Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 42

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is JÓLaLjÓSiN SeM ÞOlA ÍSlEnSkA VeÐRÁTtU! Það er óhætt að segja að umræður um loftslagsmál hafi verið líflegar undanfarið og sitt sýnist hverjum. Fjölmiðlar hafa tekið ástfóstri við orðskrípið „hamfarahlýnun“ þótt gögn frá IPCC gefi ekki tilefni til þess og margar fullyrðingar er sjá hefur mátt í fjöl- miðlum standist ekki nánari skoðun. Nei – tíðni fellibylja hefur ekki aukist. Skógareldar ná ekki yfir stærri hluta heimsins en áður. Ísbirnir eru ekki í útrýmingarhættu. Hækkun sjávar hefur ekki aukist stórkostlega. Nokk- uð er ljóst að ekki sé alltaf takandi mark á þeim er æpa neyðarástand! hamfarahlýnun! En er ég þá „afneitari“? Held ég fram að maðurinn hafi engin áhrif á umhverfi sitt? Nei, ekki heldur. Til að reyna að ná áttum í moldviðri um- ræðunnar hef ég kosið að leita í smiðju James Hansen sem var for- stjóri loftslagsrannsóknadeildar NASA. Það var hann sem kom fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeild- arinnar 1988 og sagðist vera 99% viss um að hlýrra væri á jörðinni en hefði verið um langa hríð og að þjóðir heims yrðu að draga stórlega úr notk- un jarðefnaeldsneytis, einkum kola, ef ekki ætti illa að fara. Það er reyndar ekkert óeðlilegt við það að það hafi tekið að hlýna á jörð- inni er litlu ísöldinni lauk 1850 og áhrifa hinna mörgu, stóru og lang- vinnu eldgosa gætti ekki lengur. Þau höfðu nefnilega þeytt brennisteins- díoxíði (SO2) upp í heiðhvolfið og þar með takmarkað inngeislun sólar. Í bók sinni Storms of my Grandc- hildren segir Hansen ekki að hitastig jarðar og CO2-magn andrúmslofts fylgist að. Hann segir að á þeim 425.000 árum er ísótóparannsóknir ná til þá hafi hitastig andrúmslofts hækkað mörg hundruð árum áður en magn CO2 fór að rísa. Hitastigið hækkar sem sagt fyrst en þegar sjór- inn tekur ekki lengur við öllu koldíox- íðinu þá eykst magn þess í andrúmsloftinu, sem takmarkar hitaút- geislun jarðarinnar og hringrás hækkandi hitastigs og hækkandi CO2 myndast. Sömu lögmál gilda reyndar um vatnsgufu. Margt annað hefur þó einnig áhrif s.s. virkni sólar og metangas. Hansen var ekki hrif- inn af Kýótósamningn- um og sagði hann frek- ar auka losun en hitt því þróunarlönd- in hefðu engan hvata til að takmarka losun en gætu hagnast á alls kyns svindli og blekkingum í því kerfi. Hann nefnir dæmi um að Kínverjar hafi framleitt klórflúorkolefni sem þeir seldu til landa sem fengu greitt fyrir að eyða þeim. Naomi Klein segir í Þetta breytir öllu: kapítalisminn gegn loftslaginu að allt að 2/3 þeirrar kolefnisjöfnunar sem menn hafi feng- ið borgað fyrir hafi verið svindl eða tímabundnar aðgerðir. Þau eru sam- mála um að alþjóða fjármálakerfið hagnist helst. Ekki er Hansen heldur hrifinn af Parísarsamkomulaginu því þar er ekki minnst einu orði á að hægja þurfi á fólksfjölgun í heim- inum. Hann mælir með kolefnisskatti er legðist á öll lönd heimsins en yrði notaður til aðgerða er miðuðu að sjálfbærni jarðarinnar, svo sem val- deflingu kvenna í þriðja heiminum og menntun þeirra. Önnur hugmynd hans var að skatturinn yrði endur- greiddur til almennings eins og gert hefur verið í Kanada. Hansen er ósáttur við að Bill Clin- ton og Al Gore hafi stöðvað allar til- raunir með kjarnorku. Hann segir að vísindamennirnir við Argonne hafi viljað fá að þróa 4. kynslóð kjarn- orkuvera, þá tegund er brennir kjarnorkuúrgangi, og segir að við munum þurfa kjarnorkuver til að