Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég tel að íslensku stafi ekki ógn
af erlendum tungum, eins og
enskunni. Íslendingar hafa ávallt
átt mikil samskipti við erlendar
þjóðir og notið þess að mörgu
leyti, meðal annars menningar-
lega, og þess sér stað mjög víða.
Ógnirnar eru aðrar, svo sem að
við lok grunnskóla geta 28% ís-
lenskra drengja ekki lesið sér til
gagns og það segir okkur að eitt-
hvað hafi brugðist, skólafólk get-
ur trúlega gert grein fyrir hvað
það er,“ segir Jón G. Friðjónsson
málvísindamaður.
Hleypt af stokkum
og lopinn er teygður
Á Degi íslenskrar tungu sl.
laugardag, 16. nóvember, voru
Jóni veitt Verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar fyrir störf sín í þágu
íslensks máls. Í áratugi hefur Jón
sinnt rannsóknum á íslenskri
tungu, kennt málvísindi og ís-
lenska málfræði í Háskóla Íslands
og samið kennsluefni. Þá hefur
Jón verið brautryðjandi í kennslu
íslensku sem annars máls við HÍ.
Meðal almennings er Jón vel
þekktur fyrir rit sín um íslenska
orðfræði. Þar má nefna Mergur
málsins. Íslensk orðatiltæki, upp-
runi, saga og notkun sem fyrst
kom út 1993 og svo endurbætt
2006, Rætur málsins sem út kom
1997 og Orð að sönnu. Íslenskir
málshættir og orðskviðir sem út
kom 2014.
Í ritum Jóns er fjallað um
orðtök, orðatiltæki, málshætti og
orðskviði íslensks máls, sem
breytist hratt rétt eins og sam-
félagið sjálft. Atvinnu- og starfs-
hættir nú eru allt aðrir en var til
dæmis þegar orðatiltækið að
hleypa einhverju af stokkunum
varð til en það vísar til sjósetn-
ingar skipa eða báta. Að setja eitt-
hvað á laggirnar er orðatiltæki
tengt tunnusmíð og þau sem
teygja lopann eru langorð úr hófi.
Ofnotaður nafnháttur
„Vissulega er oft farið rangt
með orðatiltæki og föst orða-
sambönd, en slíkt er ekki nýtt.
Sannarlega hafa mörg orðatiltæki
horfið úr málinu með breyttum at-
vinnuháttum og aðstæðum,“ segir
Jón sem telur íslensku eiga í vök
að verjast. Breytt samfélag kalli á
aðra nálgun. Bókin og bóklestur
hafi orðið að þoka fyrir tölvum,
tölvuleikjum og snjallsímanum.
„Ég fylgist allvel með bóka-
útgáfu og fæ ekki betur séð en
hún standi traustum fótum. Þau
rit sem ég les bera jafnan vott um
mikinn metað. Hvað fjölmiðla
varðar, til dæmis Morgunblaðið
og Fréttablaðið, er vitaskuld auð-
velt að finna misfellur en í flestum
tilvikum er um einstök dæmi að
ræða. Ég skrifa vikulega pistla
um íslenskt mál og fylgist því all-
vel með á vettvangi daglegs máls.
Ég hef tekið eftir því að ágallar
eða misfellur hafa breyst. Nú
kemur alloft fyrir, einkum í tal-
máli, að málsgreinar beri ekki
fulla hugsun. Málkerfið sjálft hef-
ur einnig breyst, til dæmis ofnotk-
un nafnháttar, alloft er sagt: „Ég
er ekki að skilja þetta.“ – í stað
þess að segja: „Ég skil þetta ekki.“
Síðara dæmið er í samræmi við
málvenju.“
Annað sem Jón tiltekur um
þróun íslensks mál er ofnotkun
nafnorða og fjölskrúðug nýyrða-
smíði í því sambandi. Þar megi
nefna orð eins og vinsælda-
mælikvarði, viðbótargreinargerð-
arfrestur og ákvörðunartökuvett-
vangur. Í stað þess að nota löng
samanbarin samsett orð fari betur
á því að lýsa aðstæðum í ögn
lengra máli en þá með skýrari
orðum og blæbrigðaríkara máli.
