Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 74

Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Norræna húsið tekur þátt í Air- waves off-venue í kvöld og næstu tvö kvöld. „Við hefjum hátíðina með hæfileikaríkum hópi tónskálda sem flytja verk sín á Steinway- flygil hússins,“ segir í tilkynningu um tónleika sem hefjast í dag kl. 16. Þar koma fram Sævar Helgi Jóhannsson, betur þekktur sem S.hel; raftónlistarmaðurinn Mikael Lind; Gabríel Ólafsson sem vakið hefur athygli með plötu sinni Absent Minded og Dísa Hreiðars- dóttir, betur þekkt sem Bláskjár. Á morgun milli kl. 15 og 18.45 kemur fram ungt og efnilegt tón- listarfólk frá Íslandi, Svíþjóð og Noregi. Fram koma Nising; Jökull Logi; David Rist; Sveimhugar; Vio; Mill og Omotrack. Á laugardag verður yngstu kyn- slóðinni boðið á tónleika, diskó, trommunámskeið, söngstund, í and- litsmálningu og upp á góða stemn- ingu fyrir alla fjölskylduna milli kl. 11.30 og 15. Þar koma fram Hafdís Huld, Alisdair Wright, Cheick Ban- goura, Snorri Helgason og Sigrún Skafta. Norræna húsið tekur þátt í Airwaves Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinsæll Gabríel Ólafsson kemur fram í Norræna húsinu í dag og leikur á flygilinn. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir stuttu kom út barnabókin Eyðieyjan, urr, öskur, fótur og fit eftir Hildi Loftsdóttur. Þetta er fyrsta bók Hildar, sem hefur meðal annars starfað sem blaðamaður í fjölda ára og er sem stendur verk- efnastjóri hjá Geðhjálp. – Hvers vegna varð barnabók fyrir valinu? „Einu sinni dreymdi mig svo að Guðrún Helgadóttir gengi í áttina til mín, tæki í höndina á mér, horfði fast í augun á mér og kinkaði kolli. Ég túlkaði það sem svo að ég ætti að verða barnabókarithöfundur. Þetta var reyndar fyrir svona 25 árum, en jæja, nú er fyrsta bókin komin. Það eru líka nógu margir að skrifa fyrir fullorðna. Á Íslandi vantar auðvitað fleiri barnabækur og íslenska barnabókarithöfunda og ég er mjög glöð að vera orðin einn af þeim.“ – Aðalpersónur bókarinnar eru systurnar Ásta og Kata. Hvaðan koma þær? „Femínískir barnabókmennta- fræðingar hafa lengi kallað eftir því að stúlkur séu aðalpersónur í barnabókum; gerendur sem treysta á eigin útsjónarsemi, og mér fannst sjálfsagt að verða við því. Ég skrif- aði ritgerð um hlutverk stúlkna í Artúrssögninni og fór að máta það við hlutverk stúlkna í íslenskum þjóðsögum og sagnaheimum, sem ég hef mikinn áhuga á. Mér finnst hlutverk stelpna í öllum frásögnum bæði fyrr og nú mjög skemmtilegar pælingar. En mér finnst samt líka mjög mikilvægt að hafa stráka og að kynin hjálpist að. Sumir segja að maður eigi að skrifa um það sem maður þekkir. Ég hef sjálf verið stelpa og þekki systradínamík vel. Ég á systur, aðalsögupersónurnar Ásta og Kata heita eftir tvíburadætrum bróður míns sem ég var mikið með, og síð- ast en ekki síst á ég tvær dætur sem eru í raun karakterslega, og ekki síst sambandslega séð, fyrir- myndir stúlknanna í bókinni. Mjög hressar týpur.