Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 59

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Það er heilmikil gróska íblúsuðu rokki þessi miss-erin, og ný plata frá GGblús er kærkomin viðbót við þá flóru. Þarna er um eftir- tektarverðan dúett að ræða, þar sem Guð- mundur Jóns- son fyllir, með rafgítarleik einum saman, upp í það rými sem hefð- bundið er að rafbassi og –gítar fylli. Skapast þannig pláss í tónlistinni sem bæði trommur og gítarar nýta sér, sem og sérlegir gestir sem fylla faglega og inn- blásið upp í rýmið. Jens Hansson fer til dæmis hreinlega hamförum á saxófón í „Spoonful“. Af lögunum tíu sem finna má á plötunni eru sjö frumsamin og þrjú svokallaðar „ábreiður“ eða „kóver“, eftir því hvaða kynslóð maður tilheyrir. Það er ánægju- legt að hlusta á útgáfur þeirra og uppgötva að í öllum þeirra hefur verið ákveðið að fara eigin leiðir. Þannig er verið að skapa og móta eitthvert ákveðið GG blús-sánd, og því skellt á „Spoonful“ sem sumir þekkja sem blús-standard eftir Willie Dixon en ég þekkti með Cream; „Cradle Rock“ eftir Rory Gallagher sem ég þekkti alls ekki fyrir og ekki ómerkara lag en „Money“ eftir Pink Floyd. Það þarf hugrekki til að taka upp og flytja jafnþekkt lag og hið síðastnefnda því upphaflega útgáf- an er nokkuð skotheld. Það er því gott að geta sagt frá því að GG blús tókst ljómandi til, og einnig er virkilega vel til fundið að út- gáfa þeirra af Money komi í kjöl- farið á laginu „Everything Is Wrong with the World Today“, af- skaplega fínni áminningu um hvernig málum er víða háttað í heiminum í dag, og að mínu mati er þar jafnframt komið sterkasta frumsamda lag plötunnar. Þar erum við einnig komin að veikasta hlekknum, sem er frum- sömdu lögin. Þau góðu eru alveg rosalega góð en svo eru minna skemmtileg lög þarna líka. Sum þeirra verða reyndar mun betri ef maður les enska texta með af textablaði sem fylgir. Það mætti lesa einhvers konar þema eða rauðan þráð milli allra texta plöt- unnar – ef vilji er fyrir hendi. Það er að minnsta kosti um eitthvert uppgjör að ræða. Textarnir eru fínir og tónlistin hljómar það al- þjóðlega að það truflar ekkert að ekki sé sungið á hinu ástkæra yl- hýra. Þeir félagar í GG blús skipta söng á milli sín og hljóma báðir virkilega blúsað og fínt, og innkoma Mike Pollock í laginu „Lost and Found“ er auðvitað negla. Þegar vel hefur verið krufið og hlustanirnar orðnar nægjanlega margar til að ég sé farin að blístra í blússkölum er nokkuð ljóst að þarna er um afbragðs- blúsrokkplötu að ræða. Fyrir þá sem hlusta mikið á slíka tónlist er fengur að gripnum og fyrir þá sem lítið hafa verið í blús en lang- ar að kynnast honum er þetta alls ekki slæmur staður til að byrja á. Það er helst að sum lögin renni svolítið saman í eitt, en ef til vill er forminu um að kenna. Báðir Guðmundarnir leika að minnsta kosti við hvurn sinn fingur á plöt- unni og geta gengið vel sáttir frá borði. Blístrað í blússkölum Guðmundarnir „Þegar vel hefur verið […] er nokkuð ljóst að þarna er um afbragðs-blúsrokkplötu að ræða.“ Geisladiskur GG blús – Punch bbbbn Útgáfudagur 15. ágúst 2019 10 lög. Guðmundur Jónsson: Gítar og söngur. Guðmundur Gunnlaugsson: Trommur og söngur. Sérlegir gestir: Michael Dean Odin Pollock: söngur í „Lost and Found“; Sigurður Sigurðsson: munnharpa í „Money“; Jens Hansson: saxófónn í „Spoonful“. Hljóðritað af Einari Vilberg og Guð- mundi Jónssyni í Hljóðverki og á Álfta- nesi 2019. Hljóðblandað af Guðmundi Jónssyni. Hljómjafnað af Einari Vilberg. Útsetningar: GG blús. Upptökustjórn: Guðmundur Jónsson. Hönnun umslags: Ólöf Erla Einarsdóttir – Svart. Ljós- myndir: Jón Önfjörð Arnarsson og Ásta Magnúsdóttir. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Ljósmynd/Ásta Magg Íumfjöllun um Tregahandbók-ina, safn frumsaminna ljóða,hugleiðinga og textabrotavíða að, sem Magnús Sigurðs- son sendi frá sér í fyrra, sagði ég það hafa verið eina allra áhugaverðustu bókina sem ég las það árið. Og nú fylgir Magnús henni eftir með bók- inni Íslensk lestrarbók, öðru og annars konar safni forvitnilegra og vel mótaðra skrifa sem eru skilgreind á kápu sem „textar“. Magnús hefur fyrir löngu sann- að sig sem eitt at- hyglisverðasta ljóðskáld og ljóðaþýðandi sinnar kynslóðar. Hann hefur líka sent frá sér smásögur og hefur traust tök á margbreytilegum og knöppum prósaformum. Þá sýnir hann hér aftur hvað hann er hug- myndaríkur textasafnari, hvað hon- um er lagið að taka hugleiðingar og orð annarra og fella á launfyndinn og snjallan hátt að sínum eigin hugs- unum og skrifum. Íslensk lestrarbók er í fimm ólík- um hlutum sem hver hefur, í brota- kenndu forminu, ákveðna sögu að setja. Í upphafi bókar er athyglis- verð tilvitnun í skáldið Pessoa: „Vilji maður forðast / lífið, eru bækur / þægilegasta leiðin.“ Og það á vel við röddina sem fylgir lesendum gegn- um fyrsta hlutann, „Letidrengur- inn“, sem hefur skilgreininguna „veðurdagbók“. Tær textinn er skemmtilega írónískur og manninum sem segir frá er líkt við skóggangs- mann sem er útlægur úr samfélagi manna, en hann kýs að halda sig al- farið heima og þangað er hann farinn að sanka að sér „fánýtum fróðleik og skrá hjá sér, á blöð og pappíra sem liggja hér og þar í íbúðinni.“ Lesand- inn skilur að úr því safni, bókaskóg- inum, komi textabrotin marg- breytilegu sem mynda sterkan kjarna bókarinnar. Og samtímis því að reyna að halda veðurdagbók flæða forvitnilegar og oft stór- skemmtilegar athugasemdir frá þessum innipúka, tilvitnanir í og sög- ur um jafn ólíkt fólk og José Mour- inho, Charles Bukowski, Presley, Agöthu Christie og Paul Cézanne. Í öðrum hlutanum, „Réttindi les- andans“, er á þriðja tug hugleiðinga, stuttra smásagna og sagnabrota á borð við „Knattspyrnulýsandi smíð- ar orð í hita leiksins“: Lionel Messi! Hvílíkt skor-dýr! Þar eru líka listar á borð við ára- mótaheit Woodie Guthrie í þrjátíu liðum og ein lengsta og besta sagan fjallar um dauða þýðanda, starf sem höfundurinn þekkir mæta vel. Þriðji hluti bókarinnar, „Guðinn í hlutunum“, er sagður „úr dagbókum listmálarans Emily Carr (1871- 1945)“. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir um þessar rúmlega tutt- ugu síður af hrífandi og djúpum dag- bókarfærslum kanadíska náttúrmál- arans snjalla. Þessi hluti er hjartsláttur bókarinnar en það hefði mátt koma betur fram hvort hann sé verk Magnúsar eða þýðingabrot. Lokahluti bókarinnar er brota- kennd frásögn tímasett á árinu 1961. Þar segir af karlægri konu í húsi við haf og smám saman er byggð upp mynd af umhverfinu og kaldrana- legum aðstæðunum, í heimi sem „hefst og ferst, eins og hver annar“. Áður en lokahlutinn hefst kemur langlengsti hlutinn, í raun hálf bók- in, nær eitt hundrað síður. Hann nefnist „Liprir taktar“ – poème trouvé: Og er uppskrift af lýsingu Harðar Magnússonar íþróttafrétta- manns á úrslitaleik Meistaradeild- arinnar 2015, milli F.C. Barcelona og Juventus. Allur leikurinn! Þetta er að mörgu leyti bráðfyndinn texti, og æði pínlegur tekinn úr samhengi með þessum hætti. Hann sýnir jafn- framt vel það sem unnendur þess- arar fögru íþróttar geta pirrað sig endalaust á; hvað lýsendur hér á landi skýra lítið og greina ekkert, heldur láta bara vaða um allt og ekki neitt. Og þvílíkur vaðall! En þetta er allt of langur texti og líður bókin fyr- ir – hefði ekki nægt að birta dæmi? Og svo niðurlag skáldsins, grein- inguna þar sem segir að þegar að sé gáð „er „hinn fallegi leikur“ knatt- spyrnunnar kannski ekki svo ólíkur ljóðlistinni“. Því þetta er að mörgu leyti vönduð bók og góð, og margt afar vel skrifað í henni, en hún líður fyrir ójafna byggingu með þessum yfirgengilega knattspyrnukafla. Bækur eru þægilegasta leiðin til að forðast lífið Textar Íslensk lestrarbók bbbmn Eftir Magnús Sigurðsson Dimma, 2019. Innbundin, 218 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Morgunblaðið/Hari Höfundurinn Magnús Sigurðsson er slyngur penni og hugmyndaríkur. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstökjólagjöf LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.