Hrá enska á íslensku
„Mér finnst miður þegar
orðasambönd úr erlendu máli eru
tekin upp nánast hrá og klædd ís-
lenskum búningi, t.d. hið enska
„see the light at the end of the
tunnel“. Í beinni þýðingu á ís-
lensku ætti myndin að vera að sjá
ljósið fyrir enda ganganna en
myndmálið er naumast gagnsætt í
íslensku. Annað þessu líkt er orða-
sambandið „we are talking about“
en nú er mörgum tamt að segja að
„við séum að tala um“.“
Jón víkur aftur tali sínu að
grunnskólum, þar sem undir-
staðan undir líf og starf fólks er
jafnan lögð. Slakur lesskilningur
drengja 10. bekkjar er mörgum
áhyggjuefni og telur Jón það geta
tengst því að kennarastarfið hefur
löngum verið lágt metið í sam-
félaginu.
„En hver sem er ástæða slaks
lesskilnings verður að teljast
brýnt að bregðast við og það er
ánægjulegt að sjá að slíkt hafa þar
til bær yfirvöld og samtök kenn-
ara gert. Fyrst og síðast þurfum
við að fá ungt fólk til þess að lesa
góðar bækur, skrifaðar á blæ-
brigðaríku og góðu máli. Í því
liggur galdurinn.“
Fékk Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu
Morgunblaðið/Hari
Viðurkenning Jón G. Friðjónsson prófessor tekur við Verðlaunum
Jónasar Hallgrímssonar við athöfn í Gamla bíói á laugardaginn.
Enskan er ekki ógnin
Jón G. Friðjónsson fæddist
1944. Hann lauk cand.mag.-
prófi í íslenskri og almennri
málfræði frá Háskóla Íslands
árið 1972.
Hann stundaði kennslu og
rannsóknir við HÍ frá 1975 og
varð prófessor í íslensku máli
1994 en hefur nú látið af störf-
um. Eftir hann liggur fjöldi rita
og ritgerða um íslenskt mál.
Hver er hann?
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Mikið var um að vera á degi ís-
lenskrar tungu sem haldinn var
hátíðlegur á fæðingardegi þjóð-
skáldsins Jónasar Hallgrímssonar
á laugardag. Voru gervigreindur
talgreinir, íslenskt „radd-app“ og
glóandi orðlistaverk meðal þess
sem kynnt var í tilefni dagsins.
70 nemendur verðlaunaðir
Aldrei hafa fleiri hampað ís-
lenskuverðlaunum unga fólksins
en á laugardaginn. Tóku þá 70
reykvískir grunnskólanemar við
verðlaununum, að því er fram
kemur á vef Reykjavíkurborgar.
Meðal verðlaunahafa í ár voru ung
ljóðskáld, lestrarhestar, fram-
úrskarandi upplesarar og tví-
tyngdir nemendur sem hafa náð
góðum tökum á íslensku á skömm-
um tíma. Er þetta í þrettánda sinn
sem verðlaunin eru afhent en
þeim er ætlað að auka áhuga
grunnskólanema í Reykjavík á ís-
lenskri tungu og hvetja þá til
framfara í töluðu og rituðu máli.
Talgreinir afhentur Alþingi
Gervigreindur talgreinir sem
skrá mun sjálfkrafa ræður alþing-
ismanna var afhentur alþingi
formlega á viðburði Almannaróms
um máltækni á laugardag í tilefni
dagsins. Að því er fram kemur á
vef alþingis getur talgreinirinn
skráð um tíu mínúrur af ræðum á
aðeins þremur og hálfri mínútu.
Mun þetta auðvelda til muna
skráningu og birtingu á ræðum al-
þingismanna. Jón Guðnason, dós-
ent við verkfræðideild, stendur að
talgreininum ásamt vísinda-
mönnum skólans en hann sá um
afhendinguna.
Var á hátíðinni einnig kynnt
snjallsímaforritið Embla, sem er
fyrsta íslenska „radd-appið“ sem
talar og skilur íslensku.
Jón G. Friðjónsson prófessor
hlaut verðlaun Jónasar Hallgríms-
sonar sem afhent voru á hátíð í
Gamla bíói í tilefni dagsins. Eru
verðlaunin veitt árlega ein-
staklingi sem með sérstökum
hætti hefur unnið íslenskri tungu
gagn í ræðu eða riti, með skáld-
skap, fræðistörfum eða kennslu og
stuðlað að eflingu hennar, fram-
gangi eða miðlun til nýrrar kyn-
slóðar. Sérstaka viðurkenningu
fékk hljómsveitin Reykjavíkur-
dætur, m.a. fyrir áherslu hljóm-
sveitarinnar á að fjalla um
reynsluheim ungra íslenskra
kvenna á íslensku nútímamáli að
því er fram kemur í greinargerð
ráðgjafarnefndar dags íslenskrar
tungu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir
mennta- og menntingarmála-
ráðherra afhenti verðlaunin og
viðurkenninguna.
