Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það getur verið dýru verði keypt fyrir smáríki að gera bindandi samn- inga við stærri ríki eða alþjóðastofn- anir sem eiga að veita því skjól. Reynsla Eystrasaltsríkjanna er víti til varnaðar en ríkin guldu dýru verði að hafa ekki sjálfstæði í peninga- málum og ríkisfjármálum í fjármála- kreppunni 2008. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, er þess- arar skoðunar eftir að hafa rann- sakað alþjóðamál í um aldarfjórð- ung. Tilefnið er viðtal Morgun- blaðsins við Bald- ur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, 14. nóvember sl. en hann færði rök fyrir þeirri kenningu sinni að smærri samfélög þurfi pólitískt, efnahagslegt og samfélagslegt skjól stærri ríkja og alþjóðastofnana. Eftir hrunið hafi Ís- land víða leitað skjóls en verið ein- angrað og borið á örvæntingu. Skjólskenningin hæpin Hilmar Þór telur skjólskenninguna – þá hugmynd að smáríki eigi að gera samninga við alþjóðastofnanir eða stærra ríki sem veita skjól – vera að mörgu leyti hæpna. Stórveldi eigi enga vini, hafi aðeins hagsmuni. „Við vitum ekki fyrir fram hvenær við lendum sem þjóð í áfalli og hvers eðlis það verður. Ef það verður hags- munaárekstur milli landsins sem þiggur skjól og landsins sem veitir skjól getur komið upp hættuleg staða fyrir þiggjandann,“ segir Hilmar Þór og vísar til biturrar reynslu Eystra- saltsríkjanna. Hann starfaði hjá Alþjóðabank- anum í Washington að málefnum Afríku um fimm ára skeið. Síðan starfaði hann í fjögur ár hjá bank- anum í Eystrasaltsríkjunum, 1999 til 2003, og svo í þrjú ár í Hanoi í Víet- nam. Á þessu tímabili kynnti hann sér hagkerfi ríkjanna. Eistland, Lettland og Litháen gengu í Evrópusambandið árið 2004. Eistar tóku upp evru 2011, Lettar 2014 og Litháar 2015. Hilmar Þór rifjar upp að samhliða ESB-aðild hafi ríkin þrjú stefnt að upptöku evrunnar. Evran hafi ekki aðeins verið tekin upp vegna efna- hagssjónarmiða, heldur hafi öryggis- sjónarmið haft sitt að segja. Ríkin hafi enda litið svo á að aðild að mynt- bandalaginu styrkti stöðu þeirra í ná- býli við stórveldið Rússland. Það yrði enda síður ráðist á ríki sem tilheyrði slíku myntbandalagi. Hilmar Þór segir þessa stefnu hafa haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir rík- in þrjú þegar alþjóðafjármálakrepp- an skall á haustið 2008. Þau hafi þannig orðið að lúta ströngum skil- málum í ríkisfjármálum sem tóku ekki mið af hagsveiflunni. Þau hafi þurft að halda gengi gjaldmiðla sinna föstu til að geta síðar tekið upp evru. Það hafi aftur valdið óánægju meðal þegnanna og leitt til mikils brott- flutnings frá ríkjunum, einkum yngsta og best menntaða fólksins. Þetta fólk hafi frekar kosið að flýja en mótmæla. Gátu ekki örvað útflutninginn Í fyrsta lagi hafi Eistar orðið fyrir vonbrigðum þegar Evrópusambandið neitaði að sýna sveigjanleika í ríkis- fjármálunum. Eistar hafi ekki getað fellt gengið til að örva útflutning í niðursveiflunni, heldur verið bundnir af fastgengisstefnu, vegna skilyrða um upptöku evrunnar. Þessi óánægja hafi birst í gögnum sem lekið var. Þau bendi til að Eistar hafi verið und- ir þrýstingi frá Svíum, sem áttu stór- an hluta bankakerfisins í landinu, um að grípa ekki til gengisfellingar. Því hafi verið hótað að ef Eistland viki frá Maastricht-reglum yrðu möguleikar þeirra á upptöku úr sögunni. Í öðru lagi hafi Lettar einnig tekið á sig mikinn niðurskurð til að geta síðar uppfyllt skilyrði evrunnar. Valdis Dombrovskis, þáverandi for- sætisráðherra, hafi leitt Lettland inn í harkalegan niðurskurð. Eftir að hann lét af embætti hafi hann farið með málefni evrusvæðisins í fram- kvæmdastjórn ESB. „Menn fá verð- laun ef þeir standa sig vel fyrir Evrópusambandið þótt þeir svíki sína eigin þjóð,“ segir Hilmar Þór. „Dombrovskis kvartaði undan því að Anders Borg hefði verið harður í horn að taka gagnvart Lettlandi sem fjármálaráðherra Svíþjóðar. Seðla- bankastjóri Lettlands flutti 12. júlí sl. erindi á ráðstefnu hjá Seðlabanka Ís- lands. Það kom skýrt fram í erindinu að hann hafði fyrst og fremst áhyggj- ur af bönkunum í Lettlandi, að það hefði ekki mátt fella gengið því svo margir bankar færu á hausinn. Þetta voru fyrst og fremst erlendir bankar, flestir frá Svíþjóð. Hann sýndi engar tölur um hvaða áhrif þetta hafði á menntakerfið eða heilbrigðiskerfið eða tölur um hvað þeir hefðu misst gríðarlega margt fólk úr landi. Hann fjallaði aðallega um bankana og það var ljóst að þeir voru honum efst í huga.“ Höfðu takmarkaða möguleika Í þriðja lagi hafi Litháen haft tak- markaða möguleika til að bregðast við fjármálakreppunni. Landið hafi ekki sóst eftir láni hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum eins og Lettland gerði, heldur leitað á dýran alþjóðlegan lánamarkað. Svíar hafi átt marga bankana í Litháen. Samandregið hafi Eystrasaltsríkin þrjú þurft að aðlaga ríkisfjármálin að kröfum evrusamstarfsins um aðhald og fastgengisstefnu. „Eystrasaltsríkin kusu um ESB- aðild en ekki um evruna. Það er ljóst að hagsmunir þjóðanna voru fyrir borð bornir. Almenningur var ekki spurður álits. Afleiðingin var skelfi- leg. Þegar löndin þrjú urðu sjálfstæð í kjölfar falls Sovétríkjanna voru íbú- arnir alls um 8 milljónir, eða álíka margir og íbúar Svíþjóðar. Nú búa aðeins um 6 milljónir manna í ríkj- unum þremur en 10 milljónir í Sví- þjóð. Það má því nota orðið fólks- flótti. Þetta er dæmi um hvað skjól getur verið dýru verði keypt fyrir smáþjóðir sem mega sín lítils. Það varð hins vegar ekki fólksflótti í Pól- landi. Þar bjuggu 38 milljónir manna þegar Sovétríkin hrundu eða álíka margir og í dag. Pólverjar hafa sinn eigin gjaldmiðil og sveigjanlega pen- ingamálastefnu. Ef íbúafjöldinn í Eystrasaltslöndunum fer niður fyrir viss mörk fer það að verða hættulegt fyrir samfélögin. Sum svæði í þessum ríkjum eru orðin mannlaus. Eystra- saltsríkin hefðu að minnsta kosti átt að fá að lækka gengi gjaldmiðla sinna til að styrkja samkeppnishæfni sína og örva hagkerfi sín áður en þau tóku upp evru, eins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn lagði til í Lettlandi, en sveigjanleikinn í Brussel og Stokk- hólmi var enginn.“ Felldu sjálfir gengið Hann rifjar svo upp að árið 1992 hafi Finnland og Svíþjóð lent í djúpri efnahagslægð. Svíar hafi brugðist við henni með því að fella gengið um 30% til að örva útflutning. Þegar það hent- aði hagsmunum Svía hafi þeir hins vegar lagst gegn gengisfellingu í Eystrasaltsríkjunum eftir fjár- málakreppuna haustið 2008. Þá megi rifja upp að Þjóðverjar og Frakkar, ráðandi ríkin í ESB, hafi á 10. áratugnum breytt reglum um fjárlagahalla vegna upptöku evru til að þjóna eigin hagsmunum. Hilmar Þór segir Ísland hafa verið á margan hátt einangrað eftir efna- hagshrunið 2008. Hins vegar hafi landið notið þess að hafa gjaldmiðil sem lagaði sig að nýjum efnahags- legum veruleika. Það hafi átt sinn þátt í að reisa við landið í gegnum út- flutning á vörum og þjónustu, ekki síst í ferðaþjónustu. Ísland hafi rekið ríkissjóð með meiri halla en ESB hefði leyft en þessi halli hafi verið nauðsynlegur til að verja velferðar- kerfið í landinu. Íslendingar hefðu aldrei sætt sig við niðurskurðinn í Eystrasaltsríkjunum. Hvað varðar þá greiningu Baldurs Þórhallssonar að Ísland geti þurft að velja milli Kína og Bandaríkjanna segist Hilmar Þór þessu ósammála. Þvert á vilja Bandaríkjanna Á síðustu árum hafi Ísland m.a. gerst stofnaðili að Fjárfestingar- banka Asíu í innviðum, þvert á vilja Bandaríkjanna. Eftir fjármála- kreppuna hafi Bandaríkin gert gjald- miðlasamninga við öll Norðurlöndin sem eftir því leituðu nema Ísland. „Það skiptir miklu máli fyrir Ísland að eiga góð samskipti við öll stór- veldin, þ.á m. Evrópusambandið og nágrannaríki, en ég tel óskynsamlegt að gera til dæmis bindandi samninga í efnahagsmálum. Það geta orðið hagsmunaárekstrar en við sáum í Icesave-málinu hvernig Bretar og Hollendingar höguðu sér gagnvart okkur. Það er heppilegt fyrir smá- þjóðir að geta leitað til mismunandi aðila eftir því hvernig ástandið er hverju sinni. Ísland var ekki í neinu skjóli 2008 en það reyndist okkur vel. Við höfðum frjálsari hendur og meiri sveigjanleika. Neyðarlögin voru t.d. samþykkt án samráðs við nokkurt ríki. Það getur verið betra að hafa frjálsar hendur en að vera bundinn.“ Skjólið getur verið dýrkeypt  Prófessor gagnrýnir skjólskenningu Baldurs Þórhallssonar  ESB hafi beitt smáríki hörðu Hilmar Þór Hilmarsson Morgunblaðið/Ómar Í Tallinn Alþjóðlega fjármálakreppan 2008 lék Eistlendinga grátt. við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA GÓLFLAMPI MEÐ LESLJÓSI Litir: króm, svart króm,bustað stál og antík GÓLFLAMPAR 19.995kr. Jón Gestur Ármannsson bæklunarskósmiður Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður 533 1314 / 533 1516 / jon@stodtaekni.is öngugreining, úkraskósmíði, óbreytingar, sérsmíði og innleggjaráðgjöf G sj sk - Við erum hér til að aðstoða þig! -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.