Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 39
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
Mútur og spilling er
alþjóðlegt vandamál
sem grefur undan heil-
brigðum viðskiptum
milli landa, stendur í
vegi fyrir framþróun,
stuðlar að fátækt og
óréttlæti. Með mútum
maka hinir spilltu
krókinn á kostnað al-
mennings og virða að
vettugi almenn mann-
réttindi og leikreglur heiðarlegra
viðskipta og stjórnsýslu.
Árlegur kostnaður vegna alþjóð-
legrar spillingar er talinn nema 3,6
trilljónum dollara. Þetta er töluvert
hærri fjárhæð en öll landsfram-
leiðsla Bretlands. Með nokkurri ein-
földun má halda því fram að spilling
éti upp alla landsframleiðslu eins
stærsta efnahagskerfis heims á
hverju ári og gott betur.
Spilling er margvísleg, s.s. mútu-
greiðslur, fjársvik, peningaþvætti,
skattsvik og klíkuskapur. En hver
svo sem birtingarmynd spillingar-
innar er eru fórnarlömb alltaf til
staðar og oftast fólk sem verst
stendur. Spilling grefur undan stofn-
unum samfélaga, leiðir til minni vel-
megunar og brýtur niður samfélags-
lega innviði s.s. heilbrigðisþjónustu,
skóla, samgöngur og fjarskipti.
Brugðist í baráttunni
Transparency International,
stofnun sem berst gegn spillingu,
hefur frá árinu 1995 fylgst með spill-
ingu ríkja og gefið út Spillingar-
vísitöluna (Corruption Perceptions
Index) sem er byggð á áliti sérfræð-
inga og einstaklinga í atvinnulífinu.
Vísitalan, sem nær til 180 landa og
er frá 0 (gjörspillt) upp í 100 (óspillt),
þykir gefa góða vísbendingu um
ástand í hverju landi og einnig um
alþjóðlega þróun.
Á síðasta ári var Danmörk talið
óspilltasta land heims og Nýja-
Sjáland kom þar fast á eftir. Ísland
var í 14.-16. sæti ásamt Austurríki
og Hong Kong. Belgía, Eistland, Ír-
land og Japan voru þar fyrir neðan.
Frakkland og Bandaríkin voru neð-
ar. Portúgal var í 30. sæti og Kýpur í
38. sæti, svo dæmi séu tekin. Staðan
á Spáni, Ítalíu og Möltu var enn
verri. Ungverjaland og Grikkland
„slefa“ rétt yfir meðaltal heimsins
sem er aðeins 43 stig.
Spilltustu ríki heims
eru Norður-Kórea,
Jemen, Suður-Súdan,
Sýrland og Sómalía,
eins og sést á meðfylgj-
andi töflu.
Rúmlega tvö af
hverjum þremur ríkj-
um heims eru undir 50
stigum. Sérfræðingar
Transparency Inter-
national benda á að
með nokkrum undan-
tekningum, hafi flest
ríki brugðist í baráttunni við spill-
ingu á undanförnum árum. Öllum
má hins vegar vera ljóst að beint
samhengi er á milli stjórnarfars og
spillingar. Ekki þarf annað en líta yf-
ir meðfylgjandi töflu til að átta sig á
því samhengi.
Spilling í bakgarðinum
En jafnvel þau ríki sem minnst
eru spillt og talin til fyrirmyndar
þurfa að verjast spillingu í eigin bak-
garði. Á síðasta ári var upplýst að
stærsti banki Danmerkur – Danske
Bank – hefði tekið þátt í umfangs-
miklu peningaþvætti í Eistlandi 2007
til 2015. Líklegt er talið að um þús-
undir milljarða króna hafi verið
þvættar í gegnum bankann.
Fyrirtæki í Ástralíu hafa verið
staðinn að því að beita mútugreiðsl-
um til að tryggja viðskipti. Þýsk
stórfyrirtæki hafa orðið uppvís af
óheiðarlegum viðskiptaháttum í As-
íu, Afríku og Austur-Evrópu. Hið
sama á við um fyrirtæki á Ítalíu,
Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjun-
um og Svíþjóð. Virðulegir bankar í
Sviss, Bretlandi og Þýskalandi hafa
tengst peningaþvætti rússneskra
glæpamanna. Alþjóðleg lyfjafyrir-
tæki og tæknirisar hafa lagst svo
lágt að beita mútum til að tryggja
viðskipti og réttindi í fátækum lönd-
um.
