Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ráðherra á fund vegna Samherja  Málefni fyrirtækisins verða líklega einnig rædd við utanríkisráðherra á fundi utanríkismálanefndar  Fyrrverandi seðlabankastjóri telur öruggt að mál Samherja verði rannsakað af yfirvöldum í Noregi Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Samherjamálið hefur náttúrlega ekkert að gera með utanríkisráð- herra en það verður alveg örugglega rætt,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, spurð hvort beiðni hafi borist um að utanríkisráðherra svari spurningum um málefni Samherja fyrir nefnd- inni. Kallað hefur verið eftir því að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- ráðherra komi fyrir atvinnuvega- nefnd til að svara spurningum um málefni Samherja. Það staðfestir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing- maður Vinstri-grænna og formaður nefndarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra kemur fyrir utanríkis- málanefnd á föstudag en Sigríður segir að hann hafi ekki verið kallaður fyrir nefndina vegna meintra mútu- greiðslna Samherja í Namibíu. Markmiðið sé að ræða fjárlög og þró- unarsamvinnu í víðu samhengi. Lilja segir að ástæða sé til þess að kalla Kristján fyrir nefndina og ætlar hún að kanna hvort og þá hvenær hann hafi tök á að koma. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri- grænna í atvinnuveganefnd, óskaði eftir komu ráðherra. Drífa Snædal, forseti Alþýðusam- bandsins, sagði í pistli á föstudag að mál Samherja beindi sjónum að kerfi Íslendinga og völdum stórfyrirtækja í sjávarútvegi hérlendis. „Samfélög mega ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stórfyrir- tækja,“ skrifar Drífa, sem kallar eftir því að launafólk og samfélagið í heild njóti arðsins sem fyrirtækin skapa. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er ósammála því að sjávarútvegsfyrirtæki hafi of sterk tök á bæjarfélögum. „Þetta er í mínum huga verulega undarlegt viðhorf til sjávarbyggða og til marks um að vonskan sé að ná yfirhönd í umræðunni,“ skrifar Elliði í pistli á vefsíðu sinni Ellidi.is. Hann segir mútuþægni í Namibíu ekki segja neitt um íslenskan veru- leika. Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri á Íslandi, var gest- ur í Silfri Egils í gærmorgun. Hann telur víst að norsk lögregluyfirvöld rannsaki Samherjamálið en Øygard óttast að íslenskir fjárfestar muni eiga erfiðara um vik vegna þess að orðspor Íslands og íslensks við- skiptalífs hafi beðið skaða af máli Samherja. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samherji Múturnar eru sagðar hafa farið í vasa ráðamanna í Namibíu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hef- ur hafnað kröfu íbúa á Skóla- vörðustíg 8 um ógildingu ákvörð- unar byggingarfulltrúans í Reykja- vík um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir biljarðstofu með vínveit- ingaleyfi í húsnæðinu þar sem áður var hárgreiðslustofa. Þetta kom fram í úrskurði nefndarinnar í síð- ustu viku. Mbl.is greindi frá því um miðjan október sl. að íbúasamtök Mið- borgar Reykjavíkur hefðu gagnrýnt harðlega fyrrnefnda ákvörðun. Þar er haft eftir íbúasamtökunum að öll- um ætti að vera ljóst að breyting úr hárgreiðslustofu sem er lokað klukkan 18 yfir í sportbar með vínveitingaleyfi sem er lokað um miðnætti eða síðar sé veruleg og til þess fallin að valda íbúunum ónæði. Sögðu samtökin jafnframt að ekki hefði verið hirt um að grenndar- kynna breytinguna. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar- innar kemur fram að ekki sé að finna sérstaka skilmála er taka til lóð- arinnar og því fari landnotkun henn- ar eftir ákvæðum gildandi aðal- skipulags Reykjavíkur. rosa@mbl.is Hafna ósk íbúa um ógildingu  Leyfi fyrir bilj- arðstofu enn í gildi Fyrsta banaslysið í umferðinni hér á landi varð 28. ágúst árið 1915. Hinn 1. nóvember síðastlið- inn voru fórnarlömb umferðarslysa orðin 1.578. Minningarathafnir voru víða í gær, þar á með- al við þyrlupall bráðamóttökunnar í Fossvogi. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Sig- urður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fluttu ávörp. Ása Ottesen aðstandandi sagði frá reynslu sinni og viðbragðsaðilar fengu þakkir. Viðbragðsaðilum færðar þakkir fyrir störf sín Morgunblaðið/Hari Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var í gær Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Niðurstöður framfaravogar sveitar- félaga, mælitækis sem leggur mat á framfarir og styrk samfélagslegra innviða í sveitarfélögum, verða kynnt- ar á fundi á Hótel Reykjavík Natura klukkan 16:00 í dag. Verða úttektir á félagslegum framförum þriggja sveit- arfélaga, Árborgar, Kópavogs og Reykjanesbæjar, sem hafa nýtt sér framfaravogina, lagðar fram á fund- inum. Þetta staðfestir Rósbjörg Jóns- dóttir, fulltrúi SPI (Social Progress Imperative) á Íslandi. „Framfaravogin er í raun stjórn- tæki sem kemur að notum við að auka velferð og framfar- ir í samfélögum. Hún byggist á að- ferðafræðinni um vísitölu félagslegra framfara,“ segir Rósbjörg í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að vinnan í fyrrnefnd- um sveitarfélögum hafi sýnt fram á að ákveðinn skortur sé á samræmanleg- um gögnum á milli sveitarfélaga. „Það er skortur á fullnægjandi gögnum fyrir heilbrigði, vatn, hrein- læti og húsnæði fyrir einstök sveit- arfélög til samræmis við þessa fram- setningu,“ segir Rósbjörg. Segir hún að niðurstöður bendi jafnframt til þess að efla þurfi mæl- ingar og tryggja samhæfni gagna milli sveitarfélaga hvað varðar um- hverfisþætti, umhverfismál og að- stæður íbúa af erlendum uppruna. „Framfaravogin er mikilvægur vegvísir fyrir sveitarfélög sem hjálpar þeim að byggja upp heilbrigt og gott samfélag þar sem velferð og ánægja er höfð að leiðarljósi,“ segir Rósbjörg. „Það eru sveitarfélögin sem bera ábyrgð og þau þurfa að hafa gott að- gengi að áreiðanlegum gögnum til að þau geti eflt starfsemi í sínum sam- félögum. Það er það sem framfara- vogin getur hjálpað við.“ Aðgengi verður að gögnum fund- arins á socialprogress.is. Framfaravogin mikilvægur vegvísir fyrir sveitarfélögin Rósbjörg Jónsdóttir  Niðurstöður benda til skorts á gögnum milli sveitarfélaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.