Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 98
Hvað? Hvenær? Hvar? Sunnudagur hvar@frettabladid.is 1. MARS 2020 Hvað? Listamannaspjall Hvenær? 12. 30 Hvar? Forkirkja Hallgrímskirkju Guðrúna Arndís Tryggvadóttir ræðir um sýningu sína Lífsverk. Hvað? Fataskiptimarkaður Hvenær? 13.00-15.00 Hvar? Borgarbókasafnið Árbæ Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettabladid.is 29. FEBRÚAR 2020 Hvað? Háskóladagurinn Hvenær? 12.00 Hvar? Listaháskóli Íslands. Laugar- nesvegi 91 Viðburðir og kynningar á starfi nemenda og skólans. Hvað? Vatnslitatilraunir á fjöl- skyldustund Hvar? Gerðarsafn í Kópavogi Hvenær? 13.00-15.00 Vatnslitir, salt og ljósmyndapappír eru efniviður í smiðju sem Marta María Jónsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir leiða. Hvað? Vindóróasmiðja til heiðurs góu Hvenær? 13.00-15.00 Hvar? Árbæjarsafn Hvað? Myndlist Hvenær? 13.00 Hvar? Hallsteinssalur í Safnahúsi Borgarfjarðar Á sýningunni verða landslags­ myndir úr safneign Listasafns ASÍ eftir Ásgrím Jónsson, Jón Þorleifs­ TÓNLIST Verk eftir Lili Boulanger, Gustav Mahler, Benjamin Britten og Claude Debussy. Eldborg í Hörpu föstudaginn 21. febrúar Einsöngvari: Michelle DeYoung. Stjórnandi: Hannu Lintu. Einu sinni gekk kaþólski dýrlingur­ inn Antóníus af Padóvu inn í kirkju þar sem hann hugðist predika. Því miður var hún tóm. Hann dó samt ekki ráðalaus, heldur hélt niður að sjó og hóf þar að predika yfir fiskunum. Þeir þyrftu líka á guðs­ orði að halda. Hann hélt þrumandi ræðu sem var svo full af andakt að fiskarnir lögðu við hlustirnar. Þeir syntu í heilu torfunum upp að f læðarmálinu og urðu alveg hugfangnir. Þegar Antóníus hafði lokið máli sínu, sneru fiskarnir við, syntu burt og héldu áfram að vera þeir sjálfir. Þorskurinn var enn þá þorskur og krabbinn krabbi. Ekkert hafði breyst. Þessa kómísku sögu er að finna í safni þýskra þjóðkvæða sem kom út árið 1805 undir nafninu Undra­ horn piltsins, eða Des Knaben Wunderhorn. Ljóðið sem hér er til umræðu fjallar á skemmtilegan hátt um breyskleika mannsins og frum­ hvatirnar sem ráða öllu. Stundum þarf meira en eina predikun til að hafa einhver varanleg áhrif. Gustav Mahler samdi tónlist við ljóðið, sem og mörg önnur úr kvæðasafninu, og voru sum þeirra á efnisskránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á föstudagskvöldið. Tæknilega gott, en hvað svo? Michelle DeYoung mezzósópran söng einsöng, en Hannu Lintu stjórnaði. Söngkonan var með allt á hreinu, rödd hennar var þétt og örugg, sat prýðilega, hver tónn var fagurlega mótaður. Sömu sögu er að segja um hljómsveitarstjórann, sem var pottþéttur í undirspilinu, stjórnaði hljómsveitinni af festu, enda spilaði hún fallega. Engu að síður var útkoman ekkert sérstök. Manni var einhvern veginn alveg sama um kveðskapinn og sönginn og náttúrustemningarnar og nostalgíuna sem stundum sveif yfir vötnum. Það var einhver deyfð yfir túlkuninni. Ólíkt andagift Antóníusar sem snart litla fiska þá var ekkert hér sem skipti einhverju máli. Söngurinn fór inn um eitt og út um hitt. Innblásturinn vantaði. Ef ég hefði verið fiskur hefði ég bara verið áfram í undirdjúpunum. Ekki í neinu samhengi Svipaða sögu var að segja um D'un matin de printemps eftir Lili Bou­ langer, sem var heillandi á sinn hátt, en var eiginlega búið áður en það byrjaði. Fjórar sjávarmyndir úr óperunni Peter Grimes eftir Benjamin Britten voru ekki heldur neitt sérstakar þegar maður hefur heyrt og séð alla óperuna. Hún gerist í sjávarþorpi og fjallar um meinleg örlög. Í henni er kröftug undiralda, hrífandi andstæður og spennandi atburðarás. Bútarnir sem nú voru f luttir voru ekki í neinu samhengi. Þeir voru eins og myndasafn sem hefur týnst og aðeins fjórar myndir eru eftir af einhverju sem enginn man lengur hvað er. Tónleikarnir voru samt ekki al­ slæmir. Toppurinn var lokaverkið, La Mer, eða Hafið, eftir Debussy. Það var svo sannarlega magnaður kveðskapur sem kallaði allt mögu­ legt fram í hugskotið. Áberandi hörpuspil sveipaði tónlistina goð­ sagnakenndum ljóma og tónmálið var síbreytilegt og gætt óviðjafnan­ legum sjarma. Hljómsveitin spilaði yfirleitt af glæsileika. Einstaka strengjahljómur var reyndar ekki alveg tær, en almennt var leikur­ inn þróttmikill og ákafur, en líka blíður þegar við átti. Útkoman var mögnuð og áhrifarík; þarna var inn­ blásturinn svo sannarlega til staðar – loksins. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Brotakennd dagskráin komst ekki á flug fyrr en undir lokin. Pínulítið af þessu, agnarögn af hinu Michelle DeYoung var með allt á hreinu, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins, sem segir tónleikana þó ekki hafa farið á flug fyrr en undir lokin. Úr Borgarfirði eftir Ásgrím Jónsson er meðal mynda á sýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar sem nú stendur yfir. Hvað? Leiðsögn Hvenær? 13.00 Hvar? Hönnunarsafn Íslands Þóra Sigurbjörnsdóttir og Grétar Þorsteinsson sjá um leiðsögn um sýninguna Sveinn Kjarval. Hvað? Söguhringur kvenna Hvenær? 13.30-15.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Menn- ingarhús Gerðubergi Claudia Ashonie Wilson Molloy héraðsdómslögmaður verður með erindi fyrir konur af erlendum uppruna um réttindi þeirra á Íslandi. Hvað? Leiðsögn safnstjóra um sýningar safnsins Hvenær? 14.00-15.30 Hvar? Listasafn Íslands Hvað? Tónleikar Hvenær? 14.00 Hvar? Hljóðberg, Hannesarholti. Sungið með Ingvari Valgeirssyni. Hvað? Tónleikar Hvenær? 14.00 Hvar? Hamrar í Hofi Slagverksdúettinn 100% Ásláttur leikur tónverk sem samin eru sér­ staklega fyrir ásláttarhljóðfæri. Frumflutt verður tónverk eftir Inga Garðar Erlendsson. Hvað? Afmælisveisla Grósku Hvenær? 15.00-17.00 Hvar? Gróskusalurinn Garðatorgi, Garðabæ Hvað? Jógasmiðja Hvenær? 15.00-16.00 Hvar? Borgarbókasafnið - Menn- ingarhús Gerðubergi Ewa Anna Dwornik kennir önd­ unaræfingar og jógastöður. Hvað? Cauda Collective Hvenær? 16.00 Hvar? Harpa Tónlistarhópurinn Cauda Col­ lective leikur verk sem tengjast ástinni. Hvað? Myndlistarsýning Hvenær? 17.00 Hvar? Salir Mjólkurbúðarinnar og Deiglunnar Hekla Björt Helgadóttir opnar sýningu sína Kóralfjöll. son og Jón Stefánsson auk verks í eigu Nýlistasafnsins eftir hol­ lenska listamanninn og Íslands­ vininn Douwe Jan Bakker. Hvað? Vatnslitasmiðja fyrir börn Hvenær? 14.00-16.00 Hvar? Listasafn Íslands Hvað? Tónleikar Hvenær? 15.00-16.30 Hvar? Kaldalón, Hörpu. Russian Souvenir eftir Alexander Pushkin. Flytjendur: Alexandra Chernyshova, sópran, Sergei Telenkov, bassabarítón, Kjartan Valdemarsson,píanóleikari og Katie Buckley, hörpuleikari. Kynnir Gerður Bolladóttir. 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.