Viðskiptasiðferði sem byggist á
spillingu og mútum viðheldur rotnu
stjórnkerfi í mörgum fátækum lönd-
um heims, tryggir að spillingarpésar
haldi völdum og vinnur gegn því að
fátækur almenningur geti brotist úr
örbirgð til bjargálna.
Áfall og kjaftshögg
Upplýsingar um starfsemi Sam-
herja í Namibíu og meintar mútu-
greiðslur, sem komu fram í frétta-
skýringaþættinum Kveik í síðustu
viku, voru líkt og kjaftshögg fyrir ís-
lenska þjóðarsál. Ásakanir sem
Samherji og forráðamenn fyrir-
tækisins sitja undir eru alvarlegar.
Ekki aðeins fyrir fyrirtækið heldur
íslenskt viðskiptalíf.
Ég hygg að óhætt sé að halda því
fram að langflestir Íslendingar hafi
staðið í þeirri trú að íslensk fyrir-
tæki stundi heiðarleg viðskipti, ekki
aðeins hér heima heldur um allan
heim. Fréttir um annað eru því áfall.
Ekki síst þess vegna er mikilvægt að
Samherjamálið, svokallaða, sé rann-
sakað ofan í kjölinn og allar upplýs-
ingar dregnar upp á borð – ekkert
undanskilið. Forsætisráðherra og
fjármálaráðherra hafa lýst því yfir
að viðeigandi stofnunum –
héraðssaksóknara og skattrann-
sóknastjóra – verði tryggt fjármagn
og svigrúm sem þarf til að sinna
þeirri rannsókn. Fyrir Samherja,
starfsfólk og viðskiptavini skiptir
öllu að rannsóknin gangi fljótt og vel
fyrir sig – að málið allt verði upplýst.
Eins og búast mátti við var freist-
ingin of mikil fyrir suma stjórn-
málamenn sem sáu tækifæri til að
fella pólitískar keilur. Stóryrðin voru
látin fjúka og leikreglur réttarríkis-
ins flæktust ekki mikið fyrir. Hvern-
ig slíkir stjórnmálamenn fara með
völd er annað mál.
Í andsvörum á þingi í síðustu viku
við ótrúlegum gífuryrðum formanns
Samfylkingarinnar um Ísland sem
spillingarbæli sagði Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra að sýn
okkar Íslendinga á það í hvers konar
landi við byggjum réðist ekki af ein-
stökum málum heldur hvernig tekið
væri á þeim: „Hvort við tökum þau
alvarlega, hvort stjórnvöld bregðast
við, hvort við höfum stofnanir til að
taka á málum, rannsaka, ákæra,
dæma þar sem það á við.“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra hefur verið skýr: Það verður
„ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti
lög og reglur“. Í umræðum á Alþingi
benti forsætisráðherra réttilega á að
þegar „íslensk fyrirtæki starfa í öðr-
um löndum bera þau ekki aðeins
ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau
bera ábyrgð á orðspori heils sam-
félags“.
Sanngjörn krafa
Aðeins með samvinnu þjóða næst
raunverulegur árangur í baráttunni
gegn alþjóðlegri óværu. Ísland hefur
tekið fullan þátt í slíkri samvinnu og
stjórnvöld og Alþingi látið hendur
standa fram úr ermum í baráttunni
gegn peningaþvætti og spillingu
hvers konar. Á síðasta ári voru t.d.
sett ný ítarleg lög um aðgerðir gegn
peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka og fyrir nokkrum mán-
uðum voru samþykkt lög um raun-
verulega eigendur fyrirtækja. Refsi-
rammi vegna mútugreiðslna til
innlendra eða erlendra opinberra
starfsmanna var þyngdur í tíð Sig-
ríðar Á. Andersen sem dómsmála-
ráðherra. Forsætisráðherra mælti
nýlega fyrir frumvarpi til laga um
vernd uppljóstrara. Ísland er m.a.
aðili að alþjóðlegum sáttmála OECD
um mútur í alþjóðaviðskiptum og
tekur þátt í störfum Financial Action
Task Force (FATF), alþjóðlegs fjár-
málaaðgerðahóps um aðgerðir gegn
peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka. Í gildi er sérstök að-
gerðaráætlun stjórnvalda og verið
er að undirbúa innleiðingu svokall-
aðrar fjórðu peningaþvættistilskip-
unar. Vinnan heldur áfram og ljóst
er að verkefnið er viðvarandi.
