Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 46

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Elsku Dóra systir mín. Takk fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig frá fyrsta degi. Það eru bara þrjú ár á milli okkar og við vorum mjög nánar systur. Við brölluðum margt saman þegar við vorum litlar. Vorum alltaf að selja blöð og fórum svo út í sjoppu og keyptum nammi. Ég man að ég sagði um þig, að ef þú ættir fimm kúlur og værir með fimm mann- eskjum, þá fengju allir kúlu nema þú. Svona varstu, ósérhlífin og gædd mikilli mannelsku. Enginn mátti vera út undan. Við áttum erfiða tíma eftir að mamma dó. Nýtt líf, nýjar reglur og nýtt umhverfi. Það var oft erf- itt og ég veit ekki hve oft við vild- um fara að heiman, en við eign- uðumst þessa lífsreynslu saman. Man eftir fyrstu ástarsorginni minni, þá varst þú til staðar, þol- inmóð og komst mér í gott skap. Þú hafðir gott lag á að koma fólki í gott skap, hláturinn þinn var svo smitandi þannig að vandamálin urðu minni og áföllin smærri. Það var svo spennandi að vera nálægt þér, fannst ég alltaf vera örugg. Við hjálpuðumst að við þvo upp, þrífa, taka upp kartöflur og pússa skó. Man eftir okkur úti í bílskúr með haug af kartöflum sem við áttum að taka spírur af. Þá sung- um við skátasöngva, hlógum og allt varð einfalt. Þú varst svo félagslynd og áttir marga vini, ég var alltaf velkomin með. Missirinn er svo sár fyrir marga. Systkinabörnin þín, sem þér þótti svo vænt um, eru í sár- um. Þú varst alltaf svo góð við börnin mín og fylgdist mjög vel með þeim. Þú varst alltaf vel áttuð og vildir ekki missa af neinu sem tengdist þeirra lífi. Þú komst í heimsókn til mín í Danmörku og skildir að hlutirnir voru ekki í lagi, varst næm á slíka hluti. Þú gafst lífinu mikinn lit og ég verð að halda áfram án þín. Það þykir mér hart. Sá þig fara allt of fljótt og þeg- ar yfir lauk reyndi ég að segja þér að opna augun, bara smástund, en Halldóra Kristjánsdóttir ✝ Halldóra Krist-jánsdóttir fæddist 22. apríl 1965. Hún lést 28. september 2019. Útförin fór fram 3. október 2019 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ljósið var farið. Þú varst farin. Takk fyrir að vera mér svona góð syst- ir. Megi allir englar taka fagnandi á móti þér. Ég bið Guð að gæta mín, góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín: Almættið það sjái um þig. (Leifur Eiríksson) Litla systir þín, Helga. Elsku Dóra mín er farin allt of fljótt. Það er mikill missir. Dóra var alltaf svo kát, vildi fylgjast með öllum. Hún var alltaf fyrst að heimsækja þegar eitthvað var að. Ég kynntist Dóru fyrst þegar við Geiri, bróðir hennar, byrjuð- um saman árið 1979. Því fékk ég skamman tíma til að kynnast móður þeirra en hún lést árið 1980. Hún náði þó að verða amma þegar við Geiri eignuðumst okkar fyrsta barn, Kristján. Fjölskylda Geira, þá sérstaklega amman, sá ekki sólina fyrir honum. Dóra varð fljótt hinn besta barnapía enda mjög barngóð og börn hændust að henni. Hún passaði mikið fyrir mig og ég minnist alltaf hláturs hennar sem var smitandi því Dóra var hláturmild og hlý manneskja. Við Geiri eignuðumst fjögur börn og var Dóra hin besta og skemmti- legasta frænka fyrir þau, allir dýrkuðu hana og hændust að henni og eins var því farið með Hjördísi systur þeirra, báðar svona barngóðar. Ég vék ekki frá þér alla sjúkra- leguna á gjörgæslu og gat ekki farið frá þér fyrr en ég vissi að þú þyrftir að hvíla þig. Þú varst ekki ein því öll fjölskyldan hafði verið mikið hjá þér alveg undir hið síð- asta. Bið að heilsa öllum uppi hjá þér í draumalandinu. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þín mágkona, Ingibjörg Haraldsdóttir (Inga). Elsku fallegi engillinn minn, rosalega á ég erfitt með að geta ekki séð þig aftur og geta ekki knúsað þig. Þú varst mér rosalega góð frænka og vinkona líka. Ég gat alltaf hringt í þig ef mér leið illa eða ég þurfti á einhverjum góðum og traustum að halda. Þegar þú fórst á gjörgæslu bað ég alltaf fyrir þér og óskaði að allt færi á góðan veg og þú myndir ná þér. Fyrstu dagana varstu rosa veik og ég hélt alltaf í vonina en samt sá ég hversu veik þú varst. Ég var mjög mikið hjá þér og vonaði allt- af að þú myndir opna augun og koma til baka til okkar. En svo áð- ur en þú varst færð yfir á aðra deild þá sat ég hjá þér til klukkan tíu um kvöldið og mér fannst þú vera orðin miklu betri. Ég hélt að þú værir að koma öll til baka, varst vöknuð og reyndir að tala við okkur en við skildum ekki allt. Við heyrðum sumt og þú hlóst og það var bara gaman hjá okkur. Þú vildir ekki að við færum frá þér. Um nóttina fór allt úr bönd- unum og þá var komið að kveðju- stund. Ég get ekki lýst því með orðum hversu mikið þetta kom manni á óvart og hversu erfið stund þetta var, að þurfa að knúsa þig og kyssa þig í síðasta skipti og segja þér hversu vænt mér þykir um þig. Ég gleymi aldrei okkar stund- um saman, ég vildi mjög oft vera hjá þér þegar ég var lítil og gista hjá þér, sem ég mátti alltaf, var alltaf velkomin. Þú kenndir mér margt um lífið og við fórum nokkrum sinnum í sumarbústað og það var alltaf mjög gaman. Við spiluðum og spjölluðum og höfð- um bara gaman. Þú varst alltaf fyrst til að hringja ef einhver átti afmæli til að óska til hamingju. Ég veit ekki hvernig ég á að geta kvatt þig, sit hér með tárin í augunum að skrifa þessa grein um þig. Þetta er svo erfiður tími og rosalegur missir. Elska þig endalaust mikið. Við sem vorum byrjuð með spilakvöld loksins eft- ir mikla bið og þú hlakkaðir svo til að koma aftur að spila. Ég er rosalega ánægð að við náðum að minnsta kosti einu spilakvöldi áð- ur en þú kvaddir okkur. Ég vona að þú hafir hitt pabba minn, mömmu þína og systur. Ég bið innilega að heilsa þeim, knús og kossar. Sjáumst þegar minn tími kemur. Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir. Elsku Dóra mín, það var sárt að missa þig. Þú varst alltaf hress og mjög góð og fyndin kona. Þú fékkst allt- af alla til að hlæja. Ég og amma komum stundum til ykkar Hann- esar og sátum í góðan tíma að spjalla við ykkur. Þegar ég frétti að þú fórst upp á gjörgæslu fékk ég sting í hjart- að. Ég kom með ömmu og Bryn- dísi og við sátum hjá þér í góðan tíma. Þú spjallaðir við okkur og hlóst og hlóst og þú reyndir að tala við mig en ég skildi ekki hvað þú varst að segja en ég hefði viljað vita hvað þú varst að reyna að segja við mig. Síðan næsta dag varstu farin frá okkur. Ég mun aldrei gleyma spila- kvöldinu heima hjá ömmu með þér og öllum. Elsku Dóra mín, þín verður sárt saknað. Afi tekur vel á móti þér Lilja Dís Hólmarsdóttir. Það er mér erfið- ara en ég hélt að þurfa að skrifa þessi orð núna, aldrei er maður einhvern veginn tilbúinn til þess að þurfa að kveðja sína nánustu. Ég hef verið lánsöm að fá að hafa þig í mínu lífi í heil 34 ár. Afi Sverrir var sá allra besti afi sem til var og ekki skemmdi það fyrir að Sara Dís fékk að kynnast lang- afa sínum. Alltaf var stutt í húmorinn, kvartaði aldrei sama hversu erf- itt var hjá honum eða hversu kvalinn hann var búinn að vera, aldrei heyrðist neitt væl yfir því hvað væri að hjá honum. Afi Sverrir var mjög um- hyggjusamur og hlýr, var alltaf að spyrjast fyrir hvernig maður hefði það eða hvernig lífið gengi og hvort það væri ekki allt í góðu hjá manni, þannig var afi Sverrir. Ég get staðfest það hér að afi Sverrir var sá allra hreinskilnasti maður sem ég hef kynnst, hann var ekkert að skafa af hlutunum hvort sem það var í formi hróss eða segja manni til syndanna. En það kunni ég vel að meta frá honum, aldrei neitt kjaftæði. Svo má nú ekki taka af honum hversu tæknivæddur hann var þrátt fyrir að hafa fæðst á fyrri hluta síðustu aldar sem telst vel gert. Hann var ekkert að gefa neitt eftir þar og hélt fast í okkur ung- mennin hvað varðar öll öpp og annað slíkt. Hann stóð sig með prýði þar. Ekki er hægt að taka það af honum að hann var alltaf með Sverrir Guðvarðsson ✝ Sverrir Guð-varðsson fædd- ist 30. september 1930. Hann lést 22. október 2019. Útför Sverris fór fram 1. nóvember 2019. góðar sögur fyrir okkur systurnar, við nutum góðs af því. Einnig var hann duglegur að syngja með okkur systrum. Sérstaklega þegar við vorum á ferðinni