Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 12
Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ámannamótum ogskemmtunum hef ég alltafreynt að fá fólk til þess aðsyngja með,“ segir Ómar
Þ. Ragnarsson fréttamaður. Hann
verður með söngstund í Hannesar-
holti við Grundarstíg í Reykjavík á
sunnudag um næstu helgi, 24. nóv-
ember, kl. 14. Hefð er komin á
skemmtanir þar á sunnudögum yfir
vetrartímann. Þær bera heitið
Syngjum saman þar sem fólk mætir
og tekur lagið undir forsöng tón-
listarfólks.
Skemmt landanum
með söng og sögum
Af þeim sem leitt hafa sönginn á
síðustu misserum eru til dæmis
Svavar Knútur, Jóhann Vilhjálmsson
og Haukur Heiðar Ingólfsson með
sonum sínum. Og nú er röðin komin
að Ómari Ragnarssyni, sem hefur
skemmt landanum með söng og sög-
um í sextíu ár og er höfundur mikils
fjölda söngtexta og laga sem þorri
þjóðarinnar kann.
Aðspurður kveðst Ómar ekki
hafa tölu á þeim textum og lögum
hans, sem hafa til dæmis farið á
hljómplötur eða verið gefnir út með
öðrum móti. „Gætu kannski verið í
kringum 5-800, en ef allt er tínt til má
kannski þrefalda töluna,“ segir Óm-
ar, sem mun syngja með undirspili
og söng af tölvu. Textunum, sem eru
bæði nýir og gamlir, verður jafn-
harðan varpað upp á stóran skjá. Því
ætti enginn að vera rekinn á gat í
textunum, sem yfirleitt eru við söng-
væn lög með grípandi laglínum og
ekkert mál að syngja með. Má sem
dæmi nefna Óbyggðaferð, Þrjú hjól
undir bílnum og La Vie en rose og
Wéll Meet Again með íslenskum
textum. Einnig stendur til að varpa á
skjáinn tveimur myndskreyttum
lögum.
Vantaði texta á stundinni
„Hannesarholt hlúir að innsta
kjarna íslenskrar menningar: söng-
hefðinni og býður upp á samsöng fyr-
ir alla, unga sem aldna,“ segir á vef
samkomustaðarins, sem á síðustu
misserum hefur verið vettvangur
margra skemmtilegra viðburða.
„Það er afar misjafnt hve langan
tíma það hefur tekið fyrir mig að
setja saman texta,“ segir Ómar. „Allt
frá 5-10 mínútum upp í áratugi.
Fyrir hálfri öld samdi ég textann
Fátt er svo með öllu illt, sem systkin-
in Ellý og Vilhjálmur sungu. Svavar
Gests, útgefandi plötunnar, hringdi í
mig og sagðist vanta texta við eitt
lagið á plötunni alveg á stundinni.
Þetta væri eina lagið sem eftir væri
að syngja. Ég hugsaði með mér:
Þetta er ferlegt, en ef þetta er hægt
verður tímakaupið hátt. Já fátt er
svo með öllu illt að ei boði gott – og,
viti menn, datt þar með óvart niður á
yrkisefnið, sem tókst að klára á tíu
mínútum og hefur lifað bara bæri-
lega. Síðan hefur stundum tekið ára-
tugi að útfæra hugmyndir að textum
eins og Íslensku konunni við lag Billy
Joels og Ó, þessi ár með þér við lagið
Those Were the Days, en síð-
arnefnda lagið verður sungið á
sunnudaginn. Sum lög eru þess eðlis
að það þarf sérstakar aðstæður eða
stemningu til þess að textar við þau
spretti allt í einu fram. “
Söngvænt og með
grípandi laglínum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skemmtimaður Ómar Þ. Ragnarsson hefur glatt þjóðina með lögum, text-
um og fréttum í áratugi. Stundum eru tilþrifin á sviðinu mikil.
Sungið með! Ómar
Ragnarsson í Hannesar-
holti um næstu helgi með
eigin texta og lög sem all-
ir kunna. Hefur samið
hundruð ef ekki þúsundir
texta. Stemning og sér-
stakar aðstæður.
Valgerður Guðmundsdóttir fékk á
dögunum Súluna, menning-
arverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir
framlag sitt til menningarmála í bæn-
um. Valgerður starfaði sem menning-
arfulltrúi frá 2000 fram á þetta ár
Verðlaunagripurinn er silfursúla
eftir listakonuna Elísabetu Ásberg.
Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt
hafa vel við menningarlíf sveitarfé-
lagsins og var þetta í tuttugasta og
þriðja sinn sem Súlan var afhent.
Kjartan Már Kjartansson bæj-
arstjóri afhenti verðlaunin við athöfn
og þakkaði Valgerði hennar kraft-
miklu og óeigingjörnu störf í þágu
bæjarfélagsins sem hefðu átt stóran
þátt í því að festa Reykjanesbæ í
sessi sem menningarbæ meðal ann-
ars með stofnun Listasafns, upp-
byggingu Duushúsanna, Hljómahallar
og með Ljósanótt sem Valgerður hef-
ur stýrt styrkri hendi.
Reykjanesbær
Viðurkenning
til Valgerðar
Menning Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur og Valgerður Guðmunds-
dóttir saman á góðri stundu.
Bókin sem bókmenntaelítan
hafnaði árið 1994 á meira erindi
en nokkru sinni á MeToo-tímum.
Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar 2019. Heillandi
og hófstillt verk þar sem hugsanir
um æsku og elli vega salt.
Münchhausen Íslands en líka
einstaklega nákvæmur sagnaritari
sem gefur okkur innsýn í fyrri
tíma. Naívistinn slær hér ein-
stakan tón fegurðar og tærleika.
Ekki raunasaga og ekki grátsaga.
Þetta er sannsaga – lífssaga.
Einstakar sögur af íslensku sauðkindinni
Fréttablaðið, ÓKP 31. október 2019
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur.
Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er
hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og
mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir
hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum,
köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
Vínarborg og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.