Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 4
TÖLUR VIKUNNAR 23.02.2020 TIL 29.02.2020 398 nemar í grunn- og framhaldsnámi voru brautskráðir frá Háskóla Ís- lands á laugardaginn var. 287 voru nýskráðir erlendir ríkisborg- arar hér á landi á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 10 Íslendingar dvelja nú í sóttkví á hóteli á Tenerife. 20% af heildarfjölda starfsmanna á leikskóladeildum í Reykjavík eru leikskólakennarar. 2,6 milljörðum varð ríkissjóður af í fyrra vegna skattaafslátta af hreinorkubílum. Þrjú í fréttum Fleiri verðlaun, mannanöfn og hátíðarmessur Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Norrænu tónlistarverð­ launin sem veitt voru í Osló í vikunni og bætti þann­ ig nýrri styttu í stórt verðlaunasafn sitt. Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl og varð þá önnur Íslendinga til að hljóta verðlaunin. Íslensku tón­ listarkonurnar Cell7 og Countess Malaise voru einnig tilnefndar til verðlauna á hátíðinni. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor lýsir yfir stuðn­ ingi við nýtt frumvarp dómsmála­ ráðherra þar sem lagt er til að mannanafna­ nefnd verði lögð niður í núverandi mynd, í umsögn sem birtist í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögninni bendir Eiríkur á að réttur manns til nafns sé mjög ríkur og því telji hann nauðsyn á auknu frelsi. Að hans mati muni það ekki skaða íslenska tungu. Kristján Björnsson vígslubiskup óskaði eftir fram­ lagi úr Jöfnunar­ sjóði sókna til helgihalds í Þingvallakirkju. Umsókninni var hafnað en sam­ þykkt var að taka umsóknina til umfjöllunar við gerð fjárhags­ áætlunar næsta árs og var Kristján hissa á afgreiðslunni. Þá segist hann heldur vilja leggja meira í helgihald en draga úr. JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU LÚXUSJEPPI MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LISTAVERÐ FRÁ: 11.490.000 KR. • Leðurklætt aðgerðastýri • Rafdrifin opnun á afturhlera • Íslenskt leiðsögukerfi • Bi-Xenon LED framljós með þvottakerfi • 3.0 V6 250 hö. dísel, 8 gíra sjálfskipting • 570 Nm tog • Hátt og lágt drif • Læsing í afturdrifi • Hlífðarplötur undir vél, kössum og skiptingu • Loftpúðafjöðrun • Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan • Blindhornsvörn STAÐALBÚNAÐUR M.A.: STJÓRNSÝSLA Í gær höfðu aðeins rúmlega 38 prósent skráningar­ skyldra lögaðila skráð raunveru­ lega eigendur hjá Ríkisskattstjóra. Frá og með mánudeginum 2. mars verða lagðar sektir á þá sem ekki hafa staðið skil á upplýsingunum. Að sögn Kristínar Gunnars­ dóttur, sérfræðings á skrifstofu yfirstjórnar Ríkisskattstjóra, er um að ræða félög, félagasamtök og aðra aðila sem forms síns vegna eru skráð í fyrirtækjaskrá. Algengasta félagaformið sé einkahlutafélög sem séu tæplega 40 þúsund tals­ ins, og þar hafi skil á upplýsingum verið vel viðunandi. Skil meðal tæplega 15 þúsund félagasamtaka hafi verið mjög slæm. „Hér getur verið um að ræða foreldrafélög, kórfélög, starfs­ mannafélög og alls konar áhuga­ mannafélög, sem f lest eru rekin af sjálf boðaliðum. Þessi félög eru engu að síður öll skilaskyld og falla á þau sektir frá og með 2. mars skili þau ekki fullnægjandi upplýsing­ um,“ ítrekar Kristín. „Ákveðins misskilning og ótta hefur gætt hjá forráðamönnum og félagsmönnum, varðandi annars vegar skyldu til að skrá raunveru­ lega eigendur félaga og hins vegar vegna mögulegrar ábyrgðar sem í því gæti falist. Rétt er að taka fram að skrán­ ing raunverulegra eigenda félaga á grundvelli laganna felur ekki í sér aukna ábyrgð viðkomandi einstaklinga á starfsemi þeirra, umfram þá ábyrgð sem þegar fylgir því að starfa í félögum,“ undir­ strikar Kristín. Þá tekur Kristín fram að vöntun á upplýsingum um raunverulega eigendur lögaðila sem skráðir séu í fyrirtækjaskrá sé ein af ástæðum þess að Ísland sé á hinum svokall­ aða „gráa lista“ í alþjóðasamfélag­ inu, listanum sem skapað haf i erfiðleika fyrir íslensk fyrirtæki í viðskiptum erlendis. „Það er þess vegna ríkt hags­ munamál fyrir Ísland að vel takist til með tímanlega skráningu raun­ verulegra eigenda félaga,“ bendir Kristín á. „Vegna hagsmunanna af því að skráningu ljúki með full­ nægjandi hætti verður ekki undan því vikist að fella frá og með 2. mars næstkomandi dagsektir á þá lögaðila sem enn hafa ekki skilað fullnægjandi upplýsingum um raunverulega eigendur sína til fyrirtækjaskrár Skattsins.“ Þess má geta að umrædda skrán­ ingu er hægt að gera rafrænt á vef Ríkisskattstjóra. mhj@frettabladid.is gar@frettabladid.is Margir eiga sekt yfir höfði sér Frá og með mánudeginum mega eigendur félaga sem ekki hafa skráð sig sem slíkir eiga von á sektum frá Ríkisskattstjóra. Skortur á þessari skráningu er einn þeirra þátta sem komið hafa Íslandi á „gráan lista“. Enn eru í skráningarferli tæp 20 prósent af þeim 62.887 lögaðilum sem eru skráningarskyldir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hér getur verið um að ræða foreldra- félög, kórfélög, starfsmanna- félög og alls konar áhuga- mannafélög sem flest eru rekin af sjálfboðaliðum. Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar Ríkisskattstjóra 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.