í bílnum eftir að afi og amma Sigga höfðu sótt mig í leik- skólann og Siggu í skólann. Eitt er mér mjög ofarlega í minni, það er þegar afi Sverrir bað okkur um að segja þríbrotin þríkringla og áttum við að segja þetta mjög hratt, þetta reyndist okkur erfitt en við reyndum og reyndum þangað til við öll skelli- hlógum. Ekki má heldur gleyma því að afi Sverrir var skipstjóri og við systurnar vorum alltaf svo spenntar þegar afi var að koma í land því þá fengum við að fara um borð og setjast í skipstjórasætið, það gleymist aldrei. Það var alltaf svo gaman í kringum afa og eru þær ansi margar minningarnar sem rifjast upp hér við þessi skrif en það er bara ekki pláss fyrir þær hér og því ætla ég að geyma þær hjá mér. Það var nú gott spjallið sem við áttum á Landakoti fyrir ekki svo löngu þar sem þú sagðir mér frá því að þetta væri komið gott og að þú værir búinn að lifa góðu lífi og nú væri kominn tími til þess að kveðja þessa veröld og koma sér á betri stað þar sem þú myndir hætta að finna til. Eins og það er nú sárt að þurfa að kveðja þig, elsku afi Sverrir, þá er það ákveðin sárabót að vita af því að þú ert án allra verkja. Það var líka löngu orðið tíma- bært að þeir hyrfu á braut og nú ertu kominn þangað sem þú vildir fara og munum við sem eftir lif- um halda minningu þinni á lífi. Hvíldu í friði, elsku afi Sverrir. Soffía Rut. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGMARS JÖRGENSSONAR, Naustabryggju 33, Reykjavík. Jónheiður Björnsdóttir Ólafur K. Sigmarsson Aðalheiður Stefánsdóttir Sigfríður Birna Sigmarsd. Hrafnhildur Sigmarsdóttir Sigmar Freyr, Kristinn Björn, Lilja Katrín, Jenný Sif og Steinar Óli Ástkær eiginmaður minn, faðir minn, tengdafaðir og afi, KRISTINN GÍSLASON ÁLFGEIRSSON múrari, Þorláksgeisla 12, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 15. nóvember. Ólafía Kolbrún Tryggvadóttir Guðrún Kristinsdóttir Guðbrandur V. Guðgeirsson og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og einlægur vinur, ÁRNI Þ. ÞORGRÍMSSON, fv. flugumferðarstjóri, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 18. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Árnadóttir Árni Árnason Þorgrímur St. Árnason Ásdís María Óskarsdóttir Eiríka G. Árnadóttir Þórður M. Kjartansson Ragnheiður Elín Árnadóttir Guðjón Ingi Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn Emilía Ósk Guðjónsdóttir Ástkær og elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, fósturfaðir, bróðir, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS HÓLMGEIRSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sveinrún Bjarnadóttir Kristjana Björg Þorsteinsdóttir systkini, börn, barnabörn, barnabarnabarn og makar Við þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR GÍSLADÓTTUR, Sunnuhlíð, áður Gullsmára 7. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir hlýtt viðmót, virðingu og góða umönnun. Hulda Leifsdóttir Bjarni Pálsson Hafdís Leifsdóttir Sigurbjörn Sigurðsson Ingibergur Sigurðsson Ingibjörg Magnúsdóttir ömmubörn og langömmubörn KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Ásgerði 6, Reyðarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 18. nóvember. Útför verður auglýst síðar. Álfheiður Hjaltadóttir Aðalheiður E. Kristjánsdóttir Björgvin Ingvason Margrét Rósa Kristjánsdóttir Þórir Þórisson Kolbrún Kristjánsdóttir Þórður Geir Jónasson Lára Valdís Kristjánsdóttir Benedikt Gunnarsson Kristján Óli Pascalsson Johanna Wagner og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, JÓNA HÓLMFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, föstudaginn 8. nóvember. Fríða Á. Björnsdóttir Víðir Ásgeirsson Ómar Ásgeirsson Björk Ásgeirsdóttir og aðrir aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, MAGNEA S. SIGMARSDÓTTIR sjúkraliði, lést á Hrafnistu, Boðaþingi, fimmtudaginn 14. nóvember. Marteinn Karlsson Esther Gerður Högnadóttir Sigmar Örn Karlsson Egill Karlsson Katrín Guðjónsdóttir Anna Eygló Karlsdóttir Jóhannes Níels Sigurðsson Guðlaug Sigmarsdóttir Hafliði Baldursson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.