Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 72
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Sigurjón segir að árangur kokkalands- liðsins á ÓL í ár sé stærra afrek en margir gera sér grein fyrir, en besti árangur liðsins hingað til er 5. sæti á heimsmeistara- mótinu og 9. sæti á ÓL. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari íslenska kokkalands-liðsins, segir að samvinna hafi verið lykillinn að velgengni liðsins á Ólympíuleikunum, þar sem það hreppti tvö gull og lenti í þriðja sæti. Sigurjón lærði á Silfri á Hótel Borg og útskrifaðist árið 2010. „Keppnisferillinn minn byrjaði svo með Ungkokkum Íslands árið 2011 í Dublin, þar sem við fengum gull,“ segir hann. „Ég var svo í úrslitum í Kokki ársins árin 2012 og 2016 og árið 2018 lenti ég í öðru sæti þar og vann gull á HM í Lúxemborg með kokkalands- liðinu. Svo varð ég kokkur ársins árið 2019.“ Kepptu við lið sem æfa stöðugt „Árangur kokkalandsliðsins á ÓL er stærra afrek en margir gera sér grein fyrir, en besti árangur liðsins hingað til er 5. sæti á heims- meistaramótinu og 9. sæti á ÓL,“ segir Sigurjón. „Mörg af liðunum sem við kepptum við gera nánast ekkert nema að æfa, en við erum öll í fullri vinnu. Við stefndum á að komast í topp 6, en þetta var frekar óraunverulegur árangur. Við æfðum mikið og fólk lagði mikið á sig til að ná þessum árangri. Samvinnan var líka alveg frábær og dómararnir töluðu einmitt sérstaklega um hvað þeir voru ánægðir með hana,“ segir Sigurjón. „Við höfðum bara 10 mánuði til að æfa, en venjulega höfum við svona 18 mánuði, þann- ig að ég reyndi að skapa góðan grunn með því að leggja línurnar í matnum með þeim. Svo reyndi ég að hjálpa þeim eins og ég gat og fá fólk til að koma og veita ráðgjöf.“ Flókið æfingaferli „Æfingar fara þannig fram að við erum að elda mikið fyrstu mánuð- ina og prófa og þróa réttina þannig að þeir verði betri,“ segir Sigurjón. „Í fyrstu er rétturinn aldrei eins og hann verður í lokin á æfingatíma- bilinu, hann þróast áður en hann verður að því sem við viljum að hann sé. Réttirnir sem við vorum að gera í byrjun eru ekki einu sinni líkir því sem við enduðum með. Reglurnar í keppninni eru þann- ig að maður byrjar með 100 stig og fær bara mínusa en aldrei plús, þannig að maður reynir að hanna matinn þannig að maður fái sem fæsta mínusa,“ segir Sigurjón. „Svo þarf að hugsa vandlega um hvað gengur vel í keyrslu og hvað hlutirnir taka langan tíma. Þetta má hvorki vera of einfalt né of f lókið og það þarf allt að virka full- komlega, þannig að það þarf að leysa ýmsar f lækjur. Oftast neglir maður þetta bara í síðasta mánuð- inum, það var til dæmis margt sem gerðist í janúar sem skilaði okkur þessum árangri.“ Gaman að sjá framfarirnar „Það er margt fólgið í starfi þjálfarans,“ segir Sigurjón. „Ég þarf að sinna öllu sem kemur upp og þarf að ganga frá í kringum hópinn og matseldina og hjálpa til við hana og ég þarf líka oft að taka lokaákvörðun um ýmis atriði. Það skemmtilegasta við að þjálfa er að sjá framfarirnar og sjá þetta unga lið verða betra og fatta út á hvað þetta gengur,“ segir Sigurjón. „Heil 40% af einkunn- inni okkar á ÓL koma út frá því hvernig unnið er í eldhúsinu. Það þarf að passa upp á hreinlæti og skipulag og hver og einn má ekki vera of lengi í sama verkefninu. Við reyndum bara að nota sam- vinnuna og náðum ótrúlega langt á því. Heimsmeistaramótið í Lúxem- borg 2022 er svo næst á dagskrá hjá liðinu,“ segir Sigurjón. „Þannig að nú kemur smá pása og í haust förum við svo að undirbúa æfingar fyrir það.“ Samvinna skilaði árangrinum Þjálfari kokkalandsliðsins segir að það hafi verið sérstaklega góð samvinna liðsins sem skilaði því frábærum árangri á ÓL. Hann segir að liðsmenn hafi lagt hart að sér og árangurinn sé mikið afrek. Til hamingju með árangurinn 6 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RKOKKALANDSLIÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.