Morgunblaðið - 18.11.2019, Page 20

Morgunblaðið - 18.11.2019, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:30-12:30, nóg pláss - Hreyfi- salurinn er opinn milli 9:30-11:30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur - Kraftur í KR kl.10:30, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10, Grandavegi 47 kl.10:15 og Aflagranda kl.10:20 - Félagsvist kl.13:00 - Myndlist kl.13:00 - Kaffi kl.14:30-15:00 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir - Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Boccia með Guðmundi kl. 10. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 10:30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s. 535-2700. Dalbraut 18-20 Brids kl.13 Dalbraut 27 Píla kl. 14 í Parketsal. Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30- 10:30. Jóga með Carynu kl. 8:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Jóga með Ragnheiði kl. 11:10. Hádegismatur alla virka daga kl. 11:30-12:20 og kaffi kl. 14:30-15:30. Jóga með Ragnheiði kl. 12:05. Tálgun – opinn hópur kl. 13:00-16:00. Frjáls spilamennska 13:00. Liðleiki í stólum 13:30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga kl. 10. Byrjendanámskeið í Línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30. Myndlistarnámskeið kl. 12:30-15:30. Foreldrastund kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8:30. Núvitund kl. 10:30. Silkimálun kl. 12:30. Göngutúr um hverfið kl. 13:00. Handaband kl. 13:00. Bridge kl. 13:00. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13:10-13:30. Skák kl. 14:00. Handavinnuhópur hittist kl. 15:30. Á morgun kl. 15:00 verður Guðrún Eva rithöfundur með bókaspjall á Vitatorgi. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Vatnsleikf. Sjál kl.7:10/7:50/15:15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9:30. Kvennaleikf Ásg. kl.11:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Zumba salur Ísafold. kl. 16:15 Gerðuberg 3-5 r Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Qigong 10:00-11:00 Leikfimi Helgu Ben 11:00- 11:30. Kóræfing kl. 13:00-15:00. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia æfing, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 16.30 Kóræfing hjá Söngvinum, kl. 19.00 Skapandi skrif. Gullsmára Postulínshópur kl. 9.00. Jóga kl. 9.30 og 17.00. Handavinna og Bridge kl. 13.00. Félagsvist kl. 20.00. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9 – 14. Jóga kl. 10:00 – 11:00. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12:30-14:00. Prjónaklúbbur kl. 14:00-16:00. Námskeið í olíumálun kl. 14:00-18:00, nokkur sæti laus. Námskeiðið kostar 5.500 kr, litir og pennslar á staðnum en striga þarf að koma með. Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl 8.00-12.00 Myndmennt kl 9.00 Ganga í Haukahúsi kl.10.00 Gaflarakórinn kl 11.00 Félagsvist kl 13.00 Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Dans í Borgum kl. 11 og skartgripagerð í Borgum kl. 13:00 í dag. Félagsvist í Borgum kl. 13:00 og tréútskurður kl. 13:00 á Korpúlfsstöðum í umsjón Gylfa. Kóræfing Korpusystkina kl. 16:00 í dag í Borgum undir stjórn Kristínar Guðmundsdóttir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11, trésmiðja kl.13-16, gönguhópurinn kl.13.30, bíó í betri stofunni kl.15.30.Uppl í s.4112760. Selfoss kl.09:00 Glerlist, Kl.09:30 Fornsögulestur, Kl.10:00 Gönguhópur kl.10:30 Krossgátukaffi, kl.11:10 Qigong, kl.13: Handavinna, Kl.13:30 Útskurður, kl.16:30 Útskurður. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard SElinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Skráning hafin á "Gaman saman" sem verður í salnum á Skólabraut fimmtudaginn 28. nóvember milli kl. 17.00 og 19.00. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20 -ZUMBA Gold framhald kl. 10.30 -STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30 umsjón Tanya. Enska námskeið kl. 12.30 og 14.30 leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir. FINNA.is mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Árni IngimarHelgason fæddist 11. nóv- ember 1935 á Kömbum við Reyð- arfjörð. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. nóv- ember 2019. Foreldrar hans voru Helgi Guðna- son, f. 24. desem- ber 1904, d. 7. jan- úar 1988, og Soffía Arnþrúður Ingimarsdóttir, f. 26. mars 2012, d. 1. nóvember 1979. Systkini Árna eru: Bragi, f. 26. apríl 1931, d. 10. apríl 2019, Hulda Ingimars, f. 12. júlí 1934, d. 4. janúar 2006, stúlka, f. 27. eru Þórunn, f. 1976, börn Unnar Hafberg, f. 2002, og Heiðrún Helga, f. 2008, Unnar Að- alsteinn, f. 1980, dóttir Una Marine, f. 2006, og Elín Inga, f. 1990, dóttir Hildur, f. 2019 2) Oddný Friðrikka, f. 27. ágúst 1957, maki Gunnar Páll Jóa- kimsson, f. 1954, þeirra börn eru Arnar, sonur Dagur, f. 2019, og Björg, f. 1994 3) Þuríður, f. 22. maí 1959, maki Sigurður Skúli Bergsson, f. 1959, þeirra börn eru Einar Oddur, f. 1983, börn Ernir Ingimar og Elín Sig- urbjört, f. 2016, og Árni Bergur, f. 1989, börn Arnar Breki, f. 2015, og Arndís Björk, f. 2018 4) Soffía, f. 11. janúar 1962, maki Hafsteinn B. Sveinbjörnsson, f. 1972, börn Soffíu eru Soffía Arnþrúður, f. 1987, og Magnús Þór, f. 1994, 4) Helgi Mar, f. 19. júní 1972, maki Íris Björns- dóttir, f. 1973, þeirra börn eru Marín, f. 2002, Sæunn, f. 2005, og Hafrún Birna, f. 2009. Árni ólst upp á Þórshöfn og lauk skyldunámi þar og gagn- fræðaprófi frá Laugum í Reykjadal. Hann stundaði nám við Stýrimannaskólann og lauk skipstjórnarréttindum þaðan. Hann bjó og vann allan sinn starfsferil sem skipstjóri og út- gerðarmaður á Þórshöfn þaðan sem hann og eiginkona hans gerðu út nokkra báta gegnum starfsævina. Útgerðarferill Árna spann- aði um 57 ár og landaði hann afla í velflestum höfnum lands- ins á sínum sjómannsferli. Síð- ustu árin bjó Árni að mestu í Hafnarfirði en átti áfram og dvaldi af og til á heimili þeirra hjóna á Ingimarsstöðum á Þórs- höfn. Útför Árna fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 18. nóvember, kl. 15. Jarðsett verður frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 15. október1936, d. 28. október 1936, Guðni, f. 27. októ- ber 1936, d. 21. nóv- ember 1936, Guðný Jónína, f. 10. des- ember 1938, og Oddný Friðrikka, f. 22. ágúst 1947, d. 23. ágúst 1996. Árni kvæntist ár- ið 1957 Þórunni Marín Þorsteins- dóttur, póst- og símstöðv- arstjóra á Þórshöfn, f. 22. nóv- ember 1937, d. 16. desember 2011. Börn þeirra eru: 1) Unnur, f. 24. maí 1956, d. 26. ágúst 2019, maki Guðmundur Hólm Indriðason, f. 1954, börn Unnar Elsku pabbi hefur kvatt þennan heim saddur lífdaga og mikill er söknuðurinn. Ég átti góða og gleðiríka æsku í litlu sjávarþorpi með miklu frjáls- ræði. Pabbi kom að uppeldinu eins og tíðkaðist hjá sjómönnum í þá daga. Hann hafði ekki mikil afskipti af daglegu lífi barna sinna, heimalærdómi eða tóm- stundum. Mamma sá um það. En þegar í land kom fylgdist hann grannt með og setti reglur sem mér fundust á þeim tíma óþolandi. Heim kl. 22:00, bann- að að fara á ball á Bakkafjörð eða Raufarhöfn. Og maður hlýddi (eða ekki). Þegar litið er til baka þá voru þessar reglur eingöngu til góðs. Stutt var í húmorinn hjá pabba og var hann tryggur vin- um sínum, traustur og heiðar- legur maður í viðskiptum. Pabbi lagði alltaf áherslu á að við systkinin menntuðum okkur og fengum við þar mikinn stuðning og hvatningu hjá báðum for- eldrum okkar og þökkum við það. Á tilfinningasviðinu var pabbi ekki maður stórra orða en traust handtak með stórri lúku var hans leið til að sýna okkur ástúð. Hann fylgdist náið með barnabörnunum, enda