
fastagestur á PBA-mótunum á
næstu árum. Næst á dagskrá er hins
vegar mót í Álaborg í Danmörku
sem er hluti af Evrópumótaröðinni
en þar ætla ég að tryggja mér efsta
sæti Evrópumótaraðarinnar á þessu
tímabili,“ sagði Arnar í samtali við
Morgunblaðið.
Tilfinningarnar
léku lausum
hala í Kúveit
Arnar braut blað í keilusögu Íslands
Sáttur Arnar Davíð Jónsson tryggði sér rúmlega þrjár milljónir íslenskra
króna í verðlaunafé með frammistöðu sinni í Kúveit í gær.