Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 20
Tó n l i s t a r h ó p u r i n n C au d a C o l l e c t i ve hefur það að mark-miði að blanda klass-ískri kammertónlist saman við nýja tónlist og flétta saman við önnur listform. Í grunninn er um að ræða strengja- dúó, skipað Þórdísi Gerði Jónsdótt- ur og Sigrúnu Harðardóttur, sem við spurðum út í verkefnið. „Hópurinn tekur á sig ýmsar myndir, stækkar og teygir sig í ýmsar áttir, allt eftir verkefnavali hverju sinni. Í starfi hópsins er leit- að skapandi leiða til að miðla tónlist og brjóta upp hefðbundna tónleika- formið svo að útkoman verði áhuga- verð fyrir áhorfendur og flytjendur, en þó alltaf með það að leiðarljósi að þjóna tónlistinni,“ segir Sigrún. „Við Þórdís Gerður erum góðar vinkonur og samstarfskonur og okkur var farið að þyrsta í að gera skapandi verkefni í tónlistinni. Okkur langaði að ögra sjálfum okkur, fara aðeins út fyrir kass- ann, prófa eitthvað nýtt og sjá hvað gerðist. Skapa umhverfi þar sem þetta væri hægt. Þá varð Cauda Collective til.“ Sigrún segir suma tónlistarunn- endur smeyka við klassíska tón- leika. „Sumir verða óöruggir í formföstu andrúmsloftinu, finnst óþægilegt að vita ekki hvenær á að klappa og sleppa því bara að koma á tónleika frekar en að koma og líða ekki vel með það. Sígild og sam- tímatónlist er alls ekki óaðgengileg tónlist og við viljum að allir geti upplifað tónlistina á sinn hátt. Áhorfendur þurfa ekkert að þekkja til sögu klassískrar tónlistar til að njóta, hver og einn kemur á sínum forsendum og túlkar tónleikana á sinn hátt,“ útskýrir hún. Hópurinn brýtur hið sígilda tónleikaform upp á ýmsan hátt. „Möguleikarnir eru endalausir, en markmiðið er að fá inn nýja tónleikagesti sem ekki hafa vanið komur sínar á klassíska tónleika, og hrista aðeins upp í þeim sem þekkja formið vel og vilja sjá nýja nálgun.“ Á tónleikunum Ástarjátning, sem fara fram á morgun, spila sjón- rænir töfrar leikhússins stóra rullu. „Norðurljósasalur Hörpu er gull- fallegur salur og býður upp á mikla möguleika. Hægt er að skipta um liti í hliðum veggjanna og stilla ljósin á marga vegu. Það verður svo sannar- lega nýtt á þessum tónleikum, en Eva Björg Harðardóttir, leikmynda- og búningahönnuður, sér um þá hlið. Hún hefur einnig hannað mjög ÁHORFENDUR ÞURFA EKKERT AÐ ÞEKKJA TIL SÖGU KLASSÍSKRAR TÓN- LISTAR TIL AÐ NJÓTA, HVER OG EINN KEMUR Á SÍNUM FORSENDUM OG TÚLKAR TÓNLEIKANA Á SINN HÁTT. Fyrir þá sem óttast klassíkina Tónlistarhópurinn Cauda Collective kemur fram í Hörpu á morgun, sunnudaginn 1. mars, á tónleikunum Ástarjátning, þar sem aðeins verða leikin verk, íslensk og erlend, sem tengjast ástinni á einn eða annan hátt. Þau Unnur Birna Björnsdóttir og Björn Thoroddsen ferðast með tón- leika sína um Suðurlandið næstu vikur og koma fram í Skyrgerðinni, Hveragerði í kvöld, laugardags- kvöld. Við spurðum Unni Birnu nokkurra vel valinna spurninga. Hvað ertu að lesa? Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi, komin á síðustu bókina. Ég er með 19. aldar blæti, næstu bækur sem verða lesnar eru Horfnar kynslóðir eftir Elínborgu Lárusdóttur og Dalafólk eftir frænku mína Huldu. Á hvað ertu að horfa? Anne with an E, sem eru leiknir þættir um Önnu í Grænuhlíð. Snilldarlega gerðir þættir og karla- veldinu gefinn puttinn. Nítjándu aldar blætið fær mikla útrás. Ég les eða horfi eingöngu á eitthvað sem gerist á þessum tíma. Hvað kæmi fólki á óvart í fari þínu? Þegar ég byrja að tala fyrir dýr og hluti með ákveðinni rödd, sem vinir mínir kalla „kattaröddina“. Ég skal viðurkenna að það er ef laust mjög skrýtið og ég er víst farin að gera þetta alveg upp úr þurru án þess að vera í vernduðu umhverfi. Hvaða orð eða setningu ofnotar þú? Ég reyni helst að ofnota ekkert orð, en ég nota mikið „yfirgengilegt“ og svo elska ég sögnina „að jagast“ – sem auðvitað er mikið notuð í Dalalífi. „Hættið þessu jagi“, er til dæmis nýja uppáhaldssetningin mín. Ég ætla líka að byrja að nota orðið „vargur“. Ef ég væri uppi um aldamótin 1900 væri ég ef laust kölluð kvenvargur, eins og kven- skörungurinn Þóra frá Hvammi sem svarar ávallt fyrir sig og lætur sína skoðun iðulega í ljós. Hvaða rétt eldarðu oftast? Pasta með eggaldini, kúrbít, blað- lauk og tómötum, því það er það eina af þrennu sem ég kann að elda og bragðast ekki andstyggilega. Annars sér kærastinn minn um eldamennskuna. Hann tekur yfir- leitt fram fyrir hendurnar á mér og segir: „Ég skal bara elda ástin mín.“ Hvaða hlutar gætirðu ekki verið án? Ég hélt ég gæti ekki verið án ákveðinnar bókar sem ég hef lesið í á hverju kvöldi fyrir svefninn síðan 1997, en ég er með OCD sem ég storkaði og tók hana ekki með þegar ég gisti hjá systur minni í Reykjavík í janúar. Það var stórt skref, en ég lifði það af og þá komst ég að því að það er enginn hlutur í heiminum ómissandi. Hvað lærðirðu nýtt í síðustu viku? Nýja valsinn sem pabbi minn Björn Þórarinsson, Bassi, samdi, við munum f lytja hann á tón- leikaferðinni okkar. Hann heitir Morgunvals. Upplýsingar um tónleikana er að finna á tix.is. Les og horfir eingöngu á það sem tengist nítjándu öldinni Unnur Birna er algjörlega heilluð af 19. öldinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Jane Ade Sutarjo, Björk Níelsdóttir og Sigrún Harðardóttir eru hluti Cauda Collective sem kemur fram í Hörpu á Sígildum sunnudögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is áhugaverða leikmynd sem felur í sér fimm metra háan skúlptúr í laginu eins og hjarta, sko líffærið hjarta, ekki hitt,“ segir Sigrún og hlær. „Við hljóðfæraleikararnir erum klæddir í föt sem hún hefur hannað og saumað og ljósin yfir áhorfend- unum eru dimmari en gengur og gerist á tónleikum og minna þar af leiðandi meira á leikhús.“ Á tónleikunum á morgun verða flutt verk eftir íslensku tónskáldin Björk Níelsdóttur, sem einnig syng- ur með hópnum, og Halldór Smára- son, ungversk/austurríska tón- skáldið György Ligeti, tékkneska tónskáldið Leoš Janáček og franska tónskáldið Ernest Chausson. Verkin voru samin á árunum 1898-2018 og fela öll í sér ástarjátningu á einn eða annan hátt, enda um tímalaust yrkisefni að ræða. „Verk Janáčeks er stórbrotið tónverk sem er í senn brothætt og kraftmikið, einlægt og fullt af mikil- mennskubrjálæði. Verkið var inn- blásið af langri og innilegri vináttu hans og Kamila Strösslová, giftrar konu sem var 38 árum yngri en hann. Strengjakvartettinn endur- speglar eðli sambands þeirra, en þau skiptust á um 700 ástarbréfum. Þó voru þau bæði í hjónabandi og höfðu bara hist einu sinni.“ 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.