Ýmsir íslenskir listamenn og
áhrifavaldar komu fram á hátíð-
inni, m.a. Þuríður Blær Jóhanns-
dóttir, Jakob Birgisson, Vilhelm
Netó, GDRN, Auður og Hundur í
óskilum ásamt fulltrúa Radda, les-
ara úr stóru upplestrarkeppninni.
Var myndbandsverkið Orðasúpa
íslenskunnar jafnframt frumsýnt á
hátíðinni en í því koma fram 80
viðmælendur sem bera fram sjald-
séð íslensk orð. Voru gagnvirka
sýningin Óravíddir orðaforðans og
Eldfjallasjá Veðurstofu Íslands,
sem varpar ljósi á framlag
náttúruskáldsins Jónasar Hall-
grímssonar til vísindanna, enn-
fremur sýndar í andyri Gamla
bíós.
Um kvöldið birtist í myrkrinu
glóandi orðlistaverk á glerhjúpi
tónlistarhússins Hörpu í tilefni
dagsins.
Aldrei fleiri
verðlaunaðir
Dagur íslenskrar tungu á laugardaginn
Ljósmynd/Aðsend
Talgreinir Jón Guðnason afhenti
Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra
Alþingis, talgreininn formlega síð-
astliðinn laugardag.
Dagskrá:
Staða og starfsemi Gildis
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis
Samspil ellilífeyris almannatrygginga og lífeyrissjóða
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ
Nýtt fyrirkomulag við val á stjórnarmönnum og hlutverk fulltrúaráðs
Árni Hrafn Gunnarsson, lögfræðingur Gildis
Fundarstjóri: Áslaug Hulda Jónsdóttir, stjórnarmaður í Gildi
Vakin er athygli á að efni fundarins verður þýtt jafnóðum
á ensku og texta varpað á skjá
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs
Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17.00
Gildi–lífeyrissjóður
Sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur
▪
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
Aðgangur að íslenskri eldfjallavefsjá
(www.islenskeldfjoll.is) var opnaður
á fæðingardegi Jónasar Hallgríms-
sonar, sem jafnframt er dagur ís-
lenskrar tungu. Það var við hæfi því
Jónas var einn brautryðjenda ís-
lenskra náttúruvísinda.
Vefsíðan er gagnvirk og geymir
heildaryfirlit um virkar eldstöðvar á
Íslandi sem eru 32. Eldfjallavefsjáin
er samstarfsverkefni Veðurstofu Ís-
lands, Jarðvísindastofnunar Háskóla
Íslands og almannavarnadeildar
Ríkislögreglustjóra með aðkomu
fjölda innlendra og erlendra sér-
fræðinga sem hafa lagt verkefninu
lið, að því er segir á heimasíðu Veð-
urstofu Íslands. Bergrún Óladóttir,
Ríkey Júlíusdóttir og Gunnlaugur
Bjarnason hafa unnið að þýðingu á
efni vefsíðunnar frá því snemma árs
2018, en vinna við enska útgáfu síð-
unnar hófst fljótlega eftir Eyjafjalla-
jökulsgosið 2010. Enska útgáfan af
vefnum var opnuð árið 2016.
Verkið hlaut styrk úr sjóði Ás-
laugar Hafliðadóttur. „Með þýðingu
efnis vefsjárinnar verður íslensku-
mælandi almenningi auðveldað að-
gengi að þessum mikilvægu upplýs-
ingum og grunn- og framhalds-
skólum veitt öflugt kennslutól um
eldvirkni landsins. Ísland er lítið
málsamfélag og mikilvægt er að við-
halda og styrkja notkun íslensku í
jarðfræðum með íslenskun viður-
kennds fræðiefnis og útgáfu þess á
aðgengilegu formi.“ gudni@mbl.is
Íslensk útgáfa af eld-
fjallavefsjánni opnuð
Fróðleikur um 32 virkar eldstöðvar
Kort/islenskeldfjoll.is
Eldfjallavefsjáin Hún er gagnvirk
og geymir gríðarmikinn fróðleik.