Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 57

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 57
ÍÞRÓTTIR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 HANDBOLTI Coca Cola-bikar karla 16-liða úrslit: Afturelding – KA.................................. 29:26 Þróttur – ÍBV ....................................... 18:33  Fjölnir – Fram og Þór Ak. – Selfoss var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/handbolti. Meistaradeild karla B-RIÐILL: Kiel – Zaporozhye ............................... 32:32  Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla.  Kiel 14, Montpellier 11, Veszprém 10, Kielce 10, Vardar Skopje 9, Porto 8, Zapo- rozhye 2, Meshkov Brest 2. EHF-bikar karla 32ja liða úrslit, seinni leikur: RN Löwen – SKA Minsk ..................... 29:17  Alexander Petersson sat allan tímann á bekknum hjá Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.  Löwen áfram, 61:45 samanlagt. Þýskaland B-deild: Hamm – Krefeld .................................. 34:22  Arnar Gunnarsson þjálfar Krefeld. Danmörk Aalborg – Bjerringbro/Silkeborg .... 32:26  Janus Daði Smárason skoraði 10 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon lék ekki vegna meiðsla. Arnór Atlason er að- stoðarþjálfari liðsins.  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro/Silkeborg. Tvis Holstebro – GOG ......................... 33:23  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr- ir GOG og Arnar Freyr Arnarsson lék ekki vegna meiðsla. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 7 skot. Frakkland Créteil – París SG................................ 29:38  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir PSG. Noregur Elverum – Follo ................................... 36:25  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4 mörk fyrir Elverum. Drammen – Bækkelaget .................... 30:29  Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram- men. Svíþjóð Kristianstad – Varberg ...................... 31:23  Teitur Einarsson skoraði 7 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Guðmundsson 3. Hallby – Sävehof ..................................30:30  Ágúst Elí Björgvinsson varði 4 skot í marki Sävehof. Vináttulandsleikir karla Svartfjallaland – Hvíta-Rússland ........... 2:0 Ekvador – Kólumbía ................................ 0:1 KNATTSPYRNA Afturelding tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta er liðið lagði KA að velli, 29:26, í úrvalsdeildarslag í 16-liða úr- slitum í gær. Afturelding var með frumkvæðið allan tímann og komst tveimur mörkum yfir í fyrsta skipti snemma leiks, 5:3, og náði KA ekki að jafna eftir það. Staðan í hálfleik var 14:10 og fór munurinn aldrei neðar en þrjú mörk í seinni hálfleik. Vörn KA-manna var flöt og fengu góðar skyttur Aftureldingar að skjóta fyrir utan nánast að vild. Þor- steinn Gauti Hjálmarsson var sterk- ur hjá Aftureldingu og skoraði átta mörk, Guðmundur Árni Ólafsson gerði fimm og Birkir Benediktsson skoraði fjögur. Hjá KA var Daníel Örn Griffin markahæstur með sex mörk og þeir Andri Snær Stef- ánsson, Dagur Gautason og Patrek- ur Stefánsson skoruðu fjögur mörk hver.  ÍBV úr úrvalsdeildinni átti ekki í neinum vandræðum með að vinna 1. deildarlið Þróttar í Laugardals- höll. Lokatölur urðu 33:18, en staðan í leikhléi var 17:6. Elliði Snær Við- arsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Kristján Örn Kristjánsson gerði fimm. Egidijus Mikalonis skoraði átta mörk fyrir Þrótt. Afturelding nálgast höllina  Afturelding í átta liða úrslit eftir öruggan sigur  ÍBV of sterkt fyrir Þrótt Morgunblaðið/Árni Sæberg Háloft Birkir Benediktsson úr Aftureldingu fær nægan tíma og pláss til að láta vaða að marki KA í gær. Eftir tvo tapleiki í röð er Keflavík komið aftur á sigurbraut í Dom- inos-deild kvenna í körfubolta. Keflavík hafði betur gegn Snæfelli á heimavelli, 89:66, í lokaleik 7. um- ferðarinnar í gær. Keflavík réð ferðinni allan tím- ann og var staðan í hálfleik 52:37. Keflavík hélt áfram að bæta í for- skotið í seinni hálfleik og átti ekki í neinum vandræðum með að sigla sigri í hús. Daniela Wallen skoraði 31 stig fyrir Keflavík og tók átta fráköst og Irena Sól Jónsdóttir skoraði 13. Anna Soffía Lárusdóttir og Chandler Smith skoruðu 15 stig hvor fyrir Snæfell. Keflavík er með átta stig, eins og Haukar og Skallagrímur í 3.-5. sæti. Snæfell hefur tapað fjórum af síðustu fimm og er með fjögur stig í sjötta sæti. Keflavíkurkonur á sigurbraut á nýjan leik Morgunblaðið/Eggert Mikilvæg Daniela Wallen átti stóran þátt í sigri Keflavíkur á Snæfelli. GRÆNA TUNNAN auðveldar flokkunina 577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is S: 577 5757 NÁTTÚRAN ER TAKMÖRKUÐ AUÐLIND HUGSUM ÁÐUR EN VIÐ HENDUM Í hana má setja allan pappír, pappa, plastumbúðir og minni málmhluti – Muna að skola Pantaðu græna tunnu í síma 577 5757 eða á igf.is Stjarnan vann dramatískan 104:101-útisigur á stigalausum Þórsurum frá Akureyri í fyrsta leik 8. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Þór var yf- ir nánast allan leikinn og náði mest átján stiga forskoti. Staðan í hálf- leik var 64:54, Þór í vil. Stjarnan minnkaði muninn hægt og bítandi í seinni hálfleik og náði að lokum að jafna. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi, en Nikolas Tomsick skoraði þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út og tryggði Stjörnunni nauman sigur. Tomsick átti stórleik og skoraði 44 stig á meðan Pablo Hernández skoraði 31 fyrir Þór. Hlynur Bær- ingsson sneri aftur í lið Stjörn- unnar eftir sex leikja fjarveru vegna meiðsla. Skoraði hann níu stig og tók átta fráköst. Með sigrinum fór Stjarnan upp að hlið Keflavíkur á toppnum með tólf stig. Þór er sem fyrr fastur á botninum án stiga. Hetjudáðir Tomsick björguðu Stjörnunni Hetja Nikolas Tomsick var hetja Stjörnunnar og skoraði flautuþrist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.