“ – Hvenær hófstu handa og hvað tók verkið langan tíma? „Ég byrjaði að skrifa árið 2014, var þá í Háskólanum á Akureyri og tók þá kúrs í læsi og barnabók- menntum. Þá ákvað ég að leggja mitt af mörkum og fór loksins að skrifa. Þetta hefur svo komið í gus- um, en fyrir tveimur árum ákvað ég að taka mér þann tíma sem þurfti. – Í bókinni blandar þú snyrtilega saman íslenska álfatrú, þjóðsagna- óvættir og tímaflakk, segðu mér að- eins frá því. „Það varð eiginlega þannig óvart. Ég hef lengi ætlað að skrifa um pabba minn, en hann er fyrir- myndin að afa Jökli. Hann bjó um tíma sem barn í Hrappsey á Breiðafirði, þ.e.a.s. á „Eyðieyjunni“ og margt af því sem gerist í bókinni er sannsögulegt. Við hlið hússins er stór hóll sem pabbi ímyndaði sér að væri álfhóll og að hann ætti vin- konu þar. Þaðan kom hugmyndin að tengja álfheima inn í þessa bók. Hjá þeim í Hrappsey bjó til dæmis vinnukona sem ég læt vera Hildi álfadrottningu. Þannig að þegar ég fór að skrifa um pabba, komu ekki bara álfar heldur ýmsar furðuverur úr gömlum bókum og tróðu sér inn í bókina mína.“ – Það er léttur andi yfir bókinni en líka í henni dramatísk augnablik, eins og til að mynda óbermið Þrándur og örlög Bjarts. Finnst þér mikilvægt að tvinna þetta sam- an? „Ekki spurning. Börn vilja víst helst lesa sögur sem eru húmor- ískar, spennandi og með persónum sem þau tengja auðveldlega við. Ég reyndi að hafa það í huga við skrif- in, enda er leikurinn til þess gerður að þau vilji lesa bókina. Þótt stemn- ingin sé frekar létt yfir höfuð, verða auðvitað að vera átök í bókinni, og sum þeirra eru átakanlegri en önn- ur. Jafnvel svo að sumum þykir nóg um, sem skýrir kannski undirtitil bókarinnar. Þannig að það er oft stutt á milli hláturs og gráts á Eyðieyjunni.“ – Síðustu setningar bókarinnar benda eindregið til framhalds, ertu byrjuð á næstu bók? „Já og nei. Þegar ég kom með þessa bók til Önnu og Tómasar hjá bókaútgáfunni Sögum var ég strax beðin um að skrifa tvær bækur í viðbót, sem ég var meira en til í. Ég á í fórum mínum hálfkláraða bók sem einnig gerist mestmegnis í íslenskum sagnaheimi og ætla að bjóða Ástu mína og Kötu velkomn- ar inn í þá bók þar sem ný ævintýri bíða þeirra. Ég hlakka mikið til að takast á við að skrifa þá bók, og helst hið allra fyrsta. Þetta er svo geggjað gaman allt saman!“ Þetta er svo geggjað gaman Morgunblaðið/Hari Gaman Hildi Loftsdóttur dreymdi að Guðrún Helgadóttir kinkaði kolli til hennar og túlkaði það svo að hún ætti að verða barnabókarithöfundur.  Í fyrstu barna- bók sinni fléttar Hildur Loftsdóttir saman álfatrú, þjóðsagnaóvættir og tímaflakk „Krosssaumur eða rauðir sokkar? Hugmyndasaga öldr- unar á Íslandi“ nefnist fyrirlestur sem Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur flytur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2019. Þar leitast Líney við að varpa ljósi á þjónustu við aldraða eins og hún hefur verið og hvert við sem samfélag þurfum að stefna. Líney hefur allan starfsaldur sinn á Íslandi unnið hjá Reykjavíkurborg og lengst af í öldrunarmálum. Hún hef- ur einnig sinnt stundakennslu á sviði öldrunarsálfræði við Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis. Hugmyndasaga öldrunar á Íslandi Líney Úlfarsdóttir Nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt, grillkjöt, lúxus hamborgarar, bacon og pylsur í brönsinn Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.