Morgunblaðið - 21.11.2019, Side 4

Morgunblaðið - 21.11.2019, Side 4
„Það má vel vera að nefndin ræði þetta áfram. Ég er ekki á þeim vett- vangi en mér finnst fullkomlega eðli- legt að þingið kalli framkvæmda- valdið fyrir sig þegar svona er og ræði með málefnalegum hætti um þá stöðu sem uppi er og þau málefni sem undir eru,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbún- aðarráðherra, eftir fund atvinnu- veganefndar Alþingis í gær. Kristján var kallaður fyrir nefndina að ósk Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þing- manns VG, en á fundinum var rætt um Samherjamálið og áhrif þess á ís- lenskan sjávarútveg. „Mér fannst mjög gott að fá tækifæri til þess að mæta fyrir nefndina. Þetta var tæki- færi bæði fyrir nefndarmenn til þess að spyrja og mig þá að svara,“ sagði Kristján enn fremur. Rósa sagði fundinn hafa verið gagnlegan en nokkur atriði væru óljós. „Til að mynda er óljóst ná- kvæmlega hvernig eigi að útfæra fyrirhugað samstarf við Mat- vælastofnun SÞ og sömuleiðis er ým- islegt líka óljóst varðandi það gagnsæi sem boðað er. Mér finnst líka að það mættu vera skýrari línur þegar kemur að hæfni ráðherra til þess að takast á við þetta mál og halda utan um málefni Samherja.“ hjortur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gagnlegur fundur en ýmislegt óljóst  Sjávarútvegsráðherra sat fyrir svörum hjá atvinnuvegaþingnefnd  Gott tækifæri, segir ráðherra 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Ve rð m. v. 7n æt ur áA pa rtm en ts Pa ra de ro Iþ an n1 4. jan úa r2 02 0. 595 1000 .7 næ tur A ar tm en ts Pa ra de ro Iþ a Janúar útsala! Tenerife og Gran Canaria NÁNAR Á HEIMSFERDIR.IS Flug frá kr. 39.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri Verð frá kr. 62.945Flug og gistingm.v. 2 fullorðna Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta eru uppörvandi og ánægjuleg- ar fréttir og staðfesta það sem okkar framleiðendur hafa fundið vel fyrir á síðustu mánuðum og misserum. Okk- ar vara er eftirsótt og viðurkennd sem gæðavara,“ segir Einar K. Guð- finnsson sem starfar að fiskeldismál- um hjá Samtökum fyrirtækja í sjáv- arútvegi, SFS. Tilefnið er frétt frá Danmörku um að fyrirtæki sem rek- ur salatbari hafi skipt norskum laxi út fyrir íslenskan lax frá Arnarlaxi. Framkvæmdastjóri Wedofood í Kaupmannahöfn, Andreas Moi Bo- ros, sem rekur sex salatbari sagði í samtali við danska viðskiptablaðið Børsen og norska vefritið iLaks að fyrirtækið telji að framleiðsla á Ís- landi fari fram við sjálfbærari að- stæður en í Noregi og nefnir sérstak- lega að notkun jarðhita við seiðaeldið dragi úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda. Áður hefur Wedofood skrif- að að laxinn í kvíunum hjá Arnarlaxi hafi gott rými til að hreyfa sig. Þá sé minna um laxalús á Íslandi en í Nor- egi. Þessu mótmælir talsmaður Sjømat Norge sem eru hagsmunasamtök í norsku laxeldi, í samtali við iLaks. Segir að flestir viti að lax sé fram- leiddur á sama hátt á Íslandi og í Noregi og kolefnisfótspor framleiðsl- unnar jafn lítið í báðum löndum. Bendir hann á að norskir laxafram- leiðendur séu í efstu sætum lista yfir sjálfbærni próteinframleiðanda í heiminum. Einar segir að fréttin frá Kaup- mannahöfn sé í samræmi við upplifun starfsmanna íslensku fyrirtækjanna. Þeim hafi verið tekið tveim höndum á mörkuðum, bæði vestanhafs og í Evrópu. „Það er til marks um að þrátt fyrir að við séum ekki stórir á þessum markaði hefur okkur tekist að marka okkur stöðu sem framleið- endur góðrar vöru. Það skiptir mestu máli hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma.“ Fá hærra verð fyrir afurðirnar Einar vekur athygli á því að danski veitingamaðurinn segist tilbúinn til að greiða hærra verð fyrir íslenska laxinn vegna þess að hann sé sjálf- bær, holl og góð afurð. Íslensku laxeldisfyrirtækin virðast vera að fá gott verð fyrir afurðir sín- ar. Þau eru að hefja útflutning til Kína og fá þar hærra skilaverð en í Evrópu vegna fríverslunarsamnings Íslands og Kína. Þá kom fram hjá greiningarfyrirtækjum þegar við- skipti voru að hefjast með hlutabréf Arnarlax á NOTC-markaðnum í kauphöllinni í Ósló að afurðaverð þess væri hærra en skráð meðalverð norsku fyrirtækjanna. Það var skýrt að hluta með því að Arnarlax var að selja heldur stærri lax en norsku fyrirtækin. „Við erum litlir í heildarsamhengi laxeldis í heiminum en ég tel að okk- ar tækifæri liggi í sérstöðu, meðal annars á sviði gæðanna,“ segir Ein- ar. Íslenskan lax frekar en norskan  Fyrirtæki sem rekur salatbari í Kaupmannahöfn skipti norskum laxi út fyrir íslenskan  Talsmaður fiskeldis segir að íslensku fyrirtækjunum hafi tekist að marka sér stöðu sem framleiðendur góðrar vöru Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lax Gott verð fæst fyrir stóran lax ytra. Danir eru komnir á bragðið. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég vona að það verði engum spurn- ingum ósvarað eftir þennan fund. Það hefur aldrei verið ætlunin hjá sveitarfélaginu að troða þessu máli í gegn með valdi,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra. Sveitarstjórn Rangárþings ytra heldur opinn kynningar- og sam- ráðsfund vegna uppbyggingar ferða- þjónustu á jörðunum Leyni 2 og 3 í kvöld. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20. Morgunblaðið hefur fjallað ítar- lega um áformin að Leyni en mikillar óánægju hefur gætt með þau meðal hagsmunaaðila á svæðinu. Umfang uppbyggingarinnar hefur verið gagnrýnt sem og að uppbygging hafi hafist án þess að tilskilinna leyfa hafi verið aflað. Malasíumaðurinn Loo Eng Wah hefur lýst því yfir í viðtali við blaðið að fullur vilji sé fyrir því hjá sér og fjárfestum að baki verk- efninu að það sé gert í góðu samráði við fólk á svæðinu. Í nýrri tillögu að deiliskipulagi hafa verið gerðar breytingar á áformum Loo og eru þau talsvert smærri í sniðum nú. Til að mynda hefur verið ákveðið að umdeild hjól- hýsi á svæðinu verði fjarlægð. „Hjólhýsin fara. Þau hafa valdið miklum usla,“ segir Haraldur Birgir. „Þeir tóku ákvörðun um að byggja frekar lítil hús á tjaldsvæðinu. Það er mun betra í alla staði, sérstaklega er snýr að eldvörnum og öllu sem við kemur öryggi. Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir hann. Á fundinum í kvöld mun fulltrúi framkvæmdaaðila fara yfir áform Loo og félaga. Í kjölfarið munu fulltrúar sveitarstjórnar og skipulagsnefndar auk framkvæmda- aðila sitja fyrir svörum. Hjólhýsi Loo víkja á Leyni  Opinn samráðsfundur vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Leyni  Áformin minni í sniðum í nýrri skipulagstillögu Morgunblaðið/Hari Á Leyni Loo Eng Wah hefur breytt upphaflegum áformum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.