ná tökum á vandanum, því vind- og sól- arorka sé bæði dýr og ótryggur orku- gjafi og hætta á að fyrirtæki (hann nefndi Þýskaland) leiti annað sakir kostnaðar. Bandaríkjaforseti hafði vit á að segja sig frá Parísarsamkomulaginu. Hann segir efnahagslegan kostnað við það of mikinn og ósanngjarnt að lönd eins og Kína og Indland hafi frítt spil. Það virðist nefnilega engin glóra í þessu kerfi. Átti Kýótóvitleysan ekki að detta út með Parísarsamkomulag- inu? Hvers vegna heldur aflátssalan áfram og hvert renna peningarnir? Nýr forseti ESB vill fá 1 trilljón evra í grænu orkuskiptin en jafn- framt byggja upp millistétt í Afríku og taka við hælisleitendum þaðan. Hvort tveggja eykur losun CO2. Stöð- ugt meira af iðnaði í Evrópu flyst til svæða er framleiða rafmagn með kol- um – efninu sem Hansen vildi láta banna. Bandarískir lobbíistar komu Kýótó í gegn og Wall Street hagnast. Aðrir hagnast á blekkingum en sumum er ætlað að borga. Á Íslandi höfum við fundið leið til að borga minna með því að fylla upp í skurði, sem að mínu mati er bara leið til að blekkja kerfið. Það er nefnilega ekki þannig að þótt tún séu framræst þá þorni þau upp. Samkvæmt minni reynslu eru skurð- bakkarnir stöðugt rakir. Að auki los- ar mýrlendi metangas í stórum mæli svo mögulega geta þessar aðgerðir orðið til skaða. Af hverju tökum við þátt í þessu spillta og fáránlega kerfi? Ætlum við í alvöru að borga meira en 100 millj- arða árið 2030 eins og útlit er fyrir og treysta því að það fé komi að gagni einhvers staðar en renni ekki í vasa auðkýfinga? Er ekki kominn tími á að nýr Lúter mótmæli aflátssölu nútímans – taki sig til og segi Wall Street til synd- anna? Það þarf ekki einu sinni hamar og nagla lengur. Tölvulyklaborð eða snjallsími dugar alveg til. Eilítið innlegg í loftslagsumræðuna Eftir Ingibjörgu Gísladóttur »Hlýnun jarðar er áhyggjuefni en að- ferðir til að fást við hana eru lítt sannfærandi og ólíklegt að þær skili tilætluðum árangri. Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Í Morgunblaðinu 15. nóvember birtist ágæt grein, eftir vin minn Grétar Har- aldsson frá Miðey og er þar fjallað um Landeyjahöfnina. Ef sýn hins glögga manns, Grétars, er rétt, þá er það annað hvort, að höfnin er á röngum stað, eða þá að Markar- fljót fellur ekki á réttum stað til sjávar. Sú var tíðin, að Vestmannaeyjar voru ein af mestu fiskvinnslu- stöðvum Íslendinga. Þetta var á þeim tíma þegar útflutningur sjáv- arafurða stóð að mestum hluta umdir rekstri þjóðarbúsins og framkvæmdum landsmanna. Á vetrarvertíð fóru þá margir til Vestmannaeyja og unnu þar ýmist til sjós eða lands og komu oft með góðar tekjur til baka. Stærstur var þó hlutur Eyjamanna sjálfra í þágu þjóðarbúsins. Með þetta í huga hefi ég oft hugsað til þess hve þjóðin öll stendur í mikilli þakkarskuld við Eyjamenn. Þeir eiga það því margfalt skilið, að samgöngur þeirra við meginland okkar, séu eins góðar og gerlegt er. Hvað er til ráða? Illa líst mér á jarðgöng á jarðskjálfta- og eldgosasvæði. Farvegur og þar með útfall Mark- arfljóts verður varla flutt vestur fyrir höfnina. Þá er spurningin, hversu mikið vatnsstreymi þarf inn í Landeyjahöfn og þar með út úr henni, til að halda innsigling- unni opinni árið um kring? Senni- legt er að hálærðir sérfræðingar geti reiknað það út. Kæmi þá ekki til skoðunar, að leiða slíkt vatns- magn úr Markarfljóti í gegnum höfnina. Sjálfur flutningurinn á vatninu frá Markarfljótsbakkanum og til hafnarinnar yrði ekkert vandamál, ekki heldur