Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 8
Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500 Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf - Önnur mál Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu Eflingar Guðrúnartúni 1, frá og með 23. apríl nk. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar-stéttarfélags Aðalfundur Eflingar 2019 verður haldinn mánudaginn 29. apríl kl. 20:00 í Austurbæ, Snorrabraut 37. Aðalfundur Eflingar–stéttarfélags Efling-stéttarfélag auglýsir framboðsfrest Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar hluta stjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2020-2022. Að þessu sinni skal kjósa um formann, gjaldkera og 6 aðalmenn í stjórn til tveggja ára. Tillögur skulu vera um 8 stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt 10. gr. laga félagsins. Þá skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga fyrir kjörtímabilið og einn varamann. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 2. mars 2020. Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.00 föstu- daginn 6. mars nk. Fylgja skulu meðmæli 120 félagsmanna. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags Fræ Styrkir til frumkvöðla Fræ er fyrir frumkvöðla með hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni. Nánari upplýsingar eru á tths.is Umsóknarfrestur er til 1. apríl Café AUSTURSTRÆTI SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI AKUREYRI VESTMANNAEYJUM Komdu í kaff i MINJAR Deilt hefur verið um fram- kvæmdir listamannsins Páls Guð- mundssonar á Húsafelli í um fimm ár. Sæmundur Ásgeirsson, eigandi gamla íbúðarhússins sem stendur nærri kirkjunni og listasmiðjum Páls, hefur ítrekað kært leyfi sem Borgarbyggð hefur gefið vegna umsvifa Páls. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú fellt úr gildi byggingarleyfi sem byggingafull- trúinn í Borgarbyggð gaf út í maí í fyrra fyrir mannvirki sem áður var risið undir nafninu Legsteinasafn en heitir nú Legsteinaskáli. Úrskurðarnefndin segir kærand- ann fullyrða að Páll hafi „fjarlægt steina í leyfisleysi úr kirkjunni þar sem þeir hafi verið geymdir og ekki fengið leyfi Minjastofnunar Íslands til f lutninganna“. Vísi hann til yfir- lýsingar starfsmanns Minjastofnun- ar um að ekki hafi verið veitt leyfi til að fjarlægja steinana af „sínum stað“ eins og skilyrt sé í lögum um menningarminjar. Páll hafnar þessum ásökunum Sæmundar algerlega. „Listin er upp- hafin yfir slíkt þras,“ segir Páll sem kveðst eiga von á að málið leysist farsællega að lokum. Ekki náðist í Sæmund Ásgeirsson en Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, sem gaf út áður- nefnda yfirlýsingu, segist ekki vita hvort legsteinar hafi verið færðir til í Húsafelli eða ekki. „Við höfum ekki fengið neina umsókn um leyfi til að fjarlægja steina og vitum ekki hvort það hafi verið gert eða ekki,“ segir Agnes. Hún hafi aðeins verið að svara fyrir- spurn um hvort leyfi hefði verið veitt til þess að fjarlægja steina. Agnes segir að á það sé að líta að Minjastofnun hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. „Við vitum að það hafa verið teknir upp steinar í görðum löngu fyrir okkar tíma en í dag þyrfti leyfi,“ segir hún og vekur athygli á því að samkvæmt úrskurðarnefndinni segi kærand- inn að legsteinarnir hafi verið fjar- lægðir úr kirkjunni. „Og kirkjan er náttúrlega ekki „sinn staður“ heldur er það kirkju- garðurinn. Það er óheimilt að taka steina úr kirkjugarði þar sem þeir voru settir upphaflega án leyfis. En ef þeir eru komnir annað er enginn sem bannar þér að færa þá til.“ Lilja Björg Ágústsdóttir, sveitar- stjóri Borgarbyggðar, segir það ein- lægan vilja sveitarfélagsins að sam- komulag og sátt náist um skipulagið á svæðinu til frambúðar. „Því verður unnið að því að gera breytingar á aðalskipulagi Borgar- byggðar af hluta lands Húsafells,“ segir Lilja. „Á Húsafelli eru fáeinar byggingar sem nýtast til landbúnað- arnota en hins vegar er ferðaþjónusta og menningartengd starfsemi fyrir- ferðarmikil á umræddu svæði og því mikilvægt að aðalskipulagið sam- ræmist þeim áherslubreytingum.“ Að sögn Lilju hefur Borgarbyggð þegar boðað málsaðila á Húsafelli til fundar. „Það er gert til að tryggja að hagsmunasjónarmið allra aðila komi fram.“ gar@frettabladid.is Páll neitar ásökunum um flutning legsteina Byggingarleyfi fyrir legsteinasafn Páls á Húsafelli er ógilt því það uppfyllir ekki skilmála um búrekstur. Nágranni sem kærði leyfið sakar Pál um brot á minjaverndarlögum með því að flytja til legsteina. Páll hafnar því algerlega. Páll Guðmundsson við byggingarlóð legsteinasafnsins árið 2016. Gamli bærinn er í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Því verður unnið að því að gera breyt- ingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar af hluta lands Húsafells. Lilja Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar UMHVERFISMÁL Ekki verður hróf l- að við fjórum stíf lum í Banda- ríkjunum samkvæmt niðurstöðu skýrslu sem alríkisstjórnin sendi frá sér í gær. Þetta kemur fram í stórblaðinu Seattle Times. Skýrslunnar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Hugmyndin var að rífa stíf lurnar fjórar, til að gera síðustu tilraun til að bjarga hátt í tuttugu laxa- stof num í útr ý mingarhættu . Niðurstaðan er að sögn Seattle Times sú, að slík aðgerð myndi valda ójafnvægi í raforkukerfinu, auka heildarlosun gróðurhúsa- lofttegunda og meira en tvöfalda hættuna á svæðisbundnu raf- magnsleysi. Umræddar stíf lur er í Snake- ánni og eru þær hluti af stóru og f lóknu vatnsorkukerfi sem rekið er af alríkisstjórninni í Washing- ton, Oregon, Idaho og Montana. Umhverfisverndarsinnar, sem hafa um árabil þrýst á að stíf lurn- ar verði rifnar, gagnrýna niður- stöðu skýrslunnar harðlega. „Við þurfum nýja hugsun og nálgun kjörinna fulltrúa í forystunni,“ sagði Todd True, lögmaður sam- takanna Earthjustice. – gar Hafna því að bjarga laxi á kostnað raforkukerfisins Við þurfum nýja hugsun og nálgun kjörinna fulltrúa í foryst- unni. Todd True, lögmaður samtakanna Earthjustice 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.