Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Á dögunum var gengið frá sam- komulagi um að Síminn yrði áfram einn af máttarstólpum Borgarleik- hússins. Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans, og Kristín Ey- steinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleik- hússins, skrifuðu undir samninginn. Á síðasta leikári var samstarfið einkar gott og sást það best í heim- ildarþáttum sem Sjónvarp Símans gerði um söngleikinn Matthildi í mars 2019. Það er von beggja aðila að hægt verði að þróa samstarfið enn frekar á yfirstandandi leikári með það að markmiði að gera enn betur, segir í tilkynningu. Borgarleikhúsið Síminn er stólpi Undirritun Hildur Björk Hafsteins- dóttir, t.v., og Kristín Eysteinsdóttir. Fræðimenn frá fjölda landa á norð- urslóðum koma saman til ráðstefnu um loftslagsmál sem haldin verður á Höfn í Hornafirði á morgun. Saman starfa þeir að verkefninu CLIMATE, hvar leitast er við að finna lausnir til að takast á við áhrif loftslagsbreyt- inga. Vettvangurinn er því góður til þess að miðla þekkingu á milli landa. Meðal annars verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á starfsemi Vatna- jökulsþjóðgarðs. Höfn í Hornafirði Ræða loftslag Nú í vikunni fengu tvær verslanir Krónunnar, það er við Rofabæ í Reykjavík og Akrabraut í Garðabæ, vottun Svansins, sem er umhverf- ismerki Norðurlandanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverf- isráðherra veitti viðurkenninguna, en þetta er í fyrsta sinn sem verslanir á Íslandi fá þennan eftirsótta stimpil. Meðal aðgerða í Krónunni í þágu umhverfisins, er aukið framboð vara með lífræna vottun. Hollusta hefur verið gerð sýnilegri, sælgæti hefur verið fært frá afgreiðslukössum, matvörur sem nálgast síðasta sölu- dag eru seldar á lágu verði og brauð sem ekki selst fer í dýrafóður. Nýjar verslanir hafa verið hannaðar með orkusparnað að leiðarljósi og umhverfisvænni kælikerfi. Dregið hefur verið úr plastnotkun með því að auka úrval af fjölnota burð- arpokum til muna en auk þess voru tekin skref til að færa ferska kjötvöru úr plastbökkum yfir í umbúðir úr að- greinanlegum pappa og plastfilmu. Fyrirtækið hefur dregið umtalsvert úr úrgangi, svo sem pappír og pappa „Við hjá Krónunni erum ákaflega stolt af því að vera með fyrstu mat- vöruverslanirnar sem fá Svansvottun á Íslandi,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirs- dóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Umhverfisvottun Norðurlandanna Svanurinn er kominn í Krónuna Svanir Guðmundur Ingi Guðbrands- son ráðherra og Hjördís Elsa Ásgeirs- dóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Forvarnir eru mikilvægar og erung- og smábarnaverndinein sú mikilvægasta. Mark- mið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufars- skoðunum ásamt stuðningi og heil- brigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra. Áhersla er lögð á stuðning við fjöl- skylduna og er mikilvægt að upp- götva frávik í heilsufari og þroska sem fyrst og gera viðeigandi ráðstaf- anir. Ekki er síður mikilvægt að bólusetja börnin á réttum aldri til að koma í veg fyrir að þau smitist af al- varlegum smitsjúkdómum. Útveguðu nauðsynjar Ung- og smábarnavernd hefur verið í boði á Íslandi í meira en eina öld, en Hjúkrunarfélagið Líkn var stofnað 1915 að frumkvæði Christophine Bjarnhéðinsson hjúkr- unarkonu. Líkn var framsýnt félag kvenna og fólst starfsemin í heima- hjúkrun, aðstoð við fátæka, berkla- vernd, mæðravernd og ung- barnavernd. Árið 1927 hóf Líkn skipulagða ungbarnavernd í Templarasundi 3 í Reykjavík og gátu mæður komið þangað með börn sín og fengið lækn- isskoðun og leiðbeiningar um með- ferð ungbarna endurgjaldlaust. Hjúkrunarkonur fóru í heimavitj- anir frá fæðingu barns til sex mán- aða aldurs. Það var mikil fátækt á þessum tíma og útvegaði ung- barnaverndin mjólk, lýsi, matvörur, fatnað, barnarúm og fleiri nauðsynj- ar til fátækra fjölskyldna. Einnig var boðið upp á ljósböð fyrir börn sem þrifust illa, voru með langvarandi kvef eða beinkröm. Standa vörð um góðan árangur Ungbarnadauði var algengur á þessum árum vegna smitsjúkdóma sem gengu yfir landið en vegna góðrar þátttöku í almennum bólu- setningum barna þá sjást þeir varla núorðið hér á landi og hefur Ísland verið um árabil með einn minnsta ungbarnadauða í Evrópu. Það er mjög mikilvægt að standa vörð um þennan góða árangur sem við höf- um náð hér á landi. Tryggja þarf áframhaldandi góða þátttöku í bólusetningum til að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og alvarlegar afleiðingar þeirra. Það hefur margt breyst síðan Hjúkr- unarfélagið Líkn hóf sín störf, en ung- og smábarnaverndin byggist enn á þessum grunni og er enn í dag öllum foreldrum að kostnaðarlausu. Hjúkrunarfræðingar fara ennþá í heimavitjanir og koma foreldrar síð- an í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir og hitta lækni og hjúkrunarfræðing sem fylgir fjöl- skyldunni næstu árin. Lögð er áhersla á að efla þekkingu og styrkja færni foreldra í nýjum aðstæðum og fylgst er með þroska barna frá fæð- ingu til skólaaldurs. Skimað er fyrir þunglyndi og kvíða hjá mæðrum fyr- ir og eftir fæðingu og boðið upp á viðtöl við hjúkrunarfræðinga, heim- ilislækna og sálfræðinga. Árangursrík heilsuvernd Á fyrstu árum ævinnar er lagður grunnur að framtíð einstaklingins og eru hjúkrunarfræðingar og læknar í ung- og smábarnavernd í einstakri aðstöðu að veita foreldrum ráðlegg- ingar og stuðning. Vert er að hafa í huga að árangursrík heilsuvernd barna á heilsugæslustöðvum er ein besta leiðin til að draga úr kostnaði vegna heilsufarsvanda síðar meir. Á heilsuvera.is má finna fræðslu- efni um þroska, heilsu og umönnun barna. Á síðunni má sömuleiðis finna myndbönd um tengslamyndun, vel- líðan leikskólabarna og tannhirðu. Hægt er að leita ráða hjá hjúkr- unarfræðingi á netspjallinu en for- eldrar geta einnig alltaf leitað til heilsugæslunnar og fengið ráð hjá sínum hjúkrunarfræðingi og lækni. Sesselja Guðmundsdóttir, sviðs- stjóri ung- og smábarnaverndar Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu- gæslu Forvarnir í þágu ungra barna Morgunblaðið/Hari Ungbarn Mikilvægt að bólusetja börnin á réttum aldri til að koma í veg fyrir að þau smitist af alvarlegum smitsjúkdómum, segir hér í greininni. Heilsuráð Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smá- barnaverndar, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Café AUSTURSTRÆTI SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI AKUREYRI VESTMANNAEYJUM Komdu í kaffi Afgreiðslutímar á www.kronan.is Allt í baksturinn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.