Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Mér finnst búið að tala hugtakið
miðaldra niður, eins og það sé
skammarlegt og að maður eigi ekki
að nota það. Mér finnst miðaldra fal-
legt af því þá er maður staddur í
miðjunni og þar er einhvers konar
jafnvægi og frelsi. Samt segir maður
ekkert endilega skilið við gamla
komplexa þó að maður sé orðinn
miðaldra, þeir geta leitað á mann
aftur og þá finnst manni asnalegt að
vera ekki kominn yfir þá, að maður
ætti kannski að vera orðinn göfug-
ri,“ segir Halla Margrét Jóhannes-
dóttir og hlær en hún sendi nýlega
frá sér ljóðabókina Ljós og hljóð-
merki, þar sem hún fjallar meðal
annars um það að vera miðaldra
kona.
„Mér finnst ég alltaf vera jafn
gömul og þeir sem eru í kringum
mig en að vera miðaldra kona er
bæði innra samtal og samtal við
samfélagið. Þetta tengist verunni,
líkamanum og kröfum sem maður
gerir til sjálfs sín um að hafa náð
einhverjum þroska, en maður getur
ekki fest hönd á neitt og finnst mað-
ur sami vitleysingurinn og á ung-
lingsárunum,“ segir Halla en í ljóð-
inu „Maraþon á háum hælum“,
kemur hún inn á kröfur nútíma-
samfélagsins um að miðaldra for-
réttindapíku megi ekki líða illa, hún
verði alltaf að vera í stuði, megi ekki
kvarta og aldrei vera bitur.
„Margar grípa til þess ráðs að
reima á sig skóna og fara út að
hlaupa, en frá hverju eru allir að
hlaupa? Krafan er líka að þú eigir að
passa alls staðar, þín sérstaða má
aldrei vera í kastljósinu.“
Ég er þessar þrjár manneskjur
Þegar Halla er spurð út í tilvitn-
unina á upphafssíðu ljóðabókarinnar
„I’m nothing special, in fact I’m a bit
of a bore“, segist hún vera orðin
rosalega þreytt á kröfunni um að
vera í einhverri röð og bestun.
„Að eitthvað sé best er ekki við-
mið sem hugnast mér. Að vera er
gott, en að vera best er glatað, af því
að þá ertu með viðmið. Það er alltaf
verið að segja okkur að það sé ekki
nóg að vera,“ segir Halla sem er
margar konur og gerir ekki greinar-
mun á ljóðskáldinu Höllu og leikkon-
unni Höllu.
„Þær eru ein og sama mann-
eskjan, uppsprettan eða kjarninn er
sá sami en sköpunarviljinn leitar í
ólíkar áttir. Ég brá mér til dæmis í
þrjú ólík hlutverk í útgáfuhófi bók-
arinnar, ég kom fram sem útgefandi
í vesti, höfundur í kóngabláum kjól
og sem Sjöfn Sæland í sundbol frá
sjötta áratugnum. Ég er allar þessar
þrjár manneskjur,“ segir Halla og
bætir við að Sjöfn Sæland, hennar
yfirsjálf, sé listrænn leiðbeinandi
Vatnadansmeyjafélagsins Hrafn-
hildar. „Við bekkjarsystur stofnuð-
um þann hóp þegar ég var í Leiklist-
arskólanum, við dönsum skraut-
dans.“
Nær fólk í gegn í samskiptum?
En hvaðan kemur titill bókar-
innar, Ljós og hljóðmerki?
„Pabbi minn var loftskeytamaður
og radíóamatör, en hann dó fyrir 30
árum þegar hann var aðeins 63 ára
og ég var 24 ára í miðjum inntöku-
prófum í Leiklistarskólanum. Allar
götur síðan kemur oft upp í huga
minn að mig langi að deila einhverju
með pabba. Hann hefur fylgt mér í
gegnum allt sem ég geri sköpunar-
tengt, hann var harmonikkuleikari
og þess vegna gaf ég útgáfufélaginu
mínu nafnið Nikka forlag. Mér
finnst það svolítið krúttað af því að
hann sagði oft þegar ég var að fara í
partí: „Vantar ekki nikkara?“ Hann
þóttist vilja koma með í stuðið með
okkur krökkunum,“ segir Halla og
hlær.
„Pabbi er mikið samferða mér,
þetta er kannski mín leið til að hafa
hann með, að búa til nýjar minn-
ingar honum tengdar. Hann var
vaktavinnumaður í loftskeytastöð-
inni í Gufunesi og spilaði líka úti á
landi á sveitaböllum með nikkuna.
Ég á mikið af fallegum minningum
um hann, ég fékk til dæmis að
syngja með honum á jólaböllum,“
segir Halla og bætir við að ekki liggi
allt í augum uppi við ljóðabókina, til
dæmis séu hljóðbylgjurnar sem
prýða bókarkápuna hljóðbylgjur
ákveðins ljóðs í bókinni.
„Radíóamatörar hafa samband við
þá sem eru langt í burtu og þeir fá
staðfestingarkort í pósti eftir sam-
skiptin um það hvernig heyrðist,
hvernig sambandið var. Einn kafli
ljóðabókarinnar fjallar einmitt um
tengsl, þegar fólk reynir að hafa
samskipti við þann sem það veit ekki
hvort heyrir, við vitum ekki hvort
táknmálið eða tungumálið nær í
gegn. Ef ég tjái þér eitthvað með
ákveðnum orðum, táknum eða svip-
brigðum, þá veit ég ekki hvort þú
skiljir mig, nota þau hugtök sem þú
skilur á sama hátt og ég? Þetta á við
bæði í persónulegum samskiptum og
í stóra samhenginu. Ég spegla þetta
í ljóðunum við nútímasamskipti í
snjalltækjum og tengslaleysið sem
þeim fylgir. Fólk er kannski með
öðrum á sömu fáu fermetrunum en
er alls ekki í sambandi.“
Góðar vinkonur dýrmætar
Halla kemur í ljóðum sínum inn á
ýmislegt fleira í samskiptum fólks,
til dæmis að konur eru konum best-
ar. Í ljóðinu „Hversu mikil ást?“ seg-
ir frá vinkonu sem gætir barns ann-
arrar vinkonu í langan tíma þegar
erfiðleikar steðja að.
„Ég var níu ára þegar ég fékk að
vera hjá vinkonu mömmu í fimm vik-
ur á meðan foreldrar mínir voru í
London þegar pabbi fór í hjartaupp-
skurð. Ég átti afmæli á meðan og ég
hef oft hugsað um hvað hún var mér
góð, henni var umhugað um að mér
liði vel. Svona er góð vinátta kvenna,
þær hjálpast að og standa saman.
Vinkonur eru ást,“ segir Halla og
bætir við að foreldrar hennar hafi
fengið mörg bréf út til London frá
Íslandi.
„Þessi bréf eru enn til og það er
mikill velvilji í þeim. Mamma og
pabbi fengu send pund og fallegar
óskir, og ekki einungis frá nánum
vinum og fjölskyldu heldur líka sam-
starfsfélögum og öðru minna tengdu
fólki. Það er virkilega gaman að lesa
þessi bréf og finna fyrir öllum kær-
leikanum.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Best er ekki viðmið sem hugnast mér
„Alltaf verið að segja okkur að það sé ekki nóg að vera,“ segir ljóðskáldið og leikkonan Halla Margrét
sem sendi nýlega frá sér ljóðabókina Ljós og hljóðmerki „Kannski mín leið til að hafa pabba með“
Þér má ekki líða illa
þú ert forréttindapíka
miðaldra forréttindapíka
með slappa skapabarma
forréttindapíka
Ekki kvarta
Alltaf í stuði
Aldrei líða illa
Aldrei tuða
alltaf í stuði
í stuði
Aldrei bitur
aldrei miðaldra
miðaldra forréttindapíka
Alltaf hér og nú
Hvað gerir kona þegar hún er
hress og bitur?
Fullnægð og vannærð?
fullnærð og vannægð?
Hún bindur á sig hlaupaskóna
hleypur
hleypur
Maraþon á
háum hælum
LJÓÐ ÚR BÓKINNI
Halla Margrét „Mér finnst mið-
aldra fallegt af því þá er maður
staddur í miðjunni og þar er ein-
hvers konar jafnvægi og frelsi.“
m.
POWERSTATE™ mótor.
REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn.
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðu
M18 FCS66
Alvöru hjólsög
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888