Morgunblaðið - 21.11.2019, Síða 55

Morgunblaðið - 21.11.2019, Síða 55
maður ekki slæman völl. Tæknin er þannig í dag að maður getur haldið fótboltaleiki hvar sem er og hvenær sem er,“ segir Bjarni. Ráðast hefði átt í endurbætur 2014 KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkið hafa enn ekki komið sér saman um byggingu nýs leikvangs í Laugar- dalnum en biðin eftir nýjum leik- vangi kann að hafa ráðið því að ekki hefur verið ráðist í nauðsynlegar endurbætur á sjálfum grasvellinum, og komið fyrir undirhita. Bjarni segir synd að ekki hafi verið ráðist í það vorið 2014: „Ef það þarf bara að taka völlinn í gegn, og ekki að hugsa um neitt annað, er þetta örugglega svona þriggja mánaða verkefni. Best væri eflaust að gera þetta á EM- eða HM-ári, þegar leikir detta út í júní- glugganum. Þetta er ekkert mál og best hefði verið að fara í þetta eftir Króatíuumspilið.“ Þegar Ísland mætti Króatíu í um- spilinu fræga fyrir HM í Brasilíu, í nóvember 2013, var sérstök hita- pylsa lögð yfir Laugardalsvöll til að verja hann gegn frosti. Hún verður nýtt aftur en er dýr í notkun og verður sjálfsagt aðeins lögð viku fyrir undanúrslitaleikinn. Æfingar landsliðanna voru færðar á gervi- grasvelli í aðdraganda Króatíu- leiksins og hið sama verður eflaust uppi á teningnum í mars. En hvað er hægt að gera vikurnar og mánuði fram að leik? Kolbeinn líklega meiðst vegna ástands Laugardalsvallar „Eitt vandamálið við Laugardals- völlinn er að hann heldur svo miklu vatni í sér, svo það þarf mikla orku til þess að þíða hann. Grunnatriðið er því að koma í veg fyrir að hann frjósi, en hvernig við gerum það er svolítið erfitt að segja til um því völlurinn er svo opinn. Það er hægt að nota ýmsar leiðir til að einangra völlinn, með heyi eða einangrunar- efnum, en það er erfitt því svo kem- ur kannski vindur upp á 30 m/s og þá er þetta allt farið. Það þyrfti að einangra völlinn, síðan þarf að koma í veg fyrir að það verði mikil rakamyndun á vellinum því það verður svo mikill massi af vatni í honum, og fyrir leikina þyrfti svo að setja upp hitapylsuna frægu til að halda vellinum alveg hreinum og heitum fram að leik. En þetta er bara happa, glappa. Síðasta vor var völlurinn ófrosinn og fínn en árið áð- ur var hann gaddfreðinn niður á 60 sentimetra. Hitapylsan þyrfti að vera í gangi í mánuð eða eitthvað til að bræða slíkan massa,“ segir Bjarni og bendir á að Laugardals- völlur hafi til að mynda ekki verið nægilega góður þegar Ísland mætti Króatíu á sínum tíma. „Það var frost fyrir neðan efsta yfirborðið og Kolli [Kolbeinn Sig- þórsson] meiddist í leiknum, senni- lega út af ástandinu á vellinum og þessu háa rakastigi vallarins,“ segir Bjarni, en Kolbeinn meiddist illa á ökkla og missti af seinni umspils- leiknum. Ekkert mál ef við ættum almennilegan grasvöll  Auðvelt að spila á grasi í mars ef hitakerfi væri til staðar  Bjarni segir alla þekkingu fyrir hendi  Einangra þarf völlinn og koma í veg fyrir rakamyndun Morgunblaðið/Hari Laugardalsvöllur Þjóðarleikvangurinn lítur vel út að sumarlagi, eins og á þessari mynd sem var tekin á leik Íslands og Tyrklands í sumar. Hann er hins vegar ekki upphitaður og því gæti reynst erfitt að spila á honum í lok mars. LAUGARDALSVÖLLUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ef það væri almennilegur grasvöll- ur hérna með hitakerfi værum við ekkert að spá í þetta. Fólk talar allt- af um að veðurfar á Íslandi sé svo slæmt og þess vegna sé ekki hægt að spila hérna yfir veturinn, en það er bara ekki rétt. Auðvitað getur skollið á óveður en hvað grasfræðin varðar væri alveg hægt að spila,“ segir Bjarni Þór Hannesson gras- vallatæknifræðingur. Nú liggur fyrir að Ísland spili einn og hugsanlega tvo leiki á Laugardalsvelli í lok mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Ýms- ir efast um að hægt verði að spila á Íslandi og er það ekki að ástæðu- lausu, enda hefur það ekki verið gert áður á þessum árstíma. Of lengi hefur verið beðið með nauð- synlegar úrbætur í vallarmálum í Laugardalnum og því er vel hugs- anlegt að Íslendingar bjóði Rúmena eða Ungverja velkomna til Kaup- mannahafnar í stað Reykjavíkur þegar líður að undanúrslitaleik um- spilsins 26. mars. „Það verður aldrei kominn vöxtur í völlinn á þessum tíma en það eina sem við þurfum er að hann verði ekki frosinn,“ segir Bjarni, en vegna þess hve illa Laugardalsvöllur er uppbyggður er enn erfiðara en ella að koma í veg fyrir að hann verði frosinn. Hins vegar hjálpar til að völlurinn er upp á sitt besta nú þeg- ar vetur er að skella á: Víða spilað á grasi í snjókomu og frosti „Þetta fer eftir veðri og hvað við getum gert. Það væri ekkert mál að halda þennan leik eða þessa leiki ef við værum með almennilegan fót- boltavöll, sem væri rétt byggður; með réttan jarðveg, drenkerfi eins og þau eiga að vera, og undirhita. Þá væri þetta ekkert vandamál. Fótboltaleikir eru spilaðir á grasi að vetri til víða um heim og oft verið að spila í snjókomu og frosti. Ísland er þannig séð ekkert slæmt hvað þetta varðar. Við erum við 0 gráðurnar að meðaltali yfir vetrarmánuðina, þó að við fáum vissulega kalda kafla. Ef maður ber þetta saman við Green Bay Packers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum þá hafa þeir spilað leik í -38 gráðum á grasi. Í þeirri deild eru 40-50% vallanna grasvellir og margir þeirra á mun kaldari svæðum en við erum á,“ segir Bjarni. Gamall og illa byggður á afgangi af uppmokstri „Við höfum alla tækni og þekk- ingu til að halda fótboltaleiki í mars, en vandamálið við Laugardalsvöll- inn er að hann er ekki rétt upp- byggður. Hann byggir aðallega á af- gangi af uppmokstri frá húsum í kringum 1950, þegar hverfið í kring var byggt. Völlurinn er mjög slæm- ur varðandi það hvernig hann er byggður upp, enda einn sá elsti sem alþjóðlegur fótbolti er spilaður á. Það eina sem vantar er því almenni- leg uppbygging og undirhitakerfi, ásamt því að menn séu með rétt tæki og tól til að viðhalda vellinum. Ef við skoðum ensku deildina og hvernig er að viðhalda fótboltavöll- um þar þá er það gríðarlega erfitt, í 0-5 gráðum og engri sól. Samt sjáum við hvernig vellirnir eru í dag miðað við það þegar Bjarni Fel var að lýsa leikjunum í sjónvarpinu. Þá var þetta drullusvað en í dag sér ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Knattspyrnustjórinn José Mourinho er aftur kominn í svið- ljósið. Hann átti sviðið í breskum fjölmiðlum í gær. Ef knatt- spyrnuheiminn má kalla sirkus þá er Mourinho sirkusstjórinn. Allt frá því Portúgalinn hljóp fagnandi eftir hliðarlínunni á Old Trafford árið 2004, þá knatt- spyrnustjóri Porto, hafa spark- elskir hafa mikinn áhuga á þess- ari persónu. Enda er hann maður andstæðna. Getur bæði verið ein- staklega sjarmerandi en einnig óþolandi. Að mér skilst. Sökum hegðunar Mourinho í fjölmiðlum, og í kringum knatt- spyrnuleiki síðasta áratuginn, hafa margir spreytt sig á því að sálgreina kappann. Telja margir að í honum blundi einhvers konar minnimáttarkennd. Aðrir telja að hann hafi aldrei komist yfir mikla höfnun. Sett hefur verið fram sú kenning að Mourinho sé viðskotaillur vegna þess að hann sé með minnimáttarkennd yfir því að hafa ekki slegið í gegn sem leikmaður. Persónulega tel ég þessa skýr- ingu mjög hæpna. Önnur kenning finnst mér miklu athyglisverðari. Hún er sú að Mo- urinho hafi aldrei jafnað sig al- mennilega eftir að Pep Guardiola var ráðinn stjóri Barcelona árið 2008 þegar Mourinho sóttist einnig eftir starfinu. Guardiola hafði einungis árs reynslu sem þjálfari varaliðsins. Mourinho átti langan fund með forráðamönnum Barcelona þar sem hann kynnti hugmyndir sínar og útskýrði sýn sína á knattspyrnuna. Hann þekkti félagið enda var hann túlk- ur og aðstoðarmaður Bobby Rob- sons hjá Barcelona á tíunda ára- tugnum. Allar götur síðan 2008 virðist gjósa upp í honum heift þegar Barcelona er annars vegar. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.