Morgunblaðið - 18.11.2019, Side 14
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Við höfum oft þurft að standaí samningaviðræðum gegn-um tíðina og orðið að berj-ast fyrir okkar kjörum. Við
höfum einnig verið lengur með lausa
samninga en í þessari lotu núna. Okk-
ar saga hefur einkennst af mikilli
kjarabaráttu,“ segir Guðbjörg Páls-
dóttir, formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, en í dag eru ná-
kvæmlega 100 ár liðin síðan stofnað
var fyrsta stéttarfélag hjúkrunar-
fræðinga, sem fékk heitið Félag ís-
lenskra hjúkrunarkvenna. Frá 1994
hefur félagið borið núverandi heiti
eftir sameiningu Félags háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga og
Hjúkrunarfélags Íslands.Hjúkr-
unarfræðingar hafa verið með lausa
samninga síðan 31. mars sl. og lítið
þokast í viðræðunum. Deilunni hefur
ekki verið vísað til sáttasemjara en
samninganefndir ríkis og sveitarfé-
laga hafa fyrst viljað klára samninga
við félög BHM og BSRB. Alls eru um
3.300 hjúkrunarfræðingar starfandi í
landinu en félagsmenn eru yfir 4.000.
„Við erum enn að tala saman, þó
að hægt gangi. Við leggjum mikla
áherslu á styttingu vinnuvikunnar og
betra starfsumhverfi en tveir þriðju
okkar félagsmanna eru í vaktavinnu.
Við finnum það vel hjá okkar fólki að
það gætir vaxandi óþolinmæði. Samn-
ingar hafa verið lausir síðan í mars og
nú þegar komið er inn í nóvember
hefur ekki nógu mikið gerst á þessu
tímabili,“ segir Guðbjörg.
Sameina deildir vegna skorts
á hjúkrunarfræðingum
Mikið álag á hjúkrunarfræðinga
og eilíf umræða um niðurskurð á
Landspítalanum hefur komið niður á
líðan þeirra og margir horfið til ann-
arra starfa. „Við finnum svo sann-
arlega fyrir þessu og margir hafa leit-
að til okkar með sín mál. En þetta er
ekkert að gerast á einni nóttu, þróun-
in hefur verið svona yfir lengri tíma
vegna fækkunar í stéttinni. Núna er
Landspítalinn til dæmis að sameina
deildir vegna skorts á hjúkrunar-
fræðingum,“ segir Guðbjörg og vísar
til nýlegrar sameiningar krabba-
meinslækningadeildar og blóðlækn-
ingadeildar. „Þetta er ekkert fyrsta
tilfellið og á eflaust ekki eftir að verða
það síðasta ef svona heldur áfram.“
Hún telur að hægt sé að stoppa að
mestu í gatið og koma í veg fyrir
flótta úr stéttinni. Spurð með hvaða
leiðum segir Guðbjörg lausnina liggja
í kröfum félagsins; hækkun grunn-
launa til móts við stéttir með sam-
bærilega menntun eða laun, og stytt-
ingu vinnuvikunnar. Til samanburðar
við hinar Norðurlandaþjóðirnar skili
engir hjúkrunarfræðingar 40 stunda
vinnuviku nema hér á landi. „Allar
rannsóknir hafa sýnt að þar sem er
almennileg mönnun þar helst betur á
hjúkrunarfræðingum og betri þjón-
usta er veitt. Þar er minna um óhöpp,
færri dauðsföll og hjúkrunarfræð-
ingum líður betur. Flest lönd í kring-
um okkur hafa uppgötvað að þetta
borgar sig og þess vegna er til mikils
að vinna. Við erum alltaf að reyna að
plástra sárin og leysa mál til skamms
tíma,“ segir Guðbjörg.
Hún telur að hægt verði að fá
hjúkrunarfræðinga aftur til starfa ef
gengið yrði að kröfum félagsins.
Einnig verði að huga vel að nýliðun
í faginu og sem betur fer sé mikill
áhugi á hjúkrunarfræði í háskól-
unum. Umsóknir um nám hafi verið
fleiri en hægt hafi verið að taka inn,
og það sé lúxusvandamál. Guð-
björg segir styttast í að stór
hópur hjúkrunarfræðinga
fari á eftirlaun. Nú sé
meðalaldur starfandi
hjúkrunarfræðinga um
46 ár.
