Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019 Trú Fríkirkjan er græn og grasrótarvæn, sagði sr. Hjörtur Magni Jóhannsson prestur. Fjölmenni var við hátíðarmessu í Fríkirkjunni í Reykjavík í gær, á 120 ára afmæli safnaðarins. Hari Er ég fletti blöðunum, ný- kominn heim frá útlöndum, rekst ég á viðtal við Skál- holtsbiskup, þar sem hann segir að nú eigi að breyta af- lögðu fjósi á Skálholtsstað í prentminjasafn. Ástæða þess sé sú að fyrsta bókin sem prentuð var á íslensku hafi verið þýdd í Skálholti. Hann getur þess ekki að sú bók, Nýja testamentið, var prent- uð í Hróarskeldu árið 1540. Þess er heldur ekki getið að um svipað leyti keypti Jón biskup Arason á Hólum prentsmiðju sem rekin var á Hólum í hart nær 300 ár og var eina prent- smiðjan í landinu nær allan þann tíma. Hún var að vísu staðsett í Skálholti um 12 ára skeið en helftin af öllu prentverki fyrstu aldanna í prentsögu Íslands er frá Hólum komið. Þess vegna eru bækurnar fornu sem varðveittar eru í Skálholti, og biskupinn segir vera aðra forsendu fyrir prentminjasafni á staðnum, upp til hópa Hólaprent. Nú skal frá því greina, sem mörgum virðist hafa gleymst, að í tilefni af 900 ára afmæli biskupsstóls á Hólum árið 2006, færði ríkisstjórnin Hóladómkirkju veglegt safn Hólaprents að gjöf. Spann- ar það alla sögu prentverksins og var safn sr. Ragnars Fjalars Lárussonar heitins. Hugmyndin var sú að það yrði kjölfestan í prentminja- safni á Hólum, sem þá var unnið að og komið var nokkuð á legg þegar fjár- málahrunið dundi yfir. Það seinkaði þeirri ráðagerð eins og svo mörgu öðru. Ekki má heldur gleyma því að Hólarannsóknin, forn- leifagröfturinn, sem hófst upp úr aldamótum og var þjóðargjöf í tilefni af þús- und ára kristni í landinu, afhjúpaði prentsmiðjuhúsið forna. Upp úr því komu fjölmargir prentmunir sem eru að sjálf- sögðu miklilsvert innlegg í prent- minjasafn. Hvernig væri nú að endur- reisa þetta hús, rétt eins og Auðunar- stofu hina fornu, sem fyrsta áfanga prentminjasafns, sem að sjálfsögðu á hvergi heima nema á Hólum. Ég spyr: Ætlar þjóðkirkjan að hundsa nær 300 ára sögu Hólaprentsins með því að kosta uppsetningu prentminjasafns í Skálholti? Varla verða prentminjasöfnin tvö á hennar vegum. Hvar eru nú gæslu- menn menningar og minja í landinu? Hvar eru varðmenn Hólastaðar? Eftir Jón Aðalstein Baldvinsson »Ætlar þjóðkirkjan að hundsa nær 300 ára sögu Hólaprentsins? Jón Aðalsteinn Baldvinsson Höfundur er fyrrverandi Hólabiskup. Nú dámar mér ekki Kjör eldri borgara eiga margt sam- eiginlegt með kjörum öryrkja, en í þessari grein fjalla ég um kjör eldri borgara. Þessir hópar eiga það sann- arlega skilið að fjallað sé um kjör þeirra og við finnum leiðir til að auka lífsgæði þeirra og bæta afkomu. Á ekkert að gera? Þeir eru ekki margir dagarnir sem ég er ekki minntur á kjör eldri borgara og hvað betur mætti fara til að bæta af- komu þeirra sem lakast hafa það. Ég ætla ekki að ræða hvað hefur verið gert, eða taka samanburð, sýna súlurit eða annað sem flestir hafa fengið nóg af. Það finnst nefnilega flestum að ekkert hafi verið gert. Það er líka rangt. Flest samtölin hefjast með því að sagt er: Á ekkert að gera til að bæta kjör eldri borgara? Og ég spyr: Hvað viltu að verði gert? Nær allir segja: Það þarf að hækka frítekjumarkið og engar skerðingar. Bætir það stöðu þeirra eldri borg- ara sem lökust hafa kjörin? Nei, það gerir það ekki, enda ekkert til að nýta frítekjumarkið, hvorki launa-, lífeyris- né fjármagnstekjur. Hækkum gólfið Ef við ætlum að bæta kjör þeirra þrjú þúsund eldri borgara sem lakast hafa kjörin og draga fram lífið á strípuðum bótum þá hækkum við gólfið hjá þeim hópi. Það einfaldlega eykur mismun á milli hópa ef við eingöngu hækkum frítekjumark. Það bætir kjör þeirra sem eiga lífeyrissjóð, hafa fjármagnstekjur eða hafa starfs- orku og eru á vinnumarkaði. Þeir sem hafa ekkert af þessu sitja einfaldlega alltaf eftir. Er ég þá ekki að segja að all- ir í þeim hópum sem ég nefndi hafi það svo gott, öðru nær. Frítekjuuppbót Hvernig bætum við þá sem draga fram lífið á strípuðum lífeyrisgreiðslum frá TR? Hvernig hljómar það að sá hóp- ur fái launauppbót, frítekjuuppbót sem nemur upphæð frítekjumarks lífeyris- greiðslna eða fjármagnstekna, nú 25.000 kr. á mánuði? Mér sýnist að það geti verið sanngirnismál, en frítekjumark hækkar skerðingar- mörkin á lífeyri Tryggingastofnunar. Lægst launaði hópurinn héldi þá í við þá sem njóta frítekjumarks í stað þess að bilið á milli þeirra ykist. Þessi hugmynd er allavega leið til að hækka þá sem lægstar hafa líf- eyrisgreiðslurnar frá TR án þess að þær greiðslur færu upp allan stigann. Eftir Ásmund Friðriksson »Hvernig hljómar það að sá hóp- ur fái launauppbót, frítekju- uppbót sem nemur upphæð frí- tekjumarks lífeyrisgreiðslna eða fjármagnstekna, nú 25.000 kr.? Ásmundur Friðriksson Höfundur er alþingismaður. Kjör eldri borgara og frítekjuuppbót

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.