Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 26
Við erum í þjónustuskuld við almenning, segir Birgir hreinskilnislega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í þjónustuskuld við almenning Og það eru fleiri mjög stórar breyt- ingar í vændum á þjónustunni. Skeljungur og Pósturinn hafa gert með sér samning. Pósturinn mun opna pakkastöðvar á þjónustu- stöðvum Orkunnar og afhenda þar fyrirframgreiddar sendingar til viðskiptavina sinna. Fyrstu fjórar stöðvarnar verða teknar í notkun í mars. „Fyrirtækið er komið á beinu brautina. En við erum í þjónustu- skuld við almenning. Síðustu ár hefur þróunin verið neikvæð fyrir notendur. Afgreiðslutíminn verið styttur og aðgengið verra fyrir fólk á landsbyggðinni. Við viljum bæta úr þessu og opna pakkastöðvar og fleiri póstbox víða um land.“ Sumar ákvarðanir þínar eru umdeildar, eins og sú að dreifa ekki fjölpósti? „Ég hef svolítið þurft að svara fyrir þetta. Þetta er byggt á prak- tík, það eru svo margir sem afþakka kynningarpóst sem þeir segja að fari annars beint í ruslatunnuna. Og þótt ég viti vel að pappírinn er sjálfbær og ræktaður í nytjaskógum þá er þróunin sú að fólk af þakkar þennan póst vegna umhverfismála. Að auki er þetta of dýrt fyrir okkur og ekki sá hluti kjarnastarfsemi sem við viljum styrkja.“ En bréfsendingar? Eru þær enn meginhluti tekna? „Jú, þær eru talsverðar af bréf- unum. Um það bil helmingur af veltunni en minnka um 17-20 pró- sent á ári. Á sama tíma er netverslun og pakkasendingar tengdar henni að vaxa með ári hverju og það sem Íslandspóstur þarf að leggja áherslu á er að verða ekki risaeðla í þeim geira. Við þurfum að gera okkur gildandi á þessum markaði.“ Rekinn úr menntaskóla Birgir er menntaður prentari og einn fárra Íslendinga sem eru með háskólagráðu í prentrekstrarfræði. Skólagangan var þó brösótt framan af og óhefðbundinn bakgrunnurinn leiddi hann mjög líklega á ævintýra- legar brautir. „Ég er Kópavogsbúi í húð og hár. 200 Kópavogi, ekki eins og Herra Hnetusmjör úr 203. Það telst ekki með! Ég byrjaði ungur í hljómsveit- arbrasi og var ekki mjög efnilegur námsmaður framan af. Það var ekki nema fyrir fjölskyldutengslin að ég lærði að verða prentari eftir að ég var rekinn úr menntaskóla. Pabbi var prentsmiður og vann hjá Odda, ég ákvað að feta í hans fótspor. Ég fór svo út til London í háskólanám í rekstri á prent- og útgáfufyrirtækj- um og tók svo MBA-gráðu ofan á það frá háskólanum í Westminster. Í fyrstu hélt ég að ég myndi starfa í þessum geira en ferillinn tók annan snúning. Ég tók að mér átaks- og uppbyggingarverkefni, f lutti til Hong Kong og stýrði uppbyggingu í Kína hjá Össuri hf. Ég varð svo forstjóri Iceland Express í tvö ár en flutti svo alla leið til Rúmeníu og þar stýrði ég einni stærstu prentsmiðju Austur-Evrópu, Inforpress Group, þar sem störfuðu 1.300 manns í þremur löndum. Mjög dýrmætur og lærdómsríkur tími,“ segir Birgir en hann stýrði prentsmiðjunni í fjögur ár. Birgir f lutti heim árið 2011. Hann varð aðstoðarforstjóri WOW, starf- aði fyrir Advania um tíma og vann að sameiningum og umbreytingar- málum. Þá endurskipulagði hann rekstur Póstdreifingar áður en það fyrirtæki var selt. Vill vera aftast á sviðinu Það er nú svolítið mynstur í þessu, er það ekki? Ég las pistil þar sem þú ert kallaður f lökkuforstjóri og að það væri æskilegt að þú tækir að þér til- tekt í f leiri ríkisfyrirtækjum. Hvað er það sem þú færð út úr þessu? „Mér finnst alveg rosalega gaman að vinna með fólki. Það skemmti- legasta sem ég sé í þessu og það sem drífur mig áfram í starfi er að sjá stjórnendur vaxa í starfi og ná góðum árangri.“ Og hvernig stjórnandi ertu? „Þótt ég sé hættur í tónlistarbrölt- inu, þá er ég enn í hlutverki tromm- arans. Vil vera aftast á sviðinu og þarf ekki að vera aðalmaðurinn. Ég vil nálgast starfið af auðmýkt og vil að aðrir fái að blómstra. Ég er að eðlisfari mjög slakur, alls ekki týpan sem er ómissandi. Ég er bara fyrir svo löngu búinn að átta mig á því að maður gerir ekkert einn. Þessi mýta um að þú eigir helst að vinna 10-12 tíma á dag og svara pósti frá morgni til kvölds er skaðleg. Ef maður getur ekki gefið sér tíma til að sitja með fólki og tala við það, þá er þetta allt til lítils.“ Kletthálsi 2 & Bílakjarnanum Eirhöfða 11 · 110 Reykjavík Sími 590 2160 · notadir.is Opnunartímar Mán-fim 10–18, fös 10-17, lau 12–16 Þú finnur okkur á Facebook facebook.com/askjanotadirbilar Verð 3.490.000 kr. B-Class 200 d 4MATIC Árgerð 2017, ekinn 53 þús. km, dísil, 2.143 cc., 136 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. ÁSETT VERÐ: 4.150.000 kr. Verð 8.990.000 kr. GLC 220 d 4MATIC Árgerð 2019, ekinn 5 þús. km, dísil, 2.143 cc., 170 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. ÁSETT VERÐ: 9.690.000 kr. Raðnúmer: 994417 Viðurkenndir Mercedes-Benz. Raðnúmer: 994357 Raðnúmer: 994282 Verð 5.990.000 kr. CLA 220 d 4MATIC Árgerð 2018, ekinn 19 þús. km, dísil, 2.143 cc., 177 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. ÁSETT VERÐ: 6.670.000 kr.Raðnúmer: 341356 Tveggja ára ábyrgð og þjónusta innifalin með viðurkenndum Mercedes-Benz. Gott úrval fjórhjóladrifinna bíla. Skoðaðu úrvalið á notadir.is Verð 12.600.000 kr. GLS 350 d 4MATIC Árgerð 2018, ekinn 32 þús. km, dísil, 2.987 cc., 259 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Framhald af síðu 24  2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.