skrápur- inn orðinn mýkri með aldrinum, og var þeim góður og hlýr afi. Ég var svo heppin að vera með honum til sjós sem háseti og kokkur. Þar kynntist ég líka annarri og skemmtilegri hlið á honum en hann átti það samt til um borð að reka mig í koju ef ég glápti of lengi á videóið með strákunum. Lífið var honum erfitt eftir að mamma dó 2011 og enn erfiðara var fyrir hann að kveðja Unni, elstu dóttur sína, fyrir rúmum tveimur mánuðum. Við áttum góðan tíma saman síðustu ár, margar sjóarasögur hef ég heyrt á þessum tíma sem ég mun geyma í hjarta mér og ylja mér við. Ég veit að það er vel tekið á móti pabba þegar hann siglir í síðustu höfn. Hvíl í friði, elsku pabbi, og takk fyrir einstaka samfylgd. Þín Soffía. Árni Ingimar tengdafaðir minn lést á bráðadeild Land- spítalans í Fossvogi aðfaranótt laugardagsins 9. nóvember sl. eftir stutta innlögn tveimur dögum fyrir áttatíu og fjögurra ára afmæli sitt. Árni bjó alla tíð á Þórshöfn á Langanesi nema allra síðustu árin sem hann bjó í Hafnarfirði. Hann giftist tengdamóður minni Þórunni Þorsteinsdóttur frá Þórshöfn árið 1957. Þórunn lést árið 2011. Árna og Þórunni varð fimm barna auðið en Unn- ur sem var elst barnanna lést fyrir um tveimur mánuðum. Árni lagði ungur fyrir sig sjó- mennsku sem hann gerði að ævistarfi sínu. Hann var skip- stjóri á eigin skipum um ára- tuga skeið og átti alla tíð farsæl- an útgerðarferil. Síðustu árin áður en hann lét af störfum stundaði hann trilluútgerð og lagði þá upp þar sem best aflað- ist hverju sinni. Kynni okkar Árna hófust fyr- ir um fjórum áratugum þegar við Þuríður dóttir hans höfðum kynnst og hafið sambúð. Á þess- um tíma var Árni um fimmtán árum yngri en ég er núna. Með okkur Árna tókst fljótlega mikil vinátta sem átti eftir að styrkj- ast eftir því sem árin liðu. Við Árni áttum sameiginleg áuga- mál sem voru veiðar bæði á fugli og fiski. Um árabil stunduðum við ásamt fleirum úr fjölskyld- unni laxveiðar í Sandá í Þistil- firði þar sem við áttum margar góðar og eftirminnilegar stund- ir saman. Þá áttum við í gegnum árin margar ánægjulegar sam- verustundir sunnar á hnettinum í heitara loftslagi en hér á landi. Árni var traustur maður, maður orða sinna og vinur vina sinna. Blessuð sé minning hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum) Sigurður Skúli Bergsson. Nú hefur elsku Addi afi kvatt þennan heim. Afi var einstakur maður og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allar góðu minn- ingarnar sem ég mun geyma. Síðustu ár hafa samverustund- irnar okkar einkennst af fót- boltaáhorfi og veðurfregnum en ég ylja mér sérstaklega við góðu minningarnar frá Þórshöfn. Ég man þær stundir sem við krakk- arnir fórum á bryggjurúntinn með afa og ef við földum okkur vel þá máttum við vera í skott- inu á bílnum. Hann tók okkur stundum út á sjó og við vorum með stjörnurnar í augunum hvað afi var mikið hörkutól. Ég mun aldrei gleyma þeim dýrmætu stundum sem við átt- um saman á Þórshöfn. Það er góð og gild ástæða fyrir því að í mínum huga er Ingó besti stað- ur í heimi. Eftir að elsku Didda amma dó breyttist allt og síð- ustu ár hafa verið erfið. Ég trúi því að nú sé afi kominn á betri stað og hafi það notalegt með ömmu og Unni og að þau fylgist með okkur. Takk fyrir allt, afi minn. Þín verður sárt saknað. Ég mun ávallt halda heiðri þínum á lofti og skal jafnvel halda örlítið með Liverpool, bara fyrir þig. Björgin þín, Björg Gunnarsdóttir. Afi var yndislegasti karl sem við höfum kynnst. Hann var hlýr og góður við alla í kringum sig. Það verður mjög skrýtið að geta ekki farið í heimsókn til hans í Miðvanginn, með bakk- elsi og horfa á Liverpool-leiki með honum. Það verður skrýtið að hafa hann ekki hjá okkur á jólunum, þar sem við munum ekki eftir jólum án hans. Afi passaði