Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú eru þrjárvikur íbresku
kosningarnar.
Fréttaskýrendur
slá því margir upp
að það séu mikil-
vægustu kosningar
á síðari tímum. Eitthvað verða
þeir að segja. Þessar kosningar
eru vissulega spennandi en
sögulegi mælikvarðinn mun
ráðast á úrslitum í einstökum
kjördæmum. Enn er margt
óljóst. Því þrátt fyrir daglegar
kannanir og að þær komist nær
raunveruleikanum eftir því
sem kjördagur nálgast er
margt sem flækir myndina.
Sú meginregla ræður þar
mestu sem segir að atkvæði til
annarra en sigurvegara í kjör-
dæmi „falli dauð“. Við bætist
að smáflokkar geta við þær að-
stæður ráðið miklu um nið-
urstöðuna hvað sem tölur um
fylgi á landsvísu bendi til. Mik-
ilvægt er það mat að Brexit-
flokkur Farage taki á landsvísu
tvö af hverjum þremur atkvæð-
um sínum frá Íhaldsflokki en
aðeins eitt af þremur af Verka-
mannaflokki. Íhaldsmenn beita
Farage miklum þrýsingi. Eng-
in ein persóna hafi haft meira
um það að segja en Farage að
breska þjóðin fékk færi á að
losna úr ESB. Nú geti fram-
boðsbrölt hans eyðilagt það
allt. Það séu einkar dapurleg
örlög.
Farage hefur mætt þessu
með því að ákveða að flokkur
hans stilli ekki upp mönnum í
kjördæmum sem íhaldsmenn
unnu í kosningunum 2017.
Gott, en dugar ekki, segja
íhaldsmenn. Boris þurfi að
vinna allmörg sæti til viðbótar
af Corbyn svo öruggt sé að
hann geti klárað útgönguna.
Farage segir að fullyrðingin
um að Brexit-flokkurinn taki
tvö atkvæði af flokki Borisar en
aðeins eitt af Corbyn sé byggð
á mælingum á landsvísu. Eftir
að ákvörðun hans um 317 til-
tölulega sigurstrangleg íhalds-
kjördæmi liggi fyrir sýni kann-
anir að í þeim kjördæmum sem
eftir eru taki Brexit tvö at-
kvæði sín af þremur frá Cor-
byn og aðeins eitt atkvæði frá
Boris.
Íhaldsmenn segja enn að
Boris sé með sérstaka áætlun
tilað vinna þau kjördæmi sem
Corbyn vann seinast þar sem
meirihluti stuðningsmanna
Verkamannaflokksins hafi
greitt atkvæði með útgöngu.
Það sé mat kosningasérfræð-
inga að brölt Farage veiki þau
áform og það þó að allt bendi til
að flokkur Farage fái sárafá
eða jafnvel ekkert sæti á
þinginu í Lundúnum. Þetta síð-
asta viti Farage sjálfur og þess
vegna hafi hann ákveðið að
vera ekki sjálfur í
framboði í kosning-
unum.
Í fyrradag var
kappræða á milli
Borisar Johnsons
og Jeremy Cor-
byns í sjónvarpi.
Leiðtogarnir tveir höfðu sam-
mælst um að engir aðrir flokks-
leiðtogar yrðu með í kappræð-
unni. Með því vildu þeir
undirstrika að kosningarnar
snerust í raun um stóru flokk-
ana tvo en ekki flokkasmælkið.
Þau skilaboð eru að mati
beggja mjög mikilvæg. Kapp-
ræðurnar bentu til þess að
þetta væri það eina sem for-
ingjarnir væru sammála um.
Skyndikönnun var gerð eftir
kappræðuna á því hvor for-
mannanna hefði sigrað einvígið
að mati áhorfenda. Fimmtíu og
eitt prósent töldu að Boris
hefði unnið en fjörutíu og níu
sögðu Corbyn sigurvegarann.
Spunameistarar beggja flokka
voru himinlifandi! Þeir frá
Verkamannaflokknum sögðu
að þessi útkoma sýndi dúndr-
andi meðbyr fyrir Corbyn.
Kannanir á landsvísu sýndu
hann með 11% minna fylgi en
Boris og ætla hefði mátt að það
endurspeglaðist í skyndikönn-
uninni. Í ljósi þess hefði Cor-
byn sigrað með sín 49% gegn
51 prósenti Borisar. Spuna-
meistarar Borisar sögðu að sig-
ur væri sigur og því orði yrði
slegið efst í mörgum forsíðu-
fyrirsögnum blaðanna. Þess ut-
an hafði spurningin ætíð verið
hvort Boris hefði átt að sam-
þykkja kappræðu við Corbyn
þegar hann sjálfur væri á góðri
siglingu. Boris hefði því tekið
áhættu og komið algjörlega
óskaddaður frá henni og gott
betur.
Vissulega er það gjarnan svo
að þeir sem standa lakar og
vantar athygli hamast með
kröfum um kappræðu við for-
sætisráðherrann á hverjum
tíma. Og hann samþykkir mjög
sparlega.
Undantekningin var í kosn-
ingunum í Bretlandi 1997. John
Major, sem verið hafði for-
sætisráðherra í allmörg ár,
stóð ekki vel. Andstæðingurinn
var Tony Blair, nýr og ferskur.
Þegar nokkuð var liðið á kosn-
ingabaráttuna sagðist for-
sætisráðherrann hafa ákveðið
að samþykkja kappræðu við
leiðtoga Verkamannaflokksins.
Tony Blair sagðist þá ekki sjá
ástæðu til að verða við þessari
beiðni forsætisráðherrans!
Eins og menn muna vann Blair
eftirminnilegan sigur í kosn-
ingunum sem fóru í hönd og sat
í Downingstræti 10 í áratug og
skaffaði Gordon Brown nokkur
ár í viðbót án fyrirhafnar af
hans hálfu.
Enn virðast kannanir
sýna Boris Johnson
í góðri stöðu en
reynslan sýnir að
ekkert er gefið}
Kosningaklukkan tifar
Ö
flug lýðheilsa er forsenda fyrir
heilbrigðu og góðu samfélagi.
Góð heilsa og líðan sem flestra
leiðir af sér gott samfélag.
Heilsulæsi er mikilvægur áhrifa-
þáttur góðrar heilsu, en heilsulæsi er í stuttu
máli geta fólks til að taka upplýstar ákvarð-
anir um eigið heilsufar.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO,
skilgreinir heilsulæsi á eftirfarandi hátt:
Heilsulæsi gerir fólki kleift að taka jákvæðar
ákvarðanir. Það felur í sér ákveðið stig þekk-
ingar, persónulega færni og sjálfstraust til að
grípa til aðgerða til að bæta heilsu ein-
staklinga og samfélagshópa með því að breyta
persónulegum lifnaðarháttum og lífsskil-
yrðum. Þannig þýðir heilsulæsi meira en til
dæmis að geta lesið bæklinga og pantað tíma.
Heilsulæsi er lykilþáttur í því að við náum heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna. Bætt heilsulæsi leiðir líka
til aukins jöfnuðar til heilsu, því það leiðir til þess að allir
samfélagshópar hafi aðgang að og getu til að nota heilsu-
farsupplýsingar á skilvirkan hátt.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tekið saman
aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til til þess að stuðla
að bættu heilsulæsi. Þær aðgerðir eru til dæmis efling
lýðheilsu, að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum um
heilsueflingu, forvarnir, meðferð og áhrifaþætti heilsu.
Hlutverk samfélaga í þessu samhengi er að skapa um-
hverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifn-
aðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa þar
sem holla valið er auðvelda valið. Fé-
lagasamtök geta einnig haft áhrif, til dæmis
með því að hvetja og styðja við heilsuhegðun
einstaklinga og skapa aðstæður sem stuðla að
heilbrigðum lifnaðarháttum og höfða til
minnihlutahópa.
Undir Embætti landlæknis heyra ýmis
verkefni sem eru til þess fallin að efla heilsu-
læsi. Verkefnið Heilsueflandi samfélag hefur
til dæmis þann tilgang að efla lýðheilsu og
felst í því að sveitarfélög, landsfjórðungar,
sýslur eða hverfi vinni skipulega að því að
heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í
allri stefnumótun. Önnur verkefni sem falla
undir verksvið Embættis landlæknis sem
stuðla að bættu heilsulæsi eru til dæmis
heilsueflandi skólar og söfnun lýðheilsuvísa.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að
leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu og ég hef
lagt sérstaka áherslu á það í embætti heilbrigðisráðherra
að tryggja framgang verkefna á því sviði, til dæmis með
því að efla geðheilbrigðisþjónustu og leggja áherslu á
geðrækt, vímuvarnir og skaðaminnkun. Með því að efla
starf á sviði forvarna og lýðheilsu og efla heilsulæsi drög-
um við úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið,
stuðlum að góðri heilsu og lífsgæðum landsmanna og
tryggjum góða heilbrigðisþjónustu til framtíðar.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Bætum heilsulæsi
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Erlendum aðilum sem hafahug á að halda ráð-stefnur hérlendis hefurfjölgað talsvert á milli
ára og er útlit fyrir að árið 2020
verði sérstaklega erilsamt hvað það
varðar.
Þetta segir Sigurjóna Sverris-
dóttir, framkvæmdastjóri Ráð-
stefnuborg-
arinnar
Reykjavíkur
(Meet in Reykja-
vík).
Hún var
stödd í Barcelona
þegar blaðamað-
ur náði tali af
henni, „að laða að
fleiri betur borg-
andi aðila,“ eins
og Sigurjóna
orðar það sjálf.
Hún telur mikilvægt að ekki sé
einungis horft til fjölda ferðamanna
heldur fremur til þess hversu mikla
fjármuni þeir færi inn í landið.
Ráðstefnugestir og hvataferða-
gestir færa mikla peninga til lands-
ins, að sögn Sigurjónu, en Ráð-
stefnuborgin var einmitt stofnuð til
þess að markaðssetja Reykjavík
sem ráðstefnuborg.
„Við erum alltaf að tala um
fjölda, eigum við ekki frekar að tala
um tekjur? Við þurfum peningana
en ekki fjöldann. Ráðstefnu- eða
hvataferðagestir eru á dagpen-
ingum, oft er allt greitt fyrir þá og
þeir fara og fá sér að borða, þeir
versla og þeir eyða,“ segir Sigur-
jóna.
Úr 80. sæti í 50. sæti
Hún telur ólíklegt að tekjur af
ferðamönnum í Reykjavík hafi verið
lægri í sumar en áður, þar sem ráð-
stefnu- og hvataferðagestir hafi ver-
ið sérstaklega margir.
„Það voru tveir rosalega stórir
viðburðir haldnir, Davines í vor og
Netflix í sumar. Þetta er náttúru-
lega fólk sem bara eyðir og eyðir og
það er þarna sem markaðssetningin
ætti að fara alveg á fullt hjá okkur
núna vegna þess að það er þarna
sem tekjurnar hækka; þeir nýta
innviðina og fagaðilana og fara út í
náttúruna okkar í fylgd með fag-
aðilum og það skiptir líka máli.“
Frá 2018 til 2019 fór Ísland upp
um 30 sæti á lista ICCA, alþjóð-
legum lista yfir alþjóðlegar ráð-
stefnuborgir, að sögn Sigurjónu.
Reykjavík er nú í fimmtugasta sæti
þegar kemur að fjölda ráðstefna í
borginni miðað við aðrar borgir í
heiminum en ef höfðatala er tekin
til greina er Reykjavík í efsta sæti.
Tilkoma Hörpu mikilvæg
Sigurjóna segir margvíslegar
ástæður fyrir því að Reykjavík sé að
styrkja stöðu sína sem ráð-
stefnuborg.
„Við höfum unnið ötullega að
þessu frá stofnun 2012 og þetta er
langhlaup hjá okkur því að ráð-
stefnur eru ekki skipulagðar á
nokkrum mánuðum heldur oft fimm
til tíu ár fram í tímann.“
Sigurjóna segir að markaðs-
starf sé greinilega að skila sér en
tilkoma Hörpu hafi einnig skipt
miklu máli.
„Þrátt fyrir að ekki fari allar
ráðstefnur fram inni í Hörpu sýnir
tilkoma hennar að við höfum getu til
að halda ráðstefnur.“
Sigurjóna segir að ef tryggja
eigi áframhaldandi vöxt þurfi frek-
ara fjármagn í markaðssetningu á
Reykjavík sem ráðstefnuborg.
„Við stöndum frammi fyrir því í
dag að við þurfum aukið fjármagn
til þess að halda starfinu áfram.“
Enginn samdráttur
í ráðstefnuborginni
Reykjavík Sigurjóna kynnti Reykjavík fyrir mögulegum ráðstefnuhöld-
urum í Barcelona í gær, en hún telur markaðssetninguna mikilvæga. Sigurjóna
Sverrisdóttir
Líklega mun 2020 vera stærsta
ráðstefnuárið í Hörpu hingað
til, að sögn Alexíu Bjargar Jó-
hannesdóttur, almannatengils
Hörpu.
„2020 er að stefna í ein-
staklega glæsilegt ráðstefnuár
en margar þær ráðstefnur voru
bókaðar fyrir mörgum árum
síðan.“
Alexía segir að ástæður
fjölgunarinnar séu líklega þær
að fleiri séu að átta sig á kost-
um Hörpu.
„Fólk er að gera sér grein
fyrir því með hverju árinu að
Harpa er algjörlega einstakt
hús með öll þægindi og tækni
fyrir stórar ráðstefnur,“ segir
Alexía.
Dæmi um stórar alþjóðlegar
ráðstefnur og viðburði sem
haldnir verða í Hörpu á næsta
ári eru World Geothermal-
ráðstefnan, Arctic Circle-
ráðstefnan og afhending evr-
ópsku kvikmyndaverðlaunanna.
Líklega aldrei
fleiri í Hörpu
2020 STÓRT ÁR