stýring á vatnsmagninu. Það hlyti hins veg- ar að verða eitthvert tæknilegt vandamál – úrlausnarefni, hvernig sjálft vatnið yrði flutt upp úr Fljótinu og inn í aðrennslis„stokk“ hafnarinnar, en þar yrði útbún- aður að vera slíkur, að einungis hið skolgráa vatn, en enginn mal- araur færi niður til hafnarinnar. Ætli það yrðu meiri tæknileg vandamál, en mörg önnur, sem leyst hafa verið? Og hugsanlega ódýrari og varanlegri lausn en það að lengja efri garðinn út í sjóinn? Tekið skal fram að ég er ekki upphafs- maður að þessari hug- mynd. Hún kom á prenti frá einhverjum sem ég man ekki leng- ur hver er. Þessi hug- mynd er þess virði að hún sé skoðuð af fyllstu alvöru. Sjálfur þekki ég ekkert til að- stæðna þarna, en best tryði ég heimamönn- um til að meta þetta. Kæmi í ljós að hugmyndin sé fráleit, þá yrði henni „ýtt út af borðin“ og leitað annarra lausna. Þó er flest hægt að framkvæma, ef fjármagn fæst til þess. Ekki var horft í kostnað, þegar norðlenskir alþingismenn beittu sér fyrir því að bora göng í gegnum Vaðlaheiðina, þótt sá ágæti vegur sem liggur þar skammt norðar, sé jafnan opinn yfir 360 daga á ári. Þau göng hefðu mátt bíða í einhverja ára- tugi. Grétar Haraldsson kom með til- lögur til lausnar varðandi höfnina og ræddi þær við ónefndan ráða- mann, sem tók ekkert mark á orð- um hans. Það er svo með suma ráðamenn, að þeir hlusta helst á fólk rétt fyrir kosningar og ætla má að óyndi sumra til áheyrnar, vaxi þeim mun meira sem viðmæl- andi hefur gleggri sýn á viðfangs- efnið. Varðandi Landeyjahöfn verða ráðamenn að taka ákvörðun, en umræður á alþingi verða stund- um um fánýta hluti, eins og gerð- ist laust fyrir síðustu jól. Þá gekk margur þingmaðurinn fram með geislabaug „heilags anda“ um ásjónu sína, með tilgangslausu „mjálmi“ í stað þess að takast á við raunveruleg úrlausnarefni. Varðandi samgöngur við Vest- mannaeyjar verður eitthvað raun- hæft að gera – Eyjamenn eiga það fyllilega skilið. Enn um Landeyjahöfn Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún Gunnar Guðmundsson »Eyjamenn eiga það margfalt skilið, að samgöngur þeirra við meginland okkar, séu eins góðar og ger- legt er. Höfundur er fræðimaður og rithöfundur. Þáttagerðarmanni RÚV þótti snjallt það sem gamall komm- únisti sagði í viðtali, að það að ekki hefði náðst að stytta vinnuvikuna þrátt fyrir stöðugan hagvöxt væri tákn um skipbrot kapítalism- ans. Nálægt helm- ingur vinnutíma fólks fer í að vinna fyrir sköttum og álögum á atvinnulífið til að standa undir kostnaði við þann helming sem starfar hjá eða er á framfæri ríkis og sveitarfélaga. Þetta virðist því frek- ar vera tákn um sigur hins óskil- virka sósíalisma sem hefur náð að éta upp alla þá framleiðniaukningu sem kapítalisminn hefur framkallað með tækniframförum. Þess ber þó að gæta að hlutfall vinnandi handa hefur eitthvað minnkað vegna langlífis okkar sem lifum við vel- megun og væntanlega vegna aukinnar offitu. Að öðru leyti ætti skert vinnuframlag vegna ör- orku ekki að hafa breyst nema þá að um ofgreiningu sé að ræða. Fólksfjölgun á Vest- urlöndum verður ekki lengur kennt um að skórinn kreppir, en kostnaðarsamt er að taka á móti flóttamönnum og skapar aukið álag á auðlindir. Átök og fólksflótti er víða frá svæðum þar sem mannfjölgun er mikil. Framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, var til- kölluð sem sérfræðingur í loftslags- Skipbrot kapítalismans Eftir Þorvald Gunnlaugsson Þorvaldur Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.