Íslendingar hafa ekki góða
reynslu af því þegar stjórnmála-
menn gera tilraunir til að færa
ákæruvald og dómsvald inn í þing-
sal. Það er eðlileg og sanngjörn
krafa að tekið sé hart á efnahags-
brotum og ekki síst mútugreiðslum
og annarri spillingu. En við þurfum
sem samfélag að standa vörð um
réttarríkið og tryggja að við höfum
burði til að rannsaka mál og upplýsa,
ákæra þegar efni standa til og dæma
þá brotlegu.
Eftir Óla Björn
Kárason
» Það er sanngjörn
krafa að tekið sé
hart á mútugreiðslum
og annarri spillingu.
En við þurfum sem
samfélag að standa
vörð um réttarríkið.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Meinsemd sem verður að uppræta
Spillingarvísitalan 2018
20 óspilltustu lönd heims 20 spilltustu lönd heims
Sæti Land Vísitala Sæti Land Vísitala
1 Danmörk 88 161-164 Kambódía 20
2 Nýja Sjáland 87 161-164 Lýðstj.lýðv. Kongó 20
3-6 Finnland 85 161-164 Haíti 20
3-6 Singapúr 85 161-164 Túrkmenistan 20
3-6 Svíþjóð 85 165-167 Angóla 19
3-6 Sviss 85 165-167 Chad 19
7 Noregur 84 165-167 Kongó 19
8 Holland 82 168-169 Írak 18
9-10 Kanada 81 168-169 Venesúela 18
9-10 Lúxemborg 81 170-171 Búrúndí 17
11-12 Þýskaland 80 170-171 Líbía 17
11-12 Bretland 80 172-175 Afganistan 16
13 Ástralía 77 172-175 Gínea 16
14-16 Austurríki 76 172-175 Gínea-Bisssá 16
14-16 Hong Kong 76 172-175 Súdan 16
14-16 Ísland 76 176-177 Norður-Kórea 14
17 Belgía 75 176-177 Jemen 14
18-20 Eistland 73 178-179 Suður-Súdan 13
18-20 Írland 73 178-179 Sýrland 13
18-20 Japan 73 180 Sómalía 10
Heimild: Transparency International. Spillingarvísitalan (Corruption Perceptions Index) hefur verið gefin út frá
árinu 1995 og nær til 180 ríkja heims. Vísitalan nær frá 0 (mjög spillt) upp í 100 (óspillt). Með öðrum orðum: Eftir
því sem vísitala viðkomandi lands er hærri því minni spilling þrífst. Því lægri vísitala – því meiri spilling.
Lægri vísitala
= meiri spilling
Þrjátíu ára afmæli
Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna er
fagnað um þessar
mundir. Með þeim
mikilvæga sáttmála
sammæltust þjóðir
um að börn nytu á
eigin forsendum
ákveðinna réttinda og
er hann sá mannrétt-
indasamningur sem
hefur verið staðfestur
af flestum þjóðum heimsins.
Barnasáttmálinn var fullgiltur fyr-
ir Íslands hönd árið 1992 sem fel-
ur í sér að Ísland er skuldbundið
að þjóðarétti til að virða og upp-
fylla ákvæði samningsins.
Stuðningur við innleiðingu
Barnasáttmálans
Til þess að tryggja að börn njóti
þeirra réttinda sem sáttmálinn
kveður á um þarf ekki hvað síst að
hafa í huga aðstæður í nærum-
hverfi barna á degi hverjum. Á
heimilum þeirra, í skólum og hvar
sem þau dvelja. Í ljósi þess hafa
félagsmálaráðuneytið og UNICEF
á Íslandi gert samning með það
fyrir augum að tryggja aðgengi
allra sveitarfélaga að stuðningi við
innleiðingu Barnasáttmálans.
Þessi stuðningur er
afar mikilvægur enda
gegna sveitarfélögin
mikilvægu hlutverki í
lífi barna á Íslandi og
annast stærstan
hluta þeirrar þjón-
ustu sem hefur bein
áhrif á þeirra dag-
lega líf. Íslensk sveit-
arfélög hafa sýnt í
verki mikinn áhuga á
að rækja þetta hlut-
verk sitt. Það var
mér því sönn ánægja
að geta í tilefni af
þrjátíu ára afmæli Barnasáttmál-
ans undirritað samkomulag um
aukinn stuðning við þá góðu vinnu
sem þar fer fram. Með slíku sam-
stilltu átaki skipar Ísland sér í
fremstu röð þeirra ríkja sem hvað
best standa vörð um réttindi
barna.