vel upp á að það væri alltaf til ís í frystinum hjá hon- um þegar við komum í heim- sókn. Þótt hann spjallaði ekki alltaf mikið fundum við ætíð fyr- ir hlýju frá afa og okkur leið mjög vel með honum. Afi tók alltaf á móti okkur með brosi þegar við komum í heimsókn. Afi elskaði að fara á bryggju- rúnt og þegar enginn vissi hvar hann væri þá var fyrst leitað á bryggjunni eða á Pylsubarnum, þar fundum við hann alltaf. Afi var stór hluti af okkar lífi og við munum sakna hans alla daga. Takk fyrir allt, afi. Marín, Sæunn og Hafrún Birna. Árni Ingimar Helgason Elsku besta tengdamóðir og amma drengjanna minna, nú er komið að kveðjustund. Fyrst þegar ég og Ingvar vorum að byrja saman bjó hann hjá þér og ég varð strax vör við hversu náin þið voruð. Þú varst lokuð manneskja og ég upplifði það dálítið sem þú hefðir lítinn áhuga á að kynnast mér fyrr en þú vissir að ég væri komin til að vera. Fljótlega fór- um við þó að kynnast betur og þá komst ég að því hversu góð, yndisleg og sterk kona þú varst. Þú varst alltaf hörkudugleg og Ragnheiður Jónsdóttir ✝ RagnheiðurJónsdóttir fæddist 26. apríl 1954. Hún lést 30. október 2019. Útför Ragnheið- ar fór fram 9. nóv- ember 2019. ég hef heyrt marg- ar sögur frá því þegar þú bjóst í Bolungarvík, allir muna eftir Röggu í sjoppunni. Fyrsta árið hjá mér í fjölskyldunni dáðist ég að því hvað þú varst dug- leg að fara um helg- ar í sumarbústaðinn þinn í Þykkvabæn- um. Ég man hvað þér fannst alltaf mikið drasl inni í herbergi hjá okkur og því langaði mig oft að reyna að gera eitthvað fyrir þig heima við á helgum, eins og að þrífa eða þvo þvottinn. Það er mér sérstaklega minnisstætt hvað þér fannst þægilegt að svunturnar fyrir vinnuna væru hreinar þegar þú komst til baka úr bústaðnum. Þegar við Ingvar fórum að búa sjálf hringdir þú oft í hann bara til að heyra í honum, við komum líka oft í heimsókn því það var auðfundið að þið sökn- uðuð hvort annars. Þegar ég rakst á auglýsingu um sveinspróf í vélvirkjun, sem Ingvar var ekki búinn að taka á þeim tíma, hringdi ég í þig til að fá þig til að hjálpa mér að ýta aðeins við honum að fara að klára það. Ég bjóst þó ekki við að þú myndir hringja beint í yfirmann hans og hella þér yfir hann, af hverju hann hefði nú ekki verið hvattur til að klára námið. Það er skemmst frá því að segja að Ingvar tók sveins- prófið í kjölfarið. Svona varst þú alltaf, ekkert að hugsa hlutina of mikið heldur bara framkvæma strax, annars var bara eins gott að sleppa því! Synir okkar Ingvars hafa allt- af verið hændir að þér og við reyndum að vera dugleg að heimsækja þig. Einnig fórum við fjölskyldan oft í sumarbústaðinn til þín og eigum við margar góð- ar minningar þaðan. Eftir að þú veiktist meira flutti þú til okkar fjölskyldunnar á efri hæðina hjá okkur. Báðum strákunum þótti mjög notalegt að fara upp til ömmu og báðu oftast um að fara upp þegar þeir komu heim eftir leikskóla og skóla. Mér fannst þeir vera að trufla þig en þú sagðist ekki vilja að ég bannaði þeim að koma heldur myndir þú frekar senda þá niður. Samband ykkar Guðjóns, yngri sonar okkar, var einkar náið. Hann bað oftast um að fara beint upp til ömmu eftir leik- skóla og eyddi þar löngum stundum. Þér þótti svo notalegt að hafa hann hjá þér, en þá var alltaf sagt „amma ég er svang- ur“ eða „amma áttu ís“? Auðvit- að reddaði amma því alltaf, oft- ast þegar ég kom upp að láta vita að það væri matur var verið að horfa á einhverja vitleysu sem hann hafði valið og amma sagði alltaf já. Það er erfitt að kveðja þig en við vitum að þú ert komin á betri stað. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allar yndislegu stundirnar sem við höfum átt saman. Við elskum þig og þín verður sárt saknað. Heiða Björk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.