Telja hægt að stöðva
flóttann úr stéttinni
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ásakanir semsettar hafaverið fram
á hendur einu af
stærstu fyrir-
tækjum landsins,
Samherja, eru al-
varlegar og hafa
eðli máls samkvæmt vakið
mikla athygli og umræður hér
á landi. Reynist ásakanirnar
réttar, og miðað við játningu
eins fyrrverandi starfsmanns
félagsins má ætla að í það
minnsta hluti þeirra sé það, er
um gróft brot að ræða. En
hvort brot átti sér stað, hvers
eðlis það var eða hver eða
hverjir stóðu að því þarf að
rannsaka og eftir atvikum fara
með alla leið innan réttarkerf-
isins. Þó að sjálfsagt sé, og
raunar eðlilegt og nauðsynlegt,
að fjölmiðlar og almenningur
ræði slík mál, þá er það ann-
arra að tryggja að allar hliðar
mála séu rannsakaðar og fella
dóma ef ástæða þykir til.
Eins og stundum vill verða
fer umræðan um víðan völl
þegar slíkur brotsjór skellur á,
en mikilvægt er að reyna að
halda henni við það sem að
málinu snýr í raun og gera
ekki enn meira úr en efni
standa til. Nóg er samt.
Þingmenn þurfa sérstaklega
að hafa þetta í huga því þeir
hafa meira vægi og bera meiri
ábyrgð en hinn almenni maður
í færslu á Fésbók eða við eld-
húsborðið heima hjá sér. Þegar
þeir halda því til dæmis fram
að þetta mál þýði
að Ísland verði al-
ræmt spillingar-
bæli í huga fólks
erlendis er býsna
langt seilst. Um-
fjöllun í erlendum
fjölmiðlum, eða
öllu heldur hve takmörkuð hún
hefur þrátt fyrir allt verið,
bendir ekki til þess að slíkt tal
eigi við nokkur rök að styðjast.
Sem betur fer.
Þá er langsótt í meira lagi
þegar fólk fer að kenna stjórn-
kerfi fiskveiða hér á landi um
meinta mútustarfsemi í Nam-
ibíu. Nærtækara væri að
kenna íslenskum umferðar-
lögum um ofsaakstur Íslend-
ings á erlendri grundu, og
þætti slíkt þó tæpast tækt til
umræðu. Þessi málflutningur
er auðvitað aðeins til marks
um að fólk sést ekki fyrir og er
tilbúið að nota hvað sem er í
pólitískri baráttu. Sú fram-
ganga er ekki til fyrirmyndar,
vægt sagt.
Þetta breytir engu um al-
vöru þess mál sem til umræðu
er og nauðsyn þess að komast
til botns í því. Stjórn fyrir-
tækisins virðist taka málið al-
varlega, sem er mikilvægt. Þar
til bær stjórnvöld verða að
sjálfsögðu að gera slíkt hið
sama og leiða málið til lykta
þannig að yfir vafa sé hafið að
komist hafi verið til botns í
málinu og að gripið hafi verið
til þeirra aðgerða í framhald-
inu sem eðlilegar hafi verið.
Ásakanir á hendur
Samherja verður
að rannsaka ofan
í kjölinn af þar til
bærum yfirvöldum}
Alvarlegt mál
Barack Obama,fyrrverandi
Bandaríkjaforseti,
varaði samflokks-
menn sína fyrir
helgi við afleið-
ingum þess að Demókrata-
flokkurinn myndi halla sér of
langt til vinstri í komandi for-
kosningum. Benti Obama á það
að meðalmaðurinn í Bandaríkj-
unum teldi ekki að það þyrfti að
rífa niður „kerfið“, heldur vildu
margir kjósendur frekar sjá
hægfara umbætur hér og þar.
Þó að orðum forsetans væri
ekki beint að neinum sér-
stökum frambjóðendum var til
þess tekið, að Obama nefndi
sérstaklega heilbrigðiskerfið
og innflytjendamál sem dæmi
þar sem demókratar væru ef til
vill á skjön við vilja meirihluta
Bandaríkjamanna, en bæði
þessi mál hafa verið á oddinum
hjá tveimur frambjóðendum,
öldungadeildarþingmönnunum
Elizabeth Warren og Bernie
Sanders, sem eru bæði á vinstri
kanti Demókrataflokksins og
eiga bæði möguleika í forvali
flokksins á næsta ári.
Varnaðarorð Obama koma
einungis nokkrum
vikum eftir að for-
setinn fyrrverandi
varaði sérstaklega
við því hugmynda-
fræðilega óþoli og
þöggunartilburðum sem margir
á vinstri vængnum, sér í lagi
hinir yngri, hafa tamið sér
gagnvart þeim sem þeir eru
ekki sammála. Þar bendir hann
á að sannleikann sé ekki alltaf
að finna í bergmálshellum á
samfélagsmiðlum, og að heim-
urinn sé langt í frá að vera
svart-hvítur.
Víst er að ætli demókratar
sér Hvíta húsið á næsta ári
gætu þeir gert margt verra en
að huga að orðum Obama og
finna frambjóðanda, sem höfð-
að geti til almennings en ekki
aðeins þeirra sem hæst hafa.
Flest bendir hins vegar til þess
að þeir muni skella skollaeyr-
um við þessum varnaðarorðum
og leita fremur í skotgrafirnar.
Verði sú raunin eru verulega
auknar líkur á að Trump
Bandaríkjaforseti hljóti fremur
náðugt endurkjör – og að eng-
inn í bergmálshellinum muni
skilja af hverju svo fór.
Munu demókratar
hlusta á varnaðar-
orð Obama?}
Hrópað inn í bergmálshellinn
Á
ri fyrir hrun hitti ég einn arkitekta
útrásarinnar, þekktan kaupahéð-
in. Hann sagði mér að margt væri
einstætt við velgengni Íslend-
inga. Til dæmis væru fleiri ríkir
einstaklingar á Íslandi en í Finnlandi. Mér
fannst þetta merkilegt, en gat ekki á mér setið
að spyrja hver væri ríkur í hans huga. Sjálfur
hugsaði ég með mér að sá hlyti að eiga meira
en 500 milljónir króna í augum alvöru-
burgeisa, kannski milljarð. Hvað finnst þér,
lesandi góður? Hvað þarf maður að eiga mikla
peninga til þess að vera ríkur?
Nokkru áður var ég í flugstöðinni á leið til
útlanda, þegar ég sá stóran hóp mógúla sem
allir tengdust einum stærsta auðhring lands-
ins á þeim tíma. Drýgindalegur svipur þeirra
bar með sér að nú væru stórtíðindi í aðsigi.
Skömmu síðar fréttist að erindið var að kaupa prent-
smiðju í Bretlandi fyrir rúmlega tíu milljarða króna.
Þetta kom á óvart. Höfðu stjórnendur félags í fjölmiðla-
rekstri og fjarskiptum einhver not fyrir prentsmiðju eða
vit á prentsmiðjurekstri í Bretlandi?
Svarið var nei við báðum spurningum. Ástæðan fyrir
kaupunum var að af prentsmiðjunni hafði verið mikil bók-
haldsleg framlegð, góð EBIDTA sem kölluð er. Mark-
miðið var að hækka verð fyrirtækisins á markaði, en
stundum eru félög verðmetin sem margfeldi af þessari
framlegð. Þessi viðskipti voru ein hin verstu af mörgum
slæmum á þessum tíma og öll fjárhæðin tapaðist á innan
við tveimur árum. Tímabundin velgengni
fyllti stjórnendurna oflæti, þeir héldu að allt
yrði að gulli sem þeir snertu. Og alltaf þurfti
meira.
Hvað veldur stjórnlausri ágirnd? Af hverju
verða fyrirtæki sem hafa náð góðum árangri
sífellt að víkka út, sölsa undir sig meira og
meira, leita á ný mið? Vald spillir og auður
villir. Ægivald gerspillir og ofurauður tryllir.
Dómgreindin dofnar og ráðvendnin rýrnar.
Ærlegir menn ærast. Öllu skal rutt úr vegi
fyrir meiri völd og meira fé.
Hallgrímur Pétursson orti:
Undirrót allra lasta
ágirndin kölluð er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarnir
sem freklega elska féð.
Auði með okri safna,
andlegri blessun hafna
en setja sál í veð.
Sagt er að lystarstolssjúklingum finnist þeir alltaf vera
feitir. Auðmenn telja sig alltaf vanta meira fé. Víking-
urinn sem ég sagði frá hugsaði sig um og svaraði – auðvit-
að í erlendri mynt: „Maður er ríkur, ef hann á hundrað
milljónir evra.“ Um fjórtán milljarða króna.
En er það nóg?
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Ágirnd vex með evru hverri
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Félag íslenskra hjúkr-
unarkvenna var stofnað 18.
nóvember 1919, fyrir nákvæm-
lega 100 árum. Markmið fé-
lagsins var að koma á fót námi
í hjúkrun hér á landi. Nafni fé-
lagsins var breytt árið 1960 í
Hjúkrunarfélag Íslands en þá
höfðu fyrstu karlmennirnir
gengið í það. Árið 1978 var
stofnað félag háskólamennt-
aðra hjúkrunarfræðinga, sem
höfðu próf frá Háskóla Íslands
en það félag sameinaðist
Hjúkrunarfélagi Íslands 15. jan-
úar 1994 og úr varð Fé-
lag íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Síðan þá hafa fimm
hjúkrunarfræðingar
gegnt formennsku í fé-
laginu. Fyrsti formaður
sameinaðs félags
var Ásta Möller.
Formaður í dag
er Guðbjörg
Pálsdóttir.
Stofnað til að
koma á námi
FÉLAGIÐ 100 ÁRA Í DAG
Guðbjörg
Pálsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Hjúkrun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er 100 ára í dag, 18. nóv-
ember. Félagið hefur verið með lausa kjarasamninga frá 1. mars sl.