Morgunblaðið - 21.11.2019, Side 62
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Nornin er nýútkomin skáldsaga
Hildar Knútsdóttur og framhald af
skáldsögunni Ljóninu sem kom út í
fyrra. Er hún því önnur í röðinni í
þríleik Hildar en báðar bækurnar
fjalla um ungmenni sem takast á við
alls kyns vandamál.
Í Ljóninu fylgdust lesendur með
Hólmfríði Kristínu Hafliðadóttur,
Kríu, en Nornin gerist í framtíðinni,
nánar tiltekið árið 2096 þegar Alma
Khan, barnabarn Kríu, er orðin 19
ára og byrjuð að fóta sig sem full-
orðinn einstaklingur. „Þetta er stór
sögubogi því þarna eru mál sem
kláruðust ekki í fyrstu bókinni,“
segir Hildur.
Alma er starfsmaður í gróðurhúsi
á Hellisheiði þegar henni er óvænt
boðið starf í einkagróðurhúsi hinnar
heimsfrægu Olgu Ducaróvu sem
tengist Ölmu þó. „Olga og Kría eru
gamlar vinkonur því þær fóru sam-
an til Mars og voru þar í þrjú ár.“
Skilið var við Kríu 17 ára gamla í
Ljóninu og hefur ferðin til plán-
etunnar Mars og ýmislegt annað
óvænt átt sér stað í lífi hennar frá
þeim tíma.
Það kveður að einhverju leyti við
annan tón í Norninni en Ljóninu því
nú fylgjumst við með 19 ára ungri
konu en ekki 17 ára unglingi. „Hún
er farin að búa ein og farin að taka
ábyrgð á eigin lífi. Hún verður ást-
fangin og svo eru alls kyns siðferð-
islegar spurningar sem hún þarf að
takast á við. Hún þarf til dæmis að
horfast í augu við sín eigin forrétt-
indi og ýmislegt sem er kannski
ekkert þægilegt að horfast í augu
við,“ segir Hildur.
Loftslagsmálin tækluð
„Hversu langt er fólk tilbúið að
ganga fyrir sannfæringu sína?“
segir Hildur um þema bókarinnar.
„Hverjir eru tilbúnir að fórna öllu
og hverjir ekki og hver getur verið
ástæðan?“
Hildur kemst ekki hjá því að
beina sjónum að loftslagsmálum í
sögu sem gerist svo fjarri samtíma
okkar. „Það er ekki hægt að skrifa
um framtíðina og hunsa loftslags-
mál,“ segir Hildur, sem hefur lesið
sér mikið til um loftslagsmál. „Þetta
var líklega mesta vinnan í bókinni.
Ég vildi draga upp einhverja mynd
sem er byggð á staðreyndum.“
Hildur segir þó stærsta óvissu-
þáttinn vera viðbrögð fólks við
loftslagsbreytingum sem auðvitað
munu skipta sköpum um framvindu
þeirra. „Þar auðvitað skálda ég því
þetta er ekki framtíðarspá,“ segir
Hildur og tekur undir að framtíðar-
sýnin sé nokkuð svört í bókinni.
Í bókinni er dregin upp mynd af
Reykjavík þar sem yfirborð sjávar
hefur hækkað sem leitt hefur til
þess að stór svæði hafa farið undir
sæ. Hildur kveðst þó hafa farið eilít-
ið frjálslega með staðreyndir þar,
ýtt undir þau áhrif sem hækkun
sjávar getur haft á þessum tíma.
„Byggðin öll er komin miklu hærra.
Í þessari Reykjavík sem ég bý til er
Breiðholtið nýi miðbærinn.“
Skápurinn næstur?
Næsta bók, og þar með sú síðasta
í þríleiknum, er komin í bígerð að
sögn Hildar. „Ég vinn þannig að
ég er búin að semja bókina áður en
ég byrja að skrifa hana,“ segir hún
en skrifin fara af stað á næstu vik-
um. „Nú byrjar handavinnan.“
Spurð hvort næsta bók í röðinni
muni nefnast Skápurinn og stað-
festa þar með vísunina í skáld-
sögu C.S. Lewis, Ljónið, nornina
og skápinn, segir Hildur „No
comment,“ og hlær. „Í fyrstu bók-
inni er skápur sem leiðir yfir í
annan heim svo ég ákvað að vera
ekkert að pukrast með þetta. En
þessi tenging er klárlega fyrir
hendi.“
Hversu langt muntu ganga?
Nornin, ný bók Hildar Knútsdóttur, gerist árið 2096 Loftslagsmál eru áberandi í sögunni
Söguhetjan þarf að horfast í augu við eigin forréttindi Vísun í ævintýraheim Narníu
Morgunblaðið/Hari
Framtíðin „Það er ekki hægt að skrifa um framtíðina og hunsa loftslagsmál,“ segir Hildur Knútsdóttir.
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
Fyrir fram er mikilvægt aðstilla væntingum í hóf viðlestur bókar sem hlotiðhefur Íslensku barna-
bókaverðlaunin, eins og raunin er
með Rannsóknina á leyndardómum
Eyðihússins eftir Snæbjörn Arn-
grímsson.
Lesturinn var
hins vegar stutt á
veg kominn þegar
í ljós kom að hér
er á ferðinni nýr
og ferskur and-
blær í íslenskar
barnabókmenntir.
Snæbirni, sem
hingað til hefur
verið þekktastur fyrir að gefa út
bækur (sko Harry Potter meira að
segja!) en ekki skrifa þær, tekst að
sameina spennu, ævintýri, vina-
samband og jafnvel smá vísinda-
skáldskap í frásögninni af Millu og
Guðjóni G. Georgssyni og ævin-
týrum þeirra í Álftabæ.
Guðjón G. Georgsson, sem Milla
kallar alltaf fullu nafni, sem lýsir
hennar staðföstu og ákveðnu per-
sónu afar vel, er nýfluttur í Álftabæ
og fær Eyðihúsið á heilann. Þar bjó
Hrólfur, nágranni Millu og ríkasti
maður þorpsins, en hann var borinn
út úr Eyðihúsinu í líkkistu í fyrra.
Hrólfur var skapvondur ógæfumað-
ur sem lét sjaldan sjá sig utan dyra
og dag einn eftir andlát hans birtist
dularfullur trékistill á bókasafns-
tröppunum ásamt bréfi þar sem
bæjarbúar fá þrjár vísbendingar að
leyndardómum lífs hans og fjár-
sjóðum.
Trékistillinn heltekur alla bæj-
arbúa í fyrstu en svo virðist sem
Milla og Georg G. Guðjónsson séu
þau einu sem sýna vísbendingunum
raunverulegan áhuga, þau eru að
minnsta kosti þau einu sem eru
tilbúin að leggja líf sitt í hættu til að
komast að leyndarmálum Hrólfs.
En þau eru líka saman í þessu og í
bókinni má finna dýrmæta lexíu um
vináttuna þegar Milla, sem er sögu-
maður, segir svo fallega: „Allt er
léttara ef maður hefur vin sinn með
sér.“
Frásögnin byggir að hluta á
flökkusögninni um tímaflakkarann
Andrew Carlssin, sem var handtek-
inn í New York árið 1976, grunaður
um verðbréfasvindl. Á fimm dögum
keypti hann og seldi hlutabréf 157
sinnum og öll viðskipti hans heppn-
uðust. Þegar lögreglan spurði hann
hvaðan hann hefði þessar innherja-
upplýsingar sagðist hann koma úr
framtíðinni. Hann var síðan leystur
úr haldi gegn tryggingu og ekkert
hefur spurst til hans síðan.
Með því að nota efni úr raun-
heimum, þar sem það er þó ekki al-
veg á tæru hvað er satt og hvað er
logið, tekst Snæbirni af einstakri
snilld að gera frásögnina raunveru-
lega, jafnvel þótt viðfangsefnin
hljómi eins og úr öðrum heimi, svo
sem egg fugls frá Arabíu sem getur
pissað, undirheimar vörubíls og
tímaflakk.
Stíll Snæbjörns er heillandi;
skarpur og hnitmiðaður, sem má
gera fastlega ráð fyrir að hitti beint í
mark hjá ungum lesendum. Spennan
stigmagnast eftir því sem líður á frá-
sögnina og stuttir kaflarnir (sumir
jafnvel bara ein setning) gera les-
anda auðveldara fyrir að þeysast
áfram í gegnum rannsókn Millu og
Guðjóns G. Georgssonar.
Rannsóknin á leyndardómum
Eyðihússins er verðugur handhafi
Íslensku barnabókaverðlaunanna.
Höfundi tekst á undraverðan hátt að
skapa töfrandi en á sama tíma svolít-
ið ógnvekjandi ævintýraheim. Allt er
svo einfalt en á sama tíma mynd-
rænt. Kortið af Álftabæ sem finna
má á fyrstu opnu bókarinnar auð-
veldar lesanda að sjá vinina fyrir sér
uppgötva leyndardóma sem opna
veraldir. Það væri því óneitanlega
forvitnilegt, og tvímælalaust ávísun
á skemmtilega upplifun, að sjá ævin-
týri Millu og Georgs G. Guðjóns-
sonar á hvíta tjaldinu, rétt eins og
söguna af Emil og Skunda eftir Guð-
mund Ólafsson, sem hlaut einmitt
fyrstu Íslensku barnabókaverðlaun-
in fyrir 33 árum.
Töfrandi en ógnvekjandi ævintýraheimur
Morgunblaðið/Hari
Verðlaun „… hér er á ferðinni nýr og ferskur andblær í íslenskar barnabók-
menntir,“ segir um spennandi söguna sem Snæbjörn hreppti verðlaun fyrir.
Barnasaga
Rannsóknin á leyndardómum
Eyðihússins bbbbm
Eftir Snæbjörn Arngrímsson.
Vaka-Helgafell 2019. Innb. 246 bls.
ERLA MARÍA
MARKÚSDÓTTIR
BÆKUR
Reyktur lax
í brunchinn
Söluaðilar:
Hagkaup, Iceland verslanir,
Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir,
Nettó verslanir um allt land
og 10-11.
Með því að velja
hráefnið af kostgæfni,
nota engin aukaefni og
hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við
heilnæmar og bragðgóðar
sjávarafurðir.