Stjórnvöld taki aukið mið
af sjónarmiðum barna
Ákvörðun um að innleiða Barna-
sáttmálann felur í sér viðurkenn-
ingu á að þekking og reynsla
barna sé verðmæt og að stuðla
eigi að því að efla þátttöku barna
og ungmenna í samfélaginu og
leitast eftir og nýta reynslu þeirra
og viðhorf. En ef við ætlum okkur
raunverulega að styrkja hlutverk
barna og ungmenna í samfélaginu
og tryggja þátttöku þeirra við
stefnumótun og ákvarðanatöku
þurfum við að ganga lengra en að
gefa börnum orðið við hátíðleg
tækifæri. Við þurfum skýrar
breytingar sem tryggja samstarf
við börn og að raddir þeirra heyr-
ist, ekki bara í málum er þau
varða heldur öðrum líka. Við þurf-
um að hlusta á tillögur þeirra og
sjónarmið, taka þær alvarlega og
gera að veruleika.
Að skapa barnvænt samfélag
sem gerir börnum kleift að vera
raunverulegir þátttakendur er
eitthvað sem við hljótum öll að
vera sammála um að sé af hinu
góða. En að fá börn raunverulega
að borðinu er ekki alveg einfalt
mál. Eins að sjá til þess að við það
sitji öll börn, ekki aðeins þau með
sterkustu raddirnar, og að þau séu
þar á eigin forsendum en ekki á
forsendum fullorðinna.
Börn búa yfir sérstakri reynslu
og þekkingu sem getur verið mis-
munandi eftir aldri þeirra og að-
stæðum. Á grundvelli þeirrar
reynslu hafa þau skoðanir og hug-
myndir á því hvernig samfélagið
gæti verið betra. Þrátt fyrir það
er of oft gert lítið úr framlagi
barna til umræðu og ákvarðana-
töku. Afar margt í stefnu stjórn-
valda hefur beint eða óbeint áhrif
á líf barna. Samt sem áður er hún
að mestu leyti þróuð án tillits til
þess hvaða áhrif hún mun hafa á
börn og framtíð þeirra. Þátttaka
barna í stefnumótun getur leitt til
stefnubreytinga og skapað samtal
á milli ólíkra aðila. En til þess að
reynsla og skoðanir barna hafi
raunveruleg áhrif þurfum við að
vanda til verka.
Meira samráð við börn og
ungmenni í mótun
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
í mars síðastliðnum tillögu mína,
byggða á tillögum til mín frá
stýrihópi stjórnarráðsins í mál-
efnum barna, um að stefnt verði
að aukinni þátttöku barna og ung-
menna í stefnumótun stjórnvalda
sem og tillögu sem felur í sér að
allar stærri ákvarðanatökur sem
og lagafrumvörp skuli rýnd út frá
áhrifum á stöðu og réttindi barna.
Þetta var stór ákvörðun og afar
mikilvæg. Í maí síðastliðnum
fylgdi ég þessum tillögum eftir og
skrifaði undir samning við um-
boðsmann barna um að unnar
yrðu tillögur að því hvernig
tryggja mætti að þátttaka barna
og ungmenna í stefnumótun hér á
landi yrði markviss, regluleg og
raunveruleg og að sérstaklega
yrði hugað að því að öllum börn-
um og ungmennum væru tryggð
jöfn tækifæri til þátttöku, án mis-
mununar. Fljótlega förum við að
sjá fyrstu drög að þeim tillögum
en mikilvægur þáttur í undirbún-
ingi þeirra er þing barna sem
haldið er á vegum umboðsmanns
barna í Hörpu í dag og á morgun.
Auk barna er þingmönnum, full-
trúum sveitarstjórna, stofnana
ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnu-
markaðarins og frjálsra félaga-
samtaka sem koma að málefnum
barna boðið til þingsins og standa
vonir til þess að það verði öflugur
vettvangur fyrir samtal og sam-
ráð um málefni barna til fram-
tíðar.
Við sem teljumst fullorðin í dag
höfum afar takmarkaða þekkingu
á reynslu nútímabarna og áhuga-
málum þeirra. Það er kominn tími
til þess að við viðurkennum að
börnin eru svo sannarlega sér-
fræðingar í því að vera börn en
ekki við fullorðnu. Okkar hlutverk
er að tryggja röddum barna far-
veg og áhrif og skuldbinda okkur
til að hlusta á þær.
Réttindi barna í hávegum höfð
Eftir Ásmund Einar
Daðason » Við þurfum að hlusta
á tillögur og sjónar-
mið barna og ung-
menna, taka alvarlega
og gera að veruleika.
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundur er félags- og barna-
málaráðherra.