Morgunblaðið - 21.11.2019, Side 24

Morgunblaðið - 21.11.2019, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Síðumúli 13 577 5500 108 Reykjavík www.atvinnueign.is Fasteignamiðlun Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Til sölu 374,9 fm atvinnu- húsnæði á tveimur hæðum við Skútuvog í Reykjavík. Rýmið á jarðhæðinni er 256 fmmeð hárri innkeyrsluhurð ogmikilli lofthæð ca 4,3 m. Rýmið á jarðhæðinni hefur verið stúkað af meðmil- liveggjum sem auðvelt er að taka niður. Efri hæðin er 119 fm sem skiptist í skrifstofur, opið rými, kaffistofu og snyrtingu. Hentar vel fyrir heildsölu og ýmiss konar starfsemi. Afhending við kaupsamning. Verð 99milljónir kr. Nánari upplýsingar veitir: Evert Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 823 3022 - evert@atvinnueign.is Til sölu 344,9 fm atvinnuhúsnæði við Sóltún 24 í Reykjavík. Aðalhæðin er 191,7 fm og kjallari er 153,2 fm. Einnig er óskráð 154 fm bílageymsla. Á efri hæð eru 9 herbergi með 2 baðherbergjum og eldhúsi. Í kjallara eru 5 óskráðar stúdíóíbúðir. Eignin þarfnast töluverðs viðhalds. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er eignin á skilgreindu íbúðarsvæði og því möguleiki að byggja íbúðarhús á lóðinni. Verð 115milljónir kr. Nánari upplýsingar veitir: HalldórMár Sverrisson löggiltur fasteignasali í síma 898 5599 - halldor@atvinnueign.is TIL SÖLU TIL SÖLUSKÚTUVOGUR 10D SÓLTÚN 24 réttarstöðu skilgetinna og óskilget- inna barna. Árið 1990 var barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna undirritaður fyrir Íslands hönd. Fjöldi atriða í þessari réttindabaráttu kom fram á þessari öld en lengi mætti telja upp það sem hefur áunnist í réttindabaráttu barna á Íslandi. Síðasti sigurinn kemst til framkvæmda í dag, barnaþingið sjálft sem verður framvegis haldið annað hvert ár eins og lög segja nú til um. „Mér finnst skipta miklu máli að við séum meðvituð um söguna svo við getum séð hvernig þróunin hefur verið og hvað veldur breytingum,“ segir Salvör. Enn má gera betur í málefnum barna á Íslandi að sögn Salvarar. Það sem hennar embætti horfir sérstak- lega til þessa dagana er tólfta grein barnasáttmálans, sem kveður á um þátttöku barna. „Þar veldur barnaþingið straum- hvörfum og einnig það að við erum að gera tillögu að aðgerðaáætlun fyrir stjórnvöld um samráð við börn um stefnumótun og ákvarðanatöku. Það er mikil þróun á þessu sviði víða um heim. Við höfum verið að líta til Írlands og ýmissa nágrannalanda þar sem mikið hefur verið að gerast á sviði lýðræðisþátttöku barna. All- flestir eru að prófa sig áfram vegna þess að þetta er mjög nýtt svið,“ seg- ir Salvör sem bætir því við að barna- þingið, sem nú er haldið í fyrsta sinn, sé ekki einungis nýjung á Íslandi heldur einnig á heimsvísu. Fundur á forsendum barnanna Börnin sem á þingið mæta eru val- in með tilviljunarkenndu úrtaki úr þjóðskrá og koma þau víða að af landinu. Undirbúningur fyrir þingið hefur verið mikill, ekki síst hjá börn- unum sjálfum. Þau hafa síðan í ágúst hist í rafrænum veruleika í forritinu Basecamp. „Þar hafa þau leyst ýmis verkefni og spjallað saman. Þau gera það auð- vitað á sínum forsendum, þau hafa fengið að gera það þegar þeim hefur hentað og eins og þeim hefur hentað. Svo hafa þau líka verið með nokkra fundi svo þau eru búin að vera að undirbúa sig frá lok ágúst. Síðan er mitt embætti auðvitað búið að vera að undirbúa þetta í rúmt ár og af því höfum við lært margt,“ segir Salvör. Börnin fá sjálf að ráða hvaða mál- efni verða sett á dagskrá en borða- stjórar leiða umræðuna, safna hug- myndum barnanna og ræða þær sín á milli. „Okkar leiðarljós er að hafa þenn- an fund mest á forsendum barnanna sjálfra þannig að við séum ekki að stýra til dæmis umræðuefnum. Við viljum að þau fái vettvanginn, tækin og möguleikana og síðan fái þau sjálf að ráða ferðinni. Síðan verður ráð- gjafarhópur embættisins en í honum eru ungmenni á aldrinum 12-17 ára í mikilvægum hlutverkum á barna- þinginu og þau hafa einnig haft mikil áhrif á skipulag dagskrárinnar.“ Spurð hvernig tryggt verði að sjónarmið barnanna hafi sýnileg áhrif segir Salvör: „Það er mikilvægt að við hlustum og tökum mark á börnunum þegar við erum í samráði við börn en eitt það mikilvægasta er að við gerum eitthvað við tillögurnar. Í lok dagskrárinnar á föstudaginn verða helstu niðurstöður kynntar. Það verða nokkrir ráðherrar úr rík- isstjórninni viðstaddir sem munu þá heyra þessar niðurstöður. Ráðherr- arnir munu hafa möguleika á að bregðast við því sem þar kemur fram og síðan verður það okkar hlutverk í framhaldinu að vinna áfram með til- lögurnar og fylgja þeim eftir við stjórnvöld.“ Salvör segir markmiðið að á næsta barnaþingi hafi tillögur barnanna komist í framkvæmd með ein- hverjum hætti. „Við ætlum ekki að mæta á næsta barnaþing tómhent og segja að ekk- ert hafi gerst. Þar sem barnaþing verður eftirleiðis haldið annað hvert ár þá skapar það ákveðna pressu á okkur um að við raunverulega tökum þessar tillögur alvarlega, vinnum ákveðnar tillögur áfram og náum fram breytingum.“ Þingið liður í framþróun réttinda  Barnaþing hefst í dag  Embætti umboðsmanns tók saman sigra í réttindabaráttu barna á Íslandi frá 1746  Margir sigrar unnir en fjöldi sigra eftir  Horfa sérstaklega til lýðræðisþátttöku barna Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kát Þessi ágætu börn sem sitja hér við heysátu áttu líklega æsku sem var mjög frábrugðin æsku barna nútímans enda hefur margt breyst. VIÐTAL Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Margt hefur áunnist í réttindabar- áttu barna á Íslandi, sérstaklega á síðustu árum og áratugum. Þó má áfram gera betur og er barnaþing sem hefst í dag í Hörpu og lýkur á morgun liður í frekari framþróun. Þetta segir Sal- vör Nordal, um- boðsmaður barna. „Við tókum að gamni saman helstu vörður frá húsagatilskipun 1746 og kortlögð- um þannig hvað hafði verið gert frá þeim tíma. Auðvitað verður algjört stökk og breyting þegar barnasáttmálinn kemur til sögunnar en fyrir þann tíma voru samt einnig sett mjög mikilvæg lög, til dæmis um skólagöngu barna. Það var fróðlegt fyrir okkur að fara yfir söguna og taka þetta saman,“ segir Salvör. Samantektin hefst með áður- nefndri húsagatilskipun, en með henni voru foreldrar m.a. skyldaðir til þess að kenna börnum sínum að lesa. Engir sigrar eru nefndir á nítjándu öldinni en árið 1921 var lög- um komið á um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Tilgangur þeirra laga var helst að jafna að nokkru Salvör Nordal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.