Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 2
Veður Hvessir aftur í dag, stormur á Suðausturlandi og syðst á landinu seinnipartinn. Mun hægari vindur vestanlands. Él eða snjókoma um tíma í flestum landshlutum, hiti kringum frostmark. SJÁ SÍÐU 44 Eurovison á Alþingi Hópur Eurovision-aðdáenda frá Noregi, Þýskalandi, Bretlandi og Íslandi heimsótti Alþingi í gær. Með þeim var Laufey Helga Guðmundsdóttir, lögfræðingur á lagaskrifstofu Alþingis, sem sjálf er dyggur fylgismaður söngvakeppninnar. Laufeyju líst afar vel á lögin í úrslitunum í kvöld. „Við eigum alveg bullandi séns,“ segir Laufey um möguleika Íslendinga. Hún verði að sjálfsögðu í Laugardalshöll með félögum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG Í laginu Thirsty hoes á væntanlegri plötu Reykjavíkur- dætra, Soft Spot, rappa þær stöllur svohljóðandi erindi: „Ég er að fíla mig hérna, ég tek upp vodka flösk- una, hell’ uppí aðdáendurna, sorry Max, færð ekki sopa.“ Sá Max sem minnst er á í laginu er breskur maður á sextugsaldri, Max Ramm, sem er aðdáandi sveitarinnar númer eitt. Hann flutti nýlega til Íslands en milli hans og hljómsveitarmeðlima eru miklir kærleikar enda missir Max varla af neinum tónleikum sveitarinnar, hvorki hér á landi né erlendis. „Þegar við stígum á svið leitum við eiginlega strax að Max og finn- um hann nánast alltaf fremstan við sviðið. Það er mjög hvetjandi,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein dætranna. Max kom fyrst til Íslands árið 2009 með þáverandi kærustu sinni og heillaðist af landi og þjóð. „Ég hef alltaf kunnað að meta kuldann og haft áhuga á því að búa á norður- slóðum. Fyrst horfði ég til Noregs en síðan kynntist ég Íslandi og þá átti landið hug minn allan,“ segir Max. Það var ekki síst íslensk tónlist sem hafði áhrif á Max. „Ég eignað- ist plötu með hljómsveitinni Kukl á sínum tíma og síðan hef ég fylgst talsvert með íslenskri tónlist. Ég var til dæmis mjög hrifinn af hljóm- sveitinni Mammút um tíma og fór á tónleika sveitarinnar víða um heim,“ segir Max. Um nokkurra ára skeið heimsótti hann Ísland 4-5 sinnum á ári og iðu- lega þegar Secret Solstice fór fram. „Á Secret Solstice árið 2016 sá ég Reykjavíkurdætur fyrst á sviði,“ segir Max. Hann var ekkert sérstak- lega hrifinn af sveitinni eftir fyrstu tónleikana en gaf þeim annan séns í næstu heimsókn sinni til landsins. „Það voru tónleikar á Nasa og þær voru stórkostlegar. Ég var þrumu- lostinn,“ segir Max. Síðan þá hefur hann verið aðdá- andi númer eitt og hefur fylgt sveit- inni um allan heim. „Þær eru ótrúlegar á sviði. Lögin eru góð og þær eru með ótrúlega kraftmikla sviðsframkomu. Það skiptir ekki máli hvort þær spila fyrir hundrað manns eða mörg þúsund. Þær vefja áhorfendum um fingur sér,“ segir Max. Árið 2019 stóð Max á krossgötum í lífi sínu og íhugaði hvort að hann ætti hreinlega að flytja til Íslands. „Rétt fyrir svefninn eitt kvöldið kastaði ég upp peningi. Ég heyrði þegar hann lenti en ákvað að kíkja ekki á hann fyrr en morguninn eftir. Niðurstaðan var skýr – ég átti að flytja til Íslands,“ segir Max. Hann beið ekki boðanna og hefur búið hérlendis síðan og líkar lífið vel. „Reykjavík er frábær borg og hér er nóg við að vera,“ segir Max. Hann vinnur hjá ÍAV, býr í miðbænum og ákvað f ljótlega að velja KR sem sitt lið í íslenska boltanum. „Það var í raun bara tilviljun. Ég missti varla af leik með þeim síðasta sumar og það var stórskemmtilegt, enda landaði liðið titlinum,“ segir Max Ramm. bjornth@frettabladid.is Max elskar Ísland, KR og Reykjavíkurdætur Hlutkesti réð því að Max Ramm flutti frá Englandi til Íslands, sem hann dáði vegna náttúrufegurðar, kuldans og sem heimkynni Reykjavíkurdætra, bestu hljómsveitar í heimi. Max fylgir Reykjavíkurdætrunum eftir víða um lönd. Aðdáandinn Max Ramm ásamt Reykjavíkurdætrum fyrir tónleika í Tromsö. Rétt fyrir svefninn eitt kvöldið kastaði ég upp peningi. Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR FJÖLMIÐL AR Ari Brynjólfsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og nýráðinn fréttastjóri, er tilnefndur til Blaðamannaverðlauna fyrir við- tal við fjóra erlenda vagnstjóra. Auk Ara eru Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu og þau Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jóhannsson, á fréttamiðlum Sýnar, tilnefnd fyrir viðtal ársins. Umsjónarmenn Kveiks fá tvær tilnefningar fyrir rannsóknar- blaðamennsku, fyrir Procar-málið og Samherjamálið. Stefán Einar Stefánsson á Morgunblaðinu er til- nefndur fyrir bók sína um fall WOW. Þrjú eru tilnefnd til Blaðamanna- verðlauna ársins, Guðrún Hálfdán- ardóttir og Arnar Páll Hauksson hjá RÚV og Hólmfríður Helga Sigurðar- dóttir á Stundinni. Tilnefningu fyrir umfjöllun árs- ins fengu blaðamenn á Kjarnanum, um efnahagsmál og Stundin og RÚV fyrir loftslagsmál. – sar Ari tilnefndur til verðlauna STJÓRNSÝSLA Til stendur að verja 900 milljörðum í ef lingu innviða landsins á næstu tíu árum. Þetta kom fram þegar skýrsla og aðgerða- áætlun átakshóps um úrbætur á innviðum var kynnt í gær. Hópurinn var skipaður í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember í fyrra í og skýrslunni má finna 540 fyrirhugaðar aðgerðir. Þar af eru 194 nýjar aðgerðir og 40 aðgerðir í framkvæmdaáætlun Landsnets og dreif iveitna sem lagt er til að verði f lýtt. Hinar 306 aðgerðirnar eru innan núverandi framkvæmda- og fjármálaáætlana. Til lög u r át a k shópsins fela meðal annars í sér að f lýta fram- kvæmdum á svæðisf lutningakerfi raforku og jarðstrengjavæðingu dreifikerfis, einföldun leyfisveit- inga vegna framkvæmda í f lutn- ingskerfi raforku og að auka þar skilvirkni, endurskilgreiningu og ef lingu varaaf ls fyrir raforku og fjarskipti, ásamt því að uppbygg- ingu ofanf lóðavarna verði lokið árið 2030. Kostnaður við framkvæmdirnar nemur í heild 900 milljörðum, þar af nemur f lýting framkvæmda í f lutnings- og dreifikerfi raforku tólf milljörðum króna og f lýting ofanf lóðavarna f immtán millj- örðum. – bdj Setja hundruð milljarða í að efla innviði Raflínur skemmdust í óveðrinu mikla í desember